Valur
0
1
ÍBV
0-1 Cloé Lacasse '49
17.08.2018  -  17:00
Origo völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Blæs duglega í allar áttir og skýjað. Eitt orð til að lýsa þessu... Ísland
Dómari: Andri Vigfússon
Maður leiksins: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (ÍBV)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas ('59)
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Arianna Jeanette Romero
23. Fanndís Friðriksdóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('45)
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('45)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('59)
27. Hanna Kallmaier

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Rajko Stanisic
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson

Gul spjöld:
Hlín Eiríksdóttir ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV fer með sigur af hólmi á Origo vellinum!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
94. mín
Loka sókna tilraunir Vals þegarþ ær reyna nokkur skot en varnarmenn ÍBV komast alltaf fyrir!

Að lokum tekur Fanndís skot en beint á Bryndísi
92. mín
ÍBV fær aukaspyrnu upp við hornfánann.
91. mín
Valur fær horn en spyrnan frá Fanndísi er vægast sagt slök!
90. mín
Uppbótartími er 4 mínútur!
87. mín
Frábær vörn hjá Caroline! Elín er að sleppa í gegn en Caroline nær á ótrúlegan hátt að að pota í boltann með sínum löngu fótleggjum og Valur fær horn. Þær taka hornið stutt og reyna fyrirgjöf sem beint í höfuðið á Sóley Guðmunds og aftur fyrir. Það myndast fáranlegt klafs í teignum og að lokum hreinsa ÍBV!
85. mín
Það eru langar mjög langar 5 mínútur framundan hjá ÍBV. Þær liggja aftarlega og Valskonur sækja og sækja.
83. mín
Cloe aftur á svipuðum stað en skotið hennar fer framhjá!
83. mín
ÍBV kemst í sókn og Cloe keyrir á varnarmenn Vals og reynir skot sem að Sandra ver en hún hefur varið hann fyrir utan völlinn og markspyrna dæmd.

Hinu megin brunar Hlín Eiríks að endalínu og reynir fyrirgjöf en Bryndís Lára slær boltann út í teig og ÍBV bruna fram! Þar kemst Shameeka í gegn en mér líður eins og þetta sé í slow motion og á móti vind svo hæg er þessi sókn. Shameeka endar þó á því að taka skotið ein á móti Söndru en það er arfleitt og Sandra ver í markinu.
81. mín
Valskonur með gríðarlega pressu núna mun það skila marki?
80. mín
Inn:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (ÍBV) Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Mögulega fljótasta inná útaf skipting sem ég hef séð. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist hjá Sesselju þetta var ein sókn og hun var out. Mögulega tognuð?
80. mín
Elín Metta með sturlaðan snúning og skilur Caroline eftir í rykinu. Hún missir boltann samt of langt frá sér og ÍBV ná að hreinsa.
78. mín
Jæja það eru 12 mínútur eftir af þessum leik. Ná Valur að jafna eða halda ÍBV þetta út?

Sesselja var að koma inn á og strax sest í grasið. Hvaða amar að veit ég ekki en kæmi mér ekki á óvart ef hún færi strax útaf.
76. mín
Inn:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
75. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!! Dauðafæri í tvígang hjá Val, Hlín fer framhjá Sóley og kemur með stórhættulegan bolta eftir jörðinni en þær rétt missa af boltanum í teignum. Það kemur síðan fyrirgjöf sem að endar hjá Guðrúnu Karítas og ég er að segja ykkur það hún myndi skora úr þessu færi í 9,7/10 skiptum en hún skaut yfir markið á markteig! Ótrúlegt
74. mín
Elín Metta í hörkufæri en hún hittir ekki boltann almennilega! Sendinginn frá Hlín var svolítið föst en ef Elín hefði náð að hitta hann hefði hann steinlegið!
71. mín
Þetta er svo erfitt hjá Val sóknarlega. Þær voru að spila svo vel í fyrri hálfleik en eftir þær fengu þetta mark á sig er þetta mikið um vitlausar sendingar og einspil.
69. mín
Valur fær aðra hornspyrnu og núna mætir Hallbera til að taka hana frá hægri.

Spyrnan er stórhættuleg en eyjakonur ná að hreinsa frá á síðustu stundu.
68. mín
Valur fær hornspyrnu sem að Fanndís tekur! Ná þær að nýta hana?

Svarið er nei og enda þær á því að þurfa spila boltanum alla leið í öftustu línu.
67. mín
Aðeins búið að róast yfir þessu þegar kemur að færum en það er nóg af baráttu í þessu ennþá!
64. mín Gult spjald: Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Þarna kom spjaldið loksins og það var svo réttlætanlegt að ég hef sjaldan séð gulara spjald. Hlín Eiríksdóttir er alltof sein og fer á fullu gasi í Bryndísi í markinu og straujar hana!
63. mín
Mér finnst Vals-liðið vera reyna of mikið sjálfar í stað þess að spila boltanum aðeins sérstaklega á loka þriðjungnum!
62. mín
Jæja Andri er gula spjaldið í fríi í dag? Núna brýtur Dóra á Cloe!
59. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Crystal Thomas (Valur)
Super Sub mætt!
58. mín
Valskonur að auka pressuna einnig með Fanndísi fremsta í flokki. Núna reynir hún skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Upp úr horninu kemur skot sem fer í varnarmann og endar í fanginu á Bryndísi.
56. mín
Thelma með sturlaða tæklingu á Cloe og vinnur boltann!
55. mín
Cloe reynir skot fyrir utan teig en það fer framhjá markinu! Smá ekstra orka í eyjakonum þessa stundina.
53. mín
Elín Metta vinnur horn fyrir Val. Hallbera er mætt til að taka spyrnuna og ég býst við geggjuðum bolta.

Boltinn er frábær og hann deyr í teignum þar sem Fanndís nær skotinu en það fer af varnarmanni og aftur fyrir. Valur fær aðra hornspyrnu en Andri dæmir aukaspyrnu í teignum svo hún fjarar út.
52. mín
Valskonur fá aukaspyrnu á vallarhelmingi ÍBV. Spyrnan inn á teig er frábær sem að endar með því að Hlín Eiriks reynir skotið og smellhittir boltann en Bryndís segir bara nei nei og ver þetta. Hún ætlar að halda hreinu í dag!
49. mín MARK!
Cloé Lacasse (ÍBV)
ÍBV er komið yfir og það er Cloe Lacasse sem að gerir það! Sóley tekur fastan bolta inn á teig úr aukaspyrnunni og það myndast mikið klafs í teignum! ÍBV reyna 2-3 skot áður en boltinn endar hjá Cloe sem að lætur ekki bjóða sér það tvisvar og smyr hann í fjærhornið með ristinni. Vel klárað
49. mín
ÍBV fá aukaspyrnu út á vinstri vængnum á vallarhelmingi Vals. Sóley tekur spyrnuna og ætlar að skrúfa boltann inn á markteig, heyrpu hún skrúfaði hann ekki neitt
48. mín
Úff Shameeka lendir skelfilega og skellur með andlitið í jörðina en hún virðist vera í lagi.
47. mín
Valskonur að byrja af krafti! Kemur bolti inn fyrir vörnina en Bryndís er fljót úr markinu og kemst í hann á undan Elínu. Virkilega vel lesið hjá bryndísi.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er kominn af stað. Fáum við ekki mark í þetta?
45. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Valur) Út:Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Valur gerir breytingu í hálfleik!
45. mín
Elísa Viðars er í tveimur störfum í kvöld. Hún er á bekknum hjá Val vel gíruð og skóuð en er mætt upp í elítu boxið í mömmu hlutverkið að gefa krílinu brjóst í hálfleik. Elísa til fyrirmyndar í báðum hlutverkum!
45. mín
Hálfleikur
Heja Norge það er kominn hálfleikur á Origo. Þetta hefur verið skemmtilegur fyrri hálfleikur og mikið tempó, eitt mark myndi opna þennan leik ennþá meira og ég trúi ekki öðru en það komi fljótlega í síðari hálfleik.

Ég ætla skella mér og æfa dönskuna við Rasmus og jafnvel snæða einn burger með þvi
44. mín
Jæja Valskonur fá hornspyrnu og ætlar Fanndís að taka hana. Bryndís handsamar knöttinn auðveldlega.
42. mín
Af hverju er þetta ekki spjald Andri?? Þetta er eins gult og það verður. Cloe setur Shameeku í gegn og Málfríður rífur bara í hana og stoppar hana. Andri ætlar ekki að dæma en línuvörðurinn flaggar og þá dæmir hann. Málfríður Erna stálheppinn að fá ekki spjald þarna.

Katie tekur spyrnuna beint á Rut sem að skallar framhjá en er um leið dæmd rangstæð.
41. mín
Er draumurinn hans Andra dómara að stjórna sinfóníuhljómsveit? Mér finnst hann vera flauta bara á allt. Smá kontakt og það er flautað.
39. mín
USSSSSSSS Clara vel sein þarna í Thelmu og Thelma flýgur upp í loftið en er fljót að standa upp. Þetta var alvöru hjá Clöru
36. mín
Valur vilja víti og ég veit ekki alveg með þetta! Elín Metta og Caroline virðast flækjast saman og Metta fellur. Hefði verið hart að dæma en alveg hægt að dæma.

Crystal reynir svo skot en Bryndís er búin að loka búrinu í dag og ver þetta easy.
35. mín
ÍBV fær horn eftir mikla baráttu milli Shameeku og Ariönnu. Júlíana er mætt til að taka spyrnuna en Valskonur skalla frá.
34. mín
ELÍN METTA Jesús minn heyrist í fjölmiðlaboxinu. Fanndís með geggjaða hælsendingu á milli tveggja varnamanna og Elín er komin ein í gegn með fanta nóg af tíma en tekur skotið strax sem er arfaslakt og beint á Bryndísi í markinu!
31. mín
DAUÐAFÆRI!!

Hlín Eiríksdóttir í algjöru dauðafæri. Fanndís sýndi þarna hversu ruglað fljót hún er og stingur Júlíönu af áður en hún reyir fyrirgjöf. Boltinn fer af varnarmanni ÍBV til Crystal sem að reynir skot en Rut tæklar fyrir það boltinn endar þá aftur hjá Fanndísi sem kemur með fyrirgjöfina á Hlín sem er alein á fjærstönginni en setur boltann framhjá. Verður að skora þarna Hlín
30. mín
Ég lofaði marki fyrir ákveðinn tíma og biðst afsökunar á að það hafi ekki komið. Tempóið hinsvegar í þessum leik er geggjað og skiptast liðin á að sækja.
28. mín
Skottilraun frá Fanndísi en það fer langt framhjá markinu og var aldrei hættulegt.
Hún keyrir frá vinstri kanti inn á völlinn og lætur vaða með hægri en eins og fyrr segir aldrei hætta.
26. mín
Fyrir áhugasama er Crystal Thomas búin að taka upp bleika hárbandið sitt en hún byrjaði ekki með það í upphafi leiks. Hún á aragrúa af hárböndum að það er eiginlega lygilegt en ég verð að viðurkenna ég er fan af þeim. Þetta fær solid 8,3/10 í einkunn.
23. mín
Thelma búin að vera bilað flott fyrstu 23 mínúturnar á miðjunni fyrir Val. Vinnur hér tvö einvígi með stuttu millibili og sendir boltann upp í horn á Fanndísi.

Fanndís brýtur svo þar illa á Cloe og þetta átti að vera gult spjald Cloe er brjáluð.
20. mín
Rasmus Christiansen er að sjálfsögðu mættur í Elítu boxið með litla krílið sitt að horfa á Elísu Viðars spila. Hann mætir alltaf enda sindssygt god fyr!

Drottninginn í kvenna umfjöllun á Íslandi Mist Rúnarsdóttir er einnig mætt. Hún verður með Úrslitaleik Mjólkurbikarsins í beinni textalýsingu á eftir fyrir áhugsama.
18. mín
Hætta í teig Vals, Adrienne keyrir af fullum krafti að teignum og kemur með flottan kross á Cloe en hún nær ekki að athafna sig í teignum og Málfríður hreinsar að lokum.
15. mín
ÍBV verið að vakna síðustu 5 mínútur eftir erfiðar fyrstu 10.

Kæmi mér lítið á óvart ef við myndum fá mark hérna á næstu 10 mínútum. Leikurinn svolítið opin þessa stundina
12. mín
Arianna misreiknar boltann skelfilega og Cloe kemst á ferðina ein á móti Málfríði en í stað þess að taka skrefið inn í skotið reynir hún að fara utan á hana og Málfríður leysir þetta með því að hreinsa í horn.

Júlíana tekur hornið en það er hreinsað frá af fyrsta varnarmanni. Verður að vera betri hornspyrna.
11. mín
Jæja Cloe með flottan sprett fyrir ÍBV keyrir á Hallberu og köttar út á vinstri þar sem hún reynir skot en það fer beint í varnarmann og sókninn rennur út í sandinn.
10. mín
ÍBV liðið á erfitt með að finna taktinn og tengja sendingar. Ingibjörg og Rut þurfa að finna sig aðeins betur á miðjunni og fá boltann í lappirnar til að koma honum í spil.
7. mín
Geggjuð varsla! Bryndís Lára með sína þriðju geggjuðu vörslu á fyrstu 7 mínútum leiksins. Crystal kemur með frábæran bolta inn á teig sem að Hlín skallar af miklum krafti en Bryndís ver stórkostolega og Valur fær horn! Liggur á eyjakonum í upphafi.
4. mín
Það virðist ætla vera nóg að gera í dag hjá Bryndísi miða við fyrstu mínúturnar! Aftur geysast Valskonur fram og Fanndís setur boltann í hlaupaleiðina hjá Mettu sem að fær boltann í hælinn en nær að stilla upp í skot og Bryndís ver aftur virkilega vel í markinu. Valur fær tvær hornspyrnur í röð. Bryndís slær seinni hornspyrnuna í burtu
3. mín
Valur með fyrstu alvöru sókn þessa leiks. Hlín Eiríksdóttir kemur með fyrirgjöfina á Elíni Mettu sem að snýr glæsilega í teignum en Bryndís Lára er með stórkostlega markvörslu af stuttu færi!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Valskonur sem að byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
Fyrir leik
Meistari Hafliði Breiðfjörð er mættur til mín í fjölmiðlaboxið. Hann er án alls vafa "Hardest working sport reporter" á Íslandi.
Fyrir leik
Hverjar eru fyrsta til að koma út og hita? Jú að sjálfsögðu markverðirnir í báðum liðum og ekki bara 1 markmaður, tveir hjá Val og þrír hjá ÍBV. Ég hef alltaf sagt að þetta sé einstaklega sérstakur þjóðflokkur. Þær eru alltaf fyrstar og yfirleitt seinasta inn í klefa en þær voru flestar mættar út á slaginu 16:10.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá Val byrjar Akkerið sjálft Thelma Björk Einarsdóttir á miðjunni. Eldinginn Hlín Eiríksdóttir er út á vængnum og en af vores bedste angriberne Elín Metta Jensen byrjar frammi.

Hjá ÍBV byrjar fyrirliðin Sóley "Beckham" Guðmundsdóttir í bakverðinum. Texas drottninginn Caroline Van Slambrouck er í vörninni og dansarinn Cloe Lacasse er í fremstu víglínu.

Veðurspá dagsins mun valda vonbrigðum. Það er hvasst í allar áttir á vellinum og vel skýjað, það kom einn geggjaður sumardagur í gær en Ingó virðist ætla vera áfram leiðinlegur með veðrið í sumar og skellti aftur í slappt veður fyrir þá sem fögnuðum ákaft í gær.
Fyrir leik
Leikmenn til að fylgjast með

Valur: Thelma Björk Einarsdóttir #17 hefur verið eins og akkeri á miðjunni hjá Val í sumar. Dugleg í að stoppa sóknir og les leikinn gífurlega vel þegar hún á góðan dag þá tapar Vals-liðið ekki. Hún hefur átt í basli með hnéð á sér eftir erfið meiðsli en hún er öll að koma til og verður gaman að sjá hana etja kappi við miðjumenn ÍBV í dag.

ÍBV: Clara Sigurðardóttir #10 mun vera í risa hlutverki hjá ÍBV restin af sumrinu eftir brotthvarf Sigríðar Láru. Clara er fáranlega efnilegur leikmaður fædd árið 2002 og er að vekja mikla athygli í Frakklandi þessa daganna. Hún hefur mikin hraða, drifkraft og keyrir alltaf í átt að markinu. Lætin í henni fara ekki framhjá neinum því passion-ið er svo sannarlega til staðar hjá henni. Ég hlakka til að sjá hvað mun gerast hjá henni eftir sumarið en á meðan það er ennþá möguleiki þá hvet ég fólk til að fylgjast með henni hjá ÍBV.

Aðrir leikmenn sem gaman er að fylgjast með

Hlín Eiríksdóttir #14(Valur)
Stefanía Ragnarsdóttir #26(Valur)
Crystal Thomas #13(Valur)

Cloe Lacasse #20(ÍBV)
Adrienne Jordan #15(ÍBV)
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir #12(ÍBV)
Fyrir leik
Fyrri leikinn sitja liðin í 3. og 6. sæti deildarinnar.

Valur er í 3.sæti með 26 stig og hafa verið iðnar við markaskorun í sumar en þær hafa skorað 32 mörk og einungis fengið á sig 12 í fyrstu 13 umferðunum. Þær sækja alltaf til sigurs og verður engin breyting á því í dag.

ÍBV situr í 6.sæti með 15 stig og hafa valdið vonbrigðum í sumar. Margir lykilleikmenn hafa verið meiddir mest allt tímabilið og hópurinn er ekki breiður. Sísí Lára er einnig farinn á brott í atvinumennsku hjá Lilleström og þar sem ég veit að hún les þetta þá óska ég henni hjartanlega til hamingju með það.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Origo-Vellinum þar sem við eigast lið vals og ÍBV í 14 umferð Pepsí deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
5. Shameeka Fishley
7. Rut Kristjánsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('76)

Varamenn:
1. Emily Armstrong (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Helena Hekla Hlynsdóttir
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('76) ('80)
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Berglind Sigmarsdóttir
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:

Rauð spjöld: