Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Magni
0
1
Leiknir R.
0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson '15
18.08.2018  -  16:00
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: 14 stiga hiti og sól. Norðvestan átt sem gæti strítt liðunum
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Ólafur Hrannar Kristjánsson
Byrjunarlið:
Hjörtur Geir Heimisson
Baldvin Ólafsson
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
7. Pétur Heiðar Kristjánsson ('80)
10. Lars Óli Jessen
14. Ólafur Aron Pétursson
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Jakob Hafsteinsson (f) ('85) ('90)
20. Sigurður Marinó Kristjánsson
26. Brynjar Ingi Bjarnason
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson ('80)
6. Jón Alfreð Sigurðsson
8. Arnar Geir Halldórsson
18. Ívar Sigurbjörnsson
19. Marinó Snær Birgisson ('85) ('90)
21. Oddgeir Logi Gíslason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Andrés Vilhjálmsson
Anton Orri Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Sveinn Óli Birgisson ('46)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið á Grenivíkurvelli! Leiknir fer með 3 mjög mikilvæg stig með sér suður
93. mín
Leiknir fær aukaspyrnu inn á vallarhelming Magna og setja boltann upp í horn og halda honum þar
90. mín
Komið fram í uppbótatíma
90. mín
Inn:Marinó Snær Birgisson (Magni) Út:Jakob Hafsteinsson (Magni)
Eyjólfur vel á verði í marki Leiknis. Sveinn Óli með geggjaðan skalla en Eyjólfur sér til að þessi fari ekki inn
89. mín
Magni fær hornspyrnur á færibandi hér, tíunda hornspyrna þeirra og ellefta núna
87. mín
Magni gera allt sem þeir geta til að finna jöfnunarmarkið en inn vill boltinn ekki hjá þeim
85. mín
Inn:Marinó Snær Birgisson (Magni) Út:Jakob Hafsteinsson (Magni)
84. mín
Sigurður með skot utan af velli, Eyjólfur þarf að hafa sig allann við að blaka boltanum yfir. Magni fær hornspyrnu í kjölfarið. Háspenna inn í teig Leiknis en þeir koma boltanum að lokum í burtu
82. mín
Aftur er Sævar kominn í fína stöðu. Brynjar misreiknar bolta og skallar hann bak við sig, Sævar nær til boltans og skýtur á markið en boltinn framhjá
82. mín
ÚFF! Magni bjargar á línu! Sævar kemst einn í gegn, leikur á Hjört í markinu en er kominn í þrönga stöðu, nær einhvern veginn skoti á marki. Boltinn dansar á línunni áður en þeir koma boltanum í burtu
80. mín
Inn:Þorgeir Ingvarsson (Magni) Út:Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni)
76. mín
Heyrist vel í stuðningsmönnum Leiknis, peppa sína menn áfram
73. mín
VÁ! Ernir með boltann úti á vinstri vægnum, leikur framhjá Jakob og tekur skotið vel fyrir utan vítateig í fjærhornið en boltinn í stöngina. Þetta hefði orðið fallegt mark
70. mín
Hlutirnir í sama farveg hér, Magni mikið meira með boltann en eru ekki að ná að skapa sér neitt þegar komið er upp að vítateig. Leiknismenn vel skipulagðir og loka á allt
68. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Brýtur af sér út á velli
65. mín
Magni hefur verið að skapa sér betri stöður. Sigurður Marinó sendir boltann út á Ólaf sem er í fínu skotfæri fyrir utan teig en skotið laflaust og Eyjólfur á í engum vandræðum
63. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Vuk Oskar gat ekki haldið leik áfram eftir samstuðið við Eyjólf
60. mín
Leikurinn byrjaður aftur eftir að hugað var að Vuk Oskar
59. mín
Gott spil hjá Magna sem endar með fyrirgjöf frá Sigurði inn á Kristinn sem er í fínni stöðu en þessu er bjargað í horn. Eyjólfur stekkur manna hæst og lengst í horninu og lendir á samherja sem liggur óvígur eftir
55. mín
Vel gert Ernir! Frábær sprettur hjá honum, snýr á einn og svo framhjá öðrum Magna manna og kemst í góða skotstöðu rétt fyrir utan vítateig. Skotið gott en Hjörtur gerir vel í markinu
53. mín
Magni fær aukaspyrnu rétt við vítateigslínu, hægra meginn. Vel hægt að gera sér mat úr þessu, spyrnan hins vegar beint á Leiknismann
51. mín
Sævar við það að sleppa í gegn en var dæmdur rangstæður, bekkurinn ekki sáttur hjá Leikni og Þóroddur dómari gefur þeim tiltal
47. mín
NAU! Spyrnan syngur í slánni!! Aðeins neðar og boltinn hefði sungið í netinu
46. mín Gult spjald: Sveinn Óli Birgisson (Magni)
Frábær bolti frá Eyjólf í markinu yfir allann völlinn, þar var Sævar kominn einn í gegn en Sveinn fer í bakið á honum. Hefði mögulega verið hægt að hafa annan lit á þessu spjaldi. Leiknir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað
45. mín
Leikurinn er hafinn aftur. Heimamenn byrja með boltann, nú eru það Leiknismenn sem hafa heiðurinn af því að hafa vindinn í bakið
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Grenivíkurvelli
45. mín
Kristinn með gott hlaup, leikur á einn Leiknismann og nær skotinu á markið en því er bjargað í horn
44. mín
Það er lítið að gerast þessar mínúturnar. Magni búið að vera mikið meira með boltann en eru ekki að ná að setja endahnútinn á sóknirnar
39. mín
Fínasta spil hjá Leiknir, Kristján fær boltann út á hægri kantinn en kemur svo með fastan bolta upp í horn á Ólaf sem náði ekki til hans
34. mín
Magni miklu líklegri þessar mínúturnar, eru að ná fínum sóknum. Fá núna hornspyrnu og ná skotinu á markið en það er vel yfir
32. mín
Miroslav með hörmuleg mistök í vörninni, ætlar að leggja hann til hliðar á Bjarka en boltinn beint á Kristinn Þór rétt fyrir utan vítateig Leiknis. Bjarki hins vegar fljótur að hugsa og kemst í veg fyrir skotið
30. mín
Fín sókn frá Magna sem endar með fyrirgjöf en þar var bara enginn Magna maður til að taka við boltanum. Leiknis menn eru fljótir að snúa í sókn en missa boltann strax til Magna. Hefur svolítið verið saga leiksins eftir markið
27. mín
Tvær fínar sóknir frá Leiknir í röð. Kristján kemur á ferðinni upp hægri og ætlar svo að setja boltann á milli varnamanna sem gengur hins vegar ekki upp
25. mín
Magni fær aukaspyrnu á mjög fínum stað rétt fyrir utan vítateig Leiknis. Bjarni lætur vaða en boltinn yfir markið
23. mín
Magni að leita að jöfnunarmarkinu, næla í hornspyrnu sem ekkert verður úr. Þeir halda áfram að sækja á Leiknismenn en þeir eru þéttir fyrir
19. mín
Magna drengir hafa vaknað við markið og hafa átt nokkrar rispur við teig Leiknismanna
18. mín
Bjarni með skot frá vítateigslínu en Leiknismenn kasta sér fyrir og Magni á hornspyrnu. Góður bolti frá Bjarna, innarlega en Leiknir koma boltanum frá
15. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Sævar Atli Magnússon
Leiknismenn komnir yfir!! Hafa verið að sækja upp hægri vænginn og það skilaði sér núna. Ólafur vel staðsettur í teignum þegar sendinginn kemur og potar boltanum inn. Varnarvinna Magna var ekki upp á marga fiska þarna
14. mín
Lars í fínu færi en Eyjólfur gerir vel í markinu
13. mín
Leiknir hættulegri þessar fyrstu mínútur. Aron mjög frísklegur út í hægri kantinum og hefur verið að koma með hættulega bolta fyrir sem hafa samt ekki verð að skila sér á á Leiknismenn
10. mín
Það er ekkert gefins hér, bæði lið föst fyrir. Magni fær aukaspyrnu á svipuðum stað og áðan út á miðjum vallarhelming Leiknis manna en spyrnan léleg og Leiknir snýr í sókn.
6. mín
Aftur er Leiknir að gera vel og fá aðra hornspyrnu sem verður ekkert úr. Leiknismenn líflegir á fyrstu mínútum þessa leiks
5. mín
Fyrsta aukaspyrna leiksins er Magna manna, Bjarni með fínan bolta inn í teig en Leiknis menn bjarga í horn sem verður ekkert úr. Í kjölfarið sækja Leiknismenn mjög hratt á fámenn vörn Magna manna. Uppskera horn sem verður dauðafæri úr en frábær markvarsla frá Hirti kemur í veg fyrir að hér sé 1-0
2. mín
Vuk Oskar með góðan bolta fyrir markið hjá Magna mönnum en Baldvin skallar boltann í innkast
1. mín
Magni með vindinn í bakið í fyrri hálfleik
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Gestirnir byrja með boltann.


Fyrir leik
Nokkuð góðar aðstæður til fótbolta á Grenivík í dag, sól og 14 stiga hiti. Svolítil vindur úr norðvestur sem gæti strítt liðunum í sitthvornum hálfleiknum.

Bæði lið farinn inn í klefa, styttist í leik.


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn inn.

Heimamenn gera fjórar breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Þrótti í síðustu umferð. Hjörtur fer í markið hjá Magna, sömuleiðis koma inn Baldvin, Pétur Heiðar og Sigurður Marinó. Steinþór, Ívar og Alfreð taka sér stöðu á varamannabekknum en Gunnar Örvar sem skoraði tvö í síðasta leik er ekki í hóp í dag, hann tekur út bann.

Gestirnir gera tvær breytingar frá tapleiknum gegn HK. Aron Fuego og Ernir Freyr koma inn í liðið en Ingvar Ásbjörn og Tómas Óli eru ekki í hóp í dag.
Fyrir leik
Magni fékk á sig fimm mörk í síðasta deildarleik en það var leikur gegn Þrótti Reykjavík á heimavelli Þróttar. Sá leikur endaði 5-3 fyrir Þrótti.

Leiknir R. fékk HK í heimsókn í sömu umferð og töpuðu þeim leik 0-2.

Stigin 3 sem eru í boði hér í dag eru ofboðslega mikilvæg báðum liðum, ég býst við hörkuleik!

Fyrir leik
Magni hefur náð í tvo sigra í síðustu fimm leikjum en það var einmitt gegn Selfoss og Haukum sem eru í tíunda og ellefta sæti.

Leiknir R. hefur gengið brösulega að vinna, þeir unnu síðast leik 5. júlí. Liðið hefur náð í tvö jafntefli en tapað öðrum leikjum síðan þeir sóttu síðast sigur.
Fyrir leik
Magni og Leiknir R. áttust við fyrr í sumar, þar komst Leiknir í 3-0 eftir 30 mínútur. Lokatölur urðu 3-1 í þeim leik á Leiknisvelli.
Fyrir leik
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur, 6 stiga leikur í meira lagi. Fjögur neðstu liðin spila innbyrðis í dag, Selfoss mætir Haukum og fyrrnefndur leikur verður spilaður hér. Það munar þremur stigum á tólfta og níunda sætinu í deildinni. Magni á möguleika á að koma sér upp úr botnsætinu í fyrsta skipti í sumar sigri þeir. Leiknismenn geta hins vegar rifið sig aðeins frá botnbaráttunni með sigri, eitt stig er upp í 7 sætið.

Staða í deildinni:
9. Leiknir R. - 15
10. Haukar - 14
11. Selfoss - 12
12. Magni - 12
Fyrir leik
Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá leik Magna og Leiknir Reykjavík í 17. umferð Inkasso deildar karla. Baráttan er þétt í neðri hluta deildarinnar, Leiknir situr í 9. sætinu og Magni í því tólfta.
Leikurinn er spilaður á Grenivíkurvelli.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
8. Árni Elvar Árnason
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson
19. Ernir Freyr Guðnason
27. Miroslav Pushkarov
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('63)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
10. Daníel Finns Matthíasson ('63)
11. Ryota Nakamura
13. Magnús Andri Ólafsson
20. Óttar Húni Magnússon

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sólon Breki Leifsson
Iðunn Elfa Bolladóttir

Gul spjöld:
Árni Elvar Árnason ('68)

Rauð spjöld: