Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
19:30 0
0
Víkingur R.
ÍR
0
2
ÍA
0-1 Stefán Teitur Þórðarson '25
0-2 Jeppe Hansen '73
Gísli Martin Sigurðsson '88
18.08.2018  -  14:00
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Sólin skín en hefðbundni vindurinn í mjóddinni blæs vel
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Styrmir Erlendsson ('61)
6. Gísli Martin Sigurðsson
9. Björgvin Stefán Pétursson
15. Teitur Pétursson ('78)
16. Axel Sigurðarson
17. Jesus Suarez Guerrero ('78)
19. Brynjar Óli Bjarnason
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
4. Már Viðarsson
7. Jón Gísli Ström ('78)
7. Jónatan Hróbjartsson
8. Aleksandar Alexander Kostic ('78)
9. Ágúst Freyr Hallsson ('61)
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
22. Axel Kári Vignisson
29. Stefán Þór Pálsson

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Styrmir Erlendsson ('22)
Halldór Arnarsson ('45)
Brynjar Óli Bjarnason ('80)

Rauð spjöld:
Gísli Martin Sigurðsson ('88)
Leik lokið!
Nokkuð sanngjarn sigur hjá ÍA þó að ÍR hefðu mögulega geta fengið eitthvað út úr þessu en féll ekki með þeim í dag.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
94. mín
Við fáum 3 stigin heim Skagamenn syngja stuðningsmenn ÍA réttilega hressir og kátir.
93. mín Gult spjald: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
93. mín
Dauðafæri hjá ÍR, Jón Gísli fær hann í markteig og er undir pressu en setur hann rétt framhjá.
90. mín
Skagamenn taka aukaspyrnuna eftir rauðaspjaldið og Einar Logi er galopinn í teignum og skallar í stöng.
88. mín Rautt spjald: Gísli Martin Sigurðsson (ÍR)
Bíddu HAAAAAA?

Jón Gísli er dæmdur brotlegur fyrir öxl í öxl og skyndilega fær Gísli Martin beint rautt spjald. Líklega fyrir tuð. Ég skil ekki neitt.
87. mín
Jón Gísli með fína tilraun í hliðarnetið.
86. mín
Botninn er löngu farinn úr þessum leik og það er ekkert að frétta hérna.
82. mín
Inn:Páll Sindri Einarsson (ÍA) Út:Jeppe Hansen (ÍA)
Káramaðurinn mættur inná fyrir Jeppann
80. mín Gult spjald: Brynjar Óli Bjarnason (ÍR)
78. mín
Inn:Jón Gísli Ström (ÍR) Út:Jesus Suarez Guerrero (ÍR)
78. mín
Inn:Aleksandar Alexander Kostic (ÍR) Út:Teitur Pétursson (ÍR)
76. mín
Alveg eins sókn og í markinu, nú er það Steinar sem rennir boltanum til Jeppe sem er undir pressu og skýtur yfir.
75. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
73. mín MARK!
Jeppe Hansen (ÍA)
Stoðsending: Hallur Flosason
Sýnist þetta vera Hallur sem kemur með sendingu út í teiginn á Jeppe sem er aleinn. Skelfileg dekking hjá ÍR. Game over.
72. mín
En ein skottilraun gestanna, nú er það Ólafur Valur sem reynir skot langt yfir.
69. mín
Hörður Ingi með skot rétt framhjá, það er lítil ógn af ÍR þessa stundina.
64. mín
Stefán Teitur enn og aftur að leika listir sínar og skýtur rétt framhjá eftir góða sókn.
63. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Vincent Weijl (ÍA)
61. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (ÍR) Út:Styrmir Erlendsson (ÍR)
Styrmir er á gulu svo þetta er skiljanleg skipting.
58. mín
Dauðafæri!!! Brynjar Óli fíflar hálfa Skagavörnina áður en hann setur boltann rétt framhjá markinu.
55. mín
Við eigum ennþá eftir að fá færi í þennan seinni hálfleim en bæði lið eru ennþá frekar pirruð og það er mikið um pústra inná vellinumk og í stúkunni. Nákvæmlega eins og við viljum hafa þetta.
50. mín
Seinni hálfleikur byrjar rólega. Í öðrum fréttum þá ætti ég Zoran Miljkovic í stúkunni í hálfleik. Zoran var í rauðum skóm og með sólgleraugu. Þvílíkt veldi á einum manni.
46. mín
Leikur hafinn
Við erum farin aftur af stað og Skagamenn hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur, ÍA verið ívið sterkari en ÍR hafa verið að sækja í sig veðrið og áttu að fá pjúra víti.

Binni Gests segir nokkur vel valin orð við Gunnþór dómara þegar gengið er til klefa. Fróðlegur seinni hálfleikur framundan.
45. mín Gult spjald: Halldór Arnarsson (ÍR)
43. mín
ÍR vilja fá víti!! Pjúra víti frá mínum bæjardyrum, Gísli Martin er keyrður niður í teignum þegar hann reynir skot að marki. Gísli nær skotinu sem fer í varnarmann og beint á Árna í markinu en Gunnþór segir áfram gakk.
42. mín
Nú reynir Albert langskot sem lítur vel út en Helgi handsamar botlann örugglega.
41. mín
Nú tapar Styrmir boltanum á kæruleysislegan hátt og ÍA geysast í sókn sem endar með skoti framhjá frá Stefáni Teit.
39. mín
Styrmir Erlendsson er að fara á kostum hérna með því að dansa á línunni í smá fantaskap. Stuðningsmenn ÍA eru að verða brjálaðir og Styrmir mun ekki fá mörg jólakort frá Skaganum næstu jól.
37. mín
Vincent Weijl með þrususkot af 25 metrunum sem fer rétt yfir.
34. mín
Hörður Ingi með gott skot eftir skyndisókn sem endar í hliðarnetinu.
30. mín
Færi hjá ÍR! Jesus með frábæra hornspyrnu sem svífur á fjær þar sem Styrmir er mættur en hittir hann ekki almennilega og boltinn fer framhjá.
28. mín
Nú á Jeppe skot hárfínt framhjá markinu. Spurning hvort ÍR brotni eftir markið eða rífi sig í gang.
25. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Jeppe Hansen fer illa með Gísla í vörn ÍR, sendir svo fyrir þar sem leikmaður ÍA á skot við markteig en Helgi ver frábærlega. Stefán Teitur er fyrstur að átta sig og setur hann í markið. Stefán er búinn að skora síðustu 3 mörk ÍA í deildinni.
23. mín
Albert með góða aukapspyrnu inn á teig sem Einar Logi skallar rétt framhjá.
22. mín Gult spjald: Styrmir Erlendsson (ÍR)
Búinn að brjóta af sér nokkrum sinnum og þetta var kornið sem fyllti mælinn hjá Gunnþóri.
21. mín
Það er léttur pirringur í báðum liðum. Líklega af því þau eru að missa af skemmtiskokkinu niðri í bæ.
18. mín
Skemmtilegt samspil Alberts og Halls hjá ÍA, Hallur sendir á Albert sem chippar honum yfir vörnina á Hall sem þrumar honum framhjá í fyrsta.
14. mín
Hörkusókn hjá ÍA endar með því að Jeppe Hansen þrumar boltanum fyrir en það nær enginn að pota tánni í boltann.
10. mín
Fyrsta færi leiksins er ÍR. Brynjar Óli vinnur skallabolta og flikkar honum á Björgvin Stefán sem á skot langt yfir. ,,Helvítis kæruleysi" heyrist í Jóa Kalla.
7. mín
Gísli Martin er kominn á ágætis sprett og á bara eftir að fara framhjá Arnóri í vörn ÍA en Arnór kemur með góða tæklingu og hreinsar frá.
5. mín
ÍA hafa nánast bara veið með boltann hér í byrjun á meðan ÍR eru mjög varnarsinnaðir.
2. mín
Skagamenn vinna fyrstu hornspyrnu leiksins en ekkert kemur úr henni.
Fyrir leik
Leikur hafinn
ÍR hefja leik í átt að Kópavogi og SKagamenn byrja strax að pressa hátt.
Fyrir leik
Maggi Mark kynnir liðin til leiks og hendir í nokkra vel valda Skagabrandara.
Fyrir leik
Það er gæða íslensk tónlist í græjunum, sólin skín og ég er með kaffi og kex í blaðamannaskúrnum. Tilvalið að skella sér á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús!

ÍR gera breytingar 7 á liði sínu frá 5-2 tapinu gegn Þór Ak! Már Viðars, Ström-vélin, Jónatan Hrjóbjarts, Andri Jónasson, Stebbi Páls, Ágúst Hallsson og Axel Kári detta allir út. Inn koma Halldór Arnars, Teitur Péturs, Jesus Suarez, Styrmir Erlends, Brynjar Óli, Skúli Sigurz og Halldór Jón. Þetta er rosalega athyglisverð liðsuppstilling hjá Binna Gests og margir lykilmenn á bekknum.

ÍA gera eina breytingu á sínu liði frá 2-0 sigrinum gegn Fram. Vincent Wejl kemur inn
Fyrir leik
Eftir smá lægð á miðju tímabili eru Skagamenn komnir á blússandi siglingu og hafa unnið fjóra leiki í röð. Tilkoma Jeppe Hansen virðist hafa hafa mikið að segja en hann er kominn með 3 mörk í 3 leikjum. Síðasti leikur ÍA fór 2-0 gegn Frömurum.

ÍR eru hins vegar búnir að vera óútreiknanlegir og maður veit aldrei hvar maður hefur þá. Úr síðustu þremur leikjum eru þeir með markatöluna 4-11 en hafa samt unnið einn af þessum þremur leikjum. Miðað við gengi ÍR í sumar gegn stóru liðunum ættu ÍA að sigla öruggum sigri heim hér í dag.
Fyrir leik
Liðin mættust upp á Skaga í fyrri umferðinni þar sem ÍA sigldu í höfn þægilegum 3-0 sigri sem var aldrei í hættu.
Fyrir leik
Liðin eru nokkurn veginn á sitthvorum enda töflunar. ÍA er í toppsæti í rosalegri toppbaráttu á meðan ÍR er í áttunda sæti og svífa aðeins yfir fallbaráttunni eins og staðan er núna.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍR og ÍA í Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Jeppe Hansen ('82)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('75)
21. Vincent Weijl ('63)

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('75)
10. Ragnar Leósson
15. Hafþór Pétursson
16. Viktor Helgi Benediktsson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('63)
27. Páll Sindri Einarsson ('82)
32. Garðar Gunnlaugsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Bjarki Steinn Bjarkason ('93)

Rauð spjöld: