Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
HK
4
1
Þór
Brynjar Jónasson '5 1-0
Zeiko Lewis '17 2-0
Zeiko Lewis '37 3-0
Brynjar Jónasson '55 4-0
4-1 Jóhann Helgi Hannesson '91
18.08.2018  -  16:00
Kórinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 280
Maður leiksins: Zeiko Lewis
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson ('45)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
9. Brynjar Jónasson ('71)
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('68)
14. Hörður Árnason
26. Zeiko Lewis

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
8. Máni Austmann Hilmarsson ('71)
18. Hákon Þór Sófusson
20. Árni Arnarson ('68)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('45)
24. Aron Elí Sævarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mark Jóhanns var síðasta snerting leiksins.

HK vinnur mikilvægan sigur í toppbaráttunni og eru nú með fimm stiga forskot á Þór.
91. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann Helgi sem skorar alltaf mörk, skorar meiri segja gegn HK þrátt fyrir að þeir elski hrein lök.

Bjarki Þór með skot utan teigs sem Arnar Freyr ver út í teiginn og Jóhann Helgi fylgir eftir og skorar í gott sem tómt markið.
88. mín
Ótrúlegt miðað við marktilraunir Þórsara í dag að þeir hafi ekki enn náð að skora.

Ekki má gleyma því að HK hefur aðeins fengið á sig níu mörk í deildinni í sumar.

Þeir elska hrein lök.
83. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
83. mín
Varamaðurinn, Árni Arnarson með fína skot tilraun langt utan af velli, en boltinn svífur rétt framhjá markinu, stönginni fjær.
81. mín
Þórsarar fengu ekkert úr horninu líkt og áður í leiknum.
81. mín
Bjarki Þór með skot af stuttu færi sem fer í varnarmann HK og aftur fyrir.
80. mín
Tíu mínútur eftir.

Ég verð að viðurkenna það að ég er að fá hausverk yfir öllum þessum trommuslætti hér í húsinu. Trommusveit HK sem er fyrir aftan mig hefur gott sem trommað allan leikinn og ekki vantar trommurnar sem þeir eru með... sex stykki. Þetta er þvæla.
75. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Fíflagangur hjá Jóhanni Helga, truflar Arnar Frey markmann löngu eftir að hann er búinn að handsama boltann og uppsker gult spjald.

Reynsluleysi í Jóhanni... nei afsakið, ekki reynsluleysi heldur kæruleysi og vitleysa.
73. mín
Jóhann Helgi með skalla inann teigs eftir fyrirgjöf frá Alvaro Montejo en skallinn beint á Arnar í markinu.
71. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (HK) Út:Brynjar Jónasson (HK)
Tveggja markamaðurinn er farinn af velli.
70. mín
Bjarki Þór með fyrirgjöf aftan í hælinn á Herði og aftur fyrir. Þór fær hornspyrnu.
69. mín
Bjarni með skot af stuttu færi sem Aron Birkir ver með því að klemma hann milli lappana. Þarna mátti litlu muna.
68. mín
Inn:Árni Arnarson (HK) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
Ólafur verið virkilega drjúgur á miðunni hjá HK í dag.
67. mín
Alvaro Montejo heldur bara áfram og áfram, á núna fínt skot við vítateigslínuna sem Arnar Freyr þarf að hafa sig allan við og blakar boltanum yfir markið.

Þórsarar skalla síðan yfir eftir hornið.
66. mín
Ásgeir Marteins með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá varamanninum, Sigurpáli Melberg.
64. mín
Alvaro Montejo með skot í skrefinu, innan teigs sem Arnar Freyr er í erfiðleikum með að halda, ver það ágætlega en þurfti aðra tilraun til að halda síðan boltanum.

Alvaro Montejo hefur verið lang frískastur Þórsara í dag.
63. mín
Ármann er hörkutól og er kominn aftur inná.
62. mín
Ármann Pétur liggur eftir og þarf aðhlynningu. Sýnist hann þurfa að fara af velli. Ég hreinilega sá ekki hvað gerðist.

Hann heldur um vinstri hendina á sér, meðan hann labbar af velli.
60. mín Gult spjald: Loftur Páll Eiríksson (Þór )
Fer í hliðina á Ásgeiri við miðlínuna alveg við hliðarlínuna. Óþarfi.
55. mín MARK!
Brynjar Jónasson (HK)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Lagleg sókn - ömurlegt skot Ásgeirs sem endar með marki frá Brynjari!

Leifur Andri fer upp vinstri kantinn, þar eru Bjarni, Ásgeir og Brynjar allir tilbúnir inn í teig, Ásgeir fær boltann við vítapunktinn, hittir ekki boltann en hann endar á fjærstönginni þar sem Brynjar er velstaðsettur og hann setur boltann á milli fóta Arons í markinu.
52. mín
Leifur Andri með fyrirgjöf þar sem Brynjar Jónasson stýrir boltanum yfir markið af stuttu færi, af markteigslínunni.

Brynjar hefði getað gert betur þarna.
51. mín
Montejo kemur með fyrirgjöf sem Arnar Freyr grípur.
49. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann fær gult fyrir brot á Brynjari Jónassyni á miðjum vellinum.

Ármann sem er kominn með fyrirliðabandið skilur ekkert og tekur utan um hausinn á sér.
47. mín
Þórsarar gerðu tvöfalda skiptingu í hálfleik á meðan HK gerði eina breytingu.
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Inn:Gísli Páll Helgason (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
45. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Aron Kristófer Lárusson (Þór )
45. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (HK) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (HK)
45. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn Heiðar hefur flautað til hálfleiks.

Þvílíkur fyrri hálfleikur hjá heimamönnum en að sama skapi, með fullri virðingu. Þetta er úrslit staða miðað við gang leiksins. Þórsarar hafa fengið sín færi en HK-ingar hafa nýtt sínar sóknir frábærlega.
45. mín
Birkir Valur með lúmskt skot innan teigs í gegnum klofið á Aroni Kristóferi en framhjá fjærstönginni fór boltinn.
44. mín
"HK fer í Pepsi" syngja stuðningsmenn HK.

Það er bjart yfir í Kórnum.
43. mín
Jóhann Helgi með skalla yfir eftir aukaspyrnu frá Aroni Kristóferi.
42. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (HK)
Hárrétt. Togar í Alvaro sem var kominn framhjá honum á miðjum vallarhelmingi HK.
41. mín
HK sem hafði skorað 1,6 mörk að meðtali í leik í sumar hefur nú skorað þrjú mörk á 37 mínútum. Þetta er ótrúlegt!
37. mín MARK!
Zeiko Lewis (HK)
Stoðsending: Ólafur Örn Eyjólfsson
HAHA Grjót haltu á ketti!

Þetta skot er svo langt í frá að vera í Inkasso-klassa!

Ólafur Örn lék sér að varnarmanni Þórs á miðjum vellinum, kom sér lengra upp völlinn, renndi boltanum til Zeiko Lewis sem hafði nægan tímann, stillti boltanum upp og svo bara... vinstri fótur fjærhorn uppi, framhjá Aroni Birki í markinu svona 2-3 metrum fyrir framan teiginn.

Er Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH í stúkunni? FH-ingar myndu þiggja svona tilþrif það sem eftir er af sumri, miðað við... já.
35. mín
Þórsarar með tvö skot utan teigs á stuttum tíma en bæði vel yfir markið. Þeir eru hvergi hættir.
33. mín
Brynjar Jónasson með skalla eftir hornið en dæmdur brotlegur.
32. mín
Óskar Zoega skallar boltann afturfyrir. Annað horn frá Lewis.
32. mín
Bjarni Gunnarsson með skot innan teigs í Ármann Pétur og aftur fyrir. HK fær horn.
28. mín
Ólafur Örn með langa sendingu upp völlinn þar sem Bjarni Gunnarsson hleypur með boltann inn í teig Þórsara og reynir skot úr þröngu færi sem endar í hliðarnetinu.

Brynjar Jónasson var nokkuð einn og óvaldaður inn í teig. Bjarni hefði sennilega geta rennt honum út á samherja.
24. mín
Sveinn Elías í fínu færi eftir sendingu frá Alvaro Montejo en Arnar Freyr gerir vel í markinu, kemur út á móti og lokar markinu vel.
24. mín
Mér sýnist, eða mér sýnist ekkert. Ég sé að Ingi Freyr Hilmarsson spilar í öðruvísi stuttbuxum en liðsfélagar sínir. Líklega einhverjar æfingatuttbuxur.
23. mín
Aron Birkir grípur vel inn í rétt áður en Ásgeir Marteinsson kemur á mikilli siglingu inn i teiginn og var við það að láta vaða á markið.
22. mín
Alvaro Montejo þefar upp boltann við hvert tækifæri. Núna á Ingi Freyr hörku fyrirgjöf, viðstöðulaust á lofti og Alvaro Montejo kemur og á skalla úr erfiðri stöðu rétt framhjá fjærstönginni.
20. mín
Fyrirliðinn Sveinn Elías með skalla yfir markið eftir fyrirgjöf frá Bjarka Þór.
19. mín
Alvaro Montejo vinnur boltann af Guðmundi Þór og er kominn einn í gegn en Aðalbjörn dæmir Montejo brotlegan. Jafnvel réttur dómur, mér sýnist það.

Alvaro Montejo er allt annað en sáttur og hleypur í átt að dómaranum með hendur upp í loft og skilur ekkert í þessu. Leikmaðurinn verður þó að róa sig aðeins niður, enda er hann á spjaldi.
17. mín MARK!
Zeiko Lewis (HK)
ÞVÍLIKUR HRAÐI!

Zeiko Lewis fær langan bolta innfyrir vörn Þórs yfir Inga Frey og Óskar Zoega og síðan vippar hann boltanum yfir Aron Birki við vítateigslínuna en Aron var kominn vel út á móti Lewis þarna.

Alvöru afgreiðsla þarna!
15. mín
Vó! Brynjar Jónasson með þetta líka hörkuskotið utan teigs 14 cm framhjá nærstönginni.
14. mín
Stuðningsmannasveitir bæði HK og Þórs taka virkan þátt í leiknum. Það er mikið undir hér í dag.
13. mín Gult spjald: Alvaro Montejo (Þór )
Uppsker gula spjaldið fyrir þetta spark í Arnar Frey.

Alvaro Montejo fékk sendingu innfyrir, tók nokkrar snertingar á lofti áður en Arnar Freyr gerir vel og grípur boltann, sekúndubrotum síðar reynir Alvaro að sparka í boltann, vitandi það þó að Arnar Freyr væri með boltann.
13. mín
Shit, Alvaro Montejo gjörsamlega neglir í Arnar Frey markmann HK löngu eftir að Arnar Freyr hafi handsamað boltann!
12. mín
Liðin eru að missa boltann frá sér á víxl.
10. mín
Bjarni Gunnarsson með fyrirgjöf fyrir markið þar sem Brynjar kemur á hlaupinu en skot hans framhjá markinu. Kraftur í þessu en Brynjar hittir ekki á markið.
5. mín MARK!
Brynjar Jónasson (HK)
Það held ég nú!

Ekki var það fast, en hnitmiðað var skotið hans Brynjars utan teigs í fjærhornið. Aron Birkir var í boltanum og ég er viss um að hann hristi aðeins hausinn og svekki sig á þessu, því hann átti að gera betur þarna!

Þetta byrjar af krafti!
3. mín
Alvaro Montejo með fyrstu skot tilraun leiksins en skot hans framhjá fjærstönginni eftir langa sendingu frá Bjarka Þór úr hægri bakverðinum.
2. mín
Hér í Kórnum er boðið upp á nóg af trommum. Ég tel að minnsta kosti sjö trommur. Stemningin er eftir því...
1. mín
Leikur hafinn
Þórsarar eru alsvartir í dag á meðan HK-ingar eru í sínum hefðbundnum hvítu og rauðu búningum.
Fyrir leik
Mikið fjör hjá varamönnum Þórs sem eru enn í reitarbolta á miðjum vellinum og láta vel í sér heyra.

Leikmenn liðanna eru hvergi sjáanlegir. Ég býst við að leikurinn fari ekki af stað klukkan 16:00!
Fyrir leik
Persónulega væri ég til í að sjá töluvert fleiri í stúkunni hér í Kórnum.

En hvað getur maður sagt, það er kaldara hér inni en úti og hér er enginn sól líkt og úti. Þetta er furðulegt.

Það er erfitt fyrir HK að sannfæra fólk um að koma hingað inn í kuldann í dag - nema fyrir þær sakir að HK er jú í þvílíkri baráttu um sæti í Pepsi-deildinni... og Þór einnig.
Fyrir leik
Brynjar Björn þjálfari HK gerir eina breytingu á sínu liði frá 2-0 sigri gegn Leikni í síðustu umferð.

Viktor Bjarki Arnarsson kemur inn í byrjunarliðið í stað Sigurpáls Melberg sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús.
Fyrir leik
Bæði lið eru á svipuðu róli í deildinni en þau hafa náð í 10 stig í síðustu fimm leikjum.

Það má búast við hörkuleik og jafnvel fjörugum en jafntefli var niðurstaðan í fyrri leik liðanna í sumar, 2-2.
Fyrir leik
Framundan er stór leikur í 17. umferð Inkasso-deildar karla.

HK er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig á meðan Þór er með tveimur stigum minna í 3. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kórnum.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('46)
3. Óskar Elías Zoega Óskarsson
4. Aron Kristófer Lárusson ('45)
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('83)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil

Varamenn:
2. Gísli Páll Helgason ('46)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
14. Jakob Snær Árnason ('83)
15. Guðni Sigþórsson ('45)
18. Alexander Ívan Bjarnason

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Kristján Steinn Magnússon
Orri Sigurjónsson
Sandor Matus
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Elín Rós Jónasdóttir

Gul spjöld:
Alvaro Montejo ('13)
Ármann Pétur Ævarsson ('49)
Loftur Páll Eiríksson ('60)
Jóhann Helgi Hannesson ('75)

Rauð spjöld: