Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grindavík
2
2
Stjarnan
Aron Jóhannsson '40 1-0
Kristijan Jajalo '57 , sjálfsmark 1-1
1-2 Guðjón Baldvinsson '86
Will Daniels '90 2-2
19.08.2018  -  18:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 542
Maður leiksins: Eyjólfur Héðinsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Marinó Axel Helgason ('69)
4. Rodrigo Gomes Mateo
6. Sam Hewson
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Elias Tamburini
17. Sito ('79)
22. René Joensen
23. Aron Jóhannsson (f)
24. Björn Berg Bryde
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
3. Ingi Steinn Ingvarsson
5. Nemanja Latinovic ('69)
7. Will Daniels ('79)
8. Hilmar Andrew McShane
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
René Joensen ('64)
Will Daniels ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Pétur Guðmundsson hefur flautað til leiksloka.

2-2 jafntefli í fjörugum leik - en úrslitin vonbrigði fyrir bæði lið sem hefði þegið sigur í þeirri baráttu sem liðin eru í.
94. mín Gult spjald: Will Daniels (Grindavík)
Fyrir brot á Jóa Lax.
93. mín
Eftir mikinn barning og mikið klafs bæði innan sem utan teigs Grindavíkur endar Þorri Geir sóknina með skoti framhjá markinu utan teigs.
92. mín
Jósef með skot í Sigurjón og Stjarnan fær horn.
91. mín
Hilmar Árni með skot við vítateigslínuna rétt framhjá nærstönginni.
90. mín
Uppbótartíminn: 5 mínútur
90. mín MARK!
Will Daniels (Grindavík)
Stoðsending: Rodrigo Gomes Mateo
Varamaðurinn er búinn að jafna fyrir Grindvíkina!

Mateo með sendingu innfyrir vörn Stjörnunnar, gerir það frábærlega og Will skyndilega kominn einn gegn Haraldi sem getur lítið gert.
86. mín
Þjálfarateymi Grindavíkur gjörsamlega trylltist eftir að René Joensen klúðraði frábæru tækifæri fyrir Grindvíkinga að komast í dauðafæri...

Og ekki minnkaði reiðin eftir að Stjarnan skoraði innan við mínútu síðar. Óli Stefán og Janko gjörsamlega sturluðust!
86. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Þetta er með hreinum ólíkindum!

Grindvíkingar voru þrír á tvo, René Joensen gerir hlutina hræðilega, er alltof seinn að senda til hliðar á Sito og Grindvíkingar missa boltann.

Stjarnan keyrir upp í sókn og hvað? Jú Stjarnan kemst yfir í leiknum með marki frá Guðjóni Baldvinssyni!!!

Fær færi innan teigs eftir klafs og setur boltann í fjærhornið framhjá Jajalo í markinu!
84. mín
Eyjólfur Héðinsson hefur verið drjúgur í dag á skot yfir í erfiðri stöðu eftir mikila þvögu eftir hornspyrnu.
84. mín
Jæja lokamínúturnar gætu orðið æsispennandi. Bæði lið þurfa helst á öllum stigunum sem í boði eru!
80. mín
Eyjó með flugskalla á fjærstönginni beint í fangið á Jajalo eftir aukaspyrnu frá Hilmari Árna.
79. mín
Inn:Will Daniels (Grindavík) Út:Sito (Grindavík)
74. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Baldur og Sigurjón renna sér báðir harkalega í átt að boltanum sem endar með því að Baldur er dæmdur brotlegur og fær að líta gula spjaldið.
73. mín
Sito með aukaspyrnuna í varnarvegginn og aftur fyrir.
73. mín
Brynjar Gauti brýtur á Tamburini rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar.
71. mín
Friðrik Ellert sjúkraþjálfari Stjörnunnar var rétt í þessu að hjálpa Jóhanni Inga sem greinilega á við einhver meiðsli að stríða á hægri fæti.
69. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
67. mín
Það er dómaraskipting. Pétur Guðmundsson er kominn inná fyrir Jóhann Inga sem oft hefur átt betri daga en hér í dag.

Þetta er mjög svo furðulegt því það virðist ekkert vera að Jóhanni Inga.
65. mín
Þorsteinn Már og Matthías Örn lenda saman og fá þeir báðir höfuðhögg. Stoppa þarf leikinn og báðir fá þeir aðhlynningu.
64. mín Gult spjald: René Joensen (Grindavík)
Fyrir peystog á Danna Laxdal.
57. mín SJÁLFSMARK!
Kristijan Jajalo (Grindavík)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Hilmar Árni skorar úr aukaspyrnu og en Jajalo ver boltann í stöngina og á leiðinni út fer boltinn þaðan í bakið á Jajalo og síðan lak boltinn inn.

Þetta var ljótt en ljótu mörkin telja jafn mikið og þau fallegu. Þannig er það nú bara og hana nú!
56. mín
Brotið á Þorsteini Má nokkrum metrum fyrir framan vítateig Grindavíkur og Jóhann Ingi dæmir aukaspyrnu.
54. mín
Eftir aukaspyrnu frá Hilmari Árna sem fór í varnarvegginn berst boltinn til Eyjólfs sem á skot utan teigs sem Jajalo virtist alveg vera með á hreinu en svo var ekki, því hann rétt nær að slá boltann aftur fyrir markið. Stálheppinn.
53. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
52. mín
Haraldur með mislukkaða sendingu sem endar beint hjá Aroni Jóhannssyni sem ætlar að refsa Haraldi og á skot sem er ekki nægilega gott og endar skoppandi í höndum Haraldar.
51. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Brýtur á Matthíasi innan teigs hjá Grindavík.
50. mín
Sito með skot yfir markið innan teigs. Ágætis skot en því miður, fór boltinn yfir markið.
47. mín
Aron við það að sleppa einn í gegn eftir frábæra sendingu innfyrir vörn Stjörnunnar en Haraldur Björnsson rétt nær að koma og rennur sér að boltanum og slær hann í burtu.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi hefur flautað til hálfleiks.

Heimamenn leiða með einu marki eftir að Aron Jóhannsson hafi skorað á 40. mínútu leiksins.

Grindvíkingar í stúkunni eru léttir og klappa fyrir strákunum sínum á meðan Silfurskeiðin heldur áfram að syngja og tralla eins og þeir hafa gert nánast allan fyrri hálfleikinn.
45. mín
Uppbótartíminn: 1 mínúta
45. mín
Brynjar Gauti með skalla að marki sem Jajalo blakar yfir markið.
43. mín
Þetta var afar dapurt, Jósef Kristinn tók spyrnuna stutt og Hilmar Árni kom á hlaupinu en þá var að sjálfsögðu Elias Tamburini löngu farinn úr veggnum og mættur Hilmari sem skaut beint í Elias og allt fór þetta til einskins hjá Stjörnunni.

Þetta var illa gert.
42. mín
Björn Berg Bryde dæmdur brotlegur á Gaua Baldvins meter fyrir framan teig Grindvíkinga og BBB er brjálaður.

Enginn skilur neitt - Jóhann Ingi ég set spurningarmerki við þennan dóm! ...og nokkra aðra í leiknum.
40. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Stoðsending: Elias Tamburini
Grindvíkingaru eru komnir yfir!

Elias Tamburini með fyrirgjöf frá vinstri inn á milli varnar og markmanns og Aron kemur í eyðuna og stýrir boltanum í netið af stuttu færi.
39. mín
Vá!

Aron Jóhannsson með frábæra sendingu innfyrir vörn Stjörnunnar, rétt yfir Daníel Laxdal og Sito er sloppinn einn í gegn en skot hans beint á Harald í markinu.
34. mín
Gaui með skot af stuttu færi beint á Jajalo eftir langt innkast frá Jóa Lax.
31. mín
Eyjólfur Héðinsson með skot innan teigs með vinstri rétt framhjá nærstönginni.
28. mín
Jói Lax með fína fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Gaui Baldvins skallar en beint á Jajalo í markinu.
27. mín
Ekkert varð úr aukaspyrnu Sito nema skalli aftur fyrir.
27. mín
Eyjó brýtur á Marinó Axeli og Grindvíkingar fá aukaspyrnu sem Sito ætlar að taka.
25. mín
Grindvíkingar hættulegri þessar mínútur.

Tamburini með skot eða sendingu fyrir sem rétt slefar framhjá fjærstönginni. Þarna vantaði einhvern Grindvíking fyrir markið til að pota boltanum inn fyrir línuna.
23. mín
René Joensen með skalla hárfínt framhjá eftir fyrirgjöf frá Elias Alexander Tamburini!

Þetta var stórhættulegt og munaði litlu.
16. mín
Athyglisvert að þegar Stjarnan á hornspyrnu þá eru þeir aðeins með einn varnarmann til baka á móti einum sóknarmanni Grindavíkur.

Full djarft fyrir minn smekk.
15. mín
Úff! Jóhann Laxdal með skalla réttframhjá fjærstönginni eftir hornspyrnu frá Jósefi.
12. mín
Sam Hewson með skot langt fyrir utan teig og boltinn jafn langt framhjá markinu nánast.
11. mín
Marinó Axel Helgason með fyrirgjöf frá hægri sem Jóhann Laxdal skallar til baka á Harald í markinu.
10. mín
Jósef Kristinn með aðra spyrnu sem Guðjón Baldvinsson skallar yfir markið.
10. mín
Hilmar Árni með hornspyrnuna, fær boltann afur og hann á aðra fyrirgjöf sem Björn Berg skallar aftur fyrir markið.
9. mín
Eyjólfur Héðinsson með líka þetta flotta skot við vítateigslínuna sem Jajalo blakar yfirmarkið.
8. mín
Grindvíkingar eru að leika sér að eldinum aftarlega á vellinum. Bæði Björn Berg Bryde og Sam Hewson hafa misst boltann á hættulegum stað án þess að Stjarnan hafi náð að nýta sér það.
5. mín
Byrjar rólega hér í Grindavík en Stjörnumenn sækja þó meira og eru meira með boltann. Klaufar þegar inn í teiginn er komið enn sem komið er.
3. mín
Jajalo átti ömurlega markspyrnu beint í Sam Hewson.

Grindvíkingar reyna að taka markspyrnurnar sínar stuttar og Stjörnumenn pressa þá hátt.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Ánægjulegt að sjá að vinir mínír í Silfurskeiðinni eru mættir í stúkuna og ég sá ekki betur en að þeir eða þau væru með köku meðferðis.
Fyrir leik
Liðin eru farin inn í klefa og það fer að styttast í að leikurinn geti farið af stað. Gefum þessum fimm mínútur.
Fyrir leik
Fyrirliði Grindvíkinga er einnig í leikbanni í dag.
Fyrir leik
Bæði Þórarinn Ingi og Alex Þór eru í leikbanni hjá Stjörnunni í dag.
Fyrir leik
Hjá Stjörnunni koma Guðmundur Steinn Hafteinsson sem skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-0 sigri á Fylki í síðust umferð inn í liðið auk Jósefs Kristins Jósefssonar fyrrum leikmanns Grindavíkur.

Þórarinn Ingi Valdimarsson og Alex Þór Hauksson eru ekki með Stjörnunni í dag.
Fyrir leik
Eftir 4-0 tap Grindavíkur gegn Val í síðustu umferð gerir Óli Stefán Flóventsson þrjár breytingar á sínu liði. Aron Jóhannsson, Matthías Örn Friðrikssn og Marinó Axel Helgason koma inn í byrjunarlið Grindavíkur í stað fyrirliðans, Gunnars Þorsteinssonar, Nemanja Latinovic og Alexanders Veigars Þórarinssonar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og tæplega klukkutími í leik.
Fyrir leik
Stjarnan vann Fylki í síðustu umferð 2-0 í Árbænum en liðið hefur unnið tvo leiki í röð í deildinni.

Bæði lið þurfa á sigri að halda í þeirri baráttu sem þau eru í. Grindvíkingar hafa unnið fjóra heimaleiki í Pepsi-deildinni í sumar, gert eitt jafntefli og tapað þremur.

Stjarnan er hinsvegar með bestan árangur á útivelli af öllum liðum deildarinnar með sex sigra, eitt jafntefli og eitt tap.
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í Garðabænum í fyrri umferðinni gerðu liðin 1-1 jafntefli.
Fyrir leik
Stjarnan er í mikilli titilbaráttu í 3. sæti með 31 stig, þremur stigum á eftir Breiðablik sem er á toppi deildarinnar en Breiðablik er búið að leika einum leik meira.
Fyrir leik
Heimamenn í 6. sæti deildarinnar með 23 stig í bullandi keppni um Evrópusæti.

Grindavík tapaði illa í síðustu umferð gegn Val á útivelli 4-0.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Grindavík.

17. umferðin hófst í gær með 1-0 sigri ÍBV gegn Keflavík. Í dag heldur 17. umferðin áfram og einn af leikjum dagsins er leikur Grindavíkur og Stjörnunnar.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
20. Eyjólfur Héðinsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('53)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Tristan Freyr Ingólfsson
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('53)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
30. Helgi Jónsson
33. Gústav Lúðvíksson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('51)
Baldur Sigurðsson ('74)

Rauð spjöld: