Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Fylkir
1
1
FH
0-1 Cédric D'Ulivo '32
Valdimar Þór Ingimundarson '47 1-1
19.08.2018  -  18:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Logn og blíða en ekki sumarsól, 12 stiga hiti og fullkomið teppi.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1050
Maður leiksins: Ólafur Ingi Skúlason
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('78)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('65)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Leifsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Hákon Ingi Jónsson
17. Birkir Eyþórsson
28. Helgi Valur Daníelsson ('65)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ekkert kom úr aukaspyrnunni og leiknum lýkur með 1-1 jafntefli.

Hörkuflottur seinni hálfleikur þar sem bæði lið gerðu atlögu að sigrinum!
90. mín
+4

Albert í frábæru færi upp úr skyndisókn en neglir langt framhjá. FH beint upp og fá aukaspyrnu.
90. mín
+3

FH pressa nú ansi stíft!
90. mín
Uppbótin er 5 mínútur.
90. mín
Bæði lið að leggja til atlögu hérna í lokin.
87. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
Töfrar í þessum skóm sem eru að koma inná?
82. mín
Þung pressa frá FH, tvö skot þarna á stuttum tíma í varnarmenn Fylkis og í seinna skiptið biðla gestir um víti.

Fylkir beint upp og fá horn sem hrekkur af varnarmanni.

Verulega opinn leikur hér!
81. mín
Oddur strax farinn að taka til sín, kemst í fínt skotfæri í teignum og neglir í hliðarnetið.
78. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Mjög góður leikur hjá Ragnari.

Hrein skipting.
78. mín
VÁ ARON SNÆR!!!

Geggjuð markvarsla, Hjörtur Logi á frábæra sendingu inn á markteiginn þar sem Lennon á skalla en Aron bara tekur sjónvarpsskutlu ársins og slær í horn sem Fylkir ná að bjarga.

76. mín
Aron ver hér tvo bolta með stuttu milli bili, slær fyrst burt frá Kristni og gripur svo skot frá Viðari.
76. mín
DAUÐAFÆRI

Enn Ragnar með sendingu, Albert þarf að teygja sig full langt en nær skoti með vinstri sem Gunnar á í basli með að verja.
72. mín
Gunnar grípur fasta fyrirgjöf Ragnars inn í teiginn.

Fylkismenn eru líklegri.
71. mín
Þessi fór beint í vegginn og svo hreinsað.
70. mín
Fylkir fá hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Daði "Robertson" og Emil klárir.
69. mín
Dauðafæri FH-inga!

Viðar Ari rétt um vítapunkt, vinstri löpp...negla rétt yfir.
67. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Jákup Thomsen (FH)
Hrein skipti.

Thomsen átt afar dapran dag hér í dag.
65. mín
Inn:Helgi Valur Daníelsson (Fylkir) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Hrein skipting hér, þvílíkt lokaframlag hjá Berkinum.
64. mín
Vel gert Börkur!

FH komast upp hægra megin og Viðar á flotta sókn sem endar í fótum Lennon sem neglir á markið en Börkurinn fórnaði skrokknum fyrir þetta skot. Verulega vel gert!
63. mín
Hornasería Fylkismanna...og Helgi Valur klár á hliðarlínni.

Fengu þrjú í röð hættuleg en að lokum náði Gunnar að fanga knöttinn.
62. mín
Aftur hætta úr Fylkissókn, þeir eru einfaldlega komnir með þetta núna.
60. mín
FH virðast slegnir út af laginu hér þessa stundina. Virkar lítið sjálfstraust í þeirra leik.
58. mín
Aftur lofandi sókn hjá Fylki, þeir hafa klárlega skipt um attitude í hléinu, skot Valdimars beint í fang Gunnars.
56. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (FH) Út:Guðmundur Kristjánsson (FH)
D´Ullivo fer í hafsent og Viðar í bakvörð.
54. mín
Guðmundur Ingi lagðist hér niður og þegar hann labbar útaf gefur sjúkraþjálfinn boð um skiptingu.

Verður fróðlegt að sjá hvað gerist, enginn hafsent á bekk FH í dag.
52. mín
Fylkismenn rétt sloppnir í gegn aftur, Emil með frábæran bolta á Valdimar sem nær ekki nógu góðri sendingu inn í teiginn.
51. mín
FH aftur farnir að fá frelsið til að halda boltanum, enda staðan orðin jöfn.

Fylkismenn voru nálægt því að komast í gegn í fyrri hálfleik og nú gekk það!
47. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Já velkomin til leiks!

Ólafur Ingi á sendingu úr djúpinu upp hægra megin, rangstöðuvörn FH klikkar algerlega og Ragnar fer einn í gegn og þegar Gunnar kemur að loka rennir hann boltanum til hliðar á Valdimar sem skorar í autt markið.
46. mín
Leikur hafinn
Komið af stað aftur, engar breytingar.
45. mín
Hálfleikur
Sanngjörn staða, gestirnir 0-1 yfir.

Nú er það kaffibollinn, klóið and we are back on!
45. mín
Valdimar fær hér skotfæri upp úr skyndisókn sem hann nýtir ferlega.

Langleiðina upp á Rauðavarn svif boltinn.
43. mín
Satt að segja yfirvegað í Árbænum hérna þessa stundina.

FH virðast ætla að sigla fram í hálfleik og Fylkir eiga fá sóknarsvör.
38. mín
Jákup kemst upp völlinn með nokkuð hreina flugbraut, þegar komið er að teignum tekur hann skot sem er afar máttlítið og létt fyrir Aron að verja.
35. mín
Þetta mark D'Ullivo var hans fyrsta fyrir FH.

Þetta þýðir auðvitað að Fylkismenn þurfa að breyta plani...en það gerist nú líklega ekki strax.
32. mín MARK!
Cédric D'Ulivo (FH)
Stoðsending: Brandur Olsen
Fyrsta skotið á rammann fer inn!

Brandur kemst í gegn hægra megin og leggur út í teig á D'Ullivo sem setur hann innanfótar í hornið, viðkoma í varnarmanni sem virðist hafa sett Aron úr jafnvægi.
31. mín
ÞVERSLÁ!

Þar kom alvöru hætta. D´Ullivo kemst fram hjá Daða og sendir inn í teig, Fylkismenn ná að koma boltanum í burtu en Davíð Þór "tee-ar" upp skot sem fer í þverslána með Aron grafkyrran á línunni.
30. mín
Þá er kominn hálftími og hvorugur markmaður þurft að verja skot hér í dag.
27. mín
Aftur ná Fylkismenn í fína sókn með hraði, FH þurftu að hreins góða sendingu Valdimars í horn sem svo ekkert varð úr.
22. mín
Fylkismenn virðast hafa hrundið fyrstu stóru pressunni, eru nú aðeins farnir að ná að halda boltanum ofar á vellinum og teygja á FH.
20. mín
Bíddu nú!

Valdimar fær bara flott færi hér eftir skyndisókn heimamanna, rétt við að sleppa í gegn á vítateigslínunni en missir jafnvægið og þarf að skjóta, rétt framhjá.
17. mín
Svo verður nú kannski að segja það að þrátt fyrir að FH séu 75% með boltann þá er appelsínuguli múrinn enn frekar þéttur.
13. mín
FH hafa án gríns verið á sóknarþriðjungnum nú í 13 mínútur samfellt...
11. mín
Crawford og Pétur Viðars eru báðir utan hóps vegna smávægilegra meiðsla samkvæmt öruggum heimildum .net.
9. mín
Fylkir stilla upp ú 4-4-1-1

Aron

Andrés - Ásgeir Ey - Ari - Daði

Ragnar - Börkurinn - Ólafur Ingi - Valdimar

Emil

Albert.
7. mín
Enn flott sókn hjá FH sem endar með skoti frá Lennon í varnarmann og í horn.
6. mín
Fylkismenn sitja gríðarlega aftarlega hér í byrjun, FH búin að ná nokkrum fínum upphlaupum nú þegar.


1. mín
Leikur hafinn
Farið af stað í Árbænum.
Fyrir leik
Stóru fréttir úr leikmannahópi FH er nú líklega það að Robbie Crawford er ekki í hóp. Ekki er enn ljóst hvers vegna það er.

Fyrir leik
Windowsuppfærslan tóks á snilldartíma alveg...svo ég næ óhöktandi byrjun á lýsingunni.

Liðin eru að ganga til leiks hér á nýja teppinu í Árbænum.

Þetta verður eitthvað!


Fyrir leik
Dásemd tölvunnar! Kerfisuppfærsla í gangi...síminn byrjar á að hjálpa mér hérna!
Fyrir leik
Bæði lið máttu þola 0-2 tap í síðustu umferð á heimavelli.

Fylkismenn fyrir Stjörnumönnum og FH-ingar fyrir ÍBV. Það ætti að ýta enn frekar undir það að menn séu tilbúnir að leggja margt í sölurnar fyrir sigur.
Fyrir leik
Dómarinn í dag kemur alla leið frá Dalvík.

Sá er Crossfittarinn Sigurður Hjörtur, en hann hefur einstaka ást á dómarastörfum, er líka EHF dómari í handknattleik.

Honum til aðstoðar eru Gylfi Már Sigurðsson og Egill G. Guðlaugsson, varadómari er DJ-Elías Ingi Árnason og þessum drengjum til eftirlits er Einar Freyr Jónsson.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa leikmann í banni í dag, Elís Rafn Björnsson fékk rautt í síðasta leik þeirra gegn Stjörnunni.

Að öðru leyti eru liðin að ná að velja úr sínum sterkasta hópi.
Fyrir leik
FH ingum hefur gengið nokkuð vel í Árbænum á liðnum árum, í síðustu 10 heimsóknum þeirra hafa þeir unnið sjö leiki, tvisvar hefur orðið jafntefli og eini sigur Fylkismanna í þessum viðureignum tíu var í október 2015.

Svo sagan er með Hafnfirðingunum. En hún telur víst ekki í upphafi leiks!
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli í Krikanum.

Orri Sveinn Stefánsson náði forystunni fyrir Fylkismenn en Brandur Olsen jafnaði fyrir FH - inga.
Fyrir leik
Leikurinn þessi hefur heilmikla þýðingu.

Fylkismenn sitja fyrir hann í næst neðsta sæti deildarinnar með 15 stig og eru í þriggja liða móti ásamt Víkingum og Fjölni þegar kemur að því að bjarga sé frá falli.

FH ingar eru í 5 liða móti um fjórða sætið sem gefur sæti í Evrópukeppni sumarið 2019 svo að miklu er að keppa!
Fyrir leik
Góðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af Flóridanavellinum.

Hér taka heimamenn í Fylki á móti FH í 17.umferð PEPSI deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
3. Cédric D'Ulivo
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson
15. Rennico Clarke
16. Guðmundur Kristjánsson ('56)
18. Eddi Gomes
18. Jákup Thomsen ('67)
27. Brandur Olsen ('87)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
11. Atli Guðnason ('67)
11. Jónatan Ingi Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('87)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Halldór Orri Björnsson
23. Viðar Ari Jónsson ('56)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Björn Darri Ásmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: