Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
62' 2
1
Breiðablik
Stjarnan
7
1
HK/Víkingur
Guðmunda Brynja Óladóttir '3 1-0
Katrín Ásbjörnsdóttir '11 2-0
Guðmunda Brynja Óladóttir '23 3-0
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '52 4-0
4-1 Arna Eiríksdóttir '62 , víti
Katrín Ásbjörnsdóttir '63 5-1
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '75 6-1
Birna Jóhannsdóttir '85 7-1
21.08.2018  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Blæs aðeins en teppið lítur vel út. Rignt vel í dag svo völlurinn er mjög blautur
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: Paló er alla vega mættur.
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('67)
17. Megan Lea Dunnigan ('82)
24. Bryndís Björnsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('76)

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
4. Brittany Lea Basinger
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir ('76)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:
Berglind Hrund Jónasdóttir ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Samsung Vellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan vinnur einn mest sannfærandi sigur sumarsins 7-1.

Viðtöl og Skýrsla á leiðinni!
90. mín
+1

Stjarnan fær hornspyrnu bæta þær við áttunda markinu?

Næstum því!! Hornspyrnan frá Þórdísi fer í stöngina.
90. mín
Uppbótartími.
88. mín
Berglind ver frá Margréti Sif úr þröngu færi.
88. mín
Úfff! Lára Kristín með geggjaða fyrirgjöf þar sem Birna er mætt en hún er aðeins of utarlega við stöngina og þarf að renna sér í boltann og skotið þar af leiðandi framhjá!
87. mín Gult spjald: Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur)
Brýtur á Önu Cate rétt og flott dæmt.
85. mín MARK!
Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan er komið í 7-1 Birna skorar eftir frákast. Vel klára hjá henni
82. mín
Inn:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Út:Megan Lea Dunnigan (Stjarnan)
81. mín
HK/víkingur bruna fram í skyndisókn með Elísabetu Freyju fremsta í flokki en Ana Victoria Cate er mætt góðir hálsar! Hleypur hana uppi og vinnur boltann með góðri tæklingu
78. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem að Þórdís tekur beint inn á markteiginn þar sem Björk og Lára fara upp í boltann og Björk nær a slá boltann í horn!

SLÁINNN!! Lára Kristín Pedersen skallar í slánna eftir seinni hornspyrnuna. Þaðan dettur boltinn fyrir Megan sem reynir skot en framhjá fer það!
76. mín
Inn:Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Fyrsti meistaraflokksleikur hjá Katrínu Ósk
75. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
VÁVÁVÁVÁ! Lára Kristín Pedersen ertu ekki að grínast í mér? Þvílík gæði sem þessi sending var vá! Setur boltann á hárréttan stað í gegnum vörn HK/Víkings þar sem Þórdís kemur á ferðinni og gerir enginn mistök ein á móti Björk og skorar auðveldlega.
72. mín
Dauðafæriii en um leið frábær vörn!! Guðmunda kemur með geggjaðan bolta inn á teiginn þar sem Katrín er mætt en varnarmenn HK/Víkings komast fyrir boltann áður en Kat´rin nær skotinu og Stjarnan fær horn.
70. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Fatma Kara (HK/Víkingur)
67. mín
Inn:Ana Victoria Cate (Stjarnan) Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Fagna því að Ana Victoria Cate sé mætt aftur í boltann eftir gífurlega erfið höfuðmeiðsli.
66. mín
Þvílíka markaveislan á Samsung-vellinum! Ég lofaði lágmarki þremur mörkum og það hefur aldeilis ræst úr því!

Mér sýnist Ana Victoria Cate vera koma inn á
63. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
HK/Víkings stelpur ennþá að fagna þegar Þórdís Hrönn kemur með enn einn gullfallegan bolta fyrir markið þar sem Katrín Ásbjörns rís kvenna hæðst en virðist hoppa of snemma en nær á undraverðan hátt fáranlega góðum skalla yfir Björk í markinu og boltinn steinliggur í fjærhorninu. Katrín skuggalega ein þarna!
62. mín Mark úr víti!
Arna Eiríksdóttir (HK/Víkingur)
Stoðsending: Margrét Sif Magnúsdóttir
Arna skorar af miklu öryggi niðri í vinstra hornið. 4-1
61. mín Gult spjald: Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan)
HK/Víkingur fær víti!! Berglind brýtur klaufalega á Margréti í teignum eftir að boltinn skoppar!
59. mín
Stórhætta við mark Stjörnunar. Kader er allt í einu kominn í geggjaða fyrirgjafar stöðu og rennir boltanum fyrir markið en Stjarnan kemur þessu í horn.

Fatma tekur geggjaða hornspyrnu sem fer yfir Berglindi í markinu en Sigrún Ella bjargar á línu!
57. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem þær taka stutt áður en Þórdís reynir kross sem HK/Víkingur skalla frá og Stjarnan fær annað horn. Boltinn er skallaður út í teig þar sem Katrín mætir og bombar boltanum yfir markið.
56. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu á mjög svo álitlegum stað sirkað 23,7 metra frá markinu. Mér sýnist Margrét Sif bara ætla bomba þessu á markið....

Nei heyrðu mig nú aldeilis þetta var ein lélegasta aukaspyrna sem ég hef séð. Þetta var þar að auki að ég held fyrsta skot HK/Víkings í leiknum.
54. mín
Stjarnan fær horn sem að Þórdís tekur og boltinn skoppar inn á teignum þar sem myndast mikill darraðardans en Hk/víkingur ná hreinsa boltann frá beint á Bryndísi Björnsdóttir sem að reynir skot sem fer langt framhjá.
52. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmunda Brynja Óladóttir
Það er 4-0 og þetta mark kom eftir frábæra sókn Stjörnunar. Katrín snýr glæsilega á miðjunni setur boltann á Láru Kristínu sem að potar boltanum í gegn á Gummu sem er ein á móti Björk í markinu en gefur boltann í stað þess fyrir markið á Þórdísi sem skorar í autt markið. Virkilega snoturt mark eftir snotra sókn.
50. mín
Guðmunda Brynja nálagt því að skora þrennuna en hún skýtur framhjá og er dæmd rangstæð!
49. mín
Stjarnan í ágætis sókn. Lára Kristín vippar boltanum yfir vörnina þar sem Bryndís og Katrín rífast um boltann sem endar áþ ví að þær þurfa koma boltanum fyrir í stað þess að ná skotinu og þá skallar Gumma boltann framhjá.
46. mín
Stjarnan fær hornspyrnu og mér sýnist Þórdís ætla að taka hana en Björk grípur hana full auðveldlega.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Inn:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (HK/Víkingur) Út:Maggý Lárentsínusdóttir (HK/Víkingur)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Samsung velli þar sem Stjarnan leiðir 3-0.

Þetta er rosalega furðulegur leikur, Stjarnan með öll völd og HK/Vikingur lítið að skapa. Finnst vanta allan eldmóð í HK/Víking en margar í Stjörnunni að spila vel.
42. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á góðum stað aðeins fyrir utan vítateiginn hægra megin. Þórdís Hrönn ætlar að taka hana spyrnan fer beint á Björk sem að slær boltann frá. Hún gat alveg gripið þennan auðveldlega.
36. mín
Vil bara láta ykkur vita að það voru að koma veitingar í boxið líka svona til að skrifa eitthvað enda lítið að gerast síðustu mínútur. Veitingar eru í formi bakkelsis
32. mín
Katrín Ásbjörn með geggjaðan snúning og snýr af sér varnarmann HK/Víkings og reynir svo skotið sem fer yfir markið.

Þetta er einstefna vægast sagt, ég held að HK/Víkingur hafi varla náð 2-3 sendingum á milli liðsins síðustu 10-15 mínúturnar.
30. mín
Gumma er skotóð núna! tekur boltann skemmtilega með sér og lætur svo bara vaða á markið fyrir utan teig en Björk ver þetta vel!
28. mín
Gumma í leit að þrennunni og reynir skot sem að fer yfir og framhjá markinu! Góð tilraun samt hjá pókemon meistaranum.

Að öðru mjög mikilvægu kolleggi minn hjá MBL er loksins búin að fá kaffið sitt. Valdi klikkar sjaldan á kaffinu
25. mín
Meira segja Lára Kristín er nálagt því að skora hérna!! Frábær sókn aftur hjá Stjörnunni sem endar á því að Katrín þræðir boltann út á Láru sem reynir skot utarlega í vinstri teignum en það fer framhjá.

Lára er ekki þekktasti markaskorari landsins en hún laumar inn einu við og við.
23. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
Guðmunda að koma frábærlega inn í byrjunarliðið í dag. Skorar núna með skalla eftir virkilega góða hornspyrnu Katrínar inn á markteig. Staðan er 3-0 og ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi í höfðinu á liði skástriksins.
23. mín
Heyrðu Stjarnan fær horn eftir fína sókn.
20. mín
Lítið að frétta þessa stundina. Liðin að reyna fyrirgjafir en Berglind og Björk í markinu hafa það allt under control eins og sagt er.

17. mín
Það verður bara segjast eins og er að sóknarleikur HK/Víkings fyrsta korterið er ekki upp á marga fiska.

Þórdís Hrönn reynir skot með vinstri fyrir utan teig en það fer vel framhjá, hún virkar hungruð í að skora í dag. Búin leita að þessu skoti í nokkrar mínútur.
14. mín
Stjarnan í færi á nýjan leik kemur flott fyrirgjöf frá Þórdísi og Megan er líkleg en varnarmenn HK/víkings koma boltanum upp í loftið þar sem Gumma tekur hann í fyrsta með vinstri en yfir markið fer það.

Skemmtilegt atvik í gangi á vellinum. Það kemur Mávur fljúgandi yfir völlinn og missir matarleifarnar sínar á völlinn. Ásmundur dómari hefur séð þetta allt saman áður og rekur Mávinn i burtu áður en hann bombar matarleifunum útaf vellinum.
11. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
Hvað er að gerast hjá HK/Víking? Þetta er alltof auðvelt fyrir Stjörnuna. Lára Kristín fær boltann á miðjjum vallarhelmingi HK/Víkings og er alein. Hún lætur ekki segja sérþ að tvisvar og finnur sendinguna á Katrínu sem var geggju og akkurat í hlaupaleiðina hennar og Katrín gerir enginn mistök inn á markteig og klárar með vinstri framhjá Björk í markinu. Þetta gæti orðið erfiður leikur fyrir gestina.
10. mín
HK/Víkingur svarað þessu marki vel og eru að skapa hættur í kringum teig Stjörnunar án þess þó að ná skotum á markið.

Paló er einnig mættur í stúkuna og hann gott fólk hann er höfðingi!
7. mín
Geggjuð vörn hjá Önnu Maríu! Margrét reynir skemmtilega stungusendingu á Kader en Anna María les þetta vel og nær að tækla fyrir sendinguna og bjarga þar með að Kader væri ein í gegn.
5. mín
Þetta er mögulega versta byrjun sem HK/Víkingur gat hugsað sér. Þetta mark þýðir að þær þurfa að fara aðeins framar á völlinn sem gæti opnað holur fyrir aftan varnarlínuna þeirra sem Guðmunda og Þórdís Hrönn gætu nýtt sér.
3. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
Það er svoleiðis! Stjarnan er komið í 1-0 strax á þriðju mínútu. Þetta kom upp úr engu og allt í einu er Katrin komin inn á teiginn og leggur boltann fyrir Gummu sem að klárar auðveldlega í netið. Menn í fjölmiðlaboxinu tala um mögulega rangstæðu en þetta telur og staðan er 1-0!
1. mín
Fyrsta skot leiksins er frá Stjörnunni þegar Katrín Ásbjörns tekur eitt stykki flengingu yfir markið og yfir girðinguna. Semsagt langt yfir
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn gott fólk og það eru Stjarnan sem að byrja með boltann.

Rúnar Páll þjálfari karlaliðs Stjörnunar er mættur í stúkuna eðalmaður þar á ferð.
Fyrir leik
Mætinginn í stúkuna er til skammar gott fólk til skammar! Hvar eru allir? Ég er ekki að grínast ég held það séu fleiri í blaðamannaboxinu en í stúkunni. Ég ætla rétt að vona það fjölgi í stúkunni þegar á líður.

Eruði ekki að grínast! Marc Anthony er mættur í græjurnar, þetta er ein risastór veisla hérna!
Fyrir leik
Bæði lið eru á fullu að hita upp þegar sólin allt í einu birtist og lætur sjá sig um leið og "Africa" með Toto dettur í gang í hátalarakerfinu mjög gott combo!

Hver á þennan playlista sem er í gangi á Samsung? Ég þarf að fá að vita það hann er geggjaður!
Fyrir leik
Aðstæður til knattspyrnu iðkunar í dag eru með fínasta móti í dag. Það blæs aðeins ekkert of alvarlegt alskýjað og völlurinn blautur eftir þéttar skúrir í dag. Býst við hröðum og skemmtilegum leik.

Ætla gerast svo grófur að lofa lágmarki þremur mörkum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar og það eru aldeilis tíðindi.

Hjá Stjörnunni byrjar Anna María Baldursdóttir í vörninni og er með fyrirliðabandið í dag. Lára "Tæknireitur" Pedersen er á miðjunni og pokemon meistarinn Guðmunda Brynja er í framlínunni. Telma Hjaltalín og Adda eru bekkjaðar en þær hljóta að vera tæpar ég trúi ekki öðru.

Hjá HK/Víking byrjar Björk á sínum stað í markinu á meðan Fatma Kara er á miðjunni og Wikipedia stjarnan Kader Hancar leiðir framlínuna. Lítið óvant hjá HK/Víking.
Fyrir leik
Leikmenn til að fylgjast með

Stjarnan: Telma Hjaltalín #9 er geggjaður leikmaður og ég hef ekki farið leynt með mína aðdáun á hennar fótbolta hæfileikum. Hún er beinskeytt með mikinn hraða og kraft og virðist oft á öðru leveli inn á vellinum þegar kemur að því. Hún er mikill markaskorari og hefur skorað 7 mörk í 8 leikjum í sumar.Hún var valinn í komandi verkefni landsliðsins eftir frábæra frammistöðu í sumar.

HK/Víkingur: Margrét Sif Magnúsdóttir #5 er mjög góður leikmaður. Hún býr yfir hraða og les leikinn vel, hún skapar sér oft góðar stöður með réttum hlaupum og er góð í að skapa færi fyrir samherja sínaþ

Aðrir leikmenn sem gaman er að fylgjast með

Lára Kristín Pedersen #6(Stjarnan)
Anna María Baldursdóttir #10(Stjarnan)
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir #27(Stjarnan)

Fatma Kara #91(HK/Víkingur)
Karólína Jack #18(HK/Víkingur)
Kader Hancar #99(HK/Víkingur)
Fyrir leik
Fyrir þennan leik situr Stjarnan í 4. sæti með 25.stig með markatöluna 30:22. Stjarnan mátti bíta í það súra epli að tapa úrslitaleik Mjólkurbikarsins síðastliðin föstudag þegar þær töpuðu fyrir Breiðablik 2-1. Það var ekki eina áfallið fyrir Stjörnuna á föstudaginn því Harpa Þorsteins meiddist illa á hné og er óvist hversu alvarleg þau meiðsli eru.

HK/Víkingur eru hinsvegar í 7.sæti með 13 stig og aðeins 3 stigum frá fallsæti þar sem Grindavík situr með 10 stig. Þær hafa verið að spila vel inn á milli í sumar og þurfa á toppleik að halda í dag til eiga möguleika á þremur stigum gegn sterku liði Stjörnunar.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsung vellinum í Garðabæ þar sem við eigast lið Stjörnunar og HK/Víkings í Pepsí-deild kvenna
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
5. Fatma Kara ('70)
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
11. Þórhildur Þórhallsdóttir
17. Arna Eiríksdóttir
20. Maggý Lárentsínusdóttir ('45)
28. Laufey Björnsdóttir
99. Kader Hancar

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('70)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('45)
24. María Lena Ásgeirsdóttir

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Andri Helgason
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:
Isabella Eva Aradóttir ('87)

Rauð spjöld: