Alvogenvöllurinn
laugardagur 25. ágúst 2018  kl. 16:00
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Bryngeir Valdimarsson
Maður leiksins: Ingibjörg Valgeirsdóttir
KR 0 - 0 Valur
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
0. Mia Gunter
0. Ingibjörg Valgeirsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir
4. Shea Connors ('83)
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('73)
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Lilja Dögg Valþórsdóttir
10. Betsy Hassett
12. Tijana Krstic
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir (f)

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
29. Bojana Besic (m)
11. Gréta Stefánsdóttir ('83)
13. Helga Rakel Fjalarsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('73)

Liðstjórn:
Sigríður María S Sigurðardóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
93. mín Leik lokið!
Þetta er búið og gömlu Reykjavíkurstórveldin þurfa að sættast á jafnan hlut í leik tveggja ólíkra hálfleikja.

Sterkt stig fyrir KR-inga sem komast upp í 7. sæti, upp fyrir HK/Víkinga á markatölu. Valskonur enn tveimnur stigum á eftir Stjörnunni í baráttunni um 3. sætið.
Eyða Breyta
90. mín
Varnarmenn KR leika sér að eldinum. Eru að reyna að dúlla sér eitthvað og skýla boltanum í eigin teig. Stálheppnar að koma boltanum svo frá.
Eyða Breyta
89. mín
Þórunn missir boltann klaufalega á miðjunni. Fanndís nýtir sér það og setur boltann út til hægri á Hlín. Hún lætur vaða utan teigs í stað þess að bruna nær og setur boltann vel framhjá fjær.
Eyða Breyta
85. mín
Ingibjörg hreinsar eftir heldur glæfralegt úthlaup. Hún er komin langt út úr markinu og Valskonur eru fljótar að taka innkast. Elísa kastar hratt á Fanndísi sem er full fljótfær og neglir á opið markið en boltinn endar í hættulegri stungu á Hallberu sem nær ekki að finna skotið.
Eyða Breyta
83. mín Gréta Stefánsdóttir (KR) Shea Connors (KR)

Eyða Breyta
82. mín
Það er fáránlegt að það sé ekki komið mark í þennan leik!

Einhver álög í Vesturbænum.
Eyða Breyta
81. mín
JAHÉRNA!

Elín Metta leikur sé að KR-ingum í teignum og á bara eftir að koma boltanum framhjá Ingibjörgu en sú er í stuði í markinu og ver frá Elínu!
Eyða Breyta
79. mín
Nú eru færi teiganna á milli!

Hallbera var að eiga STÓRhættulega fyrirgjöf. Ingunn nær ekki að hreinsa og boltinn lekur framhjá markinu og KR-ingar hreinsa í horn.

Ingibjörg grípur hornspyrnuna.
Eyða Breyta
78. mín
Séns hinum megin!

Shea kemst í gegn hægra megin. Setur boltann fyrir þar sem Katrín kiksar! Hún hefði getað látið boltann fara á Miu sem var mætt skrefinu á eftir!
Eyða Breyta
77. mín
HLÍN!

Aftur leikur Hlín upp hægri kantinn. Fer léttilega framhjá Tijana og lætur svo vaða á fjær. Boltinn sleikir fjærstöngina og fer framhjá.
Eyða Breyta
76. mín
Valur fær horn. Hallbera tekur en Ingibjörg gerir vel í að stíga út í teiginn og grípa.

Það liggur þungt á KR-ingum.
Eyða Breyta
75. mín
SLÁIN!

Þarna er Thelma Björk svooo nálægt því að skora. Setur fallega þéttan innanfótarbolta á markið en hann smellur í slánni!
Eyða Breyta
74. mín
Sóknarþungi Valskvenna þónokkur þessa stundina og þarna myndaðist töluverð hætta. Sóknin endar á að Thelma skýtur yfir.
Eyða Breyta
73. mín Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR) Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR)

Eyða Breyta
73. mín
Valur fær í kjölfarið horn. Hallbera tekur og það er klafs í teignum og boltinn endar afturfyrir.

Annað horn en KR-ingar hreinsa.
Eyða Breyta
72. mín
HlÍN!

Hlín kemur sér í skotfæri yst í teignum. Virðist vera að leggja boltann í fjærhornið en Ingibjörg nær á óskiljanlegan hátt að reka stóru tá í boltann sem fer aftur fyrir!
Eyða Breyta
70. mín
Vó! Þarna munaði engu!

Hlín búin að vera spræk á hægri kantinum. Komst í fína stöðu og lagði boltann þvert fyrir á Elínu Mettu sem var mætt á markteig en er flögguð rangstæð. Þarna munaði litlu!
Eyða Breyta
65. mín
Aftur fá Valskonur aukaspyrnu. Í þetta skiptið úti við hliðarlínu hægra megin. Dóra María setur háan bolta inn á teig en Valskonur dæmdar rangstæðar.

Klaufalegt.
Eyða Breyta
64. mín
Elín Metta sækir aukaspyrnu rétt utan við hægra vítateigshornið.

KR setja þrjár í vegg og Hallbera tekur aukaspyrnuna. Hún reynir skot en neglir hátt yfir fjærstöngina. Þarna átti hún að gera miklu betur.
Eyða Breyta
62. mín
Vel gert Ingunn!

Aftur nær hún að hægja á Elínu Mettu. Hallbera hafði átt frábæra stungu inn á Elínu en Ingunn náði að hlaupa hana uppi og vísa henni frá marki.
Eyða Breyta
59. mín
Aftur munar litlu að Elín Metta finni skot í teignum en Ingibjörg nær að vinna boltann með áhugaverðum tilþrifum.
Eyða Breyta
58. mín
Þarna munar litlu að Elín Metta sleppi í gegn en Ingunn nær að komast fyrir á síðustu stundu.

Þær stöllur spiluðu saman upp yngri flokkana hjá Val og þekkja vel inná hvora aðra. Ingunn hafði betur í þetta skiptið.
Eyða Breyta
56. mín
FRÁBÆR sprettur hjá Crystal!

Brunar meðfram endalínunni og leitar að markskoti í vítateig KR. Fíflar nokkrar og stendur af sér tæklingu áður en hún vinnur horn.
Eyða Breyta
52. mín
Katrín Ómars búin að spila virkilega vel í dag. Hún fékk boltann inná teig, náði að halda honum frá varnarmönnum og lagði hann svo út í skot á Shea sem básúnar boltann yfir.
Eyða Breyta
46. mín
FANNDÍS!!!

VÁ! Thelma á geggjaða sendingu inn á Fanndísi sem var komin EIN gegn Ingibjörgu en setur boltann langt FRAMHJÁ!
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Við erum komin af stað aftur.
Eyða Breyta
45. mín Elísa Viðarsdóttir (Valur) Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Skipting í hálfleik. Elísa kemur í hægri bakvörðinn fyrir Málfríði Önnu. Fyrsti hálfleikurinn hennar Elísu í sumar.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og það er hreint ótrúlegt að KR-konur séu ekki búnar að skora. Þær hafa átt mun hættilegri sénsa en Valskonur sem eru algjörlega heillum horfnar.

Pétur eflaust sáttur að fara með 0-0 inn í hálfleikinn miðað við hvernig sá fyrri spilaðist og spurning hvort hann geti hrist upp í mannskapnum.

Bojana hinsvegar pottþétt svekkt enda KR búið að skapa sér einhver 3-4 fín færi sem hefðu hæglega getað skilað mörkum.
Eyða Breyta
45. mín
Ja hérna!

Þarna rennur Ingibjörg og Valskonur komast í hættulegan séns. Hlín fær boltann utan teigs með markið opið en ákveður að spila á Fanndísi í stað þess að skjóta. Fanndís er með bakið í markið og setur boltann út á Dóru Maríu sem skýtur svo vel framhjá.
Eyða Breyta
42. mín
Hugrún lætur vaða langt utan af velli. Sandra virðist í smá vandræðum en nær að kýla boltann í horn!

Shea tekur hornið. Jóhanna og Ingunn eru í boltanum en ná ekki að stýra honum á markið og hann endar aftur fyrir.
Eyða Breyta
38. mín
SLÁIN!

Hugrún tekur aukaspyrnu úti á miðjum velli. Setur háan bolta inn á teig þar sem Katrín Ómarsdóttir rís langhæst og skallar boltann í SLÁNNA!
Eyða Breyta
36. mín
SHEA!

Hvernig er KR ekki komið yfir í þessum leik?

Katrín á frábæra fyrirgjöf frá hægri. Beint fyrir Shea sem var ALEIN á markteig en hittir boltann SKELFILEGA og skóflar honum yfir!
Eyða Breyta
34. mín
Hættulegt!

Fanndís kemst á ferðina upp völlinn. Reynir að spila inná teig en fær boltann aftur og reynir skot sem fer í varnarmann.
Eyða Breyta
32. mín
Valskonur með tvö ágæt upphlaup í röð. Sóknirnar enda á fyrirgjöfum sem finna þó ekki samherja.
Eyða Breyta
30. mín
KATRÍN ÓMARSDÓTTIR!!

Þarna átti Katrín að koma KR yfir!

Enn og aftur gengur allt á afturfótunum hjá öftustu konum Vals. Shea vann boltann af Málfríði Ernu og stakk honum svo inn á Katrínu sem var með nóg pláss og nógan tíma í teignum.

Hún hefði getað leikið nær marki en hikar og skýtur svo slöku skoti beint á Söndru.
Eyða Breyta
28. mín
Hætta í vítateig KR. Fínt hlaup hjá Elínu Mettu sem komst upp vinstra megin og setti boltann svo fyrir en þar var engin Valskona mætt og hættuleg sókn fjarar út.
Eyða Breyta
26. mín
Hættuleg skyndisókn hjá KR.

Tijana fær að hlaupa upp vinstri kantinn og á svo stórhættulega sendingu fyrir. Hann flýgur yfir Shea á nær og Katrín rétt missir svo af honum, rétt eins og Jóhanna sem var mætt á fjær.

KR-konur búnar að koma sér í töluvert hættulegri stöður.
Eyða Breyta
19. mín
Lífsmark með Val. Ágæt sókn þar sem Hlín og Fanndís brjótast upp hægra megin en ná svo ekki að koma boltanum fyrir.
Eyða Breyta
17. mín


Eyða Breyta
17. mín
Vel gert Sandra. Þarna var hún fljót út og vann kapphlaupið við Shea sem var að sleppa í gegn.

Shea var föst í þriðja gír þarna, kom engin hraðabreyting á hana þó hún væri við það að koma sér í dauðafæri.
Eyða Breyta
15. mín
JAHÉRNA!

Það er þvílíkt bras á öftustu línu Vals. Nú fór Sandra út í langa sendingu en misreiknaði sig og endaði á furðulegu karatesparki. Náði ekki að koma boltanum af hættusvæðinu en var heppin að samherjar hennar voru snöggar að koma boltanum frá.
Eyða Breyta
11. mín
Aftur nýta KR-ingar sér kæruleysi í öftustu línu Vals. Mia vann boltann af Málfríðu Ernu og reyndi svo að senda Shea í gegn.

Sendingin hinsvegar alltof föst og frábær séns rann út í sandinn.
Eyða Breyta
8. mín
VÁ!

Þarna munar engu. Arianna fær boltann til baka en missir hann frá sér, beint fyrir fæturnar á Shea sem nær ekki að leggja boltann nógu vel fyrir sig en kemst inn að teignum.

Sandra kemur út á móti, missir aðeins jafnvægið en nær að komast í boltann áður en Shea finnur skotið.

Þarna mátti engu muna!
Eyða Breyta
5. mín
Barátta um yfirráðasvæði hér í byrjun eins og klassískt er.

Engin færi komin í þetta ennþá.
Eyða Breyta
3. mín
Byrjunarlið Vals:

Sandra

Málfríður Anna - Arianna - Málfríður Erna - Hallbera

Dóra María - Thelma Björk

Hlín - Fanndís - Crystal

Elín Metta
Eyða Breyta
2. mín
Valskonur fljótar að vinna horn. Hallbera snýr boltann inn en Þórunn Helga skallar frá.
Eyða Breyta
2. mín
Byrjunarlið KR:

Ingibjörg

Jóhanna - Lilja - Ingunn - Hugrún

Þórunn - Betsy

Shea - Katrín - Tijana

Mia

Það vekur athygli að Tijana er á kantinum en hún hefur jafnan leikið í vinstri bakvarðarstöðunni.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Við erum farin af stað. Fanndís byrjar leikinn fyrir Val sem leikur í átt að félagshúsinu.

Bammsjakalam!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja, það styttist í fjörið. 7 mínútur sléttar í leik og sólin skín í Vesturbænum.

Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Bojana gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Stjörnunni síðustu umferð. Lilja Dögg snýr aftur úr leikbanni og kemur inn í liðið ásamt Hugrúnu Lilju. Mónika er farin út í skóla og spilar ekki meira með KR í sumar og Sofía fer á bekkinn.

Hjá Val gerir Pétur eina breytingu. Dóra María kemur inn fyrir Stefaníu Ragnars.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu síðasta deildarleik sínum.

KR laut í gras fyrir nýkrýndum bikarmeisturum Breiðabliks á mánudag, 2-0. Á föstudag höfðu Valskonur tapað fyrir ÍBV með einu marki gegn engu.

Það verður spennandi að sjá hvað liðin bjóða okkur upp á hér á eftir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimakonur eru í harðri fallbaráttu og mega ekki misstíga sig ef þær ætla að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Þær sitja í 8. sæti með 12 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.

Valskonur berjast hinsvegar um 3. sætið. Eru sem stendur í 4. sæti með 26 stig, tveimur stigum minna en Stjarnan sem er í 3. sæti.

Valskonur verða að teljast líklegri hér í dag. Hvort sem er horft til gengis liðanna í sumar eða innbyrðis viðureigna undanfarinna ára en á síðustu 5 árum hafa Valskonur sigrað KR sex sinnum í efstu deild og liðin hafa einu sinni gert jafntefli.

Þá hafa Valskonur skorað helmingi fleiri mörk en KR í deildinni, eða 32, og KR-ingar fengið rúmlega helmingi fleiri á sig.

KR-ingar hafa þó verið á betra skriði ef við horfum til síðustu fimm leikja í deildinni. Þar hafa KR-ingar sótt 9 stig á meðan Valskonur hafa náð í 7.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag!

Hér verður boðið upp á beina textalýsingu frá "derby" slag KR og Vals í Pepsi-deild kvenna.

Bryngeir Valdimarsson flautar til leiks á slaginu 16:00!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('45)
21. Arianna Jeanette Romero
22. Dóra María Lárusdóttir (f)
32. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir ('45)
19. Selma Dögg Björgvinsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
27. Eygló Þorsteinsdóttir

Liðstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: