Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
ÍBV
0
0
Stjarnan
25.08.2018  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Aðstæður gjörsamlega geggjaðar. Tenerife veður, 14 gráður, sól og logn. Gerist ekki betra.
Dómari: Viatcheslav Titov
Áhorfendur: Svona u.þ.b. 180 manns.
Maður leiksins: Clara Sigurðardóttir
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
5. Shameeka Fishley
7. Rut Kristjánsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('85)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('88)

Varamenn:
1. Emily Armstrong (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Helena Hekla Hlynsdóttir
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('88)
23. Leila Cassandra Benel
30. Hlíf Hauksdóttir ('85)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Richard Matthew Goffe
Thomas Fredriksen
Elías J Friðriksson

Gul spjöld:
Clara Sigurðardóttir ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Bragðdaufur leikur, get ekki sagt annað.

Takk fyrir mig. Viðtöl og skýrsla koma inn eftir smá.

-HJ
90. mín
FÆRI!!! Cloé með geggjaðan cross á Birgittu sem skallaði boltann og hann var á leiðina í samskeytina. Berglind greip boltann. Hefði getað stolið þessu!
89. mín
Sólin kominn aftur. Jeffsy er búin að vera með sólgleraugun af og á í allan dag. Kominn með þau aftur núna.
88. mín Gult spjald: Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
Verðskuldað gult spjald.
88. mín
Inn:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Katrín skilað sínu í dag. Inn kemur Katrín.
88. mín
Inn:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
Katie er búin að vera meidd undanfarið, var ágæt í dag. Inn kemur Birgitta.
85. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Ingibjörg verið mjög góð í þessum leik. Dugleg og mikil barátta. Inn kemur reynsluboltinn Hlíf Hauksdóttir.
80. mín
Inn:Brittany Lea Basinger (Stjarnan) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Guðmunda skilað sínu í dag. Inn kemur Brittany.
72. mín
SLÁIN!! Guðmunda með gott skot sem fór í Caroline, Bryndís varði síðan í slánna og út. Stjörnustelpur óheppnar þarna!
68. mín
Inn:Ana Victoria Cate (Stjarnan) Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Fyrsta skipting dagsins að líta dagsins ljós. María Eva út, Ana Victoria inn.
67. mín
Ekki neitt, stutt horn, skot í hliðarnetið frá Júlíönu.
66. mín
ÍBV á hornspyrnu á stórhættulegum stað!!!! Hvað gerist?
65. mín
CLARA! Clara að leika sér að varnarmönnum Stjörnunnar og sólaði hverja aðra eins og hún hafi verið að dansa kassadansinn. Komst í gegnum vörnina og setti boltann rétt yfir markið. ÓHEPPNI.
60. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Nokkur skot hér og þar. Sólin farin. Fólk brosir samt ennþá í stúkunni, það skiptir öllu máli.
51. mín
Sóley með góða hornspyrnu sem Rut náði ekki alveg nógu contacti á og setti boltann yfir markið.
50. mín
Lára Kristín með bilað gott skot rétt framhjá markinu. Eyjastelpur með smá vesen í vörninni áður, stálheppnar.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Veislan hafin á ný.
45. mín
Stelpurnar að skokka inn á völlinn. Engar skiptingar, ekki neitt. Bara fjör. Áfram með smjörið, eða eins og Ian Jeffs myndi segja: On with the butter.
45. mín
Hálfleikur
Bragðdaufur hálfleikur. Sjáum við mark í seinni? Fylgist með.
36. mín
Caroline með fallega aukaspyrnu rétt framhjá markinu. ÍBV eru líklegri það er víst.
33. mín
VÁ!!! Ingibjörg með geggjað skot, sko rééétt framhjá samskeytinni vinstra megin. Litla skotið! Þessi hefði mátt liggja inni in my opinion.
29. mín
Varsla!! Þórdís Hrönn komin í gegn ein á móti Bryndísi í markinu. Ætlaði að place-a boltann vinstra megin, en Bryndís las þetta eins og góða bók.
25. mín
Guðmunda Brynja með stórhættulegan fastan bolta fyrir mark ÍBV, en engin mætt til að setja boltann inn í netið. Gott færi í vaskinn.
24. mín
Cloé með flottan sprett af hægri kantinum inn á völlinn. Á laflaust skot meðfram jörðinni beint á Berglindi í markinu.
21. mín
FÆRI! Um leið og ég sleppti orðinu var Lára Kristín ein á auðum sjó fyrir innan vörn ÍBV. Þurfti bara að rúlla honum framhjá Bryndísi, en setti hann yfir. Eyjastelpur stálheppnar.
20. mín
Lítið að gerast hjá Stjörnunni þessa stundina, ÍBV aðeins með yfirhöndina.
15. mín
Clara með gott volley sem fór rétt framhjá markinu. Mátti reyna.
11. mín
Shameeka með gott skot utan af velli sem var á leiðina í samskeytina. Berglind var þó með allt undir control og greip boltann örugglega.
6. mín
Sóley með frábæran bolta inn fyrir vörn Stjörnunnar, sem Katie og Cloé voru tæpar á að setja boltann í netið. Áfram gakk.
5. mín
#celebvaktin. Sindri Snær, Priestly Griffiths, Sigurður Arnar, Breki Ómars og Halldór Páll leikmenn karlaliðs ÍBV eru allir mættir á leikinn, sitja í norður stúkunni og sleikja sólina. Sindri og Dóri eru tan-sjúkir, get vottað það.
2. mín
Stjarnan með fínt spil upp völlinn sem endar þó með að boltinn endar hjá Bryndísi í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn. Stjarnan byrjar með boltann og sækir í átt að Týsvellinum. Let's go.
Fyrir leik
Liðin að labba inn á völl. ÍBV í hvítu, Stjarnan í bláu. Eitthvað nýtt?
Fyrir leik
#celebvaktin. Voðalega fáir mættir á leikinn. Heiðursgestur dagsins er enginn annar en Kristján Guðmundsson þjálfari karlaliðs ÍBV.
Fyrir leik
Afsakið hvað ég kem seint. Var bara að koma KFS í playoffs í 4. deildinni með 7-0 sigri á Ísbirninum.
Fyrir leik
ÍBV sigraði Valskonur í síðasta leik með einu marki gegn einu. Það var markaskorarinn ógurlegi, Cloé Lacasse sem skoraði eina mark leiksins. Stjörnustelpur unnu HK/Víking 7-1 á heimavelli í síðasta leik. Þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu allar tvö mörk. Birna Jóhannsdóttir kláraði síðan leikinn endanlega með seinasta marki leiksins.
Fyrir leik
Eyjakonur standa í 5. sæti með 18 stig, á meðan Stjörnustelpur standa í 3. sæti með 28 stig.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin á beinta textalýsingu á leik ÍBV og Stjörnunnar í Pepsi deild kvenna.
Byrjunarlið:
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('80)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('68)
17. Megan Lea Dunnigan
24. Bryndís Björnsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('88)

Varamenn:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
4. Brittany Lea Basinger ('80)
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('88)
19. Birna Jóhannsdóttir
20. Lára Mist Baldursdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Ana Victoria Cate
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Tinna Jökulsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: