Alvogenvöllurinn
sunnudagur 26. ágúst 2018  kl. 14:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Geggjað veður, sól og blíða
Dómari: Rob Jenkins
Áhorfendur: 899
Maður leiksins: Kennie Knak Chopart
KR 4 - 1 ÍBV
1-0 Kennie Chopart ('10)
2-0 Pálmi Rafn Pálmason ('31, víti)
3-0 Pálmi Rafn Pálmason ('36, víti)
4-0 Finnur Orri Margeirsson ('63)
4-1 Sindri Snær Magnússon ('74)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Skúli Jón Friðgeirsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('67)
9. Björgvin Stefánsson ('82)
10. Pálmi Rafn Pálmason ('72)
11. Kennie Chopart
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('67)
4. Albert Watson
15. André Bjerregaard
16. Pablo Punyed
23. Atli Sigurjónsson ('82)
29. Stefán Árni Geirsson ('72)

Liðstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Jón Hafsteinn Hannesson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('44)
Aron Bjarki Jósepsson ('73)
Skúli Jón Friðgeirsson ('89)

Rauð spjöld:


@EgillSi Egill Sigfússon
94. mín Leik lokið!
4-1 sigur KR-inga í stórskemmtilegum fótboltaleik.
Eyða Breyta
89. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)

Eyða Breyta
88. mín
Kennie er kominn í gegn og reynir chippuna en hún fer ofan á þaknetið, sá hefði átt skilið annað mark.
Eyða Breyta
87. mín
Atli kominn í dauðafæri hérna en þarf að skjóta með hægri fætinum og Halldór ver frá honum.
Eyða Breyta
84. mín
Óskar Örn í færi en setur hann í innanverða stöngina, hann langar að vera með í markaskorun dagsins!
Eyða Breyta
82. mín Atli Sigurjónsson (KR) Björgvin Stefánsson (KR)

Eyða Breyta
78. mín
Aukaspyrnan hjá Sindra núna er langt yfir markið.
Eyða Breyta
77. mín
Sindri með frábæran sprett og er tekinn niður rétt fyrir utan teig, skora Eyjamenn aftur?
Eyða Breyta
74. mín MARK! Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Sindri skorar úr aukaspyrnunni, setur hann framhjá veggnum bara og í hornið en þetta kemur alltof seint.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Fyrir peysutog rétt fyrir utan teig.
Eyða Breyta
72. mín Stefán Árni Geirsson (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Pálmi með tvö mörk í dag og kemur hér útaf fyrir Stefán Árna Geirsson, ungu strákarnir að fá sénsinn hér þegar leikurinn er unninn.
Eyða Breyta
70. mín Dagur Austmann (ÍBV) Jonathan Franks (ÍBV)
Kristján Guðmunds búinn að sjá nóg í dag og gerir hér þrefalda skiptingu, Kaj Leó, Atli og Jonathan koma útaf fyrir Dag Austmann, Ásgeir og Víði.
Eyða Breyta
70. mín Ásgeir Elíasson (ÍBV) Atli Arnarson (ÍBV)

Eyða Breyta
70. mín Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)

Eyða Breyta
67. mín Hjalti Sigurðsson (KR) Finnur Orri Margeirsson (KR)
Finnur Orri kveður hér völlinn og inn kemur inn ungi Hjalti Sigurðsson, Finnur Orri mun aldrei gleyma þessari helgi!
Eyða Breyta
67. mín
Ég var að fá þær fréttir að Finnur Orri varð faðir í gær og svo skorar hann sitt fyrsta mark á Íslandsmóti í dag, þvílík helgi hjá honum!
Eyða Breyta
65. mín
Halldór kominn langt út og Óskar reynir chippuna en Halldór kemst tilbaka og nær valdi á boltanum.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Finnur Orri Margeirsson (KR), Stoðsending: Kennie Chopart
Allt er nú hægt, Finnur Orri Margeirsson að skora fótboltamark! Eftir tvær frábærar vörslur Halldórs frá Kennie barst boltinn á Finn Orra sem skoraði sitt fyrsta KSÍ mark!
Eyða Breyta
59. mín
Skemmtileg útfærsla af aukaspyrnu, Óskar lyftir honum á Kennie sem leggur hann fyrir Bjögga sem hamrar boltanum í hliðarnetið.
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Yvan Erichot (ÍBV)
Tekur Kennie niður þegar hann er að sleppa í gegn.
Eyða Breyta
56. mín
Kaj Leó er alls ekki búinn að vera góður í dag, kemst núna í fínt skotfæri en kiksar hann nánast í innkast.
Eyða Breyta
53. mín
Ég er löngu búinn að missa töluna á rangstöðum í þessum leik, örugglega komið í tveggja stafa tölu hérna en nú er það Chopart sem er kominn í gegn en er flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
50. mín
KR í álitlegri sókn þar sem Óskar er í góðu hlaupi hægra megin en sendingin frá Pálma er of föst og Halldór kemur út og tekur boltann.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
KR-ingar hefja seinni hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
KR fara með þriggja marka forrystu í hálfleik en það kom líf í Eyjamenn á síðustu 5 mínútunum eftir afleitar 40 mínútur.
Eyða Breyta
45. mín
Atli Arnars með flotta takta hérna og það endar með að Finnur tæklar hann rétt fyrir utan teig, spurning hvort Kaj Leó skori úr þessari.
Eyða Breyta
45. mín
Vá þarna voru ÍBV hársbreidd frá því að skora, fyrst náðu KR að bjarga með tæklingu og boltinn barst út á Yvan sem skaut en Aron Bjarki bjargaði meistaralega á línunni!
Eyða Breyta
44. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Jonathan Franks tekur hér á skrið og fær aukaspyrnu þegar Arnór tekur hann niður og stoppar sóknina, gult á Arnór.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Diogo Coelho (ÍBV)
Það var Diogo sem fékk á sig vítið og einnig gult spjald fyrir brotið, dýrt fyrir Eyjamenn því þetta var rangur dómur fannst okkur í fjölmiðlastúkunni.
Eyða Breyta
36. mín Mark - víti Pálmi Rafn Pálmason (KR), Stoðsending: Kennie Chopart
Nú setti Pálmi hann í hitt hornið uppi og Halldór í vitlaust horn.
Eyða Breyta
36. mín
Aftur víti en ég held að þetta hafi verið boltinn, Kennie fær vítið, sá ekki hver braut en ætla að komast að því, tæklaði boltann og svo fór Kennie niður.
Eyða Breyta
34. mín
ÍBV taka hér ólöglegt innkast og Sindri liggur svo á vellinum Chopart ýtir eitthvað við honum og Sindri lætur hann heyra það en Jenkins nær að róa mannskapinn.
Eyða Breyta
31. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Sigurður fékk gult spjald fyrir brotið.
Eyða Breyta
31. mín Mark - víti Pálmi Rafn Pálmason (KR), Stoðsending: Kennie Chopart
Vá hvað Halldór var nálægt þessu, Pálmi skýtur honum niðri í hægra hornið og Halldór er bara sentimeter frá því að verja vítið en það er alveg út í horn og KR komnir í 2-0.
Eyða Breyta
31. mín
Víti! Óskar með geggjaða sendingu í gegn á Chopart og Sigurður Arnar tæklar hann niður, KR fá víti!
Eyða Breyta
25. mín
Aron Bjarki tók þessa aukaspyrnu frekar óvænt, setti hann yfir vegginn en framhjá markinu.
Eyða Breyta
24. mín
KR fá hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig, þetta er hörkufæri fyrir Óskar Örn.
Eyða Breyta
22. mín
Góð fyrirgjöf frá Bjögga inná Chopart sem nær fínum skalla út í horn en Halldór er mættur í hornið og ver boltann vel.
Eyða Breyta
18. mín
Atli Arnars í dauðafæri hérna, Kaj Leó skallaði boltann fyrir Atla sem var einn á móti Beiti en rann á rassinn þegar hann ætlaði að skjóta.
Eyða Breyta
16. mín
Aftur er það Skúli sem nær skallanum, núna fyrir markið en Halldór nær að komast í boltann á undan Bjögga.
Eyða Breyta
15. mín
Bjöggi kemur hér í stífa pressu á Halldór Pál sem endar með Halldór sparkar boltanum í hornspyrnu.
Eyða Breyta
14. mín
Kaj Leó með aukaspyrnu inná teiginn en enginn mætir í boltann og Beitir fær hann í fangið, maður hefur séð betri spyrnur frá Kaj Leó.
Eyða Breyta
10. mín MARK! Kennie Chopart (KR), Stoðsending: Skúli Jón Friðgeirsson
Hornspyrna frá Óskari ratar á Skúla Jón sem skallar boltann að marki úr dauðafæri, Halldór ver boltann mjög vel en boltinn berst út og þar mætti Chopart og setti hann í markið af stuttu færi.
Eyða Breyta
8. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins komin í hús, KR fá horn hér.
Eyða Breyta
6. mín
Leikurinn farinn rólega af stað, hvorugt liðið farið inn í teig en þegar hafa komið boltar í gegn hefur undantekningalaust verið dæmd rangstaða.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Eyjamenn byrja þennan leik og sækja í átt að KR-heimilinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hafa fengið 10 stig af síðustu 15 mögulegum og hafa litið mjög vel út, KR ætlar sér í Evrópu og ÍBV er nokkurn veginn sloppnir við fall þar sem eru 6 stig niður í fallsæti, þeir gulltryggja það þá með sigri hér í kvöld og gætu blandað sér inn í Evrópubaráttuna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍBV vann fyrri leik þessara liða 2-0 á Eyjunni fögru fyrr í sumar og ljóst er að KR vilji hefna fyrir það hér á sínum heimavelli í dag. Í fyrra vann ÍBV báða leiki þessara liða, 3-1 heima og skelltu KR 3-0 á þessum velli. Spurning hvort KR nái loks sigri á Eyjamönnum eftir 3 töp í röð gegn þeim.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mikið fjör var í leikjum gærdagsins þar sem komu 15 mörk í þremur leikjum, KA og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli, Stjarnan vann Blika 2-1 og Valur vann síðan Fjölni 5-3 í rosalegum markaleik. Ég vona að veislan haldi áfram hér í dag og við fáum nóg af mörkum hér á Alvogen-vellinum!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Heimamenn í KR gera engar breytingar á liði sínu frá 1-0 sigri liðsins gegn KA á Akureyri í síðustu umferð þar sem að Kennie Chophart skoraði mark KR-inga. Albert Watson og Andre Bjerregaard sitja enn sem fastast á bekknum.

Eyjamenn gera eina breytingu á liði sínu frá 1-0 sigri liðsins gegn botnliði Keflavíkur í Vestmannaeyjum í síðustu umferð. Shahab Zahedi þurfti að yfirgefa völlinn snemma í þeim leik og er ekki í leikmannahóp í dag. Í stað hans kemur Priestley Griffiths inní byrjunarliðið. Liðin má sjá hér að neðan.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
KR vann góðan útisigur á KA á Greifavellinum í síðustu umferð og er í kjörstöðu til að ná Evrópusætinu. ÍBV vann Keflavík 1-0 í síðustu umferð og skelltu FH á útivelli í umferðinni þar á undan. Bæði lið koma því heit til leiks hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og ÍBV í Pepsí-deild karla á Alvogen-vellinum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
0. Sindri Snær Magnússon
2. Sigurður Arnar Magnússon
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('70)
8. Priestley Griffiths
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Yvan Erichot
30. Atli Arnarson ('70)
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson
77. Jonathan Franks ('70)
92. Diogo Coelho

Varamenn:
35. Víðir Gunnarsson (m)
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann ('70)
9. Breki Ómarsson
13. Ásgeir Elíasson ('70)
25. Guy Gnabouyou
38. Víðir Þorvarðarson ('70)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Thomas Fredriksen
Andri Ólafsson
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('31)
Diogo Coelho ('36)
Yvan Erichot ('59)

Rauð spjöld: