Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
HK/Víkingur
4
0
Grindavík
Karólína Jack '34 1-0
Karólína Jack '64 2-0
Kader Hancar '69 3-0
Margrét Sif Magnúsdóttir '75 4-0
María Sól Jakobsdóttir '84
26.08.2018  -  14:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Kristján Már Ólafs
Maður leiksins: Karólína Jack
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('83)
17. Arna Eiríksdóttir ('88)
28. Laufey Björnsdóttir
99. Kader Hancar ('88)

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('83)
11. Þórhildur Þórhallsdóttir
13. Linda Líf Boama ('88)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('88)
20. Maggý Lárentsínusdóttir

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Valgerður Tryggvadóttir
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið og lokatölurnar hreint ótrúlegar!

Algjört þrot í seinni hálfleik hjá Grindavík á meðan heimakonur léku á alls oddi og ná sér í þrjú ofboðslega mikilvæg stig í botnbaráttunni.

Grindavík hinsvegar í bullandi basli í fallsæti.

Ég þakka annars fyrir samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
93. mín
Síðasti séns. HK/Víkingur fær aukaspyrnu rétt utan teigs eftir að Grindvíkingar tóku heldur fast á Brynhildi.

Fatma tekur spyrnuna en setur boltann vel yfir.
88. mín
Inn:Linda Líf Boama (HK/Víkingur) Út:Arna Eiríksdóttir (HK/Víkingur)
88. mín
Inn:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (HK/Víkingur) Út:Kader Hancar (HK/Víkingur)
Tvöföld skipting.
85. mín
Inn:Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík) Út:Steffi Hardy (Grindavík)
84. mín Rautt spjald: María Sól Jakobsdóttir (Grindavík)
Beint rautt á Maríu Sól!

Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en hún virtist fara full harkalega í Margréti Sif.

Er þetta ekki fyrsta rauða spjaldið á leikmann í deildinni í sumar?
83. mín
Inn:Brynhildur Vala Björnsdóttir (HK/Víkingur) Út:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur)
81. mín
Aftur horn hjá Grindavík. Í þetta skiptið setur Sophie hættulegan lágan bolta fyrir markið en HK/Víkingar ná að hreinsa og bruna svo í skyndisókn.

Margrét Sif ber upp boltann og er með fjóra samherja með sér. Reynir erfiða skiptingu til hægri og Linda nær að komast á milli.
80. mín
Það gengur allt á afturfótunum hjá Grindavík. Þær voru að fá hornspyrnu en spyrnan hjá Sophie er svo slök að það var eins og hún ætlaði bara að senda andstæðingana í sókn.
77. mín
Inn:Telma Lind Bjarkadóttir (Grindavík) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
77. mín
Inn:Guðný Eva Birgisdóttir (Grindavík) Út:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík)
75. mín MARK!
Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
Stoðsending: Fatma Kara
Hvað er að gerast hérna???

Margrét Sif var að skora fjórða markið!

Undirbúningurinn hjá Fatma var gullfallegur. Lék sér að Grindvíkingum á miðjum vellinum áður en hún finnur Margréti Sif sem skorar með fallegu skoti framhjá Vivi.
72. mín Gult spjald: Rio Hardy (Grindavík)
Þetta er ljótt Rio! Pirringurinn svoleiðis lekur af henni og hún neglir Isabellu niður. Var aldrei að reyna við boltann þarna.
69. mín MARK!
Kader Hancar (HK/Víkingur)
Stoðsending: Isabella Eva Aradóttir
HK/Víkingar eru að klára þetta!

Vandræðagangur í vörninni hjá Grindavík. Isabella setti háan bolta fram völlinn. Helga Guðrún náði ekki að skalla boltann frá og Kader náði að teygja sig í hann og hrista Steffie af sér. Kader var svo svellköld og setti innanfótarbolta í hornið rétt utan utan teigs.

Snyrtileg afgreiðsla hjá tæknitröllinu.
67. mín
Það verður að viðurkennast að það hefur ekki mikið verið að frétta hjá Grindavíkurkonum í seinni hálfleiknum. Þeim gengur illa að halda bolta og Rio hefur verið í góðri gæslu hjá Margréti Evu og Laufeyju.

Vonum að mark númer tvö hafi ekki slökkt alveg á þeim. Þær verða að berjast fyrir sæti sínu í þessari deild.
66. mín Gult spjald: Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
Erfiðar mínútur fyrir Helgu Guðrúnu. Fær gult fyrir að negla Örnu niður.
64. mín MARK!
Karólína Jack (HK/Víkingur)
Stoðsending: Fatma Kara
2-0!

Karólína Jack er búin að tvöfalda forystuna fyrir HK/Víking!

Fatma skipti boltanum yfir til hægri. Helga Guðrún misreiknar boltann og missir hann aftur sig þar sem Karólína kemur á harðaspretti, tekur boltann með sér inná teig og skorar svo með góðu skoti í fjærhornið.
61. mín
Jesús. Hrikaleg hreinsun hjá Margréti Huldu og HK/Víkingar fá horn.

Fatma tekur og setur háan bolta í átt að vítapunktinum. Það er barátta um boltann en Steffie er búin að vera svakaleg í loftinu í dag og nær að koma boltanum út úr teig. Þar lúrir Margrét Sif og reynir viðstöðulaust skot en það er misheppnað.
59. mín
Geggjuð sending Karólína!

Hún hafði brotist framhjá Helgu Guðrúnu og upp hægri kantinn. Sá Kader koma á ferðinni og náði að setja boltann hárnákvæmt framhjá Lindu og í hlaupaleið Kader sem náði þó ekki hreinu skoti.

Boltinn aftur fyrir í hornspyrnu en Grindvíkingar hreinsa.
57. mín
Tækifæri hjá Grindavík. María Sól er ein á auðum sjó á miðjunni. Ber boltann upp og Grindavík eru fimm á fjórar. Velur að setja boltann til vinstri á Dröfn sem reynir skot utan teigs, beint á Björk.

Þetta hefðu gular getað nýtt miklu betur.
53. mín
Aftur séns hjá HK/Víkingum. Karólína setur fastan bolta fyrir og Isabella reynir viðstöðulaust skot. Hittir boltann ekki nógu vel og setur hann vel yfir.
51. mín
Fín sókn hjá HK/Víkingum. Eftir ágætis uppspil fær Isabella boltann utarlega í teignum. Er alveg ein en ákveður að leggja boltann út á samherja. Sendingin ekki nógu góð og sóknin rennur út í sandinn.
48. mín
Grindavík fær fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiksins Sophie tekur og það munar litlu að Rio nái skallanum. Gerir það þó ekki og boltinn aftur fyrir.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur. Engar mannabreytingar hafa verið gerðar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
HK/Víkingar geta þakkað Björk fyrir að fara með forystu inn í hálfleikinn. Staðan 1-0.

Kristján Már er varla búinn að flauta til hálfleiks þegar Nihad aðstoðarþjálfari Grindavíkur rýkur í áttina að honum til að kvarta yfir vítaleysinu. Ómar Ingi í gæslunni er vel með á nótunum og nær að hægja á Nihad sem uppsker gult spjald frá Kristjáni fyrir mótmælin.

Það hefur verið hiti í þessu í fyrri hálfleik og það er ekkert að fara að kólna í þeim seinni. Það er nokkuð ljóst.
45. mín
Þvílíkar mínútur! Aftur er Björk að verja frábærlega. Nú náði hún að teygja sig alveg út við stöng til að blaka skalla Rio aftur fyrir.

Grindavík fær horn en HK/Víkingar koma boltanum frá.
44. mín
BJÖRK!

Hún á hér geggjaða vörslu þegar hún teygir sig á eftir boltanum sem mér sýndist Steffie skalla í fjærhornið.

Í kjölfarið hrekkur boltinn upp í höndina á leikmanni HK/Víkings og aftur vilja Grindvíkingar víti!

Svei mér þá ef Kristján hefði ekki getað flautað þarna. Grindvíkingar eru brjálaðar!
44. mín
SÉNS!

Ágæt tilþrif hjá Sophie og Ísabel. Ná að spila sig að teignum og Ísabel finnur skotið en varnarmenn HK/Víkings ná að henda sér fyrir á síðustu stundu.
41. mín
Grindavík fær aukaspyrnu úti vinstra megin eftir klaufalegt brot Margrétar Sifjar. Madeline setur flottan bolta á fjærsvæðið en Isabella rís hæst og skallar frá.
38. mín
Sophie vinnur horn fyrir Grindavík. Hún tekur það sjálf og setur boltann fyrir en Björk stígur út og gerir vel í að grípa boltann.
34. mín MARK!
Karólína Jack (HK/Víkingur)
Stoðsending: Margrét Sif Magnúsdóttir
BAMM!

Karólína Jack er búin að koma HK/Víkingum yfir.

Margrét setti boltann til hægri á Karólínu í teignum og sú var ekkert að hika heldur NEGLDI honum í nærhornið framhjá Vivi!
27. mín
Það er hart tekist á hérna. Linda þurfti að fara útaf í smá eftir að samstuð og Arna og Margrét Sif tóku Maríu Sól svo í hressilega samloku úti á miðjum velli.

Grindavík fékk í staðinn aukaspyrnu. Sophie setti fínan bolta inn á teig en gestirnir náðu ekki að skapa sér séns.
25. mín
Falleg sókn hjá heimakonum. Karólína setti silkimjúkan bolta inn fyrir á Margréti sem kom á sprettinum á nærsvæðið, reyndi skot en setti boltann beint á Vivi úr heldur þröngu færi.
22. mín
Taktar í Kader!

Hún hoppar upp til að mæta boltanum, smellir honum með hælnum í hlaupaleiðina hjá Isabellu sem neglir honum svo inná teig á Margréti Sif sem neglir hátt yfir markið.
20. mín
Ágæt skottilraun frá Dröfn en hún setur boltann aðeins framhjá.

Stuttu síðar vantar Rio nokkra sentimetra framan á stóru tánna til að ná að teygja sig í háan bolta sem flaug inná teig eftir aukaspyrnu.
17. mín
Hendi víti?

Madeline grýtir löngu innkasti inn á teig og boltinn skoppar í áttina að höndinni á Fatma. Grindvíkingar kalla eftir víti en Kristján Már var vel staðsettur og er ekki á sama máli.
15. mín
Það hefur verið mikið fjör í þessu fyrsta korterið. Ekki skrítið. Heilmikið undir.

Bæði lið ætla að spila til sigurs og hafa skipst á að sækja. Ég hugsa að við þurfum ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu.

Ómögulegt að segja til um hvoru megin það verður þó.
14. mín
Grindavík fær horn. Mér sýndist það vera María Sól sem negldi boltanum í Gígju og aftur fyrir en fóturinn fylgdi með og Gígja spörkuð niður. Hún liggur eftir til að fá aðhlynningu á meðan Ísabel tekur hornið fyrir gular. Hún setur skemmtilegan bolta á fjær en Linda er nokkrum sekúndubrotum og sein í boltann.
12. mín
Lið Grindavíkur:

Viviane

Margrét - Linda - Steffi - Helga Guðrún

Madeline

Sophie - Ísabel - María Sól - Dröfn

Rio
10. mín
Og færi hinum megin. Karólína fær stungu upp til hægri, leikur í átt að teignum en nær ekki góðu skoti.
9. mín
Þarna mátti litlu muna!

Dröfn fær stungu í gegn. Björk kemur vel út á móti og rennir sér í boltann sem endar þó beint fyrir fótunum á Rio sem reynir viðstöðulaust skot á opið markið en setur boltann yfir!
7. mín
HK/Víkingur fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Fatma setur háan bolta utarlega í teiginn. Heimakonur vinna fyrsta bolta en Steffi er klár í þann næsta og skallar frá.
4. mín
VÓ!

Þarna munaði litlu. Margrét Sif á geggjaða skiptingu út til hægri á Karólínu sem leikur í átt að marki og lætur vaða.

Skotið virðist hættulaust en Vivi heldur ekki boltanum og í stutta stund leit út fyrir að hann myndi leka aftur fyrir hana og í markið. Það gerðist þó ekki og Vivi andar léttar.
3. mín
Lið HK/Víkings:

Björk

Gígja - Margrét Eva - Laufey - Tinna

Arna - Fatma

Karólína - Margrét Sif - Isabella

Kader
1. mín
Kraftur í Sophie, hún brunar upp hægri kantinn og á svo ágæta fyrirgjöf en liðsfélagar hennar ná ekki að nýta sér hana.

Stuttu síðar á Madeline tvö löng innköst inn á vítateig HK/Víkings en Grindvíkingar ná ekki að skapa sér séns úr þeim.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Rio Hardy sparkar þessu af stað fyrir Grindavík sem leikur í átt að Fossvoginum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá mér hér til hliðar.

Þórhallur gerir eina breytingu frá 7-1 tapinu í síðustu umferð. Isabella kemur inn í liðið fyrir Þórhildi.

Ray heldur sig við sama lið og gerði jafntefli við Selfoss í síðustu umferð.
Fyrir leik
5 mínútur í leik. Geggjað veður í Víkinni. Drífa sig á völlinn!
Fyrir leik
Leikurinn er hrikalega mikilvægur fyrir bæði lið sem berjast um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.

Fyrir leik sitja liðin í 8. og 9. sæti deildarinnar. HK/Víkingur í 8. sæti með 13 stig og -20 í markatölu en Grindavík í 9. sæti með 10 stig og -22 í markatölu.

Með sigri færi HK/Víkingur langt með að tryggja sér áframhaldandi veru í Pepsi en Grindavík gæti GALOPNAÐ fallbaráttuna takist þeim að sigra í dag.

Eitt er víst. Við erum að fara að fá ROSALEGAN leik þar sem allt verður lagt undir.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá fallslag HK/Víkings og Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna.

Leikurinn hefst á slaginu 14:00.
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
6. Steffi Hardy ('85)
7. Sophie O'Rourke
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f) ('77)
17. María Sól Jakobsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('77)
26. Madeline Keane

Varamenn:
8. Guðný Eva Birgisdóttir ('77)
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
15. Elísabeth Ýr Ægisdóttir
18. Ása Björg Einarsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('85)
21. Telma Lind Bjarkadóttir ('77)

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Helga Guðrún Kristinsdóttir ('66)
Rio Hardy ('72)

Rauð spjöld:
María Sól Jakobsdóttir ('84)