Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ísland
0
2
Þýskaland
0-1 Svenja Huth '41
0-2 Svenja Huth '73
01.09.2018  -  14:55
Laugardalsvöllur
Landslið - A-kvenna HM 2019
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('74)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('62)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('83)
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('62)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('74)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá hefur dómarinn flautað leikinn af. Þá er það bara næsti leikur við gefumst ekki upp. Sigur á móti Tékklandi gefur okkur góða möguleika á umspilssæti á HM. Mætum á völlinn á þriðjudaginn og styðjum okkar konur áfram.
90. mín
Einhverra hluta vegna missir Gugga af bolta sem berst fram og enginn er nálægt og þjóðverjar fá hornspyrnu sem betur fer er hún framhjá.
90. mín
Ísland fær hornspyrnu. Agla María tekur spyrnuna. Boltinn berst út og Fanndís leikur á varnarmenn Þýskalands og nælir í aðra hornsprynu. Hallbera tekur spyrnuna en hann endar í fanginu á Schult.
90. mín
Vallarþulur segir uppbótartíma 3 mínútur. Koma svo stelpur!
89. mín
Fanndís dæmd rangstæð, ekki viss um að þetta hafi verið rétt.
89. mín
Inn:Lina Magull (Þýskaland) Út:Svenja Huth (Þýskaland)
Þjóðverjar gera sína síðustu skiptingu.
85. mín
Inn:Lena Goessling (Þýskaland) Út:Sara Dabritz (Þýskaland)
Þjóðverjar gera breytingu á sínu liði.
83. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Ísland) Út:Rakel Hönnudóttir (Ísland)
Rakel hefur orðið fyrir hnjaski og kemur útaf og Guðrún Arnardóttir kemur inn.
83. mín
Dómarinn fær að heyra það. Dæmir aukaspyrnu á Fanndísi sem enginn á vellinum skildi og Freyr var brjálaður.
82. mín
Það er úúúúúrhelli takk fyrir!
82. mín
Einhverra hluta vegna liggur Rakel Hönnu niðri. Sá ekki hvað gerðist en hún fær aðhlynningu frá sjúkraþjálfurum. Mér sýnist skipting vera í vændum og að Rakel sé að koma útaf.
79. mín
Ef það fer að vanta stafi inn á milli biðst ég afsökunar, það er orðið helvíti kalt hérna fyrir puttana að pikka á lyklaborðið.
79. mín
Þjálfari þjóðverja er greinilega sáttur með sínar konur en hann knúsar Simon meðan hún bíður á hliðarlínunni eftir boltanum til að taka innkast.
77. mín
Þjóðverjar liggja á okkur þessa stundina og eiga hverja hættulegu sendinguna inn að marki á fætur annarri. KOMA SVO ÍSLAND ÁFRAM!
76. mín
Sif skallar boltann einhvernveginn hátt aftur, Gugga hleypur út í teig og ætlar í boltann en Popp nær til hans fyrst og skallar hann en hann rúllar rétt framhjá opnu marki.
74. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Í kjölfar marksins þegar kom miðja gerði Ísland skiptingu en Selma Sól fór útaf og Agla María kom inn.
73. mín MARK!
Svenja Huth (Þýskaland)
Huth skorar mark en hún fær boltann rétt fyrir utan teig og á skot sem fer inn. Gott spil hjá þjóðverjum. Rakel missir manninn sinn innfyrir sem á sendingu fyrir. Sendingin er hreinsuð út í teig og þar liggur Huth sem á gott skot.
73. mín
Inn:Linda Dallmann (Þýskaland) Út:Verana Schweers (Þýskaland)
Þjóðverjar gera breytingu á sínu liði.
67. mín
Þarna var Gugga heppin. Þjóðverjar pressa stíft þessa stundina. Gugga fær boltann og Schuller pressar hana og nær að renna sér í botann en setur hann útaf. Innkast fyrir okkur.
62. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Það er skipting, Berglind Björg er að koma útafog Svava Rós inná.
59. mín
Dæmt brot á Rakel Hönnu sem Huth tekur. Boltinn berst inn í teig en Sara skallar hann í burtu.

56. mín
Fanndís á frábært skot sem fer rétt framhjá.
55. mín
Frábær sending hjá Sif yfir vörn þjóðverja á Söru sem leggur hann á Selmu sem setur hann fyrir. Þjóðverjar hreinsa í innkast sem Sif okkar Atla tekur.
54. mín
Maier á skot sem endar framhjá.
52. mín
Þetta var ein skrautleg sókn hjá þjóðverjum þar sem Glódís og Sif björguðu okkur frá því að enda 2-0 undir. Glódís á geggjaða tæklingu og Sif hendir sér fyrir boltann sem endar hjá Schuller sem á einhvern hátt endar hátt yfir.
50. mín
Þjóðverjar eiga hornspyrnu, eftir darraðadans í teignum og afleita hreinsun er brotið á Guggu en það var Schuller sem brýtur.

46. mín
Rakel Hönnu á fráábæra sendingu inn á Berglindi, skoppar yfir varnamann en Berglind nær ekki að halda honum.
46. mín
Leikur hafinn
Okey þetta var geggjað. Þegar liðin voru komin út á völl í seinni hálfleik að koma sér fyrir kom vél Icelandair böðuð íslenska fánanum fljúgandi lágflug yfir völlinn. Þetta vakti aldeilis mikla lukku. OOG í þessum orðum er leikurinn hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Skíta mark sem við fengum á okkur en það er nóg eftir og við full bjartsýni á að stelpurnar okkar láti finna fyrir sér í seinni hálfleik.
45. mín
Einni mínútu er bætt við í hálfleik. KOMA SVO.
43. mín
Popp á fastann skalla framhjá markinu. Þessi var tæpur.
43. mín
Jæja upp með haus og áfram gakk, það er hellingur eftir. Við eigum innkast sem Sif tekur, boltinn berst inn á Rakel Hönnu sem flikkar honum á Söru sem á skot á markið en Schult nær að grípa boltann. Góð sókn þarna.
41. mín MARK!
Svenja Huth (Þýskaland)
Huth skorar eftir darraðadans í teignum. Þetta lá í loftinu eftir þessa löngu sókn. Gugga fær skot á sig, nær ekki að halda honum og Huth fylgir eftir með föstu skoti í markið.
40. mín
Fáum frábæra sókn upp völlinn en náum ekki að enda hana með skoti.
39. mín
Þjóðverjar fá aukaspyrnu sem Simon tekur en Glódís hreinsar í burtu.
38. mín
Ingibjörg er staðin upp.
38. mín
Simon tekur hornpsyrnuna, fastan bolta fyrir sem Schuller skallar framhjá. Þær virðast skalla saman hún og Ingibjörg sem liggur eftir.
36. mín
Boltinn berst upp á kant á Huth en Sif hreinsar í innkast. Þær taka innkastið boltinn berst aftur á Huth og Hallbera brýtur á henni rétt fyrir utan teig. Þetta er stórhættulegt. Simon tekur spyrnuna sem Sif nær að hreinsa í hornspyrnu.
34. mín
Ísland fær hornspyrnu. Hallbera tekur hann og sendir flottan bolta inn í teig, hann fer rétt framhjá og afturfyrir.
33. mín
Maier átti skot eftir flott spil þjóðverja sem Gugga ver.
32. mín
Frábær sending hjá Gunnhildi á Hallberu upp kantinn sem leikur á Maier og sendir hann fyrir en sendingin er ekki góð.
26. mín
Brotið á Gunnhildi Yrsu og við fáum aukaspyrnu. Glódís tekur spyrnuna sem berst hátt innfyrir vörnina og Popp stekkur manna hæst og skallar í innskast. Innkastið berst í teiginn og þær hreinsa út þar sem Selma bíður átekta og á gott skot á markið sem Schult ver.
24. mín
Krakkar mínir það er smekkfullur völlurinn!
23. mín
Glódís hreinsar afturfyrir og þjóðverjar fá hornspyrnu.
22. mín
Ingibjörg frábær í vörninni og kemur boltanum í burtu.
21. mín
Mér finnst rigningin góð, lalalala óóóóó ómar hérna í demdunni sem er skollin á.
20. mín
Þjóðverjar eiga hættulega sókn með þremur skotum á markið en stelpurnar okkar ná alltaf að bjarga. Síðasta skotið endar afturfyrir markið og markspyrna.
18. mín
Þjóðverjar eru aðeins að ná að koma boltanum fyrir markið okkar en Gugga var með sitt á hreinu þarna og kom út og greip.
18. mín
Carolin Simon með pirringsskot lengst út á velli sem endar framhjá.
17. mín
Þjóðverjar eiga stórhættulega sókn. Svenja og Alexancra Popp eru í boltanum, koma honum fyrir en hann fer í sóknarmann og útfyrir. Þetta var hættulegt.
16. mín
Við eigum hornspyrnu. Selma gerir sig klára og tekur spyrnuna en þjóðverjar ná að koma boltanum í burtu, þær missa hann hinsvegar í innkast sem auðvitað Sif er mætt til að taka. Fanndís fær boltann en sendir hann inn fyrir vörnina frekar langann þannig enginn nær í hann.
13. mín
Sif er að taka innkast. Þjóðverjar skalla hann úr teignum beint í fæturnar á Hallberu sem að á skot sem fer rétt framhjá.
12. mín
Það er eitt strangheiðarlegt víkingarklapp í gangi! HÚHH!
11. mín
Dabritz á hættulegt skot sem endar í slánni. Stóóórhættulegt!
10. mín
Fanndís gerir mjög vel og vinnur innkast nálægt hornfána þjóðverja. Sif mætt til að taka innkastið. Boltinn berst hátt inn í teig og kastaði honum nánast bara inn í markið en boltinn fór í stöngina og útaf. Markspyrna.
9. mín
Frábær pressa hjá okkar stelpum en þjóðverjar ná lítið að halda boltanum.
7. mín
Fáum aukaspyrnu á okkar vallarhelming en það boltinn fór í hendina á miðjumanni þjóðverja. Boltinn berst á Berglindi sem gerir vel en nær ekki að halda boltanum nógu lengi og boltinn fer afturfyrir og marksyrna.
6. mín
Þjóðverjar koma með langann bolta inn á teig en Gugga gerir vel og er örugg í sínu og grípur hann.
5. mín
Við erum að vinna boltann vel af þjóðverjum í pressu en erum aðeins of fljótar að losa okkur við boltann.
4. mín
Þær eru byrjaðar að reyna að senda boltann hátt innfyrir íslensku vörnina en Glódís var alveg með á nótunum þarna og vann þennan auðveldlega.
3. mín
Flott pressa hjá stelpunum okkar sem endar aftur í innkasti sem Sif tekur. Það verður þó ekkert úr þessu og þjóðverjar hreinsa langt upp völlinn.
2. mín
Gugga setur boltann langt fram og Selma setur pressu á varnarmann Þjóðverja sem neyðist til að setja boltann útaf í innkast rétt við hornfánann. Sif tekur langann bolta inn en þjóðverjar skalla boltann út. Boltinn berst fyrir markið aftur og Berglind reynir að ná honum en Schult er fljótari að grípa boltann. Stelpurnar okkar eru grimmar og vinna boltann aftur og endar í ágætis sókn sem við náum þó ekki að nýta okkur.
1. mín
Heyrst hefur að planið hjá þjóðverjum sé að dæla fyrirgjöfum inn á framherjana tvo, Schuller og Popp.
1. mín
Þetta byrjar vel, það er frábær stemming og nánast orðið fullt á völlinn en það streymir enn fólk að.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!!!
Fyrir leik
Parkinsdóttir stillir upp 11 manna liði í kvöld í vitundarvakningu um parkinsonsjúkdóminn. Þetta eru konur á öllum aldri og tilgangur vakningarinnar er meðal annars að leiðrétta þann misskilning að Parkinsons sé öldrunarsjúkdómur. Þessar glæsilegu konur munu ganga inn á leikvöllinn og standa samhliða íslenska landsliðinu undir þjóðsöngnum.

Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands:

Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
Þýska stálið stillir svona upp. 4-4-2 og ætla sér að dæla inná teiginn á þær Popp og Schuller sem leiða sóknarlínuna.

Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
Það verður ekki mikið meira íslenskt þetta veður sem boðið er uppá en það er stemming í því. Fólk verður að hafa hátt og skapa stemmingu til að halda á sér hita svo ég á von á að það verði hörku gott andrúmsloftið hér í Laugardalnum. Reykjavík er okkar hljómar í hátalarakerfinu. Ég er peppuð!
Fyrir leik
Það er stemming á FAN-Zoneinu og fólk streymir á völlinn. Það eru 45 mínútur í þessa snilld en bæði liðin eru hér að hita upp og núna rignir nokkuð hressilega á þær.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér sitthvorum megin við textann. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, virðist stilla upp í þriggja manna vörn með Sif Atladóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur í hjartanu.

Ísland vann Þýskaland á síðasta ári, út í Þýskalandi. Frá þeim leik koma Selma Sól og Berglind inn í liðið fyrir Elínu Mettu Jensen og Dagnýju Brynjarsdóttur.
Hafliði Breiðfjörð









Fyrir leik
Tap Þýskalands gegn Íslandi í fyrri leiknum var fyrsta tap þeirra í 18 ár og hefur liðið aðeins tapað þremur leikjum í undankeppni HM frá upphafi.
Fyrir leik
Ég verð að viðurkenna að ég er orðin mjög spennt! Það er uppselt á leikinn en þetta er í fyrsta skipti sem það hefur orðið uppselt á kvennaleik Íslands. Það hefur verið frábært að sjá umfjöllunina um stelpurnar í kringum leikinn og þann góða straum sem þær eru verðskuldað að fá frá landsmönnum.
Fyrir leik
Ísland hefur í síðustu fimm leikjum unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Stelpurnar okkur eru í 19.sæti á styrkleikalista FIFA. Okkar konur hafa oftast spilað með 3 miðverði í undankeppninni. Þær hafa skorað 21 mark í undankeppninni og markahæst er vélin Gunnhildur Yrsa.

Bendi á pistil Tólfunnar þar sem þeir tóku allar þessar upplýsingar saman sem ég hef verið að drita hér inn:

https://tolfan.is/leikdagur-island-thyskaland/

Mæli með að þið lesið þennan pistil hjá þessum snillingum sem upphitun!
Fyrir leik
Ef við byrjum á að skoða aðeins Þýskaland og gengi þeirra í síðustu leikjum þá eru þær í öðru sæti á styrkleikalista FIFA. Í síðustu 5 leikjum hafa þær sigrað þrjá leiki og tapað tveimur. Þær hafa skorað töluvert af mörkum í þessari undankeppni eða 28 mörk. Síðast þegar þær spiluðu á móti Íslandi spiluðu þær 4-2-3-1 en þær hafa langoftast spilað 4-4-2. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þær stilla upp liðinu í dag.
Fyrir leik
Hópurinn hjá stelpunum okkar er hinsvegar nokkurnveginn sá sami. Sara Björk er ,okkur öllum til mikillar ánægju, búin að ná sér af sínum meiðslum og reiknum við með að sjá þennan frábæra fyrirliða leiða liðið inn á völlinn í dag.

Tveir nýliðar voru valdir í þessa tvo leiki sem framundan eru en það eru þær Telma Hjaltalín leikmaður stjörnunnar og Alexandra Jóhannsdóttir leikmaður Breiðabliks.

Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hóp en hún eignast barn í júní.
Fyrir leik
Miklar breytingar hafa orðið á liði Þýskalands en þær hafa skipt um þjálfara frá því síðast þegar við mættum þeim. Steffi Jones var rekin stuttu eftir fyrri leik liðsins við Ísland og Horst Hrubesch var ráðinn.

Þá vantar lykilleikmanninn Dszenifer Marozán sem vanalega hefur verið fyrirliði liðsins í þennan leik en hún er frá vegna meiðsla. Hún var einnig fjarverandi í fyrri leik liðanna. Þá vantar einnig varnarmaninn Kathy Hendrich og kantmanninn Simone Laudehr sem byrjuðu báðar gegn Íslandi í fyrri leiknum. Harset Kayikçi og Lena Peterman, öflugir framherjar, eru líka fjarverandi vegna meiðsla.
Fyrir leik
Stelpurnar eiga erfiðan leik fyrir höndum en riðillinn er einn sá jafnasti. Allt getur ennþá gerst í þessum riðli en í öllum hinum sjö undanriðlunum er það orðið ljóst hvaða tvö lið komast áfram.

Til að fara yfir stöðuna og möguleika stelpnanna okkar þá er staðan þannig að ef Ísland sigrar þennan leik hafa þær tryggt sæti sitt í fyrsta skipti á HM kvenna.

Jafntefli í þessum leik þýðir að þær þurfa að sigra Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sig áfram en sigur í þeim leik myndi einnig tryggja þeim sæti á HM.

Tap í þessum leik þýðir hinsvegar að stelpurnar okkar verða að sigra Tékkland á þriðjudaginn til þess að komast í umspil.
Fyrir leik
Góðan daginn. Þá eru 90 mínútur í þennan leik og allir orðnir spenntir.
Byrjunarlið:
1. Almuth Schult (m)
2. Carolin Simon
4. Leone Maier
6. Kristin Demann
9. Svenja Huth ('89)
11. Alexandra Popp
13. Sara Dabritz ('85)
15. Sara Doorsoun-Khajeh
17. Verana Schweers ('73)

Varamenn:
12. Lisa Schmitz (m)
16. Linda Dallmann ('73)
22. Turid Knaak
23. Maximiliane Rall

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: