Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Magni
2
3
ÍA
0-1 Stefán Teitur Þórðarson '8
Lars Óli Jessen '14 1-1
1-2 Jeppe Hansen '15
1-3 Stefán Teitur Þórðarson '46
Kristinn Þór Rósbergsson '48 2-3
01.09.2018  -  13:00
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Það er sterk sunnanátt á annað markið.
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 200
Maður leiksins: Stefán Teitur Þórðarson
Byrjunarlið:
Hjörtur Geir Heimisson
Baldvin Ólafsson
6. Jón Alfreð Sigurðsson ('79)
7. Pétur Heiðar Kristjánsson ('91)
10. Lars Óli Jessen
14. Ólafur Aron Pétursson
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Jakob Hafsteinsson (f)
20. Sigurður Marinó Kristjánsson
26. Brynjar Ingi Bjarnason
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
8. Arnar Geir Halldórsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('79)
18. Ívar Sigurbjörnsson
19. Marinó Snær Birgisson ('91)
21. Oddgeir Logi Gíslason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Andrés Vilhjálmsson
Reginn Fannar Unason
Anton Orri Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Kristinn Þór Rósbergsson ('58)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('76)
Ólafur Aron Pétursson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Líklega sanngjarn sigur hjá ÍA í hörkuleik þar sem það var ekki að sjá að þetta var topplið deildarinnar gegn botnliðinu.Magnamenn geta því verið sáttir með sína frammistöðu en eru væntanlega hundfúlir með að fá ekkert út úr þessum leik.
91. mín
Inn:Marinó Snær Birgisson (Magni) Út:Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni)
91. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Arnar Már brýtur á Bjarna Aðalsteins og fær verðskuldað gult spjald.
90. mín
Líklegt er að það verða bætt við 3-4 mínútum.
89. mín
Þórður Steinn kemst í ágætt færi en skýtur beint á Hjört Geir.
86. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
86. mín
Hornspyrna sem Magni fær. Bjarni Aðalsteins eins og oft áður með frábæra spyrnu og nú á Brynjar Inga sem skallar rétt framhjá.
83. mín
Stefán Teitur með ágætis tilraun rétt fyrir utan vítateig en varnarmaður kemst fyrir skotið og þaðan í horn.
80. mín Gult spjald: Ólafur Aron Pétursson (Magni)
Ólafur Aron rífur Skagamann niður og fær í kjölfarið verðskuldað gult spjald.
79. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni) Út:Jón Alfreð Sigurðsson (Magni)
Palli Gísla og hans lærisveinar eru ekki búnir að gefast upp og nú skal blásið til sóknar. Hægri bakvörðurinn Jón Alfreð er tekinn útaf og Gunnar Örvar kemur inná í staðinn. Magni fer í 3-5-2.
78. mín
SKELFILEGUR varnarleikur hjá Magna sem endar með að Steinar Þorsteins fær dauðafæri af markteig en ákveður bomba boltanum yfir frekar en að setja hann örugglega í netið.
76. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Magni)
Ódýrt gult spjald á Sigga Marinó.
74. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Jeppe Hansen (ÍA)
69. mín
Leikurinn fer meira fram á vallarhelming ÍA enda er vindáttin þannig.
65. mín
Inn:Hafþór Pétursson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
63. mín
Boltinn berst til Lars Óla inn í vítateig ÍA en Skagamenn koma boltanum í burtu áður en hann nær að skjóta.
62. mín Gult spjald: Albert Hafsteinsson (ÍA)
62. mín
Ólafur Aron með fast skot úr aukaspyrnunni sem fer beint á Árna Snæ. Ef boltinn hefði farið aðeins til hliðar hefði Árni Snær aldrei átt möguleika.
62. mín
Bjarni Aðalsteins með frábæra hornspyrnu sem ÍA bjargar í horn. Uppúr þeirri fær Magni aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig fyrir miðjumarki.
58. mín Gult spjald: Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
57. mín
Stefán Teitur í dauðafæri að klára þrennuna þegar að boltinn dettur fyrir hann á markteig eftir hornspyrnu. Stefán hittir boltann varla og boltinn rúllar til Hjartar Geirs í marki Magna.
48. mín MARK!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Stoðsending: Lars Óli Jessen
Þeir eru mættir! Lars Óli á skemmtilega sendingu innfyrir vörn ÍA þar sem Kristinn Rósbergs fer framhjá Árna Snæ í marki ÍA og setur hann í autt markið.
46. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stoðsending: Ólafur Valur Valdimarsson
Stefán Teitur er mættur til leiks í seinni hálfleik annað en Magnamenn. Hann fer léttilega framhjá 2-3 varnarmönnum og klárar færið vel.
45. mín
Hálfleikur
ÍA leiðir með einu marki sem er sanngjarnt miðað við gang leiksins. Leikurinn er langt frá því að vera búinn því Magni leikur með vindinn í bakið í seinni hálfleik.
42. mín
Jeppe á góða sendingu innfyrir vörn Magna þar sem Steinar Þorsteins skýtur í Hjört Geir sem er kominn út úr markinu og lokar vel.
33. mín
Hörður með frábæra fyrirgjöf á pönnuna á Jeppe sem skallar yfir af stuttu færi. Magnamenn stálheppnir að lenda ekki tveimur mörkum undir þarna.
30. mín
Aftur á Bjarni Aðalsteins aukaspyrnu sem hann sendir inní. Þaðan berst boltinn til Kristinns Rósbergs sem hittir ekki boltann úr gætis færi.
25. mín
Albert klúðrar frábæru færi þegar hann lætur Heimi verja hjá sér. Þarna var alltof mikið bil milli Byrnjars Inga og Baldvin Ólafs sem eru miðvarðarpar Magna í dag.
19. mín
Lars Óli með góðan sprett á miðjunni sem endar með að hann er tosaður niður. Magni stilla upp og Bjarni Aðalsteins neglir boltanum inní. Þar endar boltinn hjá Pétri Heiðari sem hittir ekki markið.
15. mín MARK!
Jeppe Hansen (ÍA)
Stoðsending: Ólafur Valur Valdimarsson
Sending frá vinstri kant Skagans milli varnar og markmanns þar sem að Jeppe klárar auðvelt færi.
14. mín MARK!
Lars Óli Jessen (Magni)
Stoðsending: Kristinn Þór Rósbergsson
Kristinn Þór kemur boltanum á Lars Óla sem gerir vel að komast í gott færi sem hann klárar vel.
8. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Hjörtur með skýtur upp í vindinn úr markspyrnu. Í kjölfarið á ÍA góða sókn sem endar með að Hjörtur ver út í teiginn þar sem að Stefán Teitur er fyrstur á boltann og setur hann auðveldlega í markið.
6. mín
Stefán Teitur með stangarskot fyrir utan teig. Þetta var ekki fast skot en þarna munaði engu!
2. mín
Arnar Már tekur aukaspyrnu af hægri kanti sem vindurinn tekur aftur fyrir endamörk.
1. mín
Leikur hafinn
Það er ÍA sem hefja leik með vindinn í bakið. Það má reikna með að þeir reyna að setja pressu á Magna frá fyrstu mínútu.
Fyrir leik



Fyrir leik
Grenvíkingar klikka ekki og er leikurinn í beinni útsendingu á youtube rás Magna Grenivíkur.

Fyrir leik
Það er ljóst að veðrið mun setja svip sinn á leikinn þar sem það blæs hressilega.
Fyrir leik
Hvað þýða úrslitin í dag?

Magna sigur
Magni kemst þá úr botnsætinu og verður einungis einu stigi frá öruggu sæti.
ÍA á þá hættu að Víkingur Ólafsvík eða Þór verði einungis 2-3 stigum frá þeim eftir umferðina. Þór mætir með vængbrotið lið í Ólafsvík á morgun og í 20. umferð mætir Víkingur Ó. á Skagann. Þessi úrslit myndu því opna baráttuna um að komast upp.

Jafntefli
Magni verður áfram á botninum en stigið gæti reynst dýrmætt í lok sumars.
ÍA verður alltaf a.m.k. 3 stigum á undan 3. sæti eftir umferðina og með talsvert betri markatölu.

ÍA sigur
Magni verður 4 stigum frá öruggu sæti og má varla tapa fleiri leikjum eftir þennan leik.
ÍA kemst aftur í toppsæti deildarinnar þar sem þeir vilja vera.
Fyrir leik
Davíð vs Golíat.

Ef að taflan er skoðuð þá er talsverður munur á þessum liðum. Ef fyrri viðureign liðanna í sumar er skoðuð þá má segja það sama en ÍA vann þar þæginlegan 5-0 sigur.

Það er þó magnað að þessi lið eru í sömu deild. Það búa um 7300 manns á Akranesi. Í Grýtubakkahrepp búa um 350 þar af um 250 á Grenivík. Magni er því með miklu betra lið samkvæmt hinni frægu höfðatölu.

Það þekkja allir sögu ÍA, stórveldi í íslenskri knattspyrnu en félagið hefur orðið Íslandsmeistari 18 sinnum. Magni er einnig magnað félag en eðlilega hafa þeir þó sjaldnar verið á stórasviðinu.

En þetta er fótbolti, allt getur gerst!
Fyrir leik
Daginn!

Við ætlum að fylgjast með leik Magna og ÍA í dag í Inkasso deildinni. Leikurinn er í 19. umferð og er því fjórði síðasti leikur liðanna í deildinni þetta árið.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson ('65)
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Jeppe Hansen ('74)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('86)

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('74)
15. Hafþór Pétursson ('65)
16. Viktor Helgi Benediktsson ('86)
19. Bjarki Steinn Bjarkason
21. Vincent Weijl
32. Garðar Gunnlaugsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Albert Hafsteinsson ('62)
Arnar Már Guðjónsson ('91)

Rauð spjöld: