Ísland
5
2
Eistland
Óttar Magnús Karlsson '18 1-0
Óttar Magnús Karlsson '22 2-0
Samúel Kári Friðjónsson '45 3-0
Arnór Sigurðsson '53 4-0
4-1 Frank Liivak '61 , víti
Albert Guðmundsson '64 5-1
5-2 Sören Kadma '68
06.09.2018  -  16:45
Kópavogsvöllur
Landslið - U-21 karla EM 2019
Aðstæður: Skýjað smá gola og frábær völlur
Dómari: Rahim Hasanov (Aserbaídsjan)
Maður leiksins: Jón Dagur Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Felix Örn Friðriksson
4. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Axel Óskar Andrésson ('56)
6. Samúel Kári Friðjónsson
9. Óttar Magnús Karlsson ('65)
9. Jón Dagur Þorsteinsson
18. Mikael Anderson
20. Albert Guðmundsson ('86)

Varamenn:
12. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
13. Alex Þór Hauksson ('65)
14. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Stefan Ljubicic ('86)
18. Hans Viktor Guðmundsson ('56)
24. Júlíus Magnússon

Liðsstjórn:
Eyjólfur Sverrisson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Þórður Þórðarson
Guðlaugur Kristinn Gunnarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson
Róbert Magnússon
Hjalti Kristjánsson

Gul spjöld:
Óttar Magnús Karlsson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær sigur Íslands staðreynd og gott veganesti fyrir næsta leik liðsins á þriðjudag.
90. mín
Kæruleysi i vörn gestanna og Stefán næstum því komin í færi fyrir opnu marki en boltinn afturfyrir,
90. mín
+4 í uppbót.
89. mín
Hægst verulega á leiknum og eins og bæði lið séu bara að bíða eftir lokaflautinu enda úrslitin svo gott sem ráðin.
86. mín
Inn:Stefan Ljubicic (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
Albert kemur af velli. Átt stórfínan leik, stýrt spili liðsins vel og skorað gott mark.
81. mín
Albert reynir að þræða boltann inná Arnór sem var í góðu hlaupi en aðeins of fast.
78. mín
Nú liggur Jón Dagur eftir viðskipti við varnarmann Eista og kveinkar sér. Virðist sem hann hafi fengið högg á andlitið.
76. mín
Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
75. mín
Jón Dagur tekur spyrnuna beint í vegginn og á svo fyrirgjöf en Torfi dæmdur brotlegur í teignum.
74. mín
Inn:Edgar Tur (Eistland) Út:Vlasiy Sinyaskiy (Eistland)
74. mín
Úff Albert sparkaður niður á miðjum vellinum og virðist hafa fundið fyrir því. Vonum að það sé í lagi með hann.
68. mín MARK!
Sören Kadma (Eistland)
Snyrtilegt mark hjá Kadma.

Langt innkast frá hægri dettur fyrir fætur hans í teignum og hann skorar með góðu skoti sem Aron var reyndar í.
65. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Ísland) Út:Óttar Magnús Karlsson (Ísland)
Tvö mörk frá fyrrum Víkingnum í dag
64. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur rennir boltanum úr horninu beint á vítateigshornið þar sem Albert er einn og sneiðir hann í fjærhornið.

Kæruleysisbragurinn ekki meiri en þetta.
63. mín
Jón Dagur er samt ekkert hættur. Vinnur horn eftir skemmtilega sókn
62. mín
Kæruleysisbragur yfir íslenska liðinu þessar mínútur. Menn ekki eins skarpir og þeir voru framan að sem er kannski eðlilegt miðað við þróun leiksins en menn verða að passa sig.
61. mín Mark úr víti!
Frank Liivak (Eistland)
Livak skorar af öryggi.
60. mín
Eistar fá vítaspyrnu.

Hendi á Albert eftir hornspyrnu. Hárrétt.
58. mín
Inn:German Slein (Eistland) Út:Mihkel Ainsalu (Eistland)
58. mín
Inn:Sören Kadma (Eistland) Út:Andre Järva (Eistland)
56. mín
Inn:Hans Viktor Guðmundsson (Ísland) Út:Axel Óskar Andrésson (Ísland)
Axel varð fyrir einhverju hnjaski í fyrri hálfleik en fær góða hvíld til að jafna sig fyrir næsta leik. Skilaði sínu í góðu liði í dag.
53. mín MARK!
Arnór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Alfons Sampsted
Mark!

Frábær spilamennska á hægri vængnum í snöggri sókn. Jón Dagur sem færði sig yfir á hægri vænginn í hálfleik fær framhjáhlaup frá Alfons sem er einn á auðum sjó með allan tíma í heiminum til að finna Arnór sem er í hlaupinu við vítapunkt og getur ekki annað en lagt hann í hornið.

Frábær leikur hjá Íslenska liðinu.
51. mín
Aðeins dottið niður leikurinn miðað við fyrri hálfleik en það skal engan undra. Ísland í góðri stöðu og fátt í spilunum að það breytist.
46. mín
30 sek liðnar og Ísland vinnur horn.
46. mín
Leikur hafin á ný. Ísland byrjar þennan seinni hálfleik í góðri stöðu.
45. mín
Hálfleikur
Enn að jafna mig svo ég gleymdi að setja það hér að flautað hefur verið til hálfleiks.
45. mín MARK!
Samúel Kári Friðjónsson (Ísland)
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!

SAMÚEL Í SAMÚEL AF 35-40 METRA FÆRI UPPÚR ENGU!

Gjörsamlega sturlað mark sem er varla hægt að lýsa!
45. mín
+3 í uppbót hér í fyrri hálfleik. Öndin á meirihlutan af því.
40. mín Gult spjald: Óttar Magnús Karlsson (Ísland)
Brýtur á Kuusk sem liggur eftir
38. mín
Arnór missir boltann á slæmum stað og Eistar sækja hratt. Frank Livak reynir skotið af 20 metrum en vel yfir. Strax í kjölfarið ferð Axel í grasið og virðist vera eitthvað meiddur. Vonum að hann harki það af sér og geti haldið áfram.
37. mín
Torfi með skallann hárfínt framhjá eftir hornspyrnu.
36. mín
Fuglinn er floginn og boltinn komin á stað á ný.
34. mín
Nei nú hef ég séð allt . Dómarinn stöðvar hér leikinn til að koma önd sem hefur tyllt sér á völlinn af velli.

Fólk hlær og skemmtir sér í stúkunni.
30. mín
Kannski full langt fyrir skotið en Albert lætur vaða en Karl í marki gestanna á ekki í teljandi vandræðum með það.
29. mín
Íslenska liðið að halda boltanum mjög vel innan liðsins og kæmi mér ekki á óvart ef þeir væru búnir að vera 75% með boltann.

Albert sækir aukaspyrnu á ágætum stað.
25. mín
Henrik Pürg með fyrstu marktilraun gestanna en hún er hættulaus og fer hátt yfir.
23. mín Gult spjald: Markus Poom (Eistland)
spjald fyrir brot á Samúel.
22. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Ísland)
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
Það er bara allt að gerast.

Jón Dagur fíflar hægri bakvörð Eista upp úr skónum við endalínu vinstra meginn og skellir fyrirgjöfinni svo beint í ennið á Óttari sem skorar aftur af stuttu færi með viðkomu í markmanninum.
21. mín Gult spjald: Mark Oliver Roosnupp (Eistland)
Braut á Axel en dómarinn beitir hagnaði og spjaldar hann í næsta stoppi.
18. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Ísland)
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
Frábær skyndisókn!!!!!

Mikael ber boltann upp og finnur Albert í svæði vinstra meginn á vellinum í yfirtölu með Jóni Degi. Albert setur hann út í vænginn á Jón sem kemur með fasta fyrirgjöf með jörðinni sem ratar á tærnar á Óttari sem skorar af stuttu færi.
15. mín
Axel með ömurlega sendingu út úr vörninni og setur Frank Livak nánast í gegn en hann sem betur fer er klaufi og hleypur út af með boltann.
14. mín
Skallað frá en við höldum pressunni og vinnum boltann á ný
13. mín
Ísland fær horn. Felix tekur.
11. mín
Eistar reyna sendingu inn á teiginn úr aukaspyrnu á miðjum vellnum en spyrnan frá Henri Jarvelaid er arfaslök og siglir hátt yfir allt og alla og afturfyrir.
9. mín
Frábært spil hjá Íslenska liðinu, Óttar, Mikael og Arnór leika sín á milli einnar snertingar bolta sem endar með föstu skoti frá Arnóri rétt utan teigs en boltinn hárfínt framhjá.

Íslendingar mun betri hér í upphafi og Eistar komast vart yfir miðju.
6. mín
Jón Dagur með fyrirgjöf frá vinstri eftir geggjaða skiptingu frá Alberti en Eistar koma boltanum í horn. Ekkert verður svo úr horninu.
4. mín
Fer rólega af stað. Íslendingar halda þó boltanum innan liðsins og reyna að byggja upp spil gegn Eistnesku liði sem spilar mjög þétt.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Allt að verða klárt, liðin mætt í göngin og fara að ganga til vallar hvað úr hverju. Þjóðsöngvar og hefjum svo þessa veislu.

ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Þegar rýnt er í hvar leikmenn liðanna leika er stór munur á milli landana. Allir leikmenn Eista utan varamarkmannsins Andreas Vaikla leika í heimalandinu en hann er á mála hjá norska liðinu Kristianssund BK.

En eins og flestir ættu nú að vita leikur meirihluti íslensku leikmannanna með erlendum liðum.
Fyrir leik
Magnús Már ritstjóri okkar frábæra miðils benti mér á rándýra staðreynd nú rétt í þessu. Leikmaður Eista Markus Poom er sonur hins magnaða markvarðar Mart Poom sem lék lengi í ensku deildinni með liðum eins og Derby, Sunderland og gott ef hann var ekki um tíma hjá Arsenal.

Hér má sjá eftirminnilegasta augnablik áðurnefnds Marts Poom
Fyrir leik
Mættir á völlinn sem lítur frábærlega út hjá höfðingjanum Magga Bö. Hann stendur einmitt úti á velli á þessari stundu og vökvar völlinn af miklum móð, aðstæður til fyrirmyndar og allt til alls til þess að við fáum flottan leik hér í dag.
Fyrir leik
Ísland hafði betur 3-2 gegn Eistlandi í fyrri leiknum eftir að hafa lent 2-0 undir. Albert Guðmundsson, Hans Viktor Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum þar.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Dómarar leiksins koma frá Aserbaídsjan en Rahim Hasanov verður með flautuna.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Júlíus Magnússon leikmaður U21
Ég er mjög spenntur og það er tilhlökkun að takast á við þetta. Það eru mikilvæg sex stig í boði á næstu dögum og við verðum að taka þau til að eiga einhvern möguleika," segir Júlíus Magnússon, leikmaður U21, en í næstu viku verður svo leikur gegn Slóvakíu.

Við verðum að passa okkur að fara ekki of graðir í leikina, við verðum að fara rólega í þetta fyrst og sjá hvernig þetta spilast.

Það er alltaf góð stemning í hópnum og erum vel samstilltir og góðir vinir utan vallar.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Með sigri í dag getur íslenska liðið blandað sér af alvöru í baráttu um 2. sætið í riðlinum. Fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti fara í umspil.

Staðan í riðlinum
1. Spánn 18 stig (6 leikir)
2. Slóvakía 12 stig (7 leikir)
3. Norður-Írland 11 stig (7 leikir)
4. Ísland 8 stig (6 leikir)
5. Albanía 6 stig (7 leikir)
6. Eistland 1 stig (7 leikir)
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan daginn.

Hér verður bein textalýsing frá leik U21 árs landsliðs Íslands gegn Eistlandi frá Kópavogsvelli.

Eftir fimm útileiki í röð er loksins komið að heimaleik hjá U21 árs liðinu en það mætir Eistlandi í dag og Slóvakíu á Alvogen-vellinum á þriðjudag. Í október eru síðan tveir heimaleikir til viðbótar.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
12. Karl Johan Pechter (m)
3. Henrik Pürg
5. Henri Järvelaid
7. Mark Oliver Roosnupp
8. Mihkel Ainsalu ('58)
9. Andre Järva ('58)
11. Vlasiy Sinyaskiy ('74)
13. Michael Lilander
14. Märten Kuusk
20. Markus Poom

Varamenn:
1. Andreas Vaikla (m)
4. Silver Grauberg
15. Sören Kadma ('58)
17. Marco Lukka
18. German Slein ('58)
19. Edgar Tur ('74)
20. Herol Riiberg

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mark Oliver Roosnupp ('21)
Markus Poom ('23)

Rauð spjöld: