Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
45' 2
1
Breiðablik
Sviss
6
0
Ísland
Steven Zuber '14 1-0
Denis Zakaria '24 2-0
Xherdan Shaqiri '53 3-0
Haris Seferovic '67 4-0
Albian Ajeti '70 5-0
Admir Mehmedi '83 6-0
08.09.2018  -  16:00
Kybunpark í St. Gallen
A-deild Þjóðadeildarinnar
Aðstæður: Eins og best er á kosið
Dómari: Michael Oliver (England)
Áhorfendur: 14.912
Maður leiksins: Granit Xhaka (Sviss)
Byrjunarlið:
1. Yann Sommer (m)
2. Kevin Mbabu
5. Manuel Akanji
7. Breel Embolo ('65)
9. Haris Seferovic ('72)
10. Granit Xhaka
13. Ricardo Rodriguez
14. Steven Zuber ('78)
17. Denis Zakaria
23. Xherdan Shaqiri

Varamenn:
12. Yvon Mvogo (m)
21. Gregor Kobel (m)
3. François Moubandje
6. Silvan Widmer
8. Remo Freuler
11. Edimilson Fernandes
16. Albian Ajeti ('65)
18. Admir Mehmedi ('72)
18. Djibril Sow ('78)
20. Timm Klose
20. Johan Djourou

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Fabian Schär ('13)
Breel Embolo ('32)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hörmuleg frammistaða hjá Íslandi. Þjóðadeildin byrjar ekki vel... Næsti leikur er gegn Belgíu næstkomandi þriðjudag. Guð hjálpi okkur að frammistaðan skáni þar.

Einkunnir, viðtöl og eitthvað fleira kemur inn á síðuna að vörmu spori.
90. mín
Uppbótartíminn er 2 mínútur Engin ástæða til að hafa hann lengur.
88. mín
Sviss heldur hér boltanum. Íslendingar bíða eftir að þessi martröð klárist.
87. mín
Ég persónulega hef aldrei séð íslenska landsliðið jafnlélegt og í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Töp á móti Lichtenstein og Lettum hér um árið toppa þetta kannski, en ég man ekki nægilega vel eftir þeim leikjum til að dæma um það.
85. mín

83. mín MARK!
Admir Mehmedi (Sviss)
Stoðsending: Denis Zakaria
Og sjötta markið... Keimlíkt fimmta markinu. Sending frá hægri og Mehmedi er grimmur og skorar. Íslensku leikmennirnir eru löngu hættir að nenna.
80. mín

78. mín
Inn:Djibril Sow (Sviss) Út:Steven Zuber (Sviss)
21 árs gamall að koma inn á í sinn fyrsta landsleik.
74. mín

73. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland) Út:Rúrik Gíslason (Ísland)
Síðasta breyting Íslands. Rúrik mjög slakur eins og eiginlega bara allir leikmenn Íslands.
73. mín
Ísland fékk fínt færi. Gylfi gerði frábærlega eftir fyrigjöf frá Guðlaugi Victori og kom honum á Jón Daða. Skotið frá Selfyssingnum fór í hliðarnetið.
72. mín
Inn:Admir Mehmedi (Sviss) Út:Haris Seferovic (Sviss)
Seferovic mjög góður í dag.
70. mín MARK!
Albian Ajeti (Sviss)
Stoðsending: Haris Seferovic
Og hérna kemur fimmta markið. Varamaðurinn Albian Ajeti með það eftir sendingu fyrir markið. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Langt síðan íslenska liðið var jafnslakt. Hörmulegur seinni hálfleikur, H-Ö-R-M-U-L-E-G-U-R.
69. mín
Sviss var að skora aftur en það er dæmt af vegna rangstöðu.
67. mín MARK!
Haris Seferovic (Sviss)
Stoðsending: Fabian Schär
Þetta er fáránlegt lélegt. Vantar bókstalega allt upp á hjá íslenska liðinu í dag. Haris Seferovic skorar hér sitt 13. landsliðsmark. Schar með hælsendingu á Seferovic sem kemur á ferðinni og á skot út við stöng. Vá hvað þetta er lélegt!

Önnur stoðsendingin hjá miðverðinum Schär.
66. mín
Svisslendingar í miklu stuði í stúkunni. Andlaust og lélegt hjá Íslandi. Engin endurkoma í kortunum eins og fyrir fimm árum.
65. mín
Inn:Theódór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Theódór Elmar kom inn í hópinn fyrir Jóa Berg og spilar hér í treyju númer 7.
65. mín
Inn:Albian Ajeti (Sviss) Út:Breel Embolo (Sviss)
Fyrsta skipting heimamanna.
64. mín

62. mín
Fjórða markið liggur í loftinu hjá Sviss.
61. mín
Shaqiri geysist upp í hraða sókn, enn ein skyndisóknin sem Sviss fær. Boltinn endar hjá Zuber sem á skot yfir. Zuber er nú þegar búinn að skora með frábæru skoti og hann þarf ekkert að vera að gera það aftur.
59. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland)
Björn Bergmann búinn að vera duglegur og verið að reyna. Viðar Örn kemur hér inn á. Mikill markaskorari sem hefur ekki náð sér almennilega á strik með landsliðinu.
58. mín
Það var verið að taka víkingaklappið í stúkunni. Það hefur oft heyrst hærra en þarna enda eru ekki margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í St. Gallen.
57. mín
Seferovic var að skora fjórða markið fyrir Sviss, en það er dæmt af vegna rangstöðu. Hannes tók ekki eftir rangstöðunni strax og sat eftir mjög svekktur.
53. mín MARK!
Xherdan Shaqiri (Sviss)
Andleysið er algjört! Shaqiri tekur aukaspyrnu hægra meginn við vítateiginn og boltinn fer alla leið í markið. Sýndist boltinn hafa viðkomu í einhverjum en Shaqiri eignar sér markið.

Búið að vera arfaslappt hjá Íslandi það sem af er þessum seinni hálfleik. Þetta er mjög andlaust hjá íslenska liðinu.
51. mín
Það eru 14.912 áhorfendur á leiknum, þar af eru um 200 Íslendingar samkvæmt upplýsingumfrá KSÍ.
49. mín
Íslensku leikmennirnir ekki alveg mættir til leiks hér í síðari hálfleik. Jón Daði átti rétt í þessu sendingu á bókstaflega engann.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið aftur af stað. Engar breytingar á liðunum. Sviss byrjar strax á að ógna markinu hjá Íslandi.
45. mín
Heimebane-fans skilja.

45. mín
Annars er það að frétta að hér í St. Gallen er verið að bjóða upp á bolabyssu í hálfleik eins og gert er í NBA-deildinni. Einhverjir heppnir stuðningsmenn fara heim með bol.
45. mín
Íslenska liðið hefur sýnt of mikið kæruleysi með boltann og við erum að leyfa Sviss að sækja hratt. Varnalega erum við ekki búnir að vera góðir. Hamren og Freyr munu nú lesa yfir sínum mönnum og vonandi koma þeir sterkari inn í seinni hálfleikinn, vonandi því þetta var ekki mjög gott.

Shaqiri er búinn að vera mjög öflugur og er algjör lykilmaður í sóknaragerðum Sviss.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í St. Gallen og staðan er 2-0 fyrir Sviss, sem er bara mjög sanngjarnt miðað við gang mála - því miður.
45. mín
+1

45. mín
Uppbótartíminn 1 mínúta
45. mín
Guðlaugur Victor með slaka sendingu sem orsakar það að Svisslendingar sækja hratt. Endar með dauðafæri en skot Seferovic fer fram hjá. Heppnir Íslendingar.
42. mín
Það væri mjög fínt að fá íslenskt mark fyrir leikhlé, en það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að það muni gerast, heimamenn mun líklegri. Núna var Embolo að fá sendingu inn fyrir en Hannes kom út á móti og handsamaði boltann.
39. mín
Birkir Már með flotta fyrirgjöf sem finnur Birki Bjarnason á fjærstönginni. Birkir skallar út í teiginn en þar er enginn...
37. mín
Fínt spil hjá Íslendingum þarna! Birkir og Jón Daði spiluðu vel á milli sín áður en Birkir reyndi að koma honum inn fyrir á Gylfa. Sendingin var of föst. Sviss nær í kjölfarið sókn og Seferovic skallar yfir markið.
36. mín
Ricardo Rodriguez með skemmtilega takta á vinstri kantinum. Sendir Rúrik niður áður en hann skýtur að marki. Tilraunin var lúmsk en fram hjá markinu.
34. mín
Shaqiri, sem var keyptur til Liverpool í sumar, með skemmtilega tilraun fyrir utan teig. Klippir boltann á en skot hans ratar yfir markið.
33. mín
Svisslendingar skölluðu í burtu og keyra í hraða sókn. Mbabu á bolta fyrir sem Hannes á vandræðum með. Sviss fær horn.
32. mín Gult spjald: Breel Embolo (Sviss)
Fyrir brot á Birki Bjarnasyni. Gylfi tekur aukaspyrnu á hættulegum stað.
28. mín

25. mín
Þetta er orðið mjög erfitt núna en það er nóg eftir. Við höfum áður komið til baka hér í Sviss. Það er ekkert ómögulegt, en þetta er strax orðið mjög erfitt.
24. mín MARK!
Denis Zakaria (Sviss)
Stoðsending: Fabian Schär
Nú er þetta orðin brekka! Guðlaugur Victor brýtur á Mbabu á hættulegum stað. Shaqiri tekur aukaspyrnuna sem Hannes nær að blaka frá, en boltinn fer beint fyrir fætur Schär sem kemur honum á Zakaria.

Strákarnir eitthvað sofandi í varnarleiknum.
20. mín
Það virðist alltaf vera þannig að þegar Ísland nær álitlegri sókn þá svarar Sviss strax. Komust þarna í fína stöðu en íslenskur varnarmaður henti sér fyrir skotið. Sverrir Ingi lá eftir en er kominn aftur á fætur. Erum að gefa þeim of mikinn tíma.
19. mín
Jón Daði fékk góða sendingu frá Rúrik en náði ekki alveg að leggja boltann nægilega vel fyrir sig. Engin vandræði fyrir Sommer.
16. mín

14. mín MARK!
Steven Zuber (Sviss)
Stoðsending: Ricardo Rodriguez
Andskotans! Sviss er komið yfir. Ísland næstum því búið að ná forystunni í síðustu sókn en Sviss refsar þá bara í næstu sókn. Steven Zuber fékk boltann við vítateigslínuna og átti gjörsamlega frábært skot, sláin inn - óverjandi fyrir Hannes. Fékk of mikinn tíma til að átta sig á stöðunni.

Segja má að þetta hafi verið "Zuber-skot"...
13. mín
ÞETTA VAR STÓRHÆTTULEGT! Gylfi með frábæru spyrnu inn á teiginn og þarna munaði svo litlu. Miðverðirnir okkar misstu af boltanum en á fjærstönginn lúrði Björn Bergmann Sigurðarson. Hann rétt missti af boltanum.
13. mín Gult spjald: Fabian Schär (Sviss)
Lenti í basli með Jón Daða. Aukaspyrna á hættulegum stað fyrir Gylfa Sigurðsson. Fyrir utan teiginn hægra megin.
9. mín

9. mín
Þessir fáu stuðningsmenn Íslands sem eru á leiknum láta vel í sér heyra. Syngja hástöfum hér fyrstu mínúturnar.

Þess má geta að Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson, fyrrum landsliðsþjálfarar, eru mættir á leikinn. Þeir sitja með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, og Alfreði Finnbogasyni, sóknarmanni Augsburg í Þýskalandi. Alfreð er meiddur og getur því ekki tekið þátt í leiknum.
7. mín
Ricardo Rodriguez, vinstri bakvörður AC Milan, tekur fyrstu hornspyrnu leiksins. Hún ratar beint á kollinn á Sverri Inga. Það er ekki mikið sem fer fram hjá Sverri Inga í teignum.
6. mín
Ísland að byrja vel fyrir utan þetta færi sem við gáfum á okkur, sem Hannes varði.
5. mín
Ísland er að búa til ágætis sóknir. Þarna átti Rúrik Gíslason góðan snúning en sendingin hans á Birki Bjarnason kom kannski aðeins of seint. Birkir reyndi sendingu fyrir en hún var ekki vænleg til árangurs.
3. mín
Ísland átti ágætis skot og var Gylfi næstum því búinn að koma sér í skotfæri en hann náði því ekki. Hann vildi fá aukaspyrnu, vildi meina að togað væri í sig. Oliver dæmdi ekkert og Sviss brunaði í sókn. Haris Seferovic komst þar í prýðisfæri en Hannes tókst að verja. Þetta var alltof auðvelt fyrir Sviss.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. ÁFRAM ÍSLAND! Shaqiri átti upphafssparkið.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir búnir. Nú er það bara að flauta þetta á!
Fyrir leik
Liðin hafa bæði lokið sinni upphitun. Erik Hamren gefur sitt síðasta "pep-talk" áður en íslensku leikmennirnir fara aftur út á völl. Koma svo Ísland!
Fyrir leik
Þjóðadeildarlagið hefur verið í umræðunni síðustu daga. Enginn af þeim sem mættu á blaðamannafund fyrir Sviss og Ísland hafði heyrt lagið sem íslenskir fjölmiðlamenn hérna út í St. Gallen hafa hlustað mikið á.

Liðin munu ganga út við þetta lag.

Fyrir leik
Við minnum á kassamerkið #fotboltinet yfir leiknum!
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og eru byrjuð að hita upp. Mikið klappað fyrir svissnesku leikmönnunum, ekki eins mikið fyrir þeim íslensku.
Fyrir leik
Fyrir leik

Fyrir leik
Ísland hefur aldrei unnið Sviss í A-landsleik karla. Þetta er sjöunda viðureign liðanna. Sviss hefur unnið fimm sinnum og einu sinni hefur verið jafntelfi. Þetta jafntefli var mjög svo eftirminnilegt jafnteflið árið 2013 þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu. Nær Ísland í fyrsta sigurinn í dag?
Fyrir leik
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hefur talað um það að hann vilji prófa þriggja manna vörn í framtíðinni en hann stillir bara upp í strangheiðarlegt 4-4-2 í dag. Sviss virðist ætla að notast við 4-2-3-1 með Shaqiri í holunni, fyrir aftan Seferovic.

Seferovic er framherji sem er með 12 mörk í 54 landsleikjum. Hann leikur með Benfica en þar skoraði hann fjögur mörk í 20 deildarleikjum á síðustu leiktíð.
Fyrir leik
Leikmennirnir eru búnir að koma inn á völlinn og farnir aftur inn í klefa. Guðlaugur Victor gekk fyrstur inn. Hann er klár í þennan slag!
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Fyrir leik
Fótbolti.net hefur fylgt landsliðinu eftir síðustu daga, fyrst til Schruns í Austurríki þar sem liðið var við æfingar og síðan til St. Gallen í Sviss þar sem leikruinn í dag fer fram. Ef þú, lesandi góður, hefur áhuga á að skoða viðtöl sem tekin hafa verið síðustu daga þá geturðu smellt á tenglana hér að neðan.

Kári hætti við að hætta: Er kominn í svolítið annað hlutverk

Björn B.: Viljum sýna að það virki sem hann er að gera

Arnór Ingvi: Getum flestallir talað við hann á sænsku

Ari Freyr: Ari Freyr: Aðeins meiri fótbolti en ekkert kjaftæði heldur

Hörður Björgvin: Var fyrst erfitt að eiga samskipti við Rússana

Hólmar Örn: Yrði frábært fyrir okkur miðverðina

Birkir Már vill fara upp: Vona að Erik hafi verið að horfa

Elmar ætlar að nýta tækifærið - ,,Mikið basl" í Tyrklandi
Fyrir leik
Það vekur mikla athygli að Stephan Lichsteiner, fyrirliði Sviss og bakvörður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, verður ekki í hóp í dag. Það er spurning hvort meiðsli, veikindi eða eitthvað álíka sé að hrjá Lichtsteiner eða hvort að Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari, hafi einfaldlega sleppt því að velja landsliðsfyrirliðann. Lichsteiner er orðinn 34 ára og Petkovic er að yngja landslið sitt upp.

Granit Xhaka, sem er umdeildur hér í Sviss, mun væntanlega fá fyrirliðabandið gegn Íslandi á meðan Lichtsteiner situr upp í stúku.
Fyrir leik
Svissnesku stuðningsmennirnir gætu látið vel í sér heyra, sérstaklega í garð Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka, sem eru stærstu stjörnurnar í þessu liði. Xhaka og Shaqiri fögnuðu á mjög svo umdeildan hátt á HM í Rússlandi.

Sjá einnig:
Verður baulað á Shaqiri og aðra leikmenn Sviss?

Xhaka og Shaqiri eru báðir Kosóvó-Albanar en þeir fögnuðu mörkum sínum með því að mynda fugl með höndunum, tvíhöfða örn sem prýðir albanska fánann.

Þetta fagn átti að vera skilaboð til Serbíu, en það gæti líka haft áhrif á stuðningsmenn Sviss sem eru víst ósáttir að leikmennirnir skuli sína Kósóvo og Albaníu hollustu sína þegar þeir eru að spila fyrir landslið Sviss. Við sjáum hvað setur þegar leikurinn hefst!
Fyrir leik
Keppnisvöllurinn í St. Gallen er athyglisverður svo ekki sé meira sagt. Hann er tíu ára gamall og er einnig byggður sem verslunarmiðstöð en við hann má finna fjölda verslana og veitingastaða. Til að mynda er risastór IKEA-verslun samtengd vellinum. Hentugt og gott.

Kybunpark heitir völlurinn og tekur tæplega 20 þúsund manns í sæti. Eins og staðan er núna er ekki búist við því að uppselt verði. Reiknað er með um 200 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum.
Fyrir leik
Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss
Ísland er með mjög gott varnarlið, þeir eru mjög skipulagðir. Það er erfitt að finna einhverjar opnanir í vörn þeirra og það er mjög flókið að skora gegn Íslandi. Þeir eru með 11 varnarmenn inn á vellinum, þeir verjast frá fremsta manni til þess aftasta. Við verðum að vera þolinmóðir og nota þau tækifæri sem okkur býðst í leiknum.
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson:
Við verðum að varast sóknarleikinn þeirra, þeir eru með mjög góða leikmenn fram á við - sérstaklega Shaqiri. Þeir eru með lið sem erfitt er að spila á móti. Það virkar þannig á okkur að þeir séu með góða liðsheild. Þeir eru með snögga leikmenn í skyndisóknum og eru hörkulið.
Fyrir leik
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands:
Ég var ánægður þegar þeir töpuðu gegn Svíþjóð (í 16-liða úrslitum HM í sumar). Þeir náðu í frábær úrslit á mótinu áður en þeir töpuðu þessum leik og eru með frábært lið, það verður mjög erfitt að vinna þá.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Íslands
Svona spáum við því að Ísland byrji leikinn gegn Sviss, en við miðum þetta við hvernig liðið leit út á opinni æfingu í Schruns á fimmtudag.

Guðlaugur Victor Pálsson fær líklega langþráð tækifæri
Fyrir leik
Dómarinn í dag er enginn annar en Michael Oliver, einn færasti dómari ensku úrvalsdeildarinnar.

Oliver er þekktur dómari úr ensku úrvalsdeildinni og það sama má segja um endalínudómarana, sprotadómarana, sem eru Craig Pawson og Martin Atkinson. Stuart Burt og Simon Bennett eru aðstoðardómarar og Stephen Child er fjórði dómari.
Fyrir leik
Hvað er Þjóðadeildin?
En hvað er þessi Þjóðadeild? Þessi nýja keppni tekur við af vináttulandsleikjum og er keppninni skipt upp í fjórar deildir með 55 landsliðum, A-D. Eftir frábæran árangur síðustu ára er Ísland með stóru strákunum í A-deildinni.

Þegar keppnin er farin af stað verður hægt að komast upp úr deildum og falla úr þeim. Staðan í Þjóðardeildinni mun svo úrskurða um niðurröðun fyrir undankeppni EM og HM í framtíðinni.

Þá er hægt að vinna sér inn sæti í lokakeppni EM í gegnum Þjóðadeildina en um er að ræða varaleið fyrir lið sem ná ekki að komast áfram í gegnum undankeppni EM.

Hægt er að lesa meira um Þjóðadeildina með því að smella hér eða hér. Þú getur svo líka smellt hér til þess að sjá útskýringarmyndband frá UEFA.
Fyrir leik
Leikurinn hefst klukkan 18:00 að svissneskum tíma en að íslenskum tíma verður hann spilaður klukkan 16:00.
Fyrir leik
Verið velkomin til St. Gallen í Sviss þar sem Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá leik Sviss og Íslands í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta er fyrsti leikurinn í riðli okkar Íslendinga, riðli 2. Hitt liðið í riðlinum er Belgía, en Ísland mætir stjörnu prýddu liði Belgíu á þriðjudaginn á Laugardalsvelli.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason ('65)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
22. Jón Daði Böðvarsson

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
7. Theódór Elmar Bjarnason ('65)
9. Kolbeinn Sigþórsson
14. Kári Árnason
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: