Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Þór
2
1
Selfoss
Nacho Gil '35 1-0
1-1 Hrvoje Tokic '38
Jóhann Helgi Hannesson '81 2-1
07.09.2018  -  17:30
Þórsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Veðurguðirnir í góðu skapi. 17 stiga hiti og sól
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Alvaro Montejo
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Sigurjónsson
3. Óskar Elías Zoega Óskarsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('69)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Jakob Snær Árnason
18. Alexander Ívan Bjarnason ('60)
24. Alvaro Montejo ('93)
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
5. Loftur Páll Eiríksson
9. Jóhann Helgi Hannesson ('60)
15. Guðni Sigþórsson ('69)
16. Baldvin Ingvason

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Sandor Matus
Hannes Bjarni Hannesson
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson

Gul spjöld:
Ingi Freyr Hilmarsson ('43)
Ármann Pétur Ævarsson ('57)
Orri Sigurjónsson ('63)
Guðni Sigþórsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið hér á Þórsvelli. 2-1 sigur heimamanna staðreynd. Verður erfiðara og erfiðarar fyrir Selfoss að vinna sig upp úr fallsætinu.
93. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Alvaro Montejo (Þór )
93. mín Gult spjald: Guðni Sigþórsson (Þór )
Þetta var óþarfi hjá Guðna en hann steig á Magnús Inga sem haltrar eftir það í smá tíma
91. mín
Tokic kominn í álitlega stöðu inn í teig hægra meginn en er í þröngri stöðu. Hann reynir skotið en það er í hliðarnetið
90. mín
Komið fram í uppbótatíma, myndi telja þrjár til fjórar mínútur í viðbót
90. mín Gult spjald: Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Var líklega kominn tími á þetta spjald. Brýtur á Alvaro
89. mín
Selfoss bjarga á línu!! Guðni á skot sem var á leiðinni inn en Selfossingar voru á öðru máli. Þór fær hornspyrnu í kjölfarið og þar stekkur aftur Jóhann Helgi manna hæst en nær ekki að stýra boltanum á markið
88. mín
Hornspyrna sem Selfoss fær og hver stekkur manna hæst, jú Jóhann Helgi og kemur þessu í burtu
86. mín
Stefán Logi kemur út úr teignum til að vinna boltann af Jakob Snær og fylgir honum alveg út að hornfána og gerir vel, vinnur markspyrnu
85. mín
Jakob Snær með geggjaðan sprett, framhjá tveimur Selfossingum en á svo himinháa fyrirgjöf yfir allt og alla
83. mín
Inn:Brynjólfur Þór Eyþórsson (Selfoss) Út:Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss)
81. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Alvaro Montejo
Þór er komið yfir! Jóhann Helgi búinn að vera allt í öllu eftir að hann kom inn á og kórónar það með góðu marki núna. Fær sendingu frá Alvaro inn á teiginn og klárar laglega í fjærhornið
79. mín
Inn:Þormar Elvarsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Arnar Logi tók sér góðan tíma við að koma sér út af vellinum við ekki svo mikla kátínu úr stúkunni
78. mín
Aftur er Jóhann á ferðinni, góð skipting hjá Þór. Kominn inn í teig og reyndi skot sem að Selfoss kom frá en boltinn aftur til Jóhanns sem setur hann á Alvaro sem er líka í teignum en Alvaro nær ekki að gera sér mat úr því
75. mín
SÚ MARKVARSLAN!! Stefán Logi! Bjarki með flottan bolta fyrir og Jóhann Helgi á frábært skot sem allir héldu að væri á leiðinni inn, meira segja var einn áhorfandinn staðinn á fætur til að fagna. Boltinn berst aftur á Jóhann sem ætlar að taka bakfallsspyrnu en sparkaði í höfuðið á Guðmundi Axel sem lá eftir og enn aftur var það the real mvp sjúkraþjálfar Selfoss er mættur til aðstoðar. Sem betur fer stendur Guðmundur upp aftur og getur haldið leik áfram
73. mín
Strang heiðarlegt HÚH tekið í stúkunni, verið að hita upp fyrir leikinn á móti Belgum hér heima
72. mín
Alavaro með en eitt hlaupið upp kantinn, þeir ráða nákvæmlega ekkert við hann ef hann kemst á ferðina. Með frábæran bolta fyrir þar sem Jakob Snær stingur sér fram fyrir Stefán Ragnar en skallinn framhjá, laglegt spil engu að síður
70. mín
Turudija með góðan bolta fyrir nú vantaði bara einhver hjá Selfoss til að fara í þennan bolta
69. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
68. mín
Ivan fær tiltal eftir að hafa farið í Ármann Pétur, fær líkleg ekki fleiri sénsa áður en því gula verður lyft
67. mín
Bæði lið að reyna að byggja upp sóknir en eru ekki að komast í neinn álitleg færi, það er það sem er að frétta héðan
63. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
Orri fer í skrautlega tæklingu út á velli og uppsker gult spjald. Selfoss fær aukaspyrnu, boltinn inn á teig en það verður ekkert úr því
62. mín
Stefán Ragnar mættur vinstra meginn að taka langt innkast, nóg að gera hjá honum. Þórsarar koma innkastinu frá
61. mín
Kristófer Páll með frábæra hornspyrnu á nærstöngina, þessi hefði hæglega geta farið inn en Aron Birkir kemst fyrir boltann. Selfoss fær aðra hornspyrnu sem verður ekkert úr
60. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Alexander Ívan Bjarnason (Þór )
59. mín
Stefán Ragnar að undirbúa langt innkast sem hafa verið hæfilega hættuleg hingað til
59. mín
Stefán Logi kominn á fætur og tekur aukaspyrnuna sem var dæmd
57. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann keyrir inn í Stefán Logi eftir fyrirgjöf og nú þarf Stefán aðhlynningu, nóg að gera hjá sjúkraþjálfara Selfoss í dag
56. mín
Tokic og Ármann í baráttu sem endar á að Þór fær aukaspyrnu við miðjulínuna, það er að færast meiri hiti í þennan leik ekki að það hafi ekki verið nóg harka fyrir.
54. mín
Ivan liggur eftir, eftir samskipti við Ármann Pétur. Staðinn upp aftur eftir aðhlynningu, þarf að fara út af eins og von er vís og þar er Dean Martin þjálfari greinilega með peppræðu áður en Ivan kemur aftur inn á
51. mín
Þulur segir að nú sé hægt að versla tvær pizzur á 200kr og ég hef aldrei séð annan eins krakkahóp hlaupa af stað enda kjarakaup ef ég er spurð
51. mín
Lítið gerst á þessum fyrstu mínútum seinni hálfleiksins en Þórsarar hafa verið ívið sterkari og þar kannski fremstur í flokki Alvaro sem hættir aldrei ef hann fær boltann
48. mín
Þorsteinn með lélega sendingu til baka sem Jakob var næstum því búinn að komast inn í. Stefán Logi kom út úr teignum og sparkar boltanum frá
46. mín
Kristófer Páll á frábæran sprett upp völlinn! Nær ekki fyrirgjöfinni en uppsker horn sem verður ekkert úr
45. mín
Leikurinn hafinn aftur og nú byrja heimamenn með boltann
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Þórsvellinum. Fjörugur fyrri hálfleikur!
43. mín Gult spjald: Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Ingi Freyr virðist slá til Magnús Inga sem liggur eftir
41. mín
Þór fær aukaspyrnu á flottum stað fyrir utan teig Selfoss en Alexander Ívar á ekki góðan bolta inn í teig og hann fer aftur fyrir markið
39. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Erfitt að stoppa Alvaro. Arnar Logi reyndi peysutog en fékk fyrir vikið gula spjaldið
38. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Stoðsending: Kenan Turudija
Selfoss svara nánast strax! Markið í meira lagið skrítið, ég set spurningamerki við alla varnavinnu Þórs þarna. Turudija fær boltann úti vinstra meginn og leikur mjög auðveldlega á varnarmann Þórs, ekki að ég taki neitt af Turudija sem gerði þetta vel. Tokic var búinn að planta sér beint fyrir framan markið og fær boltann frá Turudija og gat ekki annað en klárað færið enda fékk hann litla mótspyrnu
35. mín MARK!
Nacho Gil (Þór )
Stoðsending: Alvaro Montejo
MARK!! Spánverjarnir gera vel! Alvaro svarar lélegri spyrnu strax, kassar boltann á Ignacio inn í teig sem klárar færið vel
32. mín
Jakob og Alvaro standa yfir boltanum. Jakob á fyrstu snertinguna en Alvaro tekur skotið sem er beint í vegginn, léleg spyrna verður að segjast
32. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss)
Brýtur á Alvaro rétt fyrir utan teig. Þór á aukaspyrnu á stórhættulegum stað, standa fjórir yfir boltanum að ræða hver eigi að taka þetta.
30. mín
Brotið á Jakob Snær og Þór á aukaspyrnu inn á miðjum vallarhelming Selfoss. Alexander Ívar með boltann fyrir en fer yfir pakkann. Stefán Logi gerir vel í markinu, kemur út og grípur þennan örugglega
27. mín
Það er ekki ennþá búið að koma neitt alvöru færi í þennan leik en það verður ekki tekið af liðunum að þau eru bæði að reyna að skapa sénsa
23. mín
Stefán með eitt langt innkast í viðbót, þau hafa verið nokkur. Þessi skilar sér vel inn á teiginn og Þórsarar bjarga í horn. MIKILL daðaraðdans inn í teignum eftir hornið, Þórsarar bjarga aftur í horn eftir fast skot inn í teig. Seinni hornspyrnan er hins vegar skallaður í burtu, Arnar Ingi dæmir sóknarbrot í kjölfarið og Þórsarar fá aukaspyrnu
20. mín
Þórsarar með hornspyrnu en fyrsti maður upp í boltann er í vínrauðri skyrtu og kemur þessu úr hættusvæði
18. mín
Þórsarar klaufar. Alvaro að komast í álitlega stöðu og hefði líkleg átt að vera búinn að taka skotið. Vörn Selfoss gerði vel í að neyða hann í þrengri skotstöðu. Alvaro setti boltann á Jónas sem var með honum inn í teignum en hann náði heldur ekki að gera mat úr þessu. Markspyrna sem Selfoss á
17. mín
Eftir góða pressu fyrstu mínúturnar hefur Selfoss færst aftar á völlinn og Þór fær meira tækifæri á að leyfa boltanum að ganga
14. mín
Þór nær fínasti spili þar sem boltinn endar hjá Jónas upp í horni en Guðmundur Axel er mætur og kemur boltanum út af áður en Jónas nær fyrirgjöfinni. Eftir innkastið berst boltinn inn á Alvaro í teignum sem gerir nokkrar tilraunir til að koma sér í skotstöðu en hann er í góðri vörslu miðverðana
11. mín
Bjarki reyndi fyrirgjöf hinum meginn en Selfoss fer í veg fyrir fyrirgjöfina og Þór á hornspyrnu sem er góð, boltinn á fjær þar sem Orri nær skallanum en Stefán Logi vel vakandi í markinu
9. mín
Selfoss fær sína þriðju hornspyrnu hér í dag. Þeir ætla sér sigur í þessum leik, spyrnan tekinn út á Magnús Inga sem á afleitt skot
8. mín
Stefán Ragnar búinn að taka nokkur löng innköst og er nú kominn vinstra meginn til að taka eitt. Innkastið fínt, ratar á Bjarka inn í teignum sem á lúmskt skot rétt framhjá markinu
6. mín
Harka í leiknum hér í upphafi, rétt áðan lá Tokic inn í teig Þórsara og nú Ármann Pétur. Þeir geta hins vegar báðir haldið áfram leik
4. mín
Fín sending frá Ivan inn á Kristófer sem Þórsarar bjarga í horn. Það verður hins vegar ekkert úr hornspyrnunni
3. mín
Magnús Ingi reynir að lauma boltanum inn á Tokic en Óskar sér við honum. Þórsarar leggja þá upp í skyndisókn þar sem Alvaro komst alveg upp af endamörkum en sending hans fyrir beint í hendurnar á Stefán Loga
2. mín
Þorsteinn með langan bolta upp á Magnús Inga en hann er of fastur og Þór á innkast. Selfoss hefur byrjað þetta af krafti
2. mín
Arnar Logi lenti í samstuði upp við vítateig Þórs og þurfti aðhlynningu en er kominn aftur inn á völlinn
1. mín
Stefán Ragnar undibýr langt innkast inn á teig Þórsara en þeir skalla frá. Boltinn berst aftur til Stefáns sem kemur honum aftur inn í en Þórsarar bjarga í horn. Fyrsta horn leiksins á Selfoss en það verður ekkert úr því
1. mín
Gestirnir hefja þennan leik
Fyrir leik
Liðin rölta út í sólina, klár í þessa skemmtun. Viss um að þau bjóði upp á aðra markasúpu eins og fyrr í sumar.
Fyrir leik
Hitin hefur hækkað síðan áðan og nú rétt fyrir leik er 17 stiga hiti og sól, toppaðstæður! Hins vegar hrikalega fámennt í stúkunni stuttu fyrir leik og vonandi að það bætist aðeins við. Bæði lið kominn inn í klefa, nokkur lokaorð frá þjálfurum og svo má þetta bara hefjast.
Fyrir leik
Bæði lið gera fjórar breytingar á byrjunarliðum sínum en þau töpuðu bæði í síðustu umferð. Þór tapaði fyrir Víking Ó. og Selfoss tapaði fyrir Leiknir R. þar sem sigurmarkið kom á 91. mínútu.

Þór
Ármann Pétur kemur inn í lið Þórs ásamt Ingi Freyr, Alexander Ívan og markamaskínunni Alvaro Monjeto. Gísli Páll, Aron Kristófer og Loftur Páll eru ekki í hóp í dag en Guðni Sigþórs tekur sér sæti á trébekknum.

Selfoss
Magnús Ingi, Bjarki, Kristófer Páll og Kenan Turudija koma allir inn í lið Selfoss. Svavar Berg tekur út bann í dag, Gylfi Dagur er á bekknum en Ingi Rafn og Aron Ýmir eru ekki í hóp í dag.
Fyrir leik
15 stiga hiti, heiðskýr himinn og sól er það sem veðurguðirnir eru að bjóða Akureyringum upp á í dag þannig það er um að gera að drífa sig á völlinn og byrja þessa helgi á fótbolta.
Fyrir leik
Liðin mætust síðast í lok júní í miklum markaleik, sá leikurinn endaði 3-5 fyrir Þór. Selfoss komst tvívegis yfir í leiknum áður en Þór lokaði leiknum með þremur mörkum á 4 mínútum í síðari hálfleik.

Liðin hafa hins vegar skipt sigrunum bróðurlega á milli sín síðustu ár en í síðustu fimm viðureignum hefur Þór unnið tvisvar, Selfoss tvisvar og einu sinni hafa þau skilið jöfn.

Fyrir leik
Selfoss hefur hins vegar að miklu að keppa. Þeir eru í fallsæti með 15 stig og þurfa nauðsynlega þessi 3 stig í dag. Fyrir sumarið var þeim spáð í fimmta sæti deildarinnar
af .net en tímabilið hefur valdið vonbrigðum, liðið hefur m.a. skipt um þjálfara til að reyna að reisa skútuna við. Hins vegar er keppnin hörð á botninum og Selfoss í bullandi séns á að halda sér uppi, sérstaklega ef þeir taka þrjú stig í dag. Það má þess vegna búast við að þeir mæti trylltir til leiks.
Fyrir leik
Þór var lengi vel í toppbaráttunni en hafa rækilega stimplað sig út úr henni eftir tvö töp og eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum. Þeir eru í 5. sæti með 34 stig, níu stigum frá toppnum og nítján stigum frá fallsæti. Í síðustu fimm leikjum hafa þeir einungis náð í fimm stig eftir mjög góða stigasöfnun framan af sumri. Þeirra helsta keppni núna er að klára þetta tímabil vel og byggja á því næsta sumar.
Fyrir leik
Heil og sæl! Velkominn í beina textalýsingu frá leik Þór og Selfoss í Inkasso deild karla. Leikurinn fer fram á Þórsvellinum á Akureyri á þessum líka fína föstudegi. Við erum að tala um að þetta er 20. umferðin! Lítið eftir af annars skemmtilegu fótboltasumri.
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Hrvoje Tokic
12. Magnús Ingi Einarsson
18. Arnar Logi Sveinsson ('79)
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson ('83)
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
3. Þormar Elvarsson ('79)
15. Brynjólfur Þór Eyþórsson ('83)
17. Alexander Hrafnkelsson
17. Valdimar Jóhannsson
20. Guðmundur Tyrfingsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Einar Ottó Antonsson
Baldur Rúnarsson
Njörður Steinarsson

Gul spjöld:
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('32)
Arnar Logi Sveinsson ('39)
Ivan Martinez Gutierrez ('90)

Rauð spjöld: