Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Í BEINNI
Besta-deild karla
HK
14' 0
0
FH
Fjölnir
4
1
ÍR
Aníta Björk Bóasdóttir '32 1-0
Íris Ósk Valmundsdóttir '38 2-0
Sara Montoro '45 3-0
3-1 Guðrún Ósk Tryggvadóttir '55
Rósa Pálsdóttir '58 4-1
09.09.2018  -  16:00
Extra völlurinn
Inkasso deild kvenna
Dómari: Skúli Freyr Brynjólfsson
Maður leiksins: Kristjana Ýr Þráinsdóttir (Fjölnir)
Byrjunarlið:
1. Margrét Ingþórsdóttir (m)
Rósa Pálsdóttir ('90)
Hlín Heiðarsdóttir
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
Íris Ósk Valmundsdóttir
4. Bertha María Óladóttir (f)
7. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('89)
11. Sara Montoro ('86)
14. Elvý Rut Búadóttir
21. Aníta Björk Bóasdóttir ('74)
31. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('81)

Varamenn:
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir
5. Hrafnhildur Árnadóttir ('89)
8. Ástrós Eiðsdóttir
10. Aníta Björg Sölvadóttir ('81)
16. Ásdís Birna Þórarinsdóttir ('90)
17. Lilja Hanat
19. Hjördís Erla Björnsdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Páll Árnason (Þ)
Eva Karen Sigurdórsdóttir
Axel Örn Sæmundsson
Þórir Karlsson
Erna Björk Þorsteinsdóttir
Elsa Sæný Valgeirsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með virkilega sannfærandi sigri Fjölnis!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
91. mín
Hlín sendir flotta sendingu inn á Anítu sem er í þröngu færi en tekur skotið og Tatiana ver!
90. mín
Inn:Ásdís Birna Þórarinsdóttir (Fjölnir) Út:Rósa Pálsdóttir (Fjölnir)
89. mín
Inn:Hrafnhildur Árnadóttir (Fjölnir) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Fjölnir)
86. mín
Inn:Hjördís Erla Björnsdóttir (Fjölnir) Út:Sara Montoro (Fjölnir)
84. mín
Rósa tekur flottan sprett upp völlinn og hleður í skot en það er framhjá.
81. mín
Inn:Aníta Björg Sölvadóttir (Fjölnir) Út:Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir (Fjölnir)
81. mín
Eva Karen laumar boltanum skemmtilega inn á Rósu sem nær ekki valdi á boltanum en Fjölnir fær horn.

Kristjana með geggjaðan bolta en Sara bara kemur honum ekki yfir línuna, sýndist hún taka hann með höndinni eða eitthvað álíka vitlaust í staðinn fyrir að skalla þetta bara.
80. mín
Flottur bolti á fjær frá Hönnu en Íris rís hæst og skallar frá.
80. mín
Hlín brýtur á Söndru úti hægra megin, aukaspyrna sem Hanna Barker tekur.
79. mín
Inn:Sigríður Guðnadóttir (ÍR) Út:Shaneka Jodian Gordon (ÍR)
74. mín
Inn:Eva Karen Sigurdórsdóttir (Fjölnir) Út:Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir)
74. mín
Inn:Lilja Gunnarsdóttir (ÍR) Út:Alda Ólafsdóttir (ÍR)
72. mín
Kristjana reynir hér skot utan af hægri kantinum sem Tatiana er ekki í miklum vandræðum með.
71. mín
Andrea finnur Shaneku upp í hægra hornið og Shaneka reynir að fara framhjá Elvý sem var ekki í boði þarna og Shaneka þarf að spila boltanum til baka.
69. mín
Shaneka sendir á Andreu Magg inní teig Fjölnis sem kemur sér í skotið en varnarmenn Fjölnis blokka það.
67. mín
Alda Ólafs er eitthvað illa fyrir kölluð í dag, tvisvar í fyrri hálfleik tók hún glórulaus brot á Berthu Maríu og fékk tiltal í fyrra skiptið, rétt áðan æsti hún sig eitthvað við Anítu Björk þegar Aníta var bara að skýla boltanum og núna arkar hún um völlinn og er ekki að halda því neitt leyndu að hún sé ekki sátt!
66. mín
Inn:Ragna Björg Kristjánsdóttir (ÍR) Út:Anna Bára Másdóttir (ÍR)
64. mín
Fjölnir spilar sig vel upp völlinn og fær horn.

Kristjana tekur að sjálfssögðu - þetta var hinsvegar þokkalega léleg spyrna og ÍR fær séns á skyndisókn sem þær nýta illa.
61. mín
DAUÐAFÆRI!

Elvý missir Shaneku innfyrir sig en Shaneka lætur Möggu verja frá sér!

Þarna á Shaneka að skora.
60. mín
Inn:Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR) Út:Guðrún Ósk Tryggvadóttir (ÍR)
58. mín MARK!
Rósa Pálsdóttir (Fjölnir)
MARK!

Kristjana Beckham tekur aukaspyrnu úti hægra megin inn í teiginn og boltinn fer í eitthvað klafs áður en Rósa nær að pota boltanum inn!
55. mín MARK!
Guðrún Ósk Tryggvadóttir (ÍR)
MARK!

Og þetta mark bara... - ÍR tekur lélegt skot langt fyrir utan teig sem Magga lætur skoppa fyrir framan sig og nær ekki að grípa hann, Guðrún kemur á ferðinni og neglir honum í slánna og inn, boltinn skoppar svo út og aðstoðardómarinn er rosalega efins með að dæma markið en gerir það svo réttilega.

Þarna átti Magga að gera miklu mikli betur!
49. mín
ÍR kemur boltanum upp á Shaneku sem kemur með fyrirgjöf úr þröngri stöðu og Magga slær boltann í horn.

Upp úr horninu hendir Shaneka sér niður og vill fá peysutog, Skúli tekur svaninn fræga og dæmir ekkert.
48. mín
DAUÐAFÆRI!

Fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn og Sara Montoro kemur fætinum í boltann en hann fer rétt framhjá! Þarna hefði Sara átt að skora.
47. mín
Boltinn berst á Möggu Ingþórs og Shaneka setur pressu á hana, Magga hamrar boltanum í Shaneku. Þetta hefði getað orðið hættulegt.
46. mín
Inn:Andrea Magnúsdóttir (ÍR) Út:Bjarkey Líf Halldórsdóttir (ÍR)
46. mín
Þetta er komið í gang aftur, Fjölnir byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í þessum leik og Fjölnir með 3-0 forystu!

Berti hlýtur að taka smá hárblásara á sínar stelpur í hálfleik.
45. mín MARK!
Sara Montoro (Fjölnir)
MARK!

Sara fær boltann hérna í gegn og er með hann skoppandi, Tatiana kemur á móti og Sara pollróleg í færinu, lyftir boltanum yfir hana í markinu!
43. mín
Rósa reynir hér lauflaust skot fyrir utan teig, Tatiana þakkar fyrir sendinguna...
38. mín MARK!
Íris Ósk Valmundsdóttir (Fjölnir)
Stoðsending: Kristjana Ýr Þráinsdóttir
MARK!

Kristjana með annan draumabolta sem Íris Ósk stangar upp í hornið!
37. mín
Frábær spil hjá Fjölni þar sem Sara, Rósa og Bella spóla sig í gegnum ÍR og Bella kemst upp að endamörkum og setur fyrirgjöfina í varnarmann og afturfyrir.
35. mín
ÍR fær aukaspyrnu úti vinstra megin, Hanna Marie tekur spyrnuna en drífur ekki yfir fyrsta varnarmann.
32. mín MARK!
Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir)
Stoðsending: Kristjana Ýr Þráinsdóttir
MARK!

Kristjana Beckham með geggjaðan bolta fyrir sem Aníta Björk stangaði í netið!
31. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu úti vinstra megin, Kristjana Beckham skokkar að boltanum.
26. mín
DAUÐAFÆRI!

Klara Ívars vinnur boltann á miðjunni og fær að keyra upp hægra megin, finnur Shaneku í lappir sem er alein og hefði getað klárað þetta væri svona sjö sinnum áður en hún ákveður að fara að sóla varnarmenn og eyðileggja færið fyrir sér, Magga ver boltann svo í horn.

Uppúr horninu nær ÍR skalla og Fjölnir bjargar á línu í þvögunni þarna.
23. mín
Rósa hleypur hérna svona fjóra hringi í kringum Margréti Selmu áður en hún loksins sendir fyrir, ÍR skallar frá og Aníta Björk kemur á ferðinni og sér sennilega fyrir sér að negla boltanum upp í samúel en hún hittir hann ekkert sérlega vel og Klara Ívars hreinsar frá.
19. mín
ÍR fékk horn sem Aníta skallaði frá, Sandra tók skotið fyrir utan teig beint í Írisi.
15. mín
Þetta er alveg voðalegt miðjumoð og lítið að frétta eins og er...
7. mín
ÍR á aukaspyrnu á miðjunni sem þær sparka inn á teig Fjölnis og Íris skallar í horn.

Uppúr horninu kemst Shaneka í skot en það fer í varnarmann.
5. mín
Rósa með fyrirgjöf sem Andrea setur í horn, Kristjana spyrnusérfræðingur tekur.

Íris nær skallanum en hann er yfir!
4. mín
Kristjana tekur hornið og Bertha María tekur boltann niður og er í frábæru færi en hittir boltann ekki vel og hann fer laust á Tatiönu sem ver og heldur boltanum!

Þarna hefði ég viljað sjá markavélina Berthu skora.
3. mín
Klara Ívars brýtur á Söeu Montoro á hættulegum stað fyrir utan teiginn, Kristjana mundar löppina.

Tekur skotið! - boltinn er á leiðinni upp í hornið en Tatiana blakar boltanum yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Shaneka tekur miðjuna fyrir ÍR, þetta er komið af stað!
Fyrir leik
Liðin eru komin inn, það er fólk farið að týnast á völlinn og stutt í leik!
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita, það er mjög gott veður hérna í Voginum, sól og nánast logn!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Það vekur athygli að Eva Karen hjá Fjölni, Heba fyrirliði ÍR og Andrea Magg kærasta Hans Viktors eru allar a bekknum.

Einnig er Hrafnhildur Hjaltalín hvergi sjáanleg í hóp hjá Fjölni.
Fyrir leik
Ég hef fengið aðstoðarþjálfara liðanna til að spá fyrir um leikinn.

Kristján Gylfi segir að leikurinn fari 1-2, ÍR í vil, Shaneka Gordon með bæði mörk ÍR og Ísabella Anna með mark Fjölnis.

Þórir Karlsson segir að leikurinn fari 3-1, Fjölni í vil, Sara Montoro, Rósa Páls og Aníta Björk með mörk Fjölnis, kærastan hans Hans Viktors skorar fyrir ÍR segir Þórir.

Skúli dómari spáir því að þetta verði góður leikur, vill ekki gefa neinar tölur.
Fyrir leik
Þessi leikur hefur ekki mikla þýðingu fyrir stöðu liðanna í deildinni, fyrir utan það kannski að það lið sem vinnur þennan leik endar sennilega í 6. sæti deildarinnar og hitt þá í 7. sæti.

Fjölnir er sem stendur í 6. sæti með 18 stig og ÍR í 7. sæti með 17 stig.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og ÍR í Inkasso deild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Tatiana Saunders (m)
Bjarkey Líf Halldórsdóttir ('46)
5. Hanna Marie Barker
9. Klara Ívarsdóttir
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir (f)
14. Guðrún Ósk Tryggvadóttir ('60)
20. Sandra Dögg Bjarnadóttir
21. Margrét Selma Steingrímsdóttir
23. Shaneka Jodian Gordon ('79)
26. Alda Ólafsdóttir ('74)
26. Anna Bára Másdóttir ('66)

Varamenn:
12. Ingibjörg Fjóla Ástudóttir (m)
3. Andrea Magnúsdóttir ('46)
6. Sara Rós Sveinsdóttir
8. Lilja Gunnarsdóttir ('74)
10. Sigrún Erla Lárusdóttir
15. Sigríður Guðnadóttir ('79)
20. Heba Björg Þórhallsdóttir ('60)
22. Ragna Björg Kristjánsdóttir ('66)
29. Oliwia Bucko

Liðsstjórn:
Engilbert O Friðfinnsson (Þ)
Sigrún Hilmarsdóttir
Berglind Óskarsdóttir
Kristján Gylfi Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: