Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Ísland
0
3
Belgía
0-1 Eden Hazard '29 , víti
0-2 Romelu Lukaku (f) '31
0-3 Romelu Lukaku (f) '81
11.09.2018  -  18:45
Laugardalsvöllur
Þjóðadeildin
Dómari: Sergei Karasev
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
22. Jón Daði Böðvarsson ('71)
23. Ari Freyr Skúlason ('80)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
7. Theódór Elmar Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('71)
14. Kári Árnason
19. Rúrik Gíslason
21. Arnór Ingvi Traustason ('84)

Liðsstjórn:
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Belgar vinna sannfærandi 3-0 sigur á Íslandi. Það þarf að poppa hlutina eitthvað upp á nýtt fyrir næstu leiki í Þjóðardeildinni.
92. mín
Meunier er þræddur upp hægri kantinn og kemur með sendingu fyrir á Mertens sem ætlar að skrúfa boltann upp í fjær en hann fer rétt yfir skeytin.
90. mín
Uppbótartíminn er þrjár mínútur.
90. mín
Lukaku og Raggi Sig lenda eittvað saman sem enda með að Lukaku slær létt í Ragga. Raggi veit örugglega ekki hver Lukaku er ef ég þekki hann rétt.
88. mín
Inn:Thorgan Hazard (Belgía) Út:Eden Hazard (Belgía)
Hazard fyrir Hazard. Skemmtilegt.
86. mín
Ísland vinnur aukaspyrnu á góðum stað sem Gylfi tekur en við fáum ekkert út úr þessu.


84. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
81. mín MARK!
Romelu Lukaku (f) (Belgía)
Stoðsending: Dries Mertens
Það er einhvernveginn ekkert í gangi en allt í einu er orðið 3-0! Mertens tekur boltann af Gylfa, rennir boltnum inn í teig á Lukaku sem skorar auðveldlega. Hægt að setja spurningamerki við Sverri og Hannes.
80. mín
Inn:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland) Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
80. mín
Inn:Moussa Dembele (Belgía) Út:Youri Tielemans (Belgía)
79. mín
Hazard og Lukaku er svo góðir!!! Vá, HAzard keyrir upp allan vööllinn og leggur hann á Lukaku sem fer illa með vörn Íslands en setur boltann í varnarmann og yfir.
76. mín
Hættuleg fyrirgjöf hjá Belgum, en Dries Mertes er ekki hár í loftinu og nær ekki að setja hausinn í boltann sem endar hjá Hannesi.
Elvar Geir Magnússon
71. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Velkominn aftur Kolbeinn!
71. mín
Inn:Nacer Chadli (Belgía) Út:Yannick Carrasco (Belgía)
70. mín
Gylfi vinnur boltann og fer síðan illa með Carrasco áður en hann bombar honum upp í fjær en Courtois ver vel.
68. mín
Hörður Björgvin með frábæran bolta inná teig en Jón Daði nær ekki að vera á undan Belgum í boltannn og ekkert kemur út úr þessu.
66. mín
Mertens með hornspyrnu á nær á kollinn á Vertonghen sem skallar framhjá.
63. mín
Enn eitt færið hjá Belgum Lukaku fær hann í teignum og leggur hann til hliðar á Mertens sem setur hann utanfótar í stöngina.

Kolbeinn Sigþórsson er að gera sig kláran til að koma inná og uppsker lófaklapp úr stúkunni.
60. mín
Vertonghen með bjartsýnistilraun lengst fyrir utan teig sem fer yfir og framhjá.
58. mín
Belgar eru líklegir til að bæta við þessa stundina. Carrasco með góðan sprett upp vinstri kantinn. Hann finnur síðan Meunier í hlaupinu en hann setur hann langt framhjá úr upplögðu færi.
57. mín
Mertens með hornspyrnu fyrir Belga beint á Lukaku sem skallar í varnamann og Belgar fá annað horn.
54. mín
Jón Daði fær boltann á vinstri kantinum og kemur með skot sem Courtois ver út í teiginn en okkur vantar fleiri menn fram á við.
52. mín
Leikurinn er í rólegri kantinum þessar mínúturnar. Belgar halda boltanum án þess að skapa sér alvöru færi.
48. mín
Eftir hornspyrnuna komast Belgar í skyndisókn en Ari Freyr hendir í fullkomna tæklingu á Lukaku og Belgar fá horn.

Hornspyrnan er góð en siglir í gegnum allan pakkann.
47. mín
Hörður Björgvin með gott innkast inn á teig sem Belgar hreinsa frá. Hörður Björgvin mætir hins vegar og tekur á móti hreinsuninn og vinnur hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
Við byrjum með boltann. Koma svo!!!
45. mín
Hálfleikur
Rússinn bætir engu við og Belgar leiða 2-0 í hálfleik. Ísland ekki verið næstum jafn lélegir og í síðasta leik en vörnin var götótt í báðum mörkunum.
43. mín
Því miður eru Belfar ekki bara að vinna 2-0 heldur eru stúkurnar þeirra eign líka. Smá lægð í gangi hjá íslensku þjóðinni.
40. mín
Gylfi heldur áfram að sýna hvers vegna hann hleypur einna mest í ensku úrvalsdeildinni. Vinnur boltann tvisvar en er einn á báti framarlega á vellinum og enga hjálp að fá.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
37. mín
Hazard sleppur einn í gegn en er kolrangstæður og engin ástæða til að örvænta.
36. mín
Ísland svar kallinu og með góðri pressu Rúnars, Jón Daða og Gylfa lendir Courtois í vandræðum. Jón Daði nær að sparka boltanum en Karasev dómari sér einhverja ástæðu til að flauta og gefa Belgum aukaspyrnu.
34. mín
Nú verður íslenska liðið að girða sig og vera jafn aggresívir á boltann og í byrjun leiks.
31. mín MARK!
Romelu Lukaku (f) (Belgía)
NEEEIIII 2-0. Eftir hornspyrnu á Kompany skalla sem Hannes ver en Lukaku er fyrstur að átta sig og setur hann inn. Birkir Már reynir að bjarga á línu en boltinn er langt inni því miður.
29. mín Mark úr víti!
Eden Hazard (Belgía)
Stoðsending: Romelu Lukaku (f)
Hazard setur Hannes í vitlaust horn og skorar auðveldlega.
28. mín
Víti!!! Belgar fá víti, Sverrir Ingi rífur í Lukaku í loftinu. Lukaku nær þó góðum skalla sem fer rétt yfir.
25. mín
Tielemans með rándýra sendingu inn á teiginn ætlaða Meunier en Hörður Björgvin setur hann beint upp í loft áður en Hannes mætir og grípur inn í.
23. mín
Belgar eruða auka pressuna og halda boltanum vel. Við erum hættir að ná að beita skyndiskóknum og fáum nánast eingöngu boltann í markspyrnum.
21. mín
Aftur komast Belgar í færi. Hazard fer illa með Rúnar Má og setur hann fyrir á Lukaku. Lukaku er ekki alveg nógu grimmur í teignum og setu hann framhjá.
19. mín
Belgar liggja á íslenska liðinu í smá tíma og setja boltann í hættuleg svæði á teignum. Sóknin endar tímabundið með því að Dries Mertens setjr boltann í varnarmann og rétt framhjá.
Elvar Geir Magnússon
16. mín
Eftir hornspyrnu hjá Íslandi komast Belgar í skyndisókn og Hazard rennir boltanum á Lukaku sem hefði komist í álitlega stöðu en Hörður Björgvin gerir vel.
Elvar Geir Magnússon
15. mín
Dauðafæri hjá Íslandi!!

Birkir Bjarna setur boltann upp hægri kantinn á Jón Daða sem keyrir alla leið og á sendingu fyrir á Gylfa sem setur hann rétt framhjá.
14. mín
Belgar sækja nánst í hvert einasta skiptið upp vinstri kantinn og á Birki Má sem hefur hingað til sinnt sínum skyldum vel.
11. mín
Íslendingar eru að leysa allar aðgerðir Belga mjög vel og beita skyndisóknum. Ég berð að nota tækifærið og hrósa tískuviti Erik Hamren. Það er klassi yfir kallinum.
6. mín
Belgar fá hornspyrnu eftir að Rúnar Már nær að stoppa Hazard. Hazard tekur spyrnuna sjálfur og eftir mikið klafs í teignum setur Alderweireld boltann hátt yfir.
3. mín
Rúnar Már með frábæran sprett upp allan völlinn og er kominn í álitlegt færi en setur hann í Belga og útaf.

Við fáum hornspyrnu sem Belgar ná að hreinsa frá. Byrjunin lofar góðu.
2. mín
Gylfi tekur spyrnuna en Belgar skalla frá.
1. mín
Jón Daði vinnur aukaspyrnu við hornfánann eftir að hafa leikið sér að Kompany með skemmtilegum klobba.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang!! Belgar eru í gulum búningum og sækja í átt að Laugardalslaug. Áfram Ísland!!!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru búnir og þetta fer að bresta á. Stúkan er að fyllast og eintóm gleði.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og það er ennþá eitthvað af auðum sætum í stúkunni. Þjóðardeildarlagið er komið í gang! Þetta er svo gott lag að ég er með gæshúð á ótrúlegustu stöðum.
Fyrir leik
Verið er að bíða eftir að liðin gangi inn á völlinn. Ferðalok eru í græjunum en persónulega er ég að bíða eftir Þjóðardeildarlaginu.
Fyrir leik
Rjómi íslensku rappsenunnar er að njóta sín í hátalarakerfinu hér í Laugardalnum með passlegri blöndu af gömlum og góðum slögurum.

Rúmar 20 mínútur í leik og fólk er að týnast á völlinn.


Fyrir leik
Fátt sem kemur á óvart hjá byrjunarliðum beggja liða. Erik Hamren fer í 4-4-1-1 eins og flestir spáðu og stillir upp varnarsinnað. Það sem kemur kannski mest á óvart er að Rúnar Már fær langþráð tækifæri. Belgíska liðið er ótrúlega sterkt þrátt fyrir að það vanti nokkur stór nöfn í liðið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það hefur verið mikið í umræðunni hve langt er síðan Ísland vann alvöru landsleik. Síðasti sigur Íslands í alvöru keppnisleik kom gegn Kósovó þegar Ísland unnu 2-0 og tryggðu sér farseðilinn á HM.

Ef við lítum á björtu hliðarnar þá hefur Ísland ekki tapað keppnisleik á heimavelli í rúm fimm ár! Síðasta tap Íslands var gegn Slóvenum 4-2 í júní 2013. Það verður að teljast ágætis líkur að það breytist í kvöld.


Fyrir leik
Roberto Martinez landsliðsþjálfari Belgíu:
Undirbúningurinn byrjaði á fyrsta degi eftir HM. Við erum einbeittir og það er auðmýkt í liðinu hjá okkur, Við vitum að við erum að fara að spila mjög erfiðan leik á morgun.

Ég tel að leikmennirnir séu einbeittir og klárir í slaginn. Þetta er stór keppni og ég held að enginn hafi efni á að mæta með hálfum huga því það gæti kostað okkur.
Fyrir leik
Hannes Þór Halldórsson:
Það er alltaf sami undirbúningur. Þú reynir að vera eins klár og hægt er og til í allt. Það eru margir gæðaleikmenn í belgíska liðinu og við verðum að vera tilbúnir í allt. Við höfum mætt góðum leikmönnum áður en við vitum að við getum náð úrslitum gegn góðum leikmönnum. Við þurfum að vera vel undirbúnir. Við verðum klárir á morgun.
Fyrir leik
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands:
Það er mikilvægt að ná góðri frammistöðu á morgun. Leikmenn verða að geta litið í spegil eftir leik að þeir séu stoltir og hafi gert allt fyrir liðið. Þegar þeir horfa í augun á hvor öðrum geta þeir sagt að þeir hafi gert þetta saman og lagt sig 100% fram. Það er það sem ég vil sá á morgun. Síðan sjáum við hver úrsltiin verða.

Fyrir leik
Manuel Jous sjónvarpsmaður hjá RTBF í Belgíu:
Þetta verður mjög erfiður leikur þar sem Ísland er á heimavelli, sérstaklega eftir 6-0 tapið í Sviss. Íslenska liðið vill koma til baka og sýna að þetta var ekki góður dagur í Sviss. Þetta verður alls ekki auðvelt en við erum undirbúnir fyrir það.

Ég var mjög hissa á úrslitunum í Sviss. Síðast þegar Ísland tapaði 6-0 var árið 2001 í Danmörku þannig að fólk á ekki að venjast svona úrslitum hjá Íslandi. Ég veit ekki hvað gerðist í Sviss en ég reikna með að þetta hafi verið slys. Þetta verður ekki eins í dag.

Fyrir leik
Mögulegt byrjunarlið Íslands

Svona spáum við að Ísland muni stilla upp. Erik Hamren hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir að hafa stillt upp í 4-4-2 gegn Sviss. Hamren vildi ekki gefa upp hvort einhverjar breytingar yrðu á kerfinu en flestir eru á því að hann fari í gamla góða 4-4-1-1.

Gylfi verður þá í holunni, Theodór Elmar og Arnór Ingvi fá tækifæri á kantinum og Hörður Björgvin kemur inn í vinstri bakvörðinn.




Fyrir leik
Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Íslenskir áhugamenn um dómgæslu ættu að muna eftir honum, hann var með flautuna í leik Íslands og Ungverjalands á EM sem endaði 1-1. Igor Demeshko og Aleksey Lunov verða Karasev til aðstoðar á flöggunum.

Ekki má gleyma mikilvægustu mönnum leiksins, sjálfum sprotadómurunum en það eru þeir Sergey Ivanov og Vladimir Koskalov. Fjórði dómari er síðan Aleksey Vorontsov og ekki orð um það meir.
Fyrir leik
Það þarf ekki að fjölyrða hversu gott landslið Belgar eru með. Þeir sitja í öðru sæti heimslistans á eftir heimsmeisturum Frakka. Í síðustu 16 leikjum liðsins hafa þeir einungis tapað einum leik og var það í undanúrslitum HM á móti Frökkum.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Íslands og Belgíu. Eins og hefur ekki farið framhjá neinum var íslenska liðinu slátrað í St. Gallen gegn Sviss í fyrsta leik riðilsins 6-0.

Belgíska liðið er að spila sinn fyrsta leik í Þjóðardeildinni en spiluðu æfingleik gegn Skotum á föstudaginn. Þar unnu Belgar öruggan 4-0 sigur og sáu Lukaku, Hazard og Batshuayi(2) um mörkin.
Byrjunarlið:
1. Thibaut Courtois (m)
2. Toby Alderweireld
4. Vincent Kompany
5. Jan Vertonghen
6. Axel Witsel
10. Eden Hazard ('88)
11. Yannick Carrasco ('71)
14. Dries Mertens
15. Thomas Meunier
17. Youri Tielemans ('80)

Varamenn:
12. Matz Sels (m)
13. Koen Casteels (m)
3. Thomas Vermalen
4. Dedryck Boyata
7. Birger Verstraete
8. Leander Deondoncker
14. Hans Vanaken
16. Thorgan Hazard ('88)
19. Moussa Dembele ('80)
21. Timothy Castagne
22. Nacer Chadli ('71)
23. Michy Batshuayi

Liðsstjórn:
Roberto Martinez (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: