Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Ísland U21
2
3
Slóvakía U21
0-0 Denis Vavro '13 , misnotað víti
Albert Guðmundsson '33 1-0
1-1 László Bénes '58
1-2 Tomás Vestenický '89
Albert Guðmundsson '92 , víti 2-2
2-3 Marek Rodák '94
11.09.2018  -  15:30
Alvogen-völlurinn
Undankeppni EM - U21
Maður leiksins: Aron Snær Friðriksson (Ísland)
Byrjunarlið:
2. Alfons Sampsted
3. Felix Örn Friðriksson
4. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Axel Óskar Andrésson
6. Samúel Kári Friðjónsson
8. Arnór Sigurðsson
10. Mikael Anderson ('75)

Varamenn:
6. Alex Þór Hauksson ('58)
15. Stefán Alexander Ljubicic
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Júlíus Magnússon

Liðsstjórn:
Eyjólfur Sverrisson (Þ)

Gul spjöld:
Jón Dagur Þorsteinsson ('12)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið, ótrúlega svekkjandi en það verður að hafa það.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
94. mín MARK!
Marek Rodák (Slóvakía U21)
Guð minn almáttugur, markvörður Slóvaka kemur fram í horninu og hann skorar með skalla eftir klafs í teignum.
93. mín
ENN EIN STÓRKOSTLEGA VARSLAN!

Aron blakar föstu skoti í horn.
93. mín Gult spjald: Tomás Vestenický (Slóvakía U21)
Tomás fær hér gult fyrir eitthvað fíaskó við miðjuna þegar Íslendingar eru að hlaupa til baka.
92. mín Mark úr víti!
Albert Guðmundsson (Ísland U21)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Setur hann laflaust í hægra hornið!
91. mín
VÍTI!!!

Tryggvi Hrafn er tekinn niður inní vítateig og við fáum víti, það er smá líf í þessu!
89. mín MARK!
Tomás Vestenický (Slóvakía U21)
Þetta er súrt, ótrúlega súrt!

Slóvakar bruna fram í skyndisókn eftir færin okkar hinumegin, koma með fyrirgjöf þar sem Tomás tekur gott hlaup á nær og stangar boltann inn!
88. mín
DAUÐAFÆRI!

Arnór og Albert spila sig skemmtilega upp völlinn og Arnór fær sannkallað dauðafæri en skýtur í markmanninn.

Strax á eftir fær Albert flott færi en setur boltann framhjá.
88. mín
Nikolas Spalek fær hér gott skallafæri á fjær en Aron ver!
87. mín
Ísland nær hér góðri sókn, Albert setur boltann til vinstri á Arnór sem kemst í færi en fær bæði tæklingu og markmanninn á móti sér og missir boltann útaf.
85. mín
Andrej Kadlec neglir Arnór hérna niður fyrir utan vítateiginn og ég hreinlega skil ekki afhverju hann fær ekki seinna gula!

Albert tekur spyrnuna sem fer í hliðarnetið - það byrjuðu nokkrir að fagna.
83. mín
Inn:Tomás Vestenický (Slóvakía U21) Út:Christián Herc (Slóvakía U21)
83. mín
Inn:Nikolas Spalek (Slóvakía U21) Út:Erik Jirka (Slóvakía U21)
82. mín
VARSLA!

Samuel fær nóg af plássi og tíma þar sem Felix er lengi að skila sér niður, keyrir á Axel Óskar og neglir með vinstri í vinstra hornið en Aron var farinn og ver þetta vel!
80. mín
Hinumegin fær Slóvakía hornspyrnu sem endar með að Samuel skallar rétt framhjá!

Hraður leikur og færi á báða bóga, mér er orðið illt í puttunum á að skrifa!
79. mín
FÆRI!

Albert spólar sig í gegnum miðja vörnina og kemur skoti á markið sem Marek ver en nær ekki að halda, Óttar er á leiðinni að pota boltanum inn en Marek slær boltann frá tánni á Óttari!
78. mín
Vel spilað hjá okkar strákum, Arnór finnur Alfons úti hægra megin sem tvöfaldar með Tryggva á bakvörðinn, Tryggvi fær boltann og neglir honum fyrir en Slóvakar koma boltanum í horn.
77. mín
Inn:Andrej Fábry (Slóvakía U21) Út:Miroslav Kácer (Slóvakía U21)
76. mín
Sammi með samba takta hérna í vörninni, labbar í gegnum pressu og tæklingar frá Slóvökum, fáránlega svalur!
75. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Ísland U21) Út:Mikael Anderson (Ísland U21)
Tryggvi inn!
75. mín
Þarna var misskilningur milli markmanns og varnarmanns Slóvakíu sem endar með að Alfons fær skotfæri en í varnarmann og afturfyrir, horn.
70. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Samúel Kári tekur einn Steven Gerrard bolta í hlaupið hjá Alfons upp kantinn og Alfons leggur boltann út í teiginn þar sem Óttar er aleinn en setur boltann yfir!

Þetta á bara að vera mark og ekkert annað...
65. mín
NEEIII við skorum uppúr horninu, Torfi vinnur skallann og Óttar mætir og tæklar boltann inn en er flaggaður rangstæður!
64. mín
Mikael reynir hér skot af löngu færi beint í varnarmann og í horn.

Arnór tekur.
63. mín
Þetta var skemmtilegt, við fengum aukaspyrnu á miðjunni, Sammi var fljótur að hugsa og setti Alfons í góða stöðu úti hægra megin sem kom með fyrirgjöf en Slóvakar björguðu!
60. mín
Við fáum aukaspyrnu úti vintra megin sem Arnór smellir inn á teiginn, Slóvakar skalla frá en Albert er fyrstur á boltann og smellur honum en það mæta honum fjórir Slóvakar sem fá boltann í sig.
58. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Ísland U21) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
Arnór færir sig út á vinstri kantinn og Alex kemur á miðjuna.
58. mín MARK!
László Bénes (Slóvakía U21)
MARK!

Lazsló jafnar - hann fékk boltann fyrir framan teiginn og fær alltof mikinn tíma til að stilla sér upp í skotið með þessum baneitraða vinstri fæti, smellir honum niður í vinstra hornið.
57. mín
Það er brotið á Arnóri hérna fyrir utan teig Slóvaka en ekkert dæmt, þarna mátti alveg dæma og stúkan lætur vita af því.
56. mín
Ekkert verður úr þriðju hornspyrnu þeirra í röð, hún fer afturfyrir.
54. mín
FÆRI!

Slóvakar ná hér góðri skyndisókn, færa boltann frá vinstri til hægri og þaðan kemur föst fyrirgjöf meðfram blautu grasinu, Erik nær ekki að pota tánni í boltann en Alfons kemur þessu í horn.

Axel Óskar skallar frá en þeir ná skoti sem fer í varnarmann og afturfyrir.
53. mín
Þetta byrjar rosalega hratt í seinni hálfleik, núna eigum við horn.

En spyrnan hjá Albert alveg arfaslök. Fáum samt innkast.
52. mín
Lukas kemst hérna einn á einn gegn Torfa, inn á teiginn og labbar framhjá Torfa en hendir sér svo niður í staðinn fyrir að klára færið!

Ekkert dæmt, hefði mátt vera gult á dýfu mín vegna.
51. mín
Aukaspyrna Alberts ekki góð og beint í vegginn.
50. mín Gult spjald: Andrej Kadlec (Slóvakía U21)
HA!?!

Þetta var galið - Ísland nær skyndisókn, Arnór sendir frábæran bolta í gegn á Albert sem stingur sér á undan varnamanninum og markmaðurinn mætir, Albert pikkar boltanum framhjá markmanninum og Andrej togar hann niður, eina sem Albert þurfti að gera var að klára í autt markið en Andrej fær bara gult... GALIÐ!
48. mín
Þetta var tæpt!

Axel fær sendingu en er stífpressaður og nær að tækla boltann í Slóvakann og þaðan til Arons.
47. mín
Fyrstu marktilraun á Christian, með enn eitt skotið fyrir utan teig en það er framhjá.
46. mín
Slóvakar setja þetta af stað!
45. mín
Hálfleikur
Leikmenn hlaupa hérna út á völl, það er komin sturluð rigning!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í þessum fjöruga leik!
44. mín
ÖNNUR VARSLA! - HVAÐ ER AÐ GERAST? - Er þetta Aron eða Alisson??

Slóvakar keyra hér upp vinstra megin og koma með frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Mraz tekur skallann niður í nærhornið en Aron á einhvern ótrúlegan hátt ver þetta af línunni með tæklingu eða eitthvað rugl!

43. mín
ÞESSI VARSLA!

Torfi með hrikaleg mistök, sendir boltann beint á Slóvaka á miðjunni og þeir koma hratt á okkur, skotið fer af Axel og þaðan skoppar hann í jörðina og Aron þarf að hafa sig allan við að blaka þessu í horn.
42. mín
Christian reynir skot fyrir utan teig en Aron er ekki í neinum vandræðum.
41. mín
Slóvakar fá horn.

Axel skallar frá.
40. mín
ÞESSI SÓKN!

Torfi sendir á Albert inn á miðjuna sem snýr af sér þrjá Slóvaka og keyrir af stað, finnur Felix uppi í vinstra horninu sem hamrar boltanum fyrir og þarna vantaði bara eina stóra tá til að pota boltanum inn en boltinn fer afturfyrir!

Þetta var svo sexy snúningur hjá Albert.
35. mín
Michal sendir boltann fyrir á miðjum vallarhelming okkar, það verður smá misskilningur milli Arons og Axels þar sem Aron kemur út en Axel skallar boltann, Albert er fyrstur að átta sig og tekur smá svona Kerlon skill og heldur boltanum á lofti með chestinu og enninu og skallar svo á Aron sem grípur boltann.
33. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland U21)
Stoðsending: Óttar Magnús Karlsson
MAAAAAAARRRRKKKK!

Aron tekur langan bolta fram völlinn, Óttar flikkar honum og gegn og Albert er fyrstur á boltann og hamrar honum í nærhornið!

1-0!
30. mín
Slóvakar fá horn.

Boltinn afturfyrir.
26. mín
Axel Óskar leikur sér að eldinum hérna í vörninni, sólar Slóvaka og lyftir boltanum svo upp völlinn en Slóvakar sækja hratt og ná fyrirgjöfinni sem Mraz potar í hliðarnetið.
22. mín
Aftur taka þeir stutt en senda svo fyrir en Sammi kemur hættunni frá.
21. mín
Mikael sækir innkast hérna í hægra horninu og Sammi skokkar að taka langt.

Ekkert verður úr þessu en Slóvakar komast í skyndisókn þar sem Aron þarf að verja gott skot frá Mraz í horn.
19. mín
FÆRI!!

Frábærlega gert hjá Óttari og Mikael - Aron sendir langan boltan upp á Óttar sem vinnur skallann og beint á Mikael, sem tekur þríhyrning við Óttar í fyrsta í gegn og kemst inn á teiginn en setur boltann framhjá!

Þarna hefði Mikael átt að koma okkur yfir.
16. mín
Frábært spil hjá Albert og Mikael upp hægra megin endar með því að Mikael nær fyrirgjöf en Slóvakar koma hættunni frá.
13. mín Misnotað víti!
Denis Vavro (Slóvakía U21)
VARIÐ!

Aron Snær les Denis þarna og fer í rétt horn.

Denis sendi boltann létt innanfótar í hægra hornið.
12. mín Gult spjald: Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
Fær gult fyrir brotið.
12. mín
Slóvakar fá hornspyrnu og fer Laszló að taka.

Þeir taka stutt og spila sig inn í teiginn þar sem Jón Dagur lendir í eltingaleik og togar Lukas niður.

Víti.
9. mín
Albert vinnur hér aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju.

Sammi með spyrnuna.

ÞVÍLÍK VARSLA!!

Óttar nær skallanum á markið og Marek þarf að hafa sig allan við að slá þetta í horn.
8. mín
Slóvakar taka hér langt innkast og vinna fyrsta boltann en Aron nær svo að handsama boltann.
7. mín
Slóvakar hápressa okkur alveg í kaf og við erum í veseni með að halda boltanum innan liðsins.
6. mín
Christian Herc reynir hér skot af löngu færi sem á smá viðkomu í varnarmanni en Aron ekki í neinum vandræðum í markinu.
4. mín
Slóvakar fá hornspyrnu sem fer í gegnum allan pakkann í teignum og við komum burt.
4. mín
Það er helst að frétta að það eru þokkaleg læti í þessum örfáu stuðningsmönnum Slóvaka, væri til í að sjá okkur fjölmörgu Íslendingana í stúkunni taka okkur til og vinna stúkuna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Óttar Magnús tekur fyrstu spyrnu leiksins og við sækjum í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl, þetta er að byrja!
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt fyrir leikinn.

Strákarnir okkar hituðu upp í sérstökum bol til að styðja við Tómas Inga, aðstoðarþjálfara u-21 landsliðsins en hann hefur verið mikið fjarverandi vegna veikinda á þessu ári.

Hér er linkur á fréttina
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp og út í geim með Birni ómar í græjunum.

Fólk er farið að týnast á völlinn, mér sýnist stefna í hörku leik!

Fyrri leikur liðanna fór 2-0 fyrir Íslandi úti í Slóvakíu þar sem Albert Guðmundsson skoraði bæði mörkin.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar. Eyjólfur heldur sig við sama byrjunarlið og í 5-2 sigrinum gegn Eistlandi.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21, segir að íslenska liðið verði að vinna alla sína leiki til að fara í umspil.

Eyjólfur Sverrisson
Við þurfum að vinna rest, reynslan okkar segir það, við erum búnir að tapa tveimur og tvö jafntefli, það er of mikið. Þetta verður mjög erfitt en það er möguleiki og við ætlum okkur að vinna alla leiki.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Óttar Magnús Karlsson
Við erum búnir að vera æfa vel og þetta var flottur leikur á fimmtudaginn þannig að liðið lítur bara vel út og við erum fullir tilhlökkunar. Í grunninn munum við spila okkar leik eins og við höfum verið að gera, við munum byggja aðallega á því.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ísland rúllaði yfir Eistland 5-2 á fimmtudaginn og vonandi verður sami gír í strákunum í dag.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Leikurinn er mjög mikilvægur upp á framhaldið í riðlinum. Ísland getur komist upp fyrir Slóvakíu og í 2. sætið riðilsins. 2. sætið getur gefið rétt á sæti í umspili um sæti á EM.

Ísland mætir síðan Norður-Írlandi og Spáni á heimavelli í október í lokaleikjum riðilsins.

Staðan í riðlinum eftir 7 leiki
1. Spánn 21 stig
2. Slóvakía 12 stig
3. Ísland 11 stig
4. Norður-Írland 11 stig
5. Albanía 6 stig
6. Eistland 1 stig
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Það má segja að Alberti Guðnundssyni líði hvergi betur en hér á Alvogen vellinum í Frostaskjóli, sögur segja að hann hafi eytt fleiri klukkustundum hérna heldur en heima hjá sér þegar hann var yngri.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM u-21 árs landsliða.
Byrjunarlið:
1. Marek Rodák (m)
2. Andrej Kadlec
3. Denis Vavro
4. Christián Herc ('83)
7. Miroslav Kácer ('77)
11. Samuel Mráz
13. Michal Sip
16. David Hancko
17. Lukas Haraslín
21. Erik Jirka ('83)
22. László Bénes

Varamenn:
23. Dominik Greif (m)
6. Martin Sulek
9. Tomás Vestenický ('83)
14. Martin Kostal
15. Milan Dimun
19. Andrej Fábry ('77)
20. Nikolas Spalek ('83)

Liðsstjórn:
Adrian Gula (Þ)

Gul spjöld:
Andrej Kadlec ('50)
Tomás Vestenický ('93)

Rauð spjöld: