ÍA
1
1
Þróttur R.
Garðar Gunnlaugsson '54 1-0
1-1 Jasper Van Der Heyden '65
22.09.2018  -  16:00
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Sól, smá vindur og kalt.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Arnar Darri Pétursson(Þróttur R.)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('80)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Viktor Helgi Benediktsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('46)
32. Garðar Gunnlaugsson ('90)

Varamenn:
2. Oliver Stefánsson ('90)
10. Ragnar Leósson
15. Hafþór Pétursson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('46)
25. Ísak Bergmann Jóhannesson ('80)
27. Páll Sindri Einarsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Ólafur Valur Valdimarsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli. Við bíðum eftir staðfestum úrslitum í Hafnarfirði. SKAGAMENN ERU INKASSO MEISTARAR 2018!!(STAÐFEST)
90. mín Gult spjald: Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
90. mín
Inn:Oliver Stefánsson (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Þarna kemur annar kjúklingur inná. Fæddur 2002 og sonur Stefáns Þóðarsonar. Enginn kjúklingaskítur á Skaganum núna.
88. mín
Það eru tvær mínútur eftir af leiknum og eins staðan er núna er ÍA að vinna deildina þar sem HK er að tapa 2-0 í Hafnarfirði
85. mín Gult spjald: Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
80. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Þetta er söguleg stund á Norðurálsvellinum á Akranesi. Ísak Bergmann er yngsti leikmaður í sögu mfl karla hjá ÍA, 15 ára og 182 daga gamall og bætir með Sigurðar Jónssonar sem var 15 ára og 300 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍA 1982
75. mín
ÚFFFFF! Emil með skalla rétt framhjá!!!
72. mín
ÚFFFFFF! Viktor Jóns með skalla rétt yfir.
71. mín
Birkir Þór í dauðafæri en skotið er rosalega vont og yfir.
67. mín
AFtur er Bjarki með hörkuskot en nú yfir markið.
66. mín
AFTUR Í STÖNGINA!!!! Bjarki Steinn með hörkuskot í stöngina.
65. mín MARK!
Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.)
MAAAAAAAAAARK!!!!! Heyden sleppur einn í gegn og klárar frábærlega. Lyfir yfir Árna Snæ sem kom út á móti.
64. mín
Þróttarar með horn og Emil með skallann en framhjá.
63. mín
Boltinn í stöngina!!!! Ólafur Valur með skot í stöngina!!!
62. mín
Þróttara fengu horn en boltinn aftur fyrir og markspyrna.
60. mín
Ja hérna!!! Hörður Ingi fer illa með Baldur Hannes og Skagamenn fá 2 hörkufæri en ná ekki að skora!!
59. mín
Þróttarar fengu horn og Viktor með skalla en dæmdur brotlegur.
57. mín Gult spjald: Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.)
56. mín
VÁÁÁÁÁÁÁ!!! Viktor Jóns með hörkuskot en Árni Snær með frábæra vörslu!!!
54. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Stoðsending: Bjarki Steinn Bjarkason
MAAAAAAAAARK!!!!! GG9!!!! Ég var nýbúinn að hafa orð á því hvað GG9 hefði ekki sést í leiknum. Bjarki sendir boltann á hann í teignum, GG með frábæran snúning og setur hann framhjá Arnari Darra!
54. mín
Þróttara með fína sókn og Viktor með skot framhjá. GG9 dauðafæri en bjargað á línu!!
48. mín
Og aftur eru Þróttara með skot nú er það Viktor en yfir markið.
47. mín
Fyrsta skot seinni hálfleiksins er Þróttar og það tók Logi Tómasson en framhjá.
46. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn hjá okkur og það eru Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt að höllinni.
45. mín
Hálfleikur
Staðan er 0-0 í hálfleik. Skagamenn hafa fengið betri færi í þessum leik.
45. mín
Þróttarar í hörkufæri. Og Emil með mjög góða sendingu en enginn í teignum til að klár. Þróttarar fá horn og Emil með skallann yfir.
41. mín
Þróttara heppnir þarna! Sending inní teig og Arnar Darri misreiknar sig og Garðar nær boltanum og sendir fyrir en skotið frá Viktori er í varnarmann.
40. mín
Heyden kemst í fínt færi en skotið er rosalega vont og Árni Snær næt boltanum.
39. mín
Garðar með fínan snúning í teignum en skotið er slakt og beint á Arnar Darra.
37. mín
Skagamenn fengu horn og Einar Logi með skallann en réééétt framhjá.
36. mín
Steinar Þorsteins með fínasta skot utan teigs en Arnar Darri heldur áfram að verja.
33. mín
Fín sókn hjá Þrótti sem endar með skoti frá Birki Þór en vel yfir markið.
32. mín
Stefán Teitur með frábæra pressu og vinnur boltann í teignum hjá Þrótti en enn ver Arnar Darri.
30. mín
Skagamenn fengu hornspyrnu og Einar Logi með skallann yfir markið.
23. mín
STEINAR!!!! Aftur er Steinar í dauðafæri en aftur ver Arnar Darri. Frábær varsla hjá honum.
21. mín
Heyden í dauðafæri fyrir Þróttara en Árni Snær ver frábærlega.
19. mín
Baldur Hannes í alls konar veseni í hægri bak hjá Þrótti. Steinar fer illa með hann og hörkuskot sem Arnar Darri ver í horn.
17. mín
Stefán Teitur labbar fram hjá Baldri í vörninni hjá Þrótti og með skot en í hliðarnetið.
14. mín
Flott sókn hjá ÍA og Steinar við það að sleppa í gegn en varnarmenn Þróttar vel vakandi
12. mín
Þróttara ívið sterkari á þessum fyrstu 12 mínútum en ekki náð að skapa sér alvöru færi.
7. mín
STEINAR!!!!! Steinar Þorsteinsson sleppur einn í gegn en skotið agalega slakt og Arnar Darri ver auðveldlega.
4. mín
Lítið að gerast fyrstu fjórar mínútur leikins. Þróttara meira með boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað hjá okkur og það eru Þróttarar sem byrja með boltann og sækja í átt átt höllinni.
Fyrir leik
Fyrstu fjórum leikjum dagsins er lokið og úrslitin eru eftirfarandi.

Þór Ak-Leiknir R 3-1
Njarðvík-Selfoss 2-1
Fram-Víkingur Ó 1-2
ÍR-Magni 2-3

MAGNI BJARGAR SÉR FRÁ FALLI!
Fyrir leik
Það eru rétt rúmar 20mín í leik og það er létt yfir mannskapnum. Vonandi fáum við skemmtilegan leik hérna á eftir. Bæði lið að hita upp og allt í standi.
Þið þekkið þetta gott fólk. #fotboltinet og valdar færslur birtast í lýsingunni.
Fyrir leik
Það eru fínustu aðstæður á Akranesi í dag til að spila fótbolta. Glampandi sól, smá vindur og kannski 6 stiga hiti.
Fyrir leik
Nú fara liðin að sjást hér til hliðar en skýrslan er komin inná KSÍ og það er staðfest að tveir kornungir leikmenn úr 2.flokki eru í hóp hjá ÍA en það eru þeir Oliver Stefánsson(2002) sonur Stefáns Þórðarsonar fyrrverkandi leikmanns ÍA og Ísak Bergmann Jóhannesson(2003), sonur Jóa Kalla þjálfara ÍA. Ef sá síðarnefndi kemur inná í dag þá verður hann yngsti leikmaður í sögu mfl karla hjá ÍA og bætir met Sigurðar Jónssonar aðstoðarþjálfara ÍA.
Fyrir leik
Það fer að styttast í byrjunarliðin hjá okkur en þau ættu að detta inn um kl 15. Ég veit að það ríkir mikil spenna á meðal stuðningsmanna ÍA því að það er jafnvel talið að einhverjir leikmenn úr hópnum hjá nýkrýndum Íslandsmeisturum 2.flokksins verði í hópnum í dag og gætu jafnvel fengið einhverjar mínútur.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst alls 51 einu sinni í leikjum á vegum KSÍ samkvæmt heimasíðu sambandsins. Þar hafa Skagamenn mikla yfirburði en þeir hafa unnið 33 leiki á meðan Þróttur hefur unnið 9. Liðin hafa svon 9 sinnum skilið jöfn.Skagamenn hafa skorað 117 mörk í þessum leikjum en Þróttarar 50. Þess má líka geta að Þróttur hefur unnið síðustu 3 leiki liðanna.
Fyrir leik
Dómari í dag er Kristinn Friðrik Hrafnsson og honum til aðstoðar eru þeir Kristján Már Ólafs og Sævar Sigurðsson. Eftirlistmaður KSÍ er Einar Freyr Jónsson
Fyrir leik
Þetta er að sjálfsögðu ekki einu leikur dagsins í Inkasso þar sem eins og venjulega fer lokaumferðin fer öll fram sama dag en að þessu sinni fara leikir HK og ÍA fram kl 16 en allir hinir leikirnir fara fram kl 14. Eins og fram hefur komið þá er það ljóst að bæði HK og ÍA fara upp, bara spurning hvort liðið vinnur deildina. Á hinum endanum er Selfoss fallið og það verður annað hvort ÍR eða Magni sem fer með þeim niður en þau mæstast einmitt í hreinum úrslitaleik í Breiðholtinu.

Leikir dagsins
Fram-Víkingur Ó.
Þór-Leiknir R.
Njarðvík-Selfoss
ÍR-Magni
Haukar-HK
ÍA-Þróttur R.
Fyrir leik
Skagamenn vilja líka væntanlega hefna fyrir fyrri leik liðanna sem fram fór 13.júlí þar sem Þróttara völtuðu yfir Skagamenn 4-1 í Laugardalnum þar sem Viktor nokkur Jónsson var í banastuði og skoraði eina af nokkrum þrennum sínum í sumar.
Fyrir leik
Þess ber þó að geta að Skagamenn geta stolið toppsætinu af HK-ingum með sigri hérna í dag ef lið fólksins misstígur sig í sínum leik á móti Haukum í Hafnarfirðinum. Og leikmenn ÍA ætla væntanlega að gera sitt til að eiga möguleika á efsta sætinu.
Fyrir leik
Við ætlum að fylgjast með leik ÍA og Þróttara frá Reykjavík í 22 annari og síðustu umferð Inkasso-deildarinnar 2018. Leikurinn hefur kannski ekki mikla þýðingu að margra mati þar sem ÍA er komið upp í Pepsi deildina og Þróttarar enda í fimmta sæti eftir að hafa tapað síðustu þremur leikjum eftir hafa verið á miklu flugi.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi, þá síðustu á þessu sumri.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
3. Teitur Magnússon
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
8. Baldur Hannes Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Emil Atlason
11. Jasper Van Der Heyden
20. Logi Tómasson

Varamenn:
3. Stefán Þórður Stefánsson
7. Adrían Baarregaard Valencia
8. Aron Þórður Albertsson
16. Óskar Jónsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Sveinn Óli Guðnason
Jamie Paul Brassington
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Jasper Van Der Heyden ('57)
Rafn Andri Haraldsson ('90)

Rauð spjöld: