Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
FH
1
4
Stjarnan
Diljá Ýr Zomers '25 1-0
1-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '27
1-2 Guðmunda Brynja Óladóttir '33
1-3 Telma Hjaltalín Þrastardóttir '83
1-4 Sigrún Ella Einarsdóttir '88
17.09.2018  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Geggjaðar í alla staði. Sólríkt, heiðskírt og blankalogn
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Maður leiksins: Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
5. Megan Elizabeth Buckingham
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Jasmín Erla Ingadóttir
15. Birta Stefánsdóttir
16. Diljá Ýr Zomers
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('45)
22. Nadía Atladóttir ('66)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
2. Helena Stefánsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('45)
13. Dagbjört Bjarnadóttir
14. Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('66)
22. Lovísa María Hermannsdóttir

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Halla Marinósdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Atli Haukur hefur blásið í flautuna og Stjarnan vinnur 4-1 sigur á FH í Kaplakrikanum.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Hvaða skotsýning er í gangi hérna? Diljá Zomers reynir skot af fáranlega löngu færi en boltinn dettur ofan á markið. Þessi bolti var ekki fjarri því og um að gera reyna ef þú hefur svona geggjaðan spyrnufót.
89. mín
Helena reynir skot en beint á Berglindi í markinu.
88. mín MARK!
Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
Stjarnan er bara ganga frá þessum leik á síðustu 10. mínútum leiksins. Lára Kristín Pedersen kemur með geggjaða sendingu á milli varnarmanna með fullkominni vigt á henni á Sigrún Ellu. Sigrún keyrir á varnarmann köttar aðeins út og smyr boltann í fjær óverjandi fyrir Anítu í markinu!
87. mín
Diljá reynir skot af 40 metrunum eftir að Berglind fer úr markinu og hreinsar boltanum í burtu. Boltinn fer hinsvegar af Megan og í fangið á Berglindi.
86. mín
Inn:Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir (Stjarnan) Út:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Telma liggur efitr á vellinum og gefur merki um að hún sé búin og vilji skiptingu! Hvað gerðist þarna ég sá það hreinlega ekki hún er kominn í gegn og fer framhjá Anítu missir boltann aðeins frá sér og ryenir að senda hann á Sigrún Ellu og liggur svo eftir.
83. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Bíddu vóó! Telma Hjaltalín keyrir á vörn FH og ákveður að vippa yfir Anítu í markinu af svona 25-27 metra færi og boltinn virðist vera fara yfir markið en drepst skyndilega í vindinum eða var þetta backspin hjá Telmu? Fáranlega fallegt mark engu að síður.
81. mín
Telma Hjaltalín með sterkan snúning og kemur sér í skotið en það fer yfir markið.

FH bruna upp í sókn eftir markspyrnuna og vinna hornspyrnu en hún rennur út í sandinn.
80. mín
VÁÁÁÁ!! Ég sá þennan bolta inn þetta var sturlað skot frá Megan Buckingham. Tekur varnarmann á og hleður í geggjað skot sem að sleikti stöngina héldu allir á vellinum að þessi væri að fara syngja í netinu!
80. mín
Allt eða ekkert síðustu mínúturnar væri til í að sjá FH leggja aðeins meiri þunga í sóknarleikinn og ná þessu jöfnunarmarki þær hafa engu að tapa.
76. mín
Bíddu bíddu... brotið á Sigrúnu eða ekki? Dómarinn segir nei línuvörðurinn flaggar en dómarinn bara hundsar hann og þá setur línuvörðurinn flaggið niður Stórfurðulegt!
75. mín
Korter eftir af þessum leik fáum við annað mark? FH hafa lagt allt í baráttuna í þessum leik og eiga skilið að jafna.

Vallarþulurinn gerir lítið annað en að tilkynna bílnúmer bíla sem þurfa að færa sig.
74. mín
Inn:Brittany Lea Basinger (Stjarnan) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
71. mín
Það er aðeins farið að kólna og ísköld rigninginn er ekki að hjlápa línuverðinum en hann hríðskelfur af kulda. Heitt kakó og kleinur fyrir hann beint eftir leik!
70. mín
"Skjóta stelpur" heyrist í stúkunni og Rannveig Bjarnadottir heyrir að og reynir skotið fyrir utan teig en boltinn fer framhjá markinu.
67. mín
Það svoleiðis helli helli helli rignir þessa stundina þegar Diljá Ýr reynir skot fyrir utan en beint á Berglindi í markinu.
66. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Út:Nadía Atladóttir (FH)
65. mín
Guðmunda mín þú verður að hitta boltann þarna! Frábær skyndisókn hjá Stjörnunni, Lára Kristín kemur á ferðinni setur boltann út á Þórdísi sem að kemur með fyrirgjöfina á fjær þar sem Gumma er alein en reynir að taka skotið með hægri frekar en vinstri og missir af honum. Ef hún hefði tekið hann með vinstri hefði hún skorað
64. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Út:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)
63. mín
Ég er enn á lífi þessi leikur er rosalega mikið bara fram og til baka án þess að liðin séu að skapa sér færi. Ég gæti hent í léttan 5-aura brandara en ég sleppti því.
59. mín
Það er lítið marktækt að gerast hérna en ætla hrósa FH fyrir baráttuna þær eru að selja sig dýrt!
55. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Rífur vel í treyjuna hjá Buckingham og fær spjald
54. mín
Þórdís vinnur horn fyrir Stjörnuna sem að hún tekur sjálf. Spyrnan er ágæt en FH hreinsa beint aftur út á Þórdísi sem kemur með baneitraðan bolta fyrir beint á hausinn á Megan en skallinn hennar fer framhjá markinu!
51. mín
Lára Kristín reyndi skot með hægri ég á ekki til lýsingarorð til að lýsa því svo ég segi í stuttu máli þetta var vont skot.
50. mín
FH eru gjörsamlega færaóðar í upphafi síðari hálfleiks núna kemur Megan Buckingham með góðan bolta fyrir á Nadíu sem að setur boltann yfir mark.
49. mín
Atla finnst gaman að plata leikmenn og bendir aftur aukaspyrnu í vitlausa átt en FH fær hana að lokum.
48. mín
Fyrsta skot síðari hálfleiks kemur frá Úlfu Dís en það er laflaust og Berglind grípur knöttin í rólegheitunum.

Strax í næstu sókn reynir Rannveig skot en það var aldrei nein hætta af því
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
45. mín
Hálfleikur
Friðrik Dór er mættur á völlinn og í stúkuna og hvað haldiði "Á Sama tíma á sama stað" er að sjálfsögðu spilað. Hafnfirðingar stoltir af sínum manni.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Hafnafirðinum þar sem Stjarnan leiðir 2-1! Búin að vera ágætis leikur hingað til 3 mörk og góð færi.

Ég ætla detta í pásu sé ykkur öll hress og kát í þeim seinni!
44. mín
FH fær hornspyrnu þegar 1 mínúta er eftir af fyrri hálfleik ná þær að jafna? Svarið er nei Lára Kristín skallar boltann niður og Stjarnan hreinsar svo í innkast.

FH eru fljótar að taka það og vinna annað horn sem Helena tekur! STJARNAN BJARGAR Á LÍNU frábær bolti frá Helenu þar sem Dilja nær skallanum en Stjarnan á ótúulegan hátt bjarga þessu á línu.
42. mín
Þórdís Hrönn hefur verið geggjuð í fyrri hálfleik líkt og Lára Kristín Pedersen! Lára kemur með sendingu á Þórdísi sem að tekur varnarmann á og lætur svo vaða en Aníta nær að slá boltann yfir markið og Stjarnan fær horn sem lítið verður úr.
40. mín
Jasmín brýtur á Önnu Maríu út á vinstri vængnum og Stjarnan fær aukaspyrnu. Sigrún Ella tekur hana en Aníta nær að slá boltann frá og FH hreinsa svo.
37. mín
Stjarnan fær horn sem að Þórdís tekur hún ætlar bara taka allar spyrnur í dag. Spyrnan er fín en FH skalla boltann frá.
36. mín
Þórdís Hrönn með aukaspyrnu í kringum miðjuna sem endar beint í fanginu á Anítu í markinu.

Hvernig bregðast FH stelpur við þessum mörkum? Búnar að spila vel og komast yfir með flottu marki en fá svo þessi tvö mörk í andlitið með 6 mínútna millibili.
33. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Litla dæmið maður frábært mark hjá Guðmundu Brynju. Hún fær sendingu frá Þórdísi fyrir utan teig og tekur létta gabbhreyfingu til vinstri en fer svo til hægri og skilur Ernu GUðrúnu eftir í rykinu. Gumma lætur svo bara vaða fyrir utan teig og boltinn sleikir stöngina og í bláhornið. Geggjað mark
33. mín
Nei nei nei Megan mín!

Frábær sókn hjá Stjörnunni hröð á beinskeytt sem endar með því að Sigrún Ella kemur með frábæra bolta inn á teiginn þar sem Megan er alein og tekur við honum en setur boltann svo yfir markið úr dauðafæri!
32. mín
Diljá er að fara illa með Bryndísi í hægri bakverðinum í dag. Tekur tvær gabbhreyfingar og skilur hana eftir áður en hún kemur með fyrirgjöfina en það er búið að dma brot í teignum.
29. mín
Tvö mörk á tveimur mínútum þetta er alvöru ég lofaði þremur mörkum það eru komin tvö takk fyrir.

Stjarnan fær horn sem þær taka stutt en það rennur út í sandinn.
27. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
Bíddu.... Hvað skeði þarna? Lára Kristín kemur með langan bolta upp í hornið á Þórdísi sem að setur boltann fyrir markið og yfir Anítu í markinu og boltinn datt bara inn í fjærhorninu. Það var algjör þögn á vellinum og enginn áttaði sig á að þessi bolti væri inni meðan Þórdís hljóp til baka og fagnaði og það kveikti bara enginn á perunni með henni... Þetta var stórfurðulegt mark en það telur.
25. mín MARK!
Diljá Ýr Zomers (FH)
Stoðsending: Erna Guðrún Magnúsdóttir
Fyrsta skot/Skalli FH á markið og þær eru komnar yfir! Geggjaður bolti frá Ernu Guðrúnu inn á teiginn þar sem Diljá vinnur skallaeinvígið og setur boltann fallega í fjærhornið og Berglind átti ekki möguleika!
23. mín
Aldeilis tíðindi í leikjum dagsins! Selfoss er komið yfir í Kópavogi og Þór/KA er komið yfir fyrir norðan á móti Val!
21. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig sem Hjaltalín tekur. "Hvað ertu að dæma á dómari" og "Þetta er ekki 4.flokkur dómari" Heyrist úr stúkunni. Soft aukaspyrna en skotið frá Telmu fer framhjá markinu.
20. mín
Stórhætta við mark FH! Þórdís Hrönn fer skemmtilega framhjá tveimur leikmönnum FH og kemur boltanum fyrir þar sem Gumma lætur hann fara og Megan er við það að setja hann í netið þegar FH bjarga!
19. mín
Lítið um opin færi fyrstu 20 mínúturnar og auglýsi ég eftir þeim. Já ég ætla vera duglegur að auglýsa í dag.
16. mín
Gumma með Ronaldotakta kemur með geggjaða hælspyrnu og setur boltann út á Bryndís Björns sem að kemur með fyrirgjöf á Hjaltalín sem að teygir sig í boltann og nær snertingunni en beint í fangið á Anítu í markinu!
14. mín
Atli Haukur ákveður að vera grínisti og dæmir aukaspyrnu á Stjörnuna en áttar sig svo á því að FH gerðust brotlegar og Stjarnan fær aukaspyrnuna.

Viktoría Valdís tekur spyrnuna á miðjum vallarhelmingi FH en beint í fangið á Anítu.
12. mín
ÚFF Þetta getur ekki hafa verið gott! Adda fær hér bombu í magan/Brjóstkassa af stuttu færi og virðist missa andann.
11. mín
Adda vinnur boltann á miðjunni og Stjarnan eru skyndilega komnar í kjörstöðu. Hún kemur með krefjandi bolta á Telmu Hjaltalín sem kemst framhjá einum varnarmanni en þarf að leggja boltann út á Þórdísi Hrönn sem reynir fyrirgjöfina en FH koma því í burtu.
9. mín
FH stelpur líflegar fyrstu mínúturnar og spila vel á milli sín. Sóknin endar á því að Eva Núra reynir að vippa boltanum inn fyrir á Helenu þar sem Anna María "Kikksar" aðeins boltann en Berglind Hrund er mætt og hirðir hann.
6. mín
Fyrir áhugasama þá hefur bæst verulega í stúkuna fagna því!

Dilja Ýr Zomers með flottan sprett áður en hún lætur vaða en skotið hennar fer yfir markið!
4. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu út á hægri væmngnum sem að Þórdís Hrönn ætlar að taka hana en spyrnan hennar er aðeins of há og endar ofan á markinu.
3. mín
Leikurinn fer rólega af stað og Stjörnu stelpur halda boltanum aðeins.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru gestirnir frá Garðabæ sem að byrja með boltann og sækja í áttina að miðbænum.

Ég stend ætíð við loforð og ég lofa að minnsta þremur mörkum! Einnig auglýsi ég eftir sólinni sem ákvað að leggja sig aðeins bakvið skýin.
Fyrir leik
Það eru 13 áhorfendur mættir ásamt mér og Bjarna kollegga mínum hjá Mbl ég lýg því ekki og það eru rétt um 7 mínútur í leik. Ég treysti því á að það séu fjölmargir að lesa þessa textalýsingu, mættuð samt vera á vellinum einnig og lesa hana bara þar í þæginlegum sætum með glóðvolgan kaffibolla.
Fyrir leik
Flóni er í græjunum og það var verið að mæta með Hraun súkkulaði og kaffi upp í fjölmiðlaboxið. Fólk er byrjað að mæta í stúkuna og ég hitti Steve Lennon áðan á ganginum og við ræddum þennan leik á slangur Bresku, við erum með svipað góðan hreim.
Fyrir leik
Það er svo sturlað veður ertu ekki að grínast í mér? Blankalogn, heiðskírt og sólin skín! Það er enginn afsökun til að mæta ekki á völlinn og styðja við Íslenska knattspyrnu í dag!

Bæði lið eru mætt út á völl í upphitun, FH taka gamla góða skokk frá endalínu að teig í hóp klassíkinn deyr aldrei. Ana Cate stjórnar upphitun hjá Stjörnunni og er með allskonar drillur sem heilin á mér ræður illa við!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá FH er hin stórskemmtilega Jasmín Erla á sínum stað ásamt vinnuhestinum Evu Núru Abrahamsdóttir og Nadía Atladóttir er út á vængnum. FH liðið er samt vængbrotið og vantar leikmenn eins og Höllu fyrirliða og Guðný Árnadóttir í vörnina.

Hjá Stjörnunni byrjar Anna María Baldursdóttir eða Reitarboltinn eins og hún er kölluð á æfingarsvæðinu, systir hennar Ásgerður Stefanía er á miðjunni ásamt Láru Kristínu Pedersen.
Fyrir leik
FH sitja í tíunda og þar með neðsta sæti deildarinnar með 6.stig og eru fallnar í Inkasso deildina en geta en með tveimur sigrum í síðustu tveimur umferðunum komist upp í 9.sæti ef Grindavík tapar báðum sínum leikjum.

Stjarnan er hinsvegar í 3.sæti og eru þar með tveimur stigum meira en Valur í harðri baráttu um 3-4 sætið.
Fyrir leik
Já góðan og margblessaðan daginn. Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik FH og Stjörnunar í Pepsí Deild kvenna.
Byrjunarlið:
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('86)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
17. Megan Lea Dunnigan
24. Bryndís Björnsdóttir ('64)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('74)

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
4. Brittany Lea Basinger ('74)
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir ('86)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('64)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('55)

Rauð spjöld: