Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Stjarnan
1
1
KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson '62
Sölvi Snær Guðbjargarson '79 1-1
19.09.2018  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og kvöldgola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Aron Elí Gíslason
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('71)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson ('67)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('65)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
3. Tristan Freyr Ingólfsson
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('67)
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('65)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA menn hirða stig af toppliðunum tveim back to back og Valur er með þriggja stiga forrystu á toppnum þegar tveir leikir eru eftir.
94. mín
Inn:Áki Sölvason (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Áki kemur inná hér í blálokin fyrir fyrirliðann.
94. mín
KA menn í skyndisókn en Daníel skýtur framhjá markinu.
90. mín
Ég skal segja ykkur það Stjarnan var að skora og allt varð vitlaust af fögnuði en markið er dæmt af vegna rangstæðu! Gauji með frábæran skalla og Aron Elí með enn betri markvörslu og þaðan hrekkur boltinn á Sölva sem skorar en hann var rangstæður. Senur!
88. mín
Ömurleg aukaspyrnu, Tóti hljóp yfir boltann og Hilmar negldi honum svo bara í miðjan vegginn.
87. mín
Stjarnan að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað, ef einhvern tímann væri tíminn til að skora loksins 16.markið í sumar væri það núna Hilmar Árni!
85. mín
Inn:Ýmir Már Geirsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Steinþór verið flottur í dag og kemur nú útaf fyrir Ými.
84. mín
Tóti nær að stilla sig yfir á vinstri inn í teig en skýtur rétt yfir markið, fjör í þessu núna!
83. mín
Ævar Ingi kominn í dauðafæri en vinur hans, Bjarni með sturlaða tæklingu sem bjargar þessu!
83. mín Gult spjald: Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Er alltof seinn í Alex úti á miðjum velli, hárrétt.
79. mín MARK!
Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Stoðsending: Alex Þór Hauksson
Þarna kom jöfnunarmark Stjörnunnar og það var glæsilegt, Alex með sturlaða sendingu inná teiginn beint á hausinn á Sölva sem skallaði hann í netið. Stjörnumenn ætla sér að vinna þennan leik!
74. mín
Aron Elí Gíslason dömur mínar og herrar, sá er að fara á kostum hér í kvöld! Þorri með fast og hnitmiðað skot alveg út í horn en Aron með frábæra markvörslu!
71. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Stjörnumenn að gera sína síðustu skiptingu, Sölvi að koma inná fyrir Þorstein Má hér.
70. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Það er allt að sjóða uppúr hérna, nú fékk Brynjar gult fyrir mótmæli en Stjörnumenn vilja meina að Archie hafi farið í andlitið á Hilmari og hafa ýmislegt til síns máls.
69. mín
Klafs í teignum endar með að Ævar nær skoti en það lekur framhjá stönginni, Skeiðin var byrjuð að fagna en inn fór boltinn ekki.
68. mín
Stórhættulegur bolti hjá Hilmari inná teiginn sem Túfa er næstum því búinn að setja í eigið mark!
67. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Fyrirliðinn útaf og Þorri inná, Alex fær bandið.
67. mín
KA menn að klúðra dauðafæri hér til að komast í 2-0, frábær skyndisókn sem endar með að Steinþór rennir honum á Grímsa í dauðafæri en hann skýtur rétt yfir markið.
65. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Guðmundur Steinn hefur lokið leik hér í kvöld og inná í hans stað kemur uppalinn KA-maður, Ævar Ingi.
62. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
KA menn eru komnir yfir á Samsung! Daníel með flotta sendingu innfyrir á Ella sem klárar mjög vel í hornið framhjá Halla sem kom þó hönd á boltann. Eins og staðan er núna eru vonir Stjörnunnar um að vinna tvöfalt orðnar mjög litlar.
61. mín
Archie kom inná miðjuna hjá KA mönnum og Bjarni Mark er kominn niður í hafsentinn.
59. mín
Inn:Archie Nkumu (KA) Út:Aleksandar Trninic (KA)
Trninic fékk rykk á hnéið áðan og er að koma hér útaf fyrir Archie.
55. mín
Trninic liggur nú eftir og fær aðhlynningu, verið mikið í sviðsljósinu síðustu mínútur, hann þrífst á athyglinni.
52. mín Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Trninic nælir sér í gult spjald hér fyrir mótmæli.
51. mín
Steinþór á hraðleið upp í skyndisókn og Tóti brýtur á honum, finnst að þetta hefði verðskuldað gult spjald en hann sleppur.
46. mín
Leikur hafinn
KA menn hefja seinni hálfleikinn hér
45. mín
Hálfleikur
Nokkuð fjörugur leikur þrátt fyrir markaleysið, hálfleikur kominn á Samsung-vellinum.
45. mín
KA menn eru í nauðvörn hérna núna, Jói Lax með neglu með vinstri sem Trninic kemst fyrir með hausnum, þessi hefði sungið í netinu!
45. mín
Aron kom hér út til að handsama boltann en náði honum ekki og boltinn barst á Guðmund Stein fyrir auðu marki en hann skallar boltann framhjá markinu!
43. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (KA)
Fyrir að sparka Tóta niður áðan, hagnaður var dæmdur en hann fær réttilega gult spjald fyrir brotið.
42. mín
Ég skal segja ykkur það, Hilmar Árni var kominn einn í gegn á móti Aroni en Aron varði stórkostlega frá honum, frábær markvarsla og Hilmari Árna virðist fyrirmunað að skora!
41. mín
Boltinn berst hér út á Hrannar rétt fyrir utan teig en hann hamrar boltanum yfir markið.
39. mín
Milan með fyrirgjöf sem kemur á lofti til Steinþórs en hann hamrar boltanum í Tóta og þaðan í horn.
38. mín
Rosalega lítið að frétta á vellinum núna, leikurinn verið lokaður síðustu mínútur og þögn er slegin á stúkuna allt í einu líka, koma svo við viljum meira fjör!
31. mín
Boltinn dettur fyrir Steinþór hægra megin í teignum og hann hamrar á lofti á markið en Halli vel á verði, stórskemmtileg tilraun!
28. mín
Dauðafæri hjá Túfa hérna, Hrannar með flotta fyrirgjöf á Túfa sem er aleinn inn í teig en skýtur framhjá, hræðilegt skot úr dauðafæri.
22. mín
Alaxander Trninic liggur hér eftir, það myndi koma mér verulega á óvart ef hann þyrfti að fara af velli enda yfirleitt ekkert að honum nema hausinn.
20. mín
Vá þarna voru Stjörnumenn nálægt því að skora, Jói Lax með flottan sprett upp hægri kantinn og senti hann inn meðfram jörðinni, Gauji lét hann fara og Guðmundur Steinn í dauðafæri en Hrannar kemst fyrir skotið og boltinn lak framhjá stönginni og í horn.
15. mín
Guðmundur Steinn reynir skotið fyrir utan, ekki galin tilraun en fer þó vel framhjá markinu.
12. mín
Guðmundur Steinn með lipra takta og prjónar sig í gegnum KA vörnina en Callum nær að stöðva hann á endanum og Aron kemst út í boltann.
9. mín
KA mun líklegri þessa stundina, nú barst boltinn á Túfa á lofti í fínu færi inn í teig en hann skaut framhjá markinu.
4. mín
Stjarnan í nauðvörn hérna, fyrst var Bjarni í góðu skotfæri en skaut í varnarmann, síðan var Danni alltof lengi að athafna sig í dauðafæri Stjarnan komst fyrir. Boltinn var að berast á Steinþór þegar Brynjar hreinsaði í horn, KA aular að skora ekki í þessari sókn.
2. mín
Gauji með fyrirgjöf sem KA menn ná ekki til og Guðmundur Steinn er í úrvalsfæri en skallar framhjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan byrja þennan leik.
Fyrir leik
5. flokkur Stjörnunnar eru heiðraðir hér fyrir leik en 3 lið urðu Íslandsmeistarar hjá þessum flokki í sumar. Frábær árangur hjá þeim!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
Stjarnan gerir eina breytingu á byrjunarliði síni frá sigrinum á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Baldur Sigurðsson fyrirliði er í leikbanni og Guðmundur Steinn Hafsteinsson byrjar í hans stað.

KA gera tvær breytingar frá jafnteflinu við Val í síðustu umferð. Ásgeir Sigurgeirsson sleit krossband og verður frá í langan tíma og Steinþór Freyr Þorsteinsson byrjar í kvöld í hans stað. Þá er Hallgrímur Jónasson í leikbanni og Elfar Árni Aðalsteinsson kemur inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Stjarnan er í öðru sæti með 39 stig og vinni þeir í kvöld eru þeir aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals og halda því miklu lífi í titilbaráttunni.

KA er í 7.sæti með 24 stig og nái þeir stigi eða þrem stigum í kvöld fara þeir uppfyrir Grindavík í 6.sætið. Túfa, þjálfari KA manna mun hætta með liðið eftir tímabilið og mun vilja kveðja með stæl.
Fyrir leik
Stjarnan varð bikarmeistari á laugardaginn þegar þeir lögðu Breiðablik af velli í vítaspyrnukeppni og þurfa að vinna í kvöld ætli þeir sér að ná að vinna tvöfalt. KA gerði Stjörnunni greiða í síðustu umferð þegar þeir náðu stigi gegn Val og verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái að gera Val sama greiða hér í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsung-vellinum þar sem nýkrýndir Bikarmeistarar Stjörnunnar fá KA menn í heimsókn í 20.umferð Pepsí-deildar karla klukkan 18:00.
Byrjunarlið:
18. Aron Elí Gíslason (m)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('94)
Aleksandar Trninic ('59)
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
12. Milan Joksimovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('85)
99. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
7. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Ýmir Már Geirsson ('85)
18. Áki Sölvason ('94)
25. Archie Nkumu ('59)
35. Frosti Brynjólfsson
77. Viktor Már Heiðarsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Jens Ingvarsson

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('43)
Aleksandar Trninic ('52)
Steinþór Freyr Þorsteinsson ('83)

Rauð spjöld: