Fylkir
0
3
Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen '27 , víti
0-2 Jonathan Hendrickx '43
0-3 Aron Bjarnason '57
Gunnleifur Gunnleifsson '90
19.09.2018  -  19:15
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Gola á annað markið, blæs á sundlaugina. 8 stiga hiti og teppið nýskúrað. Fínar aðstæður fyrir fótbolta.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 967
Maður leiksins: Aron Bjarnason
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Hákon Ingi Jónsson ('74)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('61)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson ('61)

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('61)
18. Jonathan Glenn ('74)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Helgi Valur Daníelsson ('24)
Hákon Ingi Jónsson ('30)
Ólafur Ingi Skúlason ('56)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('71)
Daði Ólafsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðburðaríkur leikur á margan hátt.

Blikar tryggir með Evrópusæti og eiga langeyga titilvon. Fylkismenn fara á KR völlinn enn í fallhættu vitandi það að Fjölnir koma í Árbæinn eftir það í lokaumferð sem gæti orðið ansi magnaður leikur.
90. mín
Arnór Gauti bara varði þessa neglu frá Daða úr aukaspyrnunni. Vissulega nálægt honum en vel föst.

Tók þennan með fótunum líkt og þaulreyndur keeper!
90. mín
Arnór Gauti fer í markmannstreyjuna, Blikar búnir með allar skiptingar!
90. mín Rautt spjald: Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Já sæll!

Ragnar Bragi fær stungu innfyrir og Gulli er of seinn í þessa tæklingu utan teigs. Straujar Ragnar og fær rautt.
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
86. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
85. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)
Kippti Aron niður.
84. mín
Ragnar Bragi í skotfæri í teignum en laust skot á fjær á Gulli auðvelt með að verja.
80. mín
Afskaplega rólegt yfir öllu hér.

Ljóst mál að Blikar hafa þar með tryggt sér Evrópusætið endanlega.
78. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
74. mín
Inn:Jonathan Glenn (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Hákon átt mjög erfitt, verið að spila Glenn í form fyrir síðustu umferðirnar.
71. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Fellir Kolbein duglega.
70. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Jói dæmir hann hafa dýft sér.
68. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
65. mín Gult spjald: Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Togaði Daða niður.
63. mín
Frábært færi - Oddur dettur beint í dauðafæri, fær boltann óvænt í miðjum teignum óvaldaður en neglir framhjá.
61. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Ragnar Bragi fer út á vænginn og Oddur fremst á miðjuna.

Ásgeir skiptir "hreint" við Helga Val.
61. mín
Inn:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) Út:Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
57. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Blikar komnir með öll tök á leiknum og setja hér þriðja markið. Fá mikinn frið inni í teignum hægra megin, eftir reitaboltasendingar milli manna leggur Gísli boltann á Aron við vítapunkt og sá neglir boltanum í fjærhornið.

Game over surely.
56. mín Gult spjald: Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
Fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að Jóhann dæmdi aukaspyrnu á hættulegum stað.
52. mín
Willum með skot langt framhjá af teignum.
48. mín
Gísli í flottu færi en setur boltann framhjá á fjær.
47. mín
Stór ákvörðun!

Ragnar fellur í teignum eftir viðskipti við Damir en Jóhann flautaði ekki, heimamenn hundsvekktir!
46. mín
Leikur hafinn
Komið í gang aftur!
45. mín
Hálfleikur
Í járnum til að byrja með en svo tóku Blikar völdin á vellinum og leiða hér sanngjarnt í hálfleik.
45. mín
Fylkismenn að fá á sig rangstöðuflagg svona u.þ.b. 10 sinnum í þessum hálfleik.
43. mín MARK!
Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Geggjuð skyndisókn hjá Blikum. Aron fær góða sendingu frá vinstri, hleypur með boltann 15 metra og leggur til hægri þar sem Hendrickx kemur aðvífandi og neglir boltann í fjærhornið.
40. mín
Geggjuð tækling hjá Ásgeiri!

Kolbeinn sendir í gegnum vörnina á Aron eftir flotta skyndisókn og sá er í flottu færi sem Ásgeir tekur af honum með magnaðri tæklingu!
35. mín
Leikurinn er enn í bragðdaufara lagi. Fylkismenn eru að koma framar á völlinn en ná ekki enn að setja alvöru pressu á Blikana.
30. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Já!

Hákon missti boltann á vondum stoð og tók sundstungu á eftir Hendrickx og tók hann niður. Hefði verið fagnað í NFL þessari, býsna kaldur!
27. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Fastur niðri vinstra megin frá honum séð.

Aron í boltanum en of fast.
27. mín
VÍTI

Breiðablik. Hendi á Ásgeir eftir fasta sendingu Kolbeins inn í teiginn, Jóhann oní þessu en lítil ánægja á meðal heimamanna með dómarinn.
24. mín Gult spjald: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Sparkaði Kolbein ansi hraustlega niður.
22. mín
Fyrsta færi Blika fellur í fætur Hendrickx, sem á fast skot á nær sem Aron ver í horn.

Ásgeir sér um að hreinsa því horni í burtu.
19. mín
Svona á meðan lítið gerist hjá liðunum vill ég lýsa ánægju minni með val dómara á klæðnaði.

Svartklæddir dómarar. Það gerir eitthvað fyrir mann!
15. mín
Og við fengum færi!

Andrés fær gott skotfæri utarlega í teignum en lyftir boltanum rétt yfir slánna á fjær.
14. mín
Afsakið fáar færslur...en það er útaf doltlu.

Hér er lítið sem ekkert að gerast.
9. mín
Blikar hafa hrundið upphafsáhlaupinu og hafa komist ofar á völlinn. Komin þrjú horn á þessari mínútu.
6. mín
Fylkismenn stilla upp í 4231.

Aron

Andrés - Ari - Ásgeir - Daði

Ólafur - Helgi

Albert - Ragnar - Valdimar

Hákon
3. mín
Fylkismenn byrja á hápressu hér, mögulega að stóla á þreytu Blikanna.

Komin innköst á þriðjungi og nú horn.
1. mín
Leikur hafinn
Kick off has arrived.
Fyrir leik
Þetta er rétt að detta í gang.

Fyrirliðarnir og landsliðspésarnir Gulli Gull og Óli Ingi fóru í peningakastið.

Gulli vann og valdi að byrja á móti golunni. Fylkir eiga fyrsta spark.
Fyrir leik
Sólin er dásamleg...en í kvöld er hún býsna erfið.

Lágt á lofti og beint í augu blaðamanna...en eins og Seljadrengurinn MC segir.

"Svon'er'edda"


Fyrir leik
Byrjunarlið Fylkis er klárt, en þeir hafa ekki spilað leik síðan 31. ágúst þegar þeir unnu 1-2 sigur á Keflavík. Emil Ásmundsson tekur út leikbann og frá þeim leik kemur Hákon Ingi Jónsson inn.

Ein breyting er á liði Blika frá bikarúrslitaleik. Kolbeinn Þórðarson kemur inn fyrir Viktor Örn Margeirsson.


Fyrir leik
Eitt stóra mál kvöldsins verður hvort að hér verði ljós!

Leikurinn í kvöld verður sá fyrsti sem verður leikinn í glænýjum flóðljósum á Flóridana, það vitum við sem höfum fiktað í rafmagni að stundum er smá stress þegar fyrst er kveikt. Það verður spennandi.

Hins vegar er alveg ljóst að Gunni Helga getur skrifað bók um það þegar söguhetjurnar hans hafa náð t.d. 3.flokksaldri og fengið verulega flott bókarheiti.

"Í flóðljósum á Flóridanavelli".

Gunni....ég tek mest 12% kött af sölulaunum sko!
Fyrir leik
Svo að við lítum til þeirra sem eiga að sjá til þess að allt fari fram samkvæmt settum reglum þá verður það hann Jóhann Ingi Jónsson sem verður flautuleikari kvöldsins.

Þeir Egill G. Guðlaugsson og Bjarki Óskarsson hafa rúllað saman í gegnum Hvalfjarðargöngin ofan af Skaga til að hjálpa Púlaranum úr Mosó að sjá um þetta verkefni, ef eitthvað kemur uppá hjá þeim fjórum er Einar Ingi Jóhannsson til vara.

Einar Guðmundsson mun verða þeim til eftirlits og skila um þá skýrslu til KSÍ í kjölfarið.
Fyrir leik
Blikar hafa sótt stig reglulega í Árbæinn undanfarin ár.

Fylkir sló þó Blika út úr bikarnum í fyrra en í síðustu tíu viðureignum félaganna á þessum velli hafa Blikar fengið 19 stig gegn 7 Fylkismanna, síðasti sigur Fylkis á Breiðablik hér var í maí 2009.

Svo Blikum líður yfirleitt vel í Árbænum - sjáum hvað setur í kvöld!
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 2-0 sigri Blika.

Það voru þeir Andri Rafn Yeoman og Willum Þór Willumsson sem skoruðu mörk Kópavogspilta í þeim leik í 9.umferð deildarinnar.
Fyrir leik
Leikurinn skiptir bæði lið heilmiklu máli.

Blikar eiga með sigri enn veika von um Íslandsmeistaratitil en líka um leið eiginlega gulltryggt það að enda ekki neðar en í 3.sæti deildarinnar.

Sigur Fjölnismanna í Grindavík um helgina hleypti nýju lífi í fallbaráttuna, Fylkismenn sitja nú bara 3 stigum ofan við fallsæti svo að þeir þurfa nauðsynlega stig líka, eins og Blikar.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er annar tveggja í kvöld sem lýkur 20.umferð PEPSI-deildar, hinn er leikur Stjörnunnar og KA.

Ástæða þessa er auðvitað sú að Breiðablik og Stjarnan léku bikarúrslitaleik á laugardagskvöldið, leik sem Blikarnir vilja örugglega gleyma eftir dramatískt tap.
Fyrir leik
Góðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu úr Árbænum hvar heimamenn í Fylki leika við Breiðablikspilta.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson ('78)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen ('68)
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson ('86)
20. Kolbeinn Þórðarson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('78)
8. Arnþór Ari Atlason
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('86)
25. Davíð Ingvarsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('68)
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Willum Þór Willumsson ('65)
Gísli Eyjólfsson ('70)

Rauð spjöld:
Gunnleifur Gunnleifsson ('90)