Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
KR
1
1
Fylkir
Björgvin Stefánsson '53 1-0
1-1 Oddur Ingi Guðmundsson '84
23.09.2018  -  14:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábært veður og grasið geggjað.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1004 manns
Maður leiksins: Ólafur Ingi Skúlason
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson ('59)
11. Kennie Chopart (f)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
4. Albert Watson
16. Pablo Punyed ('59)
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson
27. Tryggvi Snær Geirsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Atli Sigurjónsson ('64)
Pablo Punyed ('71)
Kristinn Jónsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Ívar Orri til leiksloka. Fylkismenn spila í Pepsi-deildinni 2019.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni. Stefnir allt í jafntefli hér á Alvogenvellinum.
90. mín
KR-ingar fá horn. Óskar Örn tekur.
90. mín
KR-ingar sækja meira núna. Fáum við eitt dramatískt sigurmark?
84. mín MARK!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
FYLKISMENN BÚNIR AÐ JAFNA!!!!!

KR vörnin gjörsamlega steinsofandi. Ragnar Bragi hleypur upp kantinn og inná teig KR þar sem að hann rennur boltanum fyrir markið. Þar er Albert Brynjar einn á auðum sjó en hann hittir boltann ekki alemennilega. Sem betur fer fyrir hann er Oddur Ingi fyrir aftan hann og nær hann að renna sér í boltann. Fylkismenn að tryggja áframhaldandi veru sína í Pepsi?
79. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Þreföld skipting hjá gestunum.
79. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
79. mín
Inn:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
77. mín
Atli Sigurjóns fær hér fínt færi en varnarmenn Fylkis ná að komast fyrir skot hans.
75. mín Gult spjald: Kristinn Jónsson (KR)
Kemur of seint inní Ólaf Inga hérna sem að virðist vera mjög óvinsæll hérna í Vesturbænum.
71. mín
Kennie fellur hér í teignum og vill fá vítaspyrnu. Hann hefur klárlega eitthvað til síns máls en Ívar dómari er ósammála.
71. mín Gult spjald: Pablo Punyed (KR)
Nú er það Pablo sem að neglir aftan í Ólaf Inga. Það er að færast aukinn hiti í þetta.
69. mín Gult spjald: Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
Nú er það Pablo sem að liggur eftir viðskipti sín við Ólaf Inga. Sá þetta ekki nógu vel en menn heimtuðu rautt á Óla þarna.
64. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Fyrsta gula spjald leiksins. Sá ekki hvað gerðist en Ólafur Ingi liggur sárþjáður eftir á miðjum vellinum. Fylkismenn voru að geysast uppí sókn þegar að Ívar Orri flautaði.
59. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Björgvin Stefánsson (KR)
Markaskorarinn tekinn útaf.
56. mín
Finnur Orri með góða fyrirgjöf beint á Skúla Jón en skalli hans endar ofan á slánni.
53. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (KR)
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK!!!!

Boltinn berst inná teiginn og Björgvin kjötar Andrés Má og nær svo að setja tánna í boltann framhjá Aroni í markinu. Sýndist þetta alveg örugglega vera Fylkismaður sem að skallaði boltann inná teiginn.
52. mín
Atli Sigurjónsson nær hér flottri fyrirgjöf beint á kollinn á Óskari Erni en skalli hans fer framhjá markinu.
51. mín
Ólafur Ingi Skúlason reynir að taka hann á lofti fyrir utan teig en skot hans er hátt yfir.
46. mín
Ásgeir Börkur sparkar ég í andlitið á Pálma Rafn og KR fær aukaspyrnu. Atli Sigurjóns tekur spyrnuna en hún drífur ekki yfir fyrsta varnarmann.
46. mín
Jæja þá er leikurinn hafin að nýju. Ekkert kjaftæði í þessum seinni hálfleik koma svo.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Ívar Orri til hálfleiks í þessum rosalega bragðdaufa leik. Ég biðla til þjálfara að stokka allvel uppí þessu í hálfleik svo að eitthvað sé hægt að skrifa um.
45. mín
Arnór Sveinn liggur hér eftir á vellinum eftir viðskipti sín við Elís Rafn. Atli Sigurjóns tekur svo aukaspyrnu í kjölfarið sem að ekkert verður úr. Alveg í takt við þennan leik.
44. mín
Ásgeir Eyþórs fer hér í eina fullorðins tæklingu á Óskar Örn. Heppinn að sleppa við spjald þarna.
42. mín
Blikar eru komnir í 2-0 gegn Fjölni og því útlitið orðið svart í Grafarvogi. Ef að leikar haldast óbreyttir þar nægir Fylki stig hérna í dag. Enginn að segja þeim það samt.
38. mín
Boltinn dettur fyrir Pálma Rafn rétt fyrir utan teig sem að nær ekki að ákveða hvort að hann ætli að senda hann eða skjóta. Tekur milliveginn á þetta sem að endar sem vonlaus tilraun. PLÍS EITTHVAÐ AÐ FARA AÐ GERAST!!!
32. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!!!!

Ég var varla búinn að ýta á enter á síðustu færslu þegar að Albert Brynjar rennir boltanum fyrir markið Þar sem að Elís Rafn lúrir við markteig en skot hans er yfir markið.
32. mín
Það virðist hafa gleymst að segja leikmönnum að það þurfi að sækja til þess ap skora. Þetta er fáránlega dapurt.
24. mín
Jæja þá kom fyrsta alvöru færi leiksins. Atli Sigurjóns fær flotta sendingu innfyrir og fyrsta snertingin hans er geggjuð. Skot hans er hinsvegar laust og á Aron Snær í markinu ekki í neinum vandræðum með það.
23. mín
Jæja nú er þetta orðið þurrt. Liðin skiptast á að halda boltanum innan liðsins án þess að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Nú kalla ég eftir breytingu á því.
17. mín
Bíðum enn eftir alvöru færi í þessum leik. Þetta er eiginlega bara búin að vera barátta.
13. mín
Fjölnismenn eru lentir undir í Grafarvoginum en það verða að teljast góðar fréttir fyrir Fylkismenn.
12. mín
Þarna kom vafaatriði. Ragnar Bragi er við það að sleppa í gegn en Kiddi Jóns nær að renna sér í boltann sem að rúllar tilbaka á Beiti. Beitir tekur svo boltann upp og vilja Fylkismenn fá óbeina aukaspyrnu. Ívar Orri er hins vegar ekki á sama máli.
8. mín
Mikið contact í þessum leik fyrstu mínúturnar og enginn leikmaður er að gefa kommu eftir. Það er gríðarlega vel mætt í stúkuna og frábær stemmning hjá stuðningsmönnum beggja liða.
6. mín
Kennie Chophart kjötar hér Ara Leifs og reynir fyrirgjöf en enginn KR-ingur er í teignum.
5. mín
Emil Ásmunds reynir hér skot fyrir utan teig sem að fer beint í Kristinn Jónsson. Einhverjir kalla eftir hendi en það hefði verið harður dómur.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn. Fylkismenn byrja með boltann og sækja í átt að Ægisíðu.
Fyrir leik
Þá ganga liðin á völlin á eftir Ívari Orra dómara. Örstutt í að þessi vitleysa hefjist.
Fyrir leik
Heil umferð fer fram núna á sama tíma en ég mun reyna að fylgjast með hvað er í gangi í öllum leikjunum og hvað það þýðir fyrir deildina. Langt síðan að deildin var svona spennandi.
Fyrir leik
Það er frítt á Alvogenvöllinn í dag. Veðrið er gott og mikilvægur leikur framundan. Þá get ég einnig staðfest að Vöffluvagnin sé hérna. What a time to be alive.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár en þau má sjá hér til hliðar.

Heimamenn gera tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik liðsins gegn Keflavík. Beitir Ólafsson kemur aftur í mark KR í stað Sindra Snæs og þá kemur Skúli Jón aftur úr leikbanni í stað Gunnars Þórs.

Gestirnir frá Árbænum gera þrjár breytingar á liði sínu. Helgi Valur Daníelsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Hákon Ingi Jónsson koma allir út en inn í þeirra stað koma þeir Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Emil Ásmundsson og Elís Rafn Björnsson.

Fyrir leik
Vesturbæjingar fengu botnlið Keflavíkur í heimsókn í síðustu umferð en sá leikur endaði með 3-1 sigri KR, eftir að Keflavík hafði komist yfir. Pálmi Rafn skoraði tvö mörk í þeim leik og Atli Sigurjónsson skoraði eitt.

Fylkismenn mættu Breiðablik á Floridana-vellinum í síðustu umferð en sá leikur endaði með 3-0 sigri Blika.
Fyrir leik
KR-ingar geta gulltryggt Evrópusætið í dag ef að úrslit falla með þeim en FH, sem að þeir eru í baráttu við, mætir Val á sama tíma.

Fylkismenn geta gulltryggt veru sína í Pepsi-deildinni að ári nái þeir stigi hér í dag, svo lengi sem að Fjölnismenn tapi gegn Breiðablik á sama tíma. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið og eigum við von á hörkuleik.
Fyrir leik
Jú komiði margsæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik KR og Fylkis í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('79)
10. Andrés Már Jóhannesson ('79)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('79)
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson ('79)
9. Hákon Ingi Jónsson ('79)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
28. Helgi Valur Daníelsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Ólafur Ingi Skúlason ('69)

Rauð spjöld: