Fjölnir/Vængir
2
1
FH
0-1 Þórir Jóhann Helgason '8 , víti
Orri Þórhallsson '76 1-1
Viktor Andri Hafþórsson '94 2-1
25.09.2018  -  19:15
Valsvöllur
2. flokkur karla - bikarúrslit
Maður leiksins: Orri Þórhallsson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
3. Tumi Guðjónsson
4. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('67)
5. Atli Fannar Hauksson
16. Helgi Snær Agnarsson
17. Viktor Andri Hafþórsson
21. Valgeir Lunddal Friðriksson
23. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('114)
30. Eysteinn Þorri Björgvinsson
31. Jóhann Árni Gunnarsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('100)
32. Kristófer Óskar Óskarsson (f)

Varamenn:
2. Aðalgeir Friðriksson
8. Orri Þórhallsson ('67)
10. Ayyoub Anes Anbari ('100)
45. Aron Heimisson
55. Birkir Örn Þorsteinsson ('114)

Liðsstjórn:
Einar Jóhannes Finnbogason (Þ)
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Hreimur Guðlaugsson
Guðmar Guðlaugsson
Andri Freyr Björnsson
Aron Páll Símonarson
Gunnar Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aðalbjörn Heiðar flautar til leiksloka!

Fjölnir er bikarmeistari árið 2018.
120. mín
FH-ingar liggja á Fjölnismönnum hérna.

EINAR Í FÆRI! - neglir boltanum yfir.
119. mín
EYSTEINN BJARGAR Á LÍNU!

Boltinn var hreinlega á línunni en Eysteinn mætir og skallar burt!
118. mín
FÆRI!

Boltinn dettur fyrir Pétur inná markteignum en hann setur hann framhjá, þarna átti Pétur að jafna leikinn!
117. mín
FH fær aukaspyrnu úti vinstra megin.

FH-ingur nær skallanum, framhjá!
114. mín
Inn:Birkir Örn Þorsteinsson (Fjölnir/Vængir) Út:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir/Vængir)
Hafsent inn fyrir sóknarmann!
113. mín
FH-ingar setja góða pressu á Fjölnismenn hérna, Fjölnir undirbýr varnarskiptingu.
110. mín
Hallvarður með enn eina tilraunina, í hliðarnetið!
109. mín
FH fær horn.

FJÖLNIR BJARGAR Á LÍNU!

Þarna var FH næstum búið að jafna!
107. mín
ÞVÍLIÍK MARKVARSLA!

Hallvarður gerir vel og fer utan á Kristján, leggur boltann út í teiginn og Orri á fjær bombar á markið en Þórhallur ver ég veit ekki hvernig en boltinn fór allavega ekki inn!
106. mín
Fjölnir vinnur boltann strax og komast 3v3, Viktor setur boltann á Hallvarð sem hamrar rétt framhjá!
106. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað.
100. mín
Inn:Einar Karl Árnason (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
100. mín
Inn:Ayyoub Anes Anbari (Fjölnir/Vængir) Út:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir/Vængir)
100. mín
Hallvarður með skemmilega takta! - fer á vinstri fótinn og bombar rétt framhjá.
98. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Viktor sleppur einn í gegn við miðju eftir frábæra sendingu frá Hallvarði en hann bombar bara í Þórhall í staðinn fyrir að leggja boltann bara framhjá honum, þarna átti hann að koma Fjölni í 3-1!
94. mín MARK!
Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir/Vængir)
MAAAARK!

Viktor Andri fær boltann út í teiginn og smellir honum inn!

Fjölnir komið yfir hér snemma í framlengingunni!
92. mín
DAUÐAFÆRI!

Hallvarður kemur með góðan bolta í annarri tilraun og boltinn fellur fyrir Orra sem hittir boltann ekki og kixar hann framhjá!
91. mín
Fjölnir fær horn!
91. mín
Þetta er komið af stað aftur!
90. mín
Það er framlenging!
90. mín
+3

Oliver skallar langt framhjá.
90. mín
+3

FH fær horn, ná þeir inn sigurmarki?
90. mín
+2

STÖNGIN!

Hallvarður setur boltann inn á teiginn og Orri teigir sig í hann en nær honum ekki og boltinn smellur í stönginni!

Þarna voru FH-ingar heppnir.
89. mín
Inn:Ásgeir Marinó Baldvinsson (FH) Út:Daníel Ingi Egilsson (FH)
87. mín
DAUÐAFÆRI!

Jóhann setur boltann til hægri á Hallvarð, sem tekur draumabolta yfir til vinstri á Kristó sem er einn gegn Þórhalli með boltann á vinstri og þrumar beint á Þórhall.
86. mín
STÓRHÆTTA!

Hallvarður tekur fyrirgjöf inn á teiginn sem enginn nær til en Þórhallur í bullandi vandræðum með að grípa boltann og blakar honum svo loks í horn.

FH kemur hættunni frá.
84. mín
Valgeir tekur flottan sprett og sólar sig inn á teiginn og meiraðsegja útúr honum aftur, leggur boltann svo á Jóhann sem bombar yfir!
82. mín
FH kemst hérna 3v3 og Pétur kemur boltanum á Jónatan sem fer á vinstri og tekur skotið beint á SIgurjón.
77. mín
Stúkan hefur heldur betur tekið við sér ogm öskrar hérna Fjölnir í hástöfum.
76. mín MARK!
Orri Þórhallsson (Fjölnir/Vængir)
MAAARK!

Hallvarður fær boltann í teignum og á skot sem Þórhallur ver beint á Orra sem skorar í autt markið!
73. mín
ÞVÍLÍK TÆKLING!

Pétur er að sleppa í gegn og þarf bara að fara framhjá Sigurjóni en hann tekur svakalega tæklingu og nær boltanum!

Þarna bjargaði hann sínum mönnum heldur betur.
72. mín
FH fær horn en boltinn fer afturfyrir.
70. mín
Inn:Pétur Hrafn Friðriksson (FH) Út:Arnar Sigþórsson (FH)
69. mín
FÆRI!

Orri gerir mjög vel og finnur Hallvarð úti hægra megin, sem fíflar Kristján og sendir fyrir en Orri fær boltann í rassinn!
68. mín
Baldur kemur sér í færi! En Tumi kemur sér fyrir skotið, þarna hefði Baldur átt að skjóta fyrr...
67. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir/Vængir) Út:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir/Vængir)
66. mín
Hallvarður sækir horn og tekur það sjálfur.

FH kemur boltanum frá.
65. mín
Hallvarður með hörkuskot í snúningnum, í hliðarnetið!

Þetta var ekki langt frá því að syngja í netinu.
63. mín
Einar tekur skot af 35 metrum sem fer að Kristófer Óskar og afturfyrir.

Aftur grípur Sigurjón hornspyrnuna.
60. mín
FH fær hornspyrnu, Jónatan er ekkert að flýta sér út í horn að taka hana.

Sigurjón grípur boltann í annarri tilraun.
58. mín
Jónatan vinnur boltann við miðjuna og keyrir á Fjölnisvörnina, bombar svo í Villa og boltinn er á leiðinni í horn en Sigurjón tekur svaka sprett og nær boltanum!
53. mín
Jónatan hirðir boltann af Eystein við miðjuna og keyrir að teignum en Tumi mætir og bjargar Eystein þarna!

Þetta hefði getað verið dýrt.
51. mín
Einar sækir hornspyrnu fyrir FH.

Alveg ótrúlegt
49. mín
Frábær sókn hjá Fjölni, Viktor finnur Kristófer upp vinstra megin sem keyrir inn á teiginn og leggur boltann út en Oliver kemur boltanum burt.

Þarna vantaði árás á boltann.
46. mín
Fjölnir byrjar af krafti og fær horn!

Jóhann Árni með frábæran bolta en Fjölnismenn bara koma honum ekki inn!
46. mín
Þetta er komið í gang aftur!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og FH leiðir.
44. mín Gult spjald: Atli Hrafnkelsson (FH)
Atli tapar boltanum hérna á vinstri kantinum og reynir að redda sér en vill ekki betur en svo að hann neglir Helga niður.
40. mín
Fjölnismenn með öll völd á vellinum eins og er og FH verst vel.
37. mín
FRÁBÆR SÓKN OG FÆRI!

Hallvarður finnur Helga inn á völlinn í fyrsta og keyrir Helgi á teiginn og finnur svo Hallvarð sem er eiginlega bara einn á móti markmanni en Helgi Freyr með gjörsamlega frábæra tæklingu þegar Halli er að fara að skjóta og boltinn í horn!

FH kemur boltanum frá uppúr horninu.
35. mín
Viktor Andri fær boltann í lappir við miðju vinstra megin og Helgi mætir og straujar hann, hefði sennilega átt að fá gult þarna.
33. mín
Baldur fær boltann fyrir utan teig Fjölnis og snýr, sparkar boltanum framhjá þremur Fjölnismönnum og reynir að hlaupa þá alla niður en nær því ekki.
32. mín
Frábært spil hjá Fjölni upp vinstri kantinn endar með fyrirgjöf sem Helgi skallar frá.
28. mín
Fjölnir fær enn eina hornspyrnuna, Hallvarður stillir boltanum upp.

Sendir út á VIlla OG SKALLI RÉTT FRAMHJÁ! - Fer af FH-ing og hornspyrna hinumegin.

Í gegnum allan pakkann og afturfyrir.
23. mín
Frábær sókn hjá Fjölni endar með að Viktor Andri skorar og fólk í stúkunni fer að fagna en hann var dæmdur réttilega rangstæður!
22. mín
Flott sókn hjá FH!

Baldur sendir geggjaðan bolta upp í hægra hornið á Daníel Inga sem neglir boltanum fast fyrir en Fjölnismenn koma hættunni frá!
18. mín
Fjölnir fær horn og Hallvarður bombar boltanum á fjær, fær boltann samt aftur og tapar honum, FH brunar í skyndisókn og eru fjórir á þrjá en nýta sóknina rosalega illa og koma ekki skoti á markið.
16. mín
FÆRI!

Jóhann Árni kemur með draumabolta í hlaupið hjá Viktori sem er komin einn gegn Þórhalli og á að fara nær en tekur skotið með vinstri of snemma og Þórhallur ver!

Þarna á Viktor að gera betur.
13. mín
Jónatan Ingi tekur fyrirgjöf inn á teiginn sem Sigurjón Daði kemur út í og kýlir burt, það verður smá samstuð og FH-ingur liggur eftir.
9. mín
Viktor Andri er við það að sleppa í gegn en Þórhallur vel vakandi og kemur út úr markinu og hamrar boltanum burt.
8. mín Mark úr víti!
Þórir Jóhann Helgason (FH)
MARK!

Þórir setur boltann fast í vinstra hornið og Sigurjón í vitlaust horn.
7. mín
VÍTI!

FH fær víti eftir mjög klaufalegt brot innan teigs, pjúra víti!

Þórir fer á punktinn.
5. mín
Hallvarður kemst í ágætis stöðu inní teignum en með boltann skoppandi á hægri og kixar hann langt afturfyrir.
3. mín
Fjölnir fær hornspyrnu, Hallvarður kemur með lélegan bolta en fær annan séns og setur hann í varnarmann og í innkast.
1. mín
FH byrjar á hörku sókn og Arnar Sigþórsson kemu skoti á markið en beint á Sigurjón.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!

Fjölnismenn byrja á að bomba boltanum upp í horn og í markspyrnu.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn úr upphitun og fólk er farið að týnast í stúkuna.

Jón Rúnar meiraðsegja mættur!
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar.

Jónatan er með FH-ingum og Valgeir spilar með Fjölni, enginn Torfi sjáanlegur í dag.
Fyrir leik
Sagan er með Fjölnismönnum síðustu árin hvað bikarinn varðar en á síðustu fimm árum hefur Fjölnir þrisvar farið í úrslitaleikinn og þar af tvisvar unnið bikarinn.

FH hefur ekki farið í úrslitaleikinn síðan árið 2010 og tapaði það ár fyrir KR.
Fyrir leik
Það verður forvitnilegt að sjá hverjum liðin munu tefla til leiks, Fjölnismenn gætu spilað Torfa Tímóteusi og Valgeir Lunddal en Torfi er lykilmaður í meistaraflokknum og Valgeir hefur byrjað síðustu 2 leiki þar.

FH gæti spilað Jónatan Inga til að styrkja sitt lið.

Við sjáum hvað setur en ég reikna með að liðin vilji spila á sínu sterkasta til að sækja bikarinn!
Fyrir leik
Á leið sinni í úrslitaleikinn þurfti FH að slá út íslandsmeistara ÍA á meðan Fjölnir sigraði KR, sem endaði í 2. sæti Íslandsmótsins með jafn mörg stig og Skagamenn, en sóknarbolti Sigga Jóns skilaði titlinum upp á Skaga með betri markatölu.
Fyrir leik
Aðalbjörn Heiðar fær það verðuga verkefni að dæma þennan leik, leikurinn fer fram á óháðum velli og því er hann spilaður hérna á Origo-vellinum á Hlíðarenda, heimavelli Vals.
Fyrir leik
Þjálfarar liðanna eru ekki af verri endanum en þjálfari Fjölnismanna er Úlfur Arnar Jökulsson, hann þjálfaði Aftureldingu áður en hann fór ''heim'' að þjálfa 2. flokk Fjölnis.

Þjálfari FH-inga er enginn annar en Sam Tillen, fyrrum leikmaður FH en hann spilaði þó lengst með Fram þegar sá klúbbur var í efstu deild og með flesta hluti í lagi.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildarkeppni er þannig að Fjölnir endaði í 4. sæti í A deildinni, 9 stigum á eftir íslandsmeisturunum ÍA.

FH hinsvegar fór upp úr B deildinni eftir hreinan úrslitaleik við HK í síðasta leik og hirti þar 2. sætið af HK.

Liðin munu því bæði spila í A deild næsta sumar.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og FH í bikarúrslitum karla í 2. flokki!
Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
6. Helgi Freyr Sigurgeirsson
6. Helgi Freyr Sigurgeirsson (f)
7. Kristján Örn Þorvarðarson
8. Þórir Jóhann Helgason
11. Jónatan Ingi Jónsson ('100)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Daníel Ingi Egilsson ('89)
25. Einar Örn Harðarson
30. Arnar Sigþórsson ('70)
35. Oliver Snær Ægisson
86. Atli Hrafnkelsson

Varamenn:
12. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
17. Pétur Hrafn Friðriksson ('70)
28. Leó Kristinn Þórisson
29. Einar Karl Árnason ('100)
35. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('89)

Liðsstjórn:
Samuel Lee Tillen (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:
Atli Hrafnkelsson ('44)

Rauð spjöld: