Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Stjarnan
0
1
FH
0-1 Brandur Olsen '5
29.09.2018  -  14:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábærar aðstæður til fótboltaiðkunnar og áhorfs
Dómari: Ívar Orri
Maður leiksins: Guðmundur Kristjánsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal ('58)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Baldur Sigurðsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('88)
20. Eyjólfur Héðinsson ('58)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson ('88)
3. Tristan Freyr Ingólfsson
4. Óli Valur Ómarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('58)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('58)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Ívar Orri leikinn af. KR-ingar unnu leikinn í Víkinni en það þýðir einfaldlega að FH spilar ekki í Evrópu á næsta ári. Stjarnan endar mótið í þriðja sæti.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Atli Viðar í fínu færi eftir skyndisókn FH en skot hans er beint á Halla í markinu.
90. mín
Cedric með fína tilraun eftir góðan undirbúning Halldórs Orra en skot hans fer rétt yfir.
88. mín
Inn:Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
87. mín
Guðmundur Steinn með fínan snúning inná teig FH eftir góðan undirbúning Ævars en Gunnar nær að verja vel.
81. mín
Baldur Sig skorar hér með góðum skalla en er dæmdur brotlegur. Líklegast rétt.
80. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Jákup Thomsen (FH)
80. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (FH) Út:Robbie Crawford (FH)
79. mín
Ævar Ingi með fína fyrirgjöf ætlaða Þorsteini Má en Eddi Gomes nær að bjarga á ögurstundu.
77. mín
Hornspyrnan ratar á kollinn á Baldri sem að nær fínum skalla en Gunnar er vel á verði í markinu.
76. mín
Stjörnumenn eiga hornspyrnu. Hilmar Árni tekur.
74. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
FH-ingar þurfa mörk. Þá er best að henda Atla Viðari inn.
71. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Davíð Þór Viðarsson aðeins að krydda í þessu. Keyrir hér Sölva Snæ niður og glottir til Silfurskeiðarinnar sem að baular á hann. Ég hef gaman af svona rugli.
68. mín
Ævar Ingi tekur hér sprett inná teiginn og rennir boltanum fyrir Hilmar Árna sem að hittir boltann ekki nægilega vel og skýtur yfir.
66. mín
Þorseinn Már reynir hér skot frá vítateigshorninu en það fer í innkast. Stuttu eftir missir Þórarinn Ingi boltann klaufalega til Steven Lennon sem að ætlar að reyna David Beckham skot frá miðju. Það var galin hugmynd.
63. mín
VÁÁÁÁÁÁ SVO NÁLÆGT!!!!

Boltinn hrekkur fyrir fætur Hilmars Árna sem að neglir boltanum í fyrsta í stöngina. Á sama tíma er KR komið í 3-1. Þetta lýtur ekki vel út fyrir FH.
58. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnumönnum. Guðmundur Steinn fer fram, Þorsteinn Már á kantinn og Ævar í bakvörðinn. Hilmar Árni fer í holuna og Sölvi Snær á vinstri kant.
58. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
55. mín
Boltinn berst aftur út á Brand eftir hornspyrnuna sem að nær góðri fyrirgjöf á Eddi Gomes en skalli hans fer yfir markið.
54. mín
FH-ingar eiga hornspyrnu sem að Brandur ætlar að taka.
52. mín
Vondar fréttir fyrir FH. KR er komið yfir og FH því búið að missa Evrópusæti sitt í bili. Þá liggur Eddi Gomes einnig eftir á vellinum. Vonandi fyrir hann að hann jafni sig.
50. mín
Hilmar Árni með góða aukaspyrnu fyrir markið sem að Brynjar Gauti nær að renna sér í en boltinn endar framhjá markinu.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Stjörnumenn byrja.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Ívar Orri til hálfleiks í þessum leik. FH leiðir 1-0 og er á leiðinni í Evrópudeildina eins og staðan er núna.
43. mín
Eyjó með fína fyrirgjöf en hún er sentímeter of há fyrir bæði Ævar og Baldur.
43. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Óskum eftir færum.
37. mín
Nú reynir Þorri Geir Rúnarsson skot rétt fyrir utan teig en boltinn rennur framhjá markinu.
29. mín
Hilmar Árni rennir hér boltanum út á Eyjó Héðins sem að fær nægan tíma til að munda skotfótinn. Skotið fer hins vegar yfir markið.
26. mín
HARALDUR BJÖRNSSON MEÐ KLIKKAÐA VÖRSLU!!!

FH-ingar halda áfram að sækja og nú rennir Atli Guðna boltanum út á Robbie Crawford sem að á hörkuskot en á einhvern ótrúlegan hátt ver Halli skotið.
25. mín
Ævar Ingi ætlar hér að hreinsa frá eftir aukaspyrnu FH en sparkar boltanum í hendina á sér. Ívar Orri sér hins vegar ekkert athugarvert við þetta við litla hrifningu FH-inga.
22. mín
Víkingur R. er komið yfir gegn KR. Þetta eru frábærar fréttir fyrir FH sem að eru nú á góðri leið inní Evrópu.
20. mín
Jói Lax nær hér fyrirgjöf beint á kollinn á Baldri en skalli hans er laus og beint á Gunnar í markinu. Á sama tíma eru Valsarar komnir í 3-0 og svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar.
17. mín
Robbie Crawford með ágætis tilraun hérna eftir góðan undirbúning Brands en Halli nær að handsama boltann.

9. mín
Bæði Valur og Breiðablik eru komin yfir í sínum leikjum. Íslandsmeistaravonir Stjörnunnar fjarlægjast enn meira.
8. mín
Eins og staðan er núna er FH á leið í Evrópu. Þetta var fáránegt.
5. mín MARK!
Brandur Olsen (FH)
HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM VAR ÞETTA!?!?!?!?!

Halli fær boltann til baka og er rosalega lengi að koma honum frá sér. Sendir hann svo stutt á Brynjar Gauta sem að fær Brand í sig um leið og á hann í engum vandræðum með að skora. Þetta var gjörsamlega galið.
3. mín
Siggi Dúlla kemur hér færandi hendi með Dúlluborgara fyrir fjölmiðla. Ég kann vel við mig hérna.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Ívar Orri leikinn á. Það eru gestirnir sem að byrja með boltann.
Fyrir leik
Þá labba leikmenn inná völlinn og þessi stórleikur í síðustu umferð Pepsi-deildar karla fer alveg að hefjast.

Fyrir leik
Það verður nú ekki sagt að mætingin sé merkileg þegar að tíu mínútur eru til leiks, sem að er gjörsamlega galið þegar að svona mikið er undir.
Fyrir leik
Í leikmannahópi Stjörnunnar eru þeir Ísak Andri Sigurgeirsson og Óli Valur Ómarsson en þeir eru báðir fæddir árið 2003. Spurning hvort að þeir fái að spreyta sig hér í dag.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár. Heimamenn gera fjórar breytingar á liði sínu. Daníel Laxdal og Alex Þór Hauksson taka út leikbann og þá koma einnig þeir Guðjón Baldvinsson og Jósef Kristinn út. Inn í þeirra stað koma þeir Jóhann Laxdal, Óttar Bjarni, Þorri Geir og Þorsteinn Már.

Gestirnir í FH gera eina breytingu á liði sínu. Steven Lennon sem að tók út leikbann í síðustu umferð er mættur aftur í byrjunarliðið í stað Rennico Clarke sem að er ekki í leikmannahóp í dag.
Fyrir leik
Hér er verið að gera teppið klárt í Garðabænum en það hafa fokið þónokkur lauf á völlinn. Það verður sæmilegur haustbragur á þessum leik en við peppum það bara.
Fyrir leik
Þegar að ég labbaði inná völlinn rak ég augun í Guðjón Baldvinsson en hann virðist ekki vera í leikmannahópi Stjörnunnar í dag. Gaui fór meiddur af velli gegn ÍBV í síðustu umferð og virðist ekki vera orðinn leikfær.
Fyrir leik
Hjá Stjörnunni eru tveir lykilleikmenn sem að munu ekki taka þátt í þessum leik vegna leikbanns en það eru þeir Daníel Laxdal og Alex Þór Hauksson.

Hjá gestunum er varnarmaðurinn reyndi Pétur Viðarsson í leikbanni.
Fyrir leik
Gestirnir frá Hafnarfirði gera sér vonir um að ná Evrópusæti en til þess þurfa þeir að treysta á úrslit í leik Víkings R. og KR. FH og KR eru jöfn að stigum þessa stundina en KR-ingar eru með betri markatölu uppá þrjú mörk. Tölfræðilega gæti FH náð Evrópusæti þótt að þeir tapi hér í dag en þá verða þeir að treysta á að Víkingur rúlli yfir KR. Þetta verður spennandi fram á síðustu sekúndu, það er ljóst.
Fyrir leik
Það er gríðarlega mikið undir hjá báðum liðum og má því búast við hörku baráttu hér í dag. Heimamenn eiga ennþá séns á að standa uppi sem Íslandsmeistarar en til að það gerist þurfa þeir að sigra hér í dag og treysta á að Breiðablik vinni ekki KA og að Keflavík vinni Val. Þá þarf markatalan einnig að vera þeim í hag. Verður að teljast ólíklegt en alls ekki útilokað.
Fyrir leik
Jú komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Stjörnunnar og FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Leikið verður á Samsung vellinum í Garðabæ.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
3. Cédric D'Ulivo
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford ('80)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
18. Jákup Thomsen ('80)
27. Brandur Olsen ('74)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Kristinn Steindórsson ('80)
8. Þórir Jóhann Helgason
11. Jónatan Ingi Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('74)
22. Halldór Orri Björnsson ('80)
23. Viðar Ari Jónsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('71)

Rauð spjöld: