Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
26' 2
1
Breiðablik
Grindavík
2
5
ÍBV
Aron Jóhannsson '4 1-0
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '6
1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '10
Sito '49 2-2
2-3 Jonathan Franks '59
2-4 Kaj Leo í Bartalsstovu '82
2-5 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '87
29.09.2018  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: flottur völlur hægur vindur og skúrir
Dómari: Egill Arnar
Maður leiksins: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Byrjunarlið:
Maciej Majewski
5. Nemanja Latinovic ('60)
6. Sam Hewson ('40)
7. Will Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
11. Elias Tamburini
22. René Joensen
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('67)
23. Aron Jóhannsson (f)
24. Björn Berg Bryde
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Sito ('40)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('67)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
René Joensen ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 5-2 sigir gestanna frá Vestmannaeyjum.

Kveðjuleikur Óla og Kristjáns en stjarna dagsins er án efa Markamaskínan Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem leggur skóna á hilluna og kveður með þrennu!
87. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Eyjamenn vinna boltann hátt á vellinum Gunnar Heiðar aleinn í teignum réttstæður fær boltann og leggur boltann einfalt í hornið.

Þrenna hjá gamla manninum sem er að hætta í dag.
87. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
86. mín
Brynjar Ásgeir týnir boltanum og snýst bara í hringi á miðjum vellinum. Eyjamenn hirða hann og Grindavík brýtur.
82. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Stoðsending: Eyþór Orri Ómarsson
Nýkominn inná hann Eyþór þegar hann sleppur afturfyrir hægra meginn á vellinum. Leikur inn í teiginn og leggur hann á Kaj sem getur ekki annað en skorað af mjög stuttu færi,
81. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Jonathan Franks (ÍBV)
Eyþór hinn ungi mætir inná.
79. mín
Gunnar Heiðar spólar sig í gegnum vörn Grindavíkur en heimamann bjarga á síðustu stundu í horn. Nær hann þrennu í kveðjuleiknum?
78. mín
Sito enn og aftur í færi. Fær boltann við teiginn og lætur vaða en rétt yfir fer boltinn.
73. mín
Will Daniels of heiðarlegur þarna. Sleppur í gegn og nær boltanum á undan Halldóri í teignum og fær Halldór í sig en stendur í fæturnar og færið rennur út í sandinn.

Hefði alveg getað farið niður þarna og fengið víti en hrósum honum fyrir að sleppa þvi.
71. mín
Og nú Tamburini í fínni stöðu í teignum en fyrirgjöfin mjög slök og Eyjamenn hreinsa og bruna upp völlinn.
70. mín
Alexander reynir utanfótar sendingu inn í teiginn af vinstri vængnum með Will og Sito bíðandi í teignum en beint í hrammanna á Halldóri.
68. mín
Alexander strax kominn í action en Eyjamenn hreinsa.
67. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík)
Hafsent út fyrir sóknarþenkjandi leikmann.
66. mín
Will Daniels að skapa hættu í teignum á fyrirgjöf frá vinstri sem rétt siglir fram hjá mönnum í teignum. Líf og fjör.
62. mín
Kaj Leo í frábæru færi fyrir ÍBV en Majevski ver frábærlega í horn.
60. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
59. mín MARK!
Jonathan Franks (ÍBV)
Stoðsending: Róbert Aron Eysteinsson
Flott sending inn á teiginn frá Róberti og geggjuð móttaka hjá Franks sem klárar virkilega vel undir Majevski.
57. mín
Frábært samspil hjá Will Daniels og Sito í snöggri sókn endar með skoti frá Sito úr góðu færi sem Halldór Páll ver glæsilega.
55. mín Gult spjald: René Joensen (Grindavík)
54. mín
Enn Sito í færi en framhjá.
52. mín
Sito aftur að ógna leikur inn völlinn frá hægri og á skotið en yfir fer boltinn.
49. mín MARK!
Sito (Grindavík)
Uppúr nákvæmlega engu.

Sito fær boltann óvænt í teignum og boltinn steinliggur í netinu,

Spá Elvars Geirs upp á 5-5 lifiir.
45. mín
Komið af stað á ný. 45 mínútur eftir að Pepsideildinni 2018
45. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Alfreð Már Hjaltalín (ÍBV)
Eyjamenn gera eina breytingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Flautað hér til hálfleiks. Eftir fjörugar upphafsmínútur hefur botnin aðeins dottið úr þessu en 45 mínútur eftir og allt getur gerst.
44. mín
Gunnar Heiðar hárbreidd frá því að ná til boltans í markteignum eftir aukaspyrnu utan af velli en boltinn siglir aftur fyrir.
40. mín
Inn:Sito (Grindavík) Út:Sam Hewson (Grindavík)
Hewson hefur lokið leik inn kemur Sito.
40. mín
Jonathan Franks setur Björn Berg á rassgatið hægra meginn í teignum og á skotið sem Majevski kýlir beint upp í loft. Eyjamenn hrúgast að boltanum og koma honum í netið en dæmdir brotlegir.
38. mín
Kaj Leo með skærinn hægra meginn í teignum og reynir skotið en Majewski ver vel.
35. mín
Majevski í vandræðum eftir lúmskt skot frá Víði. Völlurinn er virkilega blautur og boltinn spýtist eftir grasinu en Majevski slær frá og Grindavík hreinsar.

Eyjamenn talsvert öflugri þessa stundina.
34. mín
Gunnar Heiðar með skot rétt fyrir utan teig en það er laust og siglir framhjá
32. mín
Gunnar Heiðar með lúmska fyrirgjöf sem Majewski kýlir frá. Eyjamenn fá horn. Atli Arnars náði skallanum eftir hornið en nær ekki að stýra honum á markið.
29. mín
Sam Hewson með máttlítið skot af vítateignum eftir snarpa sókn.
24. mín
hraðinn í leiknum dottið töluvert niður síðustu mínútur og menn lagt ögn meiri áherslu á varnarleik en í upphafi.

Á Origo er staðan orðinn 3-0 fyrir Val
23. mín
Celebvaktin. Bjarni Jó þjálfari Vestra er mættur í stúkuna.
22. mín
Halldór Páll missir af boltanum eftir hornið en gulir ná ekki að gera sér mat úr því.
21. mín
Grindavík fær horn. Hér er komin úrhellisrigning.
20. mín
René sloppinn einn í gegn en reynir að leika á Halldór Pál sem hirðir bara af honum boltann. Virkilega illa farið með frábæra stöðu.
18. mín
Grindavík í færi eftir góðan undirbúning Will og Arons en skot frá Gunnari Þ af vítateigslínunni fer himinhátt yfir.
17. mín
Fyrir áhugasama er staðan í leik Vals og Keflavíkur orðin 2-0 fyrir Valsmenn en Einar Karl Ingvarsson og Haukur Páll skoruðu á Origo og er því útlit fyrir að titilinn verði áfram að Hlíðarenda.
15. mín
Grindavík í tómu basli í öftustu línu. Gefa Víði boltann á stórhættulegum stað sem leikur inn í teiginn og á sendingu þvert í gegnum markteiginn en Gunnar Heiðar og co ná ekki að reka tærnar í boltann.
11. mín
Vægast sagt fjörugt hér í upphafi og nokkuð ljóst að markahrókurinn Gunnar Heiðar ætlar að kveðja með hvelli.
10. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Gunnar Heiðar skorar aftur. Algjör gjöf fyrir hafn góðan senter og Gunnar er, Slök baksending frá Gunnari Þorsteins og Gunnar Heiðar eins og gammur hirðir boltann og setur hann örugglega í netið.

Tvö mörk í kveðjuleiknum.
6. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Eyjamenn jafna strax!

Fyrirgjöf frá hægri og stormsenterinn Gunnar Heiðar mætir og setur boltann í netið af stuttu færi,
4. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Þvílik SLEGGJA!!!!

Aron Jó fær boltann frá Will Daniels góðum 20-25 metrum frá marki gegnt vítapunkti og hamrar boltann beinustu leið í vinkilinn.
1. mín
Halldór Páll missir boltann eftir stungusendingu en nær honum strax aftur.. Aron Jó ver í sníkjunni.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Grindavík hefur leik og sækir í átt til hafs með vindi.
Fyrir leik
Liðin eru mætt til vallar. Verður seint sagt að stúkan sé þétt setin en við vonumst engu að síður eftir skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Það eru fleiri en bara þjálfarar og leikmenn sem eru að hætta að leik loknum hér í Grindavík en hin stórskemmtilegi Beggi vallarstjóri sem ætti að vera vallargestum hér í Grindavík vel kunnur lætur af störfum eftir tímabilið.
Fyrir leik
Liðin orðin klár og talsvert um breytingar hjá heimamönnum.
Mesta athygli vekur það líklega að Jajalo er sestur á bekkinn og hinn Pólski Majevski mættur í rammann.

Hann átti stórleik á Samsung vellinum fyrr á tímabilinu og spurning hvað hann gerir í dag.
Fyrir leik
Veðurútlit á leiktíma er bara nokkuð gott þótt búast megi við því að það verði nú ögn kalt en ég hvet fólk eindregið til þess að mæta á völlinn og styðja sína menn.

Kveðjuleikur beggja þjálfara og síðasti séns að sjá Pepsi leik fram til næsta vors.
Fyrir leik
Minna hefur komið fram um málefni Kristjáns Guðmundssonar en þó hefur heyrst að Stjarnan vilji fá hann til þess að taka við kvennaliði félagsins en Ólafur Þór Guðbjörnsson hætti þar að loknu tímabilinu.
Fyrir leik
Eins og áður segir og ætti að vera alkunna er þetta kveðjuleikur Óla Stefáns með Grindavík. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um framtíð hans og hvar hann muni þjálfa á næsta tímabili.

Nú í vikunni staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA að Óli Stefán sé efstur á blaði hjá norðanmönnum
Fyrir leik
Fyrri lelk liðanna í sumar lauk með öruggum 3-0 sigri ÍBV þar sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem leikur væntanlega í dag sinn síðasta leik á ferlinum og Shahab Zahedi Tabar (2) sáu um markaskorun.

Annars hafa liðin mæst alls 38 sinnum í mótum á vegum KSÍ frá aldamótum og hafa Grindvíkingar unnið 14 leiki, 9 leikjum hefur lyktað með jafntefli og Vestmannaeyingar hafa unnið 14.

Markatalan er svo 59 mörk ÍBV gegn 50 Grindavíkur.
Fyrir leik
Liklega hefur það ekki farið framhjá nokkrum manni að hin geðþekki Óli Stefán Flóventsson lætur af störfum hjá Grindavík að tímabilinu loknu og er þetta því kveðjuleikur hans.

Í vikunni bárust svo þær fréttir að Kristján Guðmundsson hætti sömuleiðis hjá ÍBV og kveður hann því líka í dag.

Hef því fulla trú á því að við fáum skemmtilegan og spennandi leik hér í dag.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og ÍBV í lokaumferð Pepsideildarinnar.

Liðin sem mætast hér í dag hafa fátt annað að spila uppá en stolt og mögulega ögn betri stöðu í deildinni en ég á engu að síður von á að bæði lið komi af fullum krafti inní þennan leik.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
2. Sigurður Arnar Magnússon
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
11. Víðir Þorvarðarson ('87)
11. Sindri Snær Magnússon
18. Ásgeir Elíasson
18. Alfreð Már Hjaltalín ('45)
30. Atli Arnarson
77. Jonathan Franks ('81)
92. Diogo Coelho

Varamenn:
35. Víðir Gunnarsson (m)
5. David Atkinson
12. Eyþór Orri Ómarsson ('81)
16. Tómas Bent Magnússon
17. Róbert Aron Eysteinsson ('45)
19. Breki Ómarsson ('87)
25. Guy Gnabouyou

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:

Rauð spjöld: