Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fylkir
7
0
Fjölnir
Daði Ólafsson '27 1-0
Albert Brynjar Ingason '38 2-0
Hákon Ingi Jónsson '42 3-0
Guðmundur Karl Guðmundsson '51
Albert Brynjar Ingason '66 4-0
Jonathan Glenn '74 5-0
Jonathan Glenn '81 6-0
Albert Brynjar Ingason '83 7-0
29.09.2018  -  14:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla
Dómari: Helgi Mikael
Maður leiksins: Albert Brynjar Ingason
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson ('64)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson ('77)
9. Hákon Ingi Jónsson ('69)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
18. Jonathan Glenn ('69)
33. Magnús Ólíver Axelsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('64)

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Engin uppbót. Helgi Mikael sparar Óla Palla að þurfa að horfa á meira af þessu
88. mín
Inn:Valmir Berisha (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þórir hefur átt gjörsalega skelfilegan leik
86. mín
Ég hef hreinlega aldrei séð annað eins. Þórir og Birnir eru búnir að eiga hverja feilsendingu á fætur annari
83. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa...

Albert fékk boltann og Þórður kom langt út úr markinu. Albert var ekki að flækja þetta og kláraði
81. mín MARK!
Jonathan Glenn (Fylkir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
ÞEIR ERU EKKERT HÆTTIR!

Albert Brynjar með fyrirgjöf og Glennarinn kom á nær
79. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
Önnur skipting gestanna
79. mín
Emil Ásmunds með skot utan teigs. Hitti boltan vel en framhjá markinu
77. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Davíð er mættur inná þrátt fyrir að vera ekki einusinni á leikskýrslu. Furðulegt
74. mín MARK!
Jonathan Glenn (Fylkir)
Stoðsending: Oddur Ingi Guðmundsson
HVAÐ ER AÐ GERAST HJÁ ÞÓRÐI INGASYNI. AFTUR MISSIR HANN BOLTANN

Fyrirgjöf frá Oddi sem Þórður virtist öruggur með. Missti boltann aftur og Jonathan Glenn mætti strax og potaði honum yfir línuna
73. mín
Inn:Igor Jugovic (Fjölnir) Út:Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir)
Mér þykir mjög líklegt að þetta sé síðast leikur Igor fyrir Fjölni
71. mín
Smá darraðadans í teig Fylkis eftir hornspyrnu. Tvær misheppnaðar hreinsanir en á endanum kemur Aron Snær út og handsamar boltann
69. mín
Inn:Jonathan Glenn (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Annar markaskorari af velli hjá Fylki
68. mín
Birnir Snær með smá krúsídúllu á hægri kantinum en hrundi svo niður. Stendur upp og haltrar
66. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Orri Sveinn Stefánsson
Hann er bara VÍST líklegur til að skora

Hornspyrna sem Orri skallaði beint á Albert sem lúrði á fjær
64. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
Daði átt mjög fínan leik
64. mín
Valgeir Lunddal nálægt því að gefa Fylkismönnum annað mark á silfurfati. Hákon fékk boltann beint fyrir framan sig en Albert Brynjar ákvað að þvælast fyrir og stöðvaði skotið
60. mín
Leikurinn er byrjaður að róast mikið hérna í Árbænum.
57. mín
Hákon með fast skot beint í smettið á Torfa Tímoteus. Torfi fór beint niður og hélt um andlitið
55. mín
Þetta var skrautlegt í hið minnsta. Gummi tuðaði lengi vel og hætti bara ekki að tuða
51. mín Rautt spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Hausinn er gjörsamlega farinn!

Hvað er Gummi Kalli að hugsa? Vildi aukaspyrnu fyrir liðsfélaga og byrjaði strax að hella sér yfir Helga Mikael. Hann tuðaði hástöfum í góðar 30 sekúndur. Hann hefur látið einhver vel valin orð falla því Helgi rak hann beint í sturtu
51. mín
Yfir vegginn, en yfir markið líka.
50. mín
Fylkismenn eiga aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Daði stillir sér upp til að taka spyrnuna
49. mín
Birnir stálheppinn að fara ekki í bókina hjá Helga Mikael dómara eftir pirringsbrot að mínu mati. Spretti að Ara sem vann af honum boltann og sparkaði hann niður
47. mín
Birnir með pláss úti vinstra megin til að sýna sitt rétta andlið. Tók smá skæri en átti svo afleita sendingu.
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað á ný. 45 eftir af Pepsi-deildinni í ár
45. mín
Hálfleikur
3-0 í hálfleik
44. mín
Virkilega dapur varnarleikur hjá Fjölni í fyrri hálfleiknum. Hausinn á leikmönnum er klárlega kominn í Inkasso-deildina og menn hættir að leggja sig fram
42. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Hvað er í gangi með þetta Fjölnislið!

Virkilega dauf sending fyrir frá Elís sem átti undir réttum kringumstæðum að vera hreinsuð frá strax. Torfi ákvað að pota boltanum að sínu eigin marki og beint fyrir Hákon. Gat ekki annað en skorað
40. mín
Birnir er búinn að taka á rás nokkuð oft en kemst aldrei neitt.
38. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Emil Ásmundsson
Ég var að enda við að segja að hann væri ekki líklegur til að skora miðað við hvernig sumarið hefur verið. Emil prjónaði sig upp og fann Albert og hann renndi boltanum fallega í markhornið
34. mín
Tvær hættulegar sóknir hjá Fylki í röð. Hákon Ingi gerði frábærlega til að losa sig við þrjá menn. Tímasetti sendinguna á Albert frábærlega en hann var aldrei líklegur til að skora miðað við hvernig sumarið hefur verið hjá honum.

Útsparkið frá Þórði rataði beint á Odd Inga. Skallaði á Emil sem fann Hákon en skot hans beint á Þórð
32. mín
Fjölnismenn eru duglegir að sækja en einvhernveginn aldrei líklegir til að skora.
30. mín
Fylkismenn halda áfram að sækja eftir markið. Virðist vera smá hrollur í Fjölnismönnum núna
29. mín
Ég bjóst engan vegin að það kæmi mark úr þessari sendingu frá Elís. Þórður gerði vel til að koma af línunni. Ég bjóst við að hann myndi grípa boltann og koma honum strax í leik en í stað þess missti hann boltann beint fyrir lappirnar á Daða
27. mín MARK!
Daði Ólafsson (Fylkir)
Stoðsending: Elís Rafn Björnsson
HVAÐ VAR Í GANGI ÞARNA!!

Elís Rafn með ágætan bolta innfyrir ekki meira en það og Þórður Ingason missti boltann. Auðvelt fyrir Daða sem renndi boltanum í opið mark
22. mín
Fylkismenn eru að spila helvíti fallegan fótbolta. Sóknarlínan er smá allt út um allt. Hákon Ingi, Albert Ingi og Emil eru þrír fremstu menn og eru mjög mikið að rótera stöðum
20. mín
Fín spyrna hjá Birni en rétt yfir markið
19. mín
Birnir vinnur aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Tók strax boltann. Hann ætlar að taka þetta sjálfur
15. mín
Birnir er allt í öllu í sóknarleik Fjölnis hérna fyrstu mínúturnar. Vann boltann skemmtilega með því að skalla sendingu Helga Vals og Birnir byrjaði strax að keyra að marki. Varð strax umkringdur en náði að vinna horn
12. mín
Birnir Snær er að láta vita af sér. Hann vill sanna sig fyrir stóru liðunum í dag. Átti hér mjög gott skot en Aron náði verja það yfir markið
9. mín
Birnir Snær var nálægt því að sleppa í gegn hérna. Anton Freyr kom með drauma sendingu innfyrir vörnina. Fjölnir er með vindinn og hann ákvað að taka boltann. Gaf Aroni Snæ tækifæri á að koma út úr markinu
6. mín
Fylkis menn eiga fyrstu hornspyrnu leiksins. Daði Ólafsson kom með mjög góðan bolta fyrir markið og Fjölnismenn voru lengi að koma boltanum frá en það tókst að lokum
4. mín
Hákon Ingi við það að sleppa í gegn. Bergsveinn elti hann uppi og Hákon missti boltann of langt frá sér. Útspark
2. mín
Nokkuð viss um að það muni taka leikmenn liðanna smá tíma að koma sér í gang en menn þurftu að standa lengi og bíða á meðan það var verið að vígja völlinn
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Fylkismenn sem byrja leikinn og snúa þeir baki í Árbæjarlaug. Hákon Ingi tekur upphafsspyrnuna
Fyrir leik
Það er sannkallaður hátíðardagur hér á Floridana vellinum í Árbænum en það er verið að vígja völlinn. Guðni Bergsson, Dagur B Eggertsson, Lilja Alfreðsdóttir og Björn Gíslason, formaður Fylkis sem sjá um það
Fyrir leik
Einnig veltir maður því fyrir sér hvort Bergsveinn Ólafsson verði áfram í Grafarvoginum en hann kom til liðsins frá FH fyrir sumarið. Spurning hvort hann vilji leika í Inkasso-deild
Fyrir leik
Maður veltir því fyrir sér hvort þetta verði síðasti leikur Birnis Snæs eða Binna bolta eins og hann er oft kallaður. Það vita það allir þótt sumarið hafi ekki verið hans besta að hann er töluvert ofar hvað varðar gæði en Inkasso-deildin býður uppá. Eins og kom fram í slúðurpakka Fótbolta.net þá hafa fjölmörg lið áhuga á að fá hann til síns liðs
Fyrir leik
Liðin mættust í 11 umferð á Extra vellinum í Grafarvoginum þar sem hlutirnir fóru ekki að gerast fyrr en á síðustu mínútum leiksins. Fjölnir vann leikinn 2-1 eftir að þeir komu til baka en Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir á 85 mínútu og virtust Fylkismenn vera komnir með stigin 3 í töskuna fyrir hiemleiðina. Það fór ekki svo þar sem Bergsveinn Ólafsson jafnaði einungis 2 mínútum síðar. Í uppbótartíma tryggði Torfi Tímóteus Fjölni stigin 3.
Fyrir leik
Árbæjarliðið er öruggt með sæti sitt í deildinni en þeir sitja í neðsta sætinu fyrir ofan fallsæti eða 10 sætinu. Fjölnismenn eru fyrir neðan þá og verður þetta síðasti leikur liðsins í Pepsi-deildinni í bili amk þar sem liðið mun leika í Inkasso-deild árið 2019.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn kæru lesendur Fótbolta.net og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild Karla 2018. Leikurinn fer fram í lokaumferðinni (22. umferð) og skiptir leikurinn litlu sem engu máli fyrir liðin tvö.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
9. Þórir Guðjónsson ('88)
10. Ægir Jarl Jónasson
13. Anton Freyr Ársælsson ('73)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('79)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
8. Igor Jugovic ('73)
8. Arnór Breki Ásþórsson
10. Viktor Andri Hafþórsson ('79)
16. Orri Þórhallsson
20. Valmir Berisha ('88)
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('51)