Belgía
2
0
Ísland
Michy Batshuayi '65 1-0
Michy Batshuayi '81 2-0
15.11.2018  -  19:45
King Baudouin
Þjóðadeildin
Dómari: Orel Grinfeld (Ísr)
Byrjunarlið:
1. Thibaut Courtois (m)
2. Toby Alderweireld
4. Vincent Kompany ('84)
4. Dedryck Boyata
6. Axel Witsel
10. Eden Hazard ('75)
14. Dries Mertens ('75)
15. Thomas Meunier
16. Thorgan Hazard
23. Michy Batshuayi

Varamenn:
12. Simon Mignolet (m)
13. Koen Casteels (m)
5. Leander Dendoncker
17. Christian Kabasele
18. Adnan Januzaj ('75)
19. Dennis Praet
21. Timothy Castagne
22. Nacer Chadli

Liðsstjórn:
Roberto Martínez (Þ)

Gul spjöld:
Vincent Kompany ('53)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jón Dagur óhræddur og tekur skot vel fyrir utan teig. Yfir. Í þann mund er flautað til leiksloka.
90. mín
3 mínútur í uppbótartíma.
87. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
Jón Dagur að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hamingjuóskir á hann.
84. mín
Inn:Jason Denayer (Belgía) Út:Vincent Kompany (Belgía)
81. mín MARK!
Michy Batshuayi (Belgía)
Skot sem Hannes varði en sló boltann til Batshuay sem skoraði. Þarna átti Hannes að gera betur, miklu betur. Skráist á hann.

Óhætt að fullyrða að leik sé lokið.
78. mín
ALBERT Í FLOTTU FÆRI!!!!

Courtois ver frá Alberti! Góð hröð sókn frá íslenska liðinu þar sem Arnór Ingvi kom boltanum á Albert sem náði skot á markið sem Courtis varði út í teiginn. Kolbeinn var þar í baráttunni en þurfti að játa sig sigraðan.

Þarna vorum við ekki langt frá því að jafna!
75. mín
Inn:Hans Vanaken (Belgía) Út:Eden Hazard (Belgía)
75. mín
Inn:Adnan Januzaj (Belgía) Út:Dries Mertens (Belgía)
74. mín
Nokkuð þung sókn hjá Belgum þessar mínútur.
71. mín
Meunier með skot. Fast skot sem Hannes náði að verja.
65. mín MARK!
Michy Batshuayi (Belgía)
Stoðsending: Thomas Meunier
Djö..... Batshuay hefur komið Belgum yfir með marki af stuttu færi. Sending inn í teiginn splundraði öllu upp og svo kom fyrirgjöf þar sem Batshuay var á fjærstönginni og kom knettinum inn.

Hörður Björgvin leit mjög illa út þarna. Svaf illilega á verðinum.
65. mín
Thorgan Hazard með skot en Ari Freyr nær að komast fyrir það.
64. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
64. mín
Dries Mertens með stangarskot úr aukaspyrnu frá vítateigshorninu.
63. mín
Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari ræðir við Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn er að koma inn á.
Magnús Már Einarsson
62. mín
Hörður Björgvin með aukaspyrnu af 35 metra færi. Ronaldo skottæknin notuð. Hátt yfir.
Magnús Már Einarsson
61. mín
Belgarnir eru eitthvað ósáttir við ísraelska dómarann. En staðreyndin er sú að hann hefur verið frábær! Ísland fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Belgíu.
60. mín
Batshuay að reyna að biðja um eitthvað í teignum. Þetta var ekki neitt.
59. mín
Darraðadans í teig Íslendinga! Hannes kemur og kýlir boltann frá. Svo stuttu seinna eiga Belgar skot sem Kári nær að komast fyrir.
58. mín
Rúrik Gíslason er búinn að vera í stanslausri upphitun frá því í fyrri hálfleik. Tilbúinn að koma inn ef einhver getur ekki haldið leik áfram.
55. mín
Albert með háa aukaspyrnu inn á teiginn. Courtois kemur út úr markinu og grípur boltann.
Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
54. mín
Albert með fyrirgjöf sem varnarmaður Belga kemst inní.
53. mín Gult spjald: Vincent Kompany (Belgía)
Fer í andlitið á Aroni sem er kominn aftur inn á völlinn.
52. mín
Aron Einar farinn að stinga niður fæti og þarf að fá aðhlynningu. Vonandi höldum við fyrirliðanum okkar inni á vellinum eitthvað lengur....

Aron gefur þessu liði ótrúlega mikið. Eins og allir sem lesa þennan texta vita.
50. mín
Ari Freyr Skúlason með skot af löngu færi. Hátt yfir. En þetta skráist allavega sem marktilraun!
48. mín
Eden Hazard með hörkuskot í teignum en Kári kemst fyrir skotið. Kári búinn að vera geggjaður í kvöld. Ekkert óvænt þar.
47. mín
Þokan hefur ekkert minnkað. Það er nær ómögulegt að sjá almennilega það sem er í gangi fjærst á vellinum. En við gerum okkar besta! Alveg eins og leikmenn!
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Ótrúlegt en satt þá meiddist enginn í hálfleiknum! Óbreytt lið.
45. mín
Hálfleikur
Thomas Meunier með ööömurlegt utanfótarskot langt framhjá. Fínt að klára fyrri hálfleikinn svona.

Þetta var bara flottur fyrri hálfleikur. Varnarleikurinn þéttur. Allt í sóma.
45. mín
Albert að sleppa..... flggaður rangstæður. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru. Arnór náði að koma boltanum á Albert.
43. mín
Við höfum haldið Belgum ágætlega í skefjum en ekki náð að halda boltanum neitt að undanförnu. Brekkan verður sífellt brattari ef við náum ekki neitt að hafa boltann og ná aðeins að anda.
42. mín
Belgía fékk aukaspyrnu inn í vítateigsboganum. Hazard skaut í varnarvegginn. Svo kom fyrirgjöf inn í teiginn en Hanens náði að bægja hættunni frá.
35. mín
Batshuay með bakfallsspyrnu en Hannes heldur áfram að verja.
34. mín
Hannes varði skot frá Hazard af miklu öryggi.
31. mín Gult spjald: Albert Guðmundsson (Ísland)
Fyrir brot. Belgar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Íslands. Spyrnan ekki góð og flýgur afturfyrir í markspyrnu.
29. mín
Belgar ekki mikið að ná að skapa sér þó þeir séu mikið meira með knöttinn. Kári Árna hreinsaði frá lága fyrirgjöf.
25. mín
Arnór Ingvi með skot en það dempaðist af markverði og rúllaði auðveldlega til Courtois í markinu. Við höfum enn ekkert látið reyna á Courtois. Sem er kannski ekki óvænt.
23. mín
Það er ekki eðlilega mikil þoka á vellinum og hreinleg erfitt að sjá úr stúkunni hvað er í gangi.

"Aldrei myndað í svona þoku. Rosalegt. Vondar myndir" segir í skilaboðum frá Hafliða Breiðfjörð, ljósmyndara Fótbolta.net.
19. mín
Ungu strákarnir, Albert og Arnór, að ógna í hraðri sókn en náðu ekki að skapa skotfæri.

Íslenska liðið hefur byrjað þennan leik með ágætum.
18. mín
BATSHUAY Í HÖRKUFÆRI! Stakk sér framhjá Kára eftir fyrirgjöf en skot hans í utanverða stöngina og út af. Markspyrna.
17. mín
Alfreð Finnbogasyni var vísað af bekknum. Má ekki vera á bekknum fyrst hann datt út úr byrjunarliðinu, hann fer upp í stúku og fær sér þar sæti hjá Kristjáni Bernburg.
15. mín
Þeir 400 Íslendingar sem eru á vellinum eru geymdir lengst uppi í horni, eru svo sannarlega í rjáfrinu. Þeir nota samt tækifærið þegar belgísku stuðningsmennirnir eru hljóðlátir og láta í sér heyra.
13. mín
Fyrirgjöf frá Belgum. Batshuay átti skot yfir úr fínu færi.

10. mín
Ísland i sókn. Albert Guðmundsson með lipur tilþrif í uppspilinu en kemst síðan ekki framhjá Vincent Kompany. Það er gríðarleg þoka á vellinum og drungalegt andrúmsloft.
7. mín
Það hefur fengist staðfest frá fjölmiðlafulltrúa KSÍ að Alfreð fann fyrir meiðslum í upphitun.

Hér eru Belgar annars að fá sína aðra hornspyrnu í leiknum. Dries Mertens tekur hana en boltinn yfir allt og alla.
5. mín
Belgar áttu fyrstu sókn leiksins og fengu hornspyrnu en ekkert kom út úr henni.
3. mín
Við bíðum eftir upplýsingum varðandi Alfreð. Hann mætti í upphitun með liðinu áðan en Arnór Ingvi er í byrjunarliðinu í hans stað.
1. mín
ALFREÐ BYRJAR EKKI

Alfreð Finnbogason hefur væntanlega meiðst í upphitun. Arnór Ingvi Traustason er í byrjunarliðinu.
1. mín
Leikur hafinn
ÞETTA ER KOMIÐ AF STAÐ!
Fyrir leik
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er meðal vallargesta. Situr að sjálfsögðu í VIP-stúkunni. Er með derhúfu og lætur lítið fyrir sér fara. Ekki er vitað hver helsti tilgangur hans með komu á völlinn í kvöld er.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru að baki. Íslenska liðið leikur í hvítu búningunum í kvöld. Ofboðslega er gott að sjá Aron Einar mættan aftur og með bandið.
Fyrir leik
Axel Witsel, miðjumaður Belga, spilar tímamótaleik en leikurinn í dag er hans hundraðasti landsleikur. Óskum þessum geðþekka leikmanni til hamingju með það. Hann hefur verið að gera frábæra hluti með Dortmund á tímabilinu og aldrei að vita nema hann verði Þýskalandsmeistari á nýju ári.
Fyrir leik
KSÍ stillir liðinu ekki upp eftir leikstöðum á sínum samfélagsmiðlum. Lyktar af því að verið sé að reyna að blöffa Belgana eitthvað. KSÍ gefur upplýsingar til UEFA um að spilað verði 4-4-1-1 en sagan segir að við verðum í 5-3-2.

Það er um að gera að reyna en ég held að þetta setji Belgana ekki neitt úr skorðum. Þeir hugsa bara um sjálfa sig.
Fyrir leik
Fyrir leik
Talað um að við verðum í 5-3-2 í kvöld?

Gummi Ben segir að Ari sé hægri bakvörður og Hörður vinstri bak með Sverri, Kári og Jón Guðna sem miðverði. Arnór með Alfreð frammi og Albert sóknarmiðjumaðurinn.

Áhugavert! Bíðum og sjáum!

Fyrir leik
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni klukkan 19:45.

Tíu leikmenn eru meiddir í íslenska hópnum og samtals eru sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik gegn Sviss í síðasta mánuði.

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskva, spilar sinn fyrsta landsleik í dag auk þess sem Albert Guðmundsson er í fyrsta skipti í byrjunarliði í mótsleik.

Jón Guðni Fjóluson fær tækifæri í hjarta varnarinnar á meðan Sverrir Ingi Ingason er í hægri bakverði í fjarveru Birkis Más Sævarssonar og Hólmars Arnar Eyjólfssonar.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Erik Hamren mun stilla þessu upp í kvöld en einhverjar sögusagnir hafa verið í gangi um að hann gæti skellt sér í fimm manna varnarlínu.

Svona stilltum við upp líklegu byrjunarliði Íslands.

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, spilar væntanlega sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Hann hefur vakið mikla athygli og skoraði á dögunum gegn Roma í Meistaradeildinni.
Fyrir leik
Eins og allir vita þá er Ísland að setja heimsmet í meiðslum um þessar mundir. Hér má sjá draumalið meiddra leikmanna hjá Íslandi.

Ef við horfum á byrjunarlið síðasta leiks (leiksins gegn Sviss) þá eru Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla!

En það eru líka góðar fréttir. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur og spilar sinn fyrsta Þjóðadeildarleik í kvöld.
Fyrir leik
Þetta er síðasti landsleikur Íslands í Þjóðadeildinni að þessu sinni, ljóst er fyrir leikinn að ekkert kemur í veg fyrir fall okkar niður í B-deildina.

Þegar liðin áttust við fyrir tveimur mánuðum enduðu leikar 0-3 á á Laugardalsvelli. Romelu Lukaku var þar á meðal markaskorara en hann er ekki með í kvöld. Lukaku er að glíma við meiðsli en Michy Batshuayi, framherji Valencia, fær sénsinn í fjarveru hans.

Fleiri leikmenn eru fjarverandi hjá Belgum og má þar meðal annars nefna Kevin de Bruyne og Jan Vertonghen.
Fyrir leik
Leikið er á King Baudouin leikvangnum í Brussel. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikill aðdáandi enda er þessi 50 þúsund manna leikvangur múrsteinaskrímsli með stóra hlaupabraut. Eiginlega magnað að svona topp fótboltaþjóð eigi ekki flottari þjóðarleikvang.

Talað er um að það verði sirka 35 þúsund manns á leiknum, um 400 Íslendingar. Íslenskir stuðningsmenn hafa verið að hita upp í dag við eitt af aðaltorgið í Brussel.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld! Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Brussel þar sem við Íslendingar leikum gegn Belgíu, liði númer eitt á heimslistanum. Leikurinn hefst 19:45 að íslenskum tíma en dómarar kvöldsins koma frá Ísrael.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
5. Sverrir Ingi Ingason
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Guðmundur Þórarinsson
9. Kolbeinn Sigþórsson ('64)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)
Lars Eriksson

Gul spjöld:
Albert Guðmundsson ('31)

Rauð spjöld: