Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
20:00 0
0
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
19:15 0
0
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
19:15 0
0
FH
Mjólkurbikar karla
19:15 0
0
KR
Valur
5
6
Stjarnan
Hannes Þór Halldórsson '45
0-1 Hilmar Árni Halldórsson '95 , víti
Kaj Leo í Bartalsstovu '95 , víti 1-1
1-2 Baldur Sigurðsson '95 , víti
Emil Lyng '95 , víti 2-2
2-3 Nimo Gribenco '95 , víti
Lasse Petry '95 , víti 3-3
3-4 Eyjólfur Héðinsson '95 , víti
Einar Karl Ingvarsson '95 , víti 4-4
4-5 Þórarinn Ingi Valdimarsson '95 , víti
Gary Martin '95 , víti 5-5
5-6 Jóhann Laxdal '95 , víti
Orri Sigurður Ómarsson '95 , misnotað víti 5-6
18.04.2019  -  20:00
Origo völlurinn
Meistarar meistaranna karlar
Aðstæður: Íslenskt vor, létt gola og völlurinn í toppstandi.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: C.a. 500 manns á vellinum í kvöld
Maður leiksins: Lasse Petry (Valur)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('58)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Gary Martin
11. Sigurður Egill Lárusson ('45)
18. Lasse Petry
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
28. Emil Lyng
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m) ('45)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('58)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
12. Garðar Gunnlaugsson
17. Andri Adolphsson
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('24)
Emil Lyng ('33)

Rauð spjöld:
Hannes Þór Halldórsson ('45)
Leik lokið!
Leik lokið hérna á Origo-vellinum. Það dró ekki til tíðinda í leiknum þangað til Hannes fékk rautt spjald rétt fyrir hálfleik. Annars var leikurinn tíðandalítill og frekar leiðinlegur.
95. mín Misnotað víti!
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Fínt víti hjá Orra, en Haraldur með geggjaða vörslu í hægra horninu.
95. mín Mark úr víti!
Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Beint á markið.
95. mín Mark úr víti!
Gary Martin (Valur)
Fastur bolti eftir jörðinni í vinstra hornið, Halli í réttu horni.
95. mín Mark úr víti!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Lúðraði boltanum með beinni rist í vinstra hornið.
95. mín Mark úr víti!
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Öruggt víti í vinstra hornið.
95. mín Mark úr víti!
Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Lúðraði boltanum í vinstra hornið uppi.
95. mín Mark úr víti!
Lasse Petry (Valur)
Rann á punktinum, John Terry - style en skoraði samt í vinstra hornið.
95. mín Mark úr víti!
Nimo Gribenco (Stjarnan)
Setti boltann í vintra hornið en Anton fór í það hægra.
95. mín Mark úr víti!
Emil Lyng (Valur)
Renndi boltanum í hægra hornið undir Harald sem fór í rétt horn.
95. mín Mark úr víti!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Skaut í vinstra hornið en Anton fór í það hægra.
95. mín Mark úr víti!
Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
Hikaði í aðhlaupinu en skoraði örugglega.
95. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni skýtur á mitt markið, Anton skutlar sér til hægri og nær ekki boltanum.
90. mín
Vítaspyrnukeppni!

90 mínútur búnar og leikurinn fer beint í vítaspyrnukeppni!

Spennuþrungið andrúmsloft hér á Hlíðarenda.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við.
90. mín
Þarna mátti litlu munu, Gary Martin gerir frábærlega til að koma sér í færi. En skotið arfaslakt.
89. mín
Frábær spyrna hjá Hilmari Árna en Anton vel á verðinu og kemur þessu í burtu.
88. mín
Aukaspyrna fyrir Stjörnuna á stórhættulegum stað.

Hedlund brýtur á Guðjóni rétt fyrir utan teig, einhverjir heimtuðu vítaspyrnu.
84. mín
Valsmenn hættulegir þarna, Kaj Leo leikur vel upp vinstri kantinn og gefur þéttingsfastann bolta fyrir markið en Gary Martin nær ekki til knattarins.
83. mín
Fyrsta skotið í langan tíma, illa farið með Birki Má inn í vítateig en hornspyrna niðurstaðan.

Ekkert sem kemur úr því.
81. mín
Það er gríðarlega mikil spenna á vellinum þessa stundinni, Stjörnumenn sýna yfirvegun og reyna að brjóta niður Valsmenn sem eru að sjálfsögðu einum færri. En Valsvörninn hefur hingað til staðið allt af sér.
79. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Gary Martin eltir hérna flesta bolta sem berast frá Valsvörninni með litlum árangri, að því sögðu leika Valsmenn vel upp vinstri kantinn og fá aukaspyrnu sem Bjarni Ólafur tekur.

Gult spjald á Jóhann Laxdal fyrir brotið.
77. mín
Inn:Nimo Gribenco (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Stjarnan gerir sína þriðju skiptingu, Nimo Gribenco kemur inn á fyrir Alex Þór Hauksson
74. mín
Skottilraun frá Hilmar Árna sem endar vel yfir markinu, ekki nógu gott frá þessum frábæra spyrnumanni.
71. mín
Lasse Petry tekur langt innkast inn á teig Stjörnunnar en ekkert kemur úr því.
69. mín
Brotið á Gary Martin á vallarhelmingi Stjörnunnar. Valsmenn taka stutta spyrnu sem endar með skoti frá Lasse Petry sem Haraldur fer auðveldlega.
67. mín
Gott færi hjá Stjörnunni, stungusending frá Hilmara Árna inn á markteig en Ævar Ingi náði ekki til boltans.
61. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
61. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnunni, Baldur Sigurðsson kemur inn á fyrir Þorstein Má og Ævar Ingi kemur inn á fyrir Guðmund Stein.
58. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Einar Karl kemur hér inn á fyrir Hauk Pál sem er á gulu spjaldi, skynsamlegt hjá þjálfarateymi Vals.
57. mín
Gaui Baldvins með flottan sprett inn í teig Valsmanna en er hrakinn út aftur, mikil spenna í loftinu þessa stundina.
55. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Þorsteinn Már fær hér gult spald, alltof seinn í tæklingu á Hauk Pál.
55. mín
Stjörnumenn taka góða hornspyrnu sem endar í fanginu á Antoni Ara eftir góðan skalla.
54. mín
Eitt er ljóst að Valsmenn verða án Hannes Þórs gegn Víkingi í fyrsta leik í Pepsi Max deildinni næsta föstudag, gríðarlegt högg.
51. mín
Lítið að gerast í leiknum núna, Valsmenn spila mjög varlega og gefa ekki mörg færi á sér.
46. mín
Valsmenn höfðingjar heim að sækja af góðum vana, frábært kaffi og með því í fjölmiðlastúkunni.

En nú tekur alvarann aftur við og leikurinn við það að hefjast, Valsmenn byrja með boltann.
45. mín
Inn:Anton Ari Einarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Það er Sigurður Egill sem fer af velli og Anton Ari kemur inn á til að standa í marki Valsmanna restina af leiknum.

Framtíð Antons Ara hefur verið mikið í umræðunni eftir að Valsmenn sömdu við Hannes en hann fær nú frábært tækifæri til að sanna sig eftir afdrifarík mistök landsliðsmarkvarðarins.
45. mín
Hálfleikur
Tíðindalítill hálfleikur fram að síðustu mínútu þegar landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór fékk rautt spjald og Valsmenn því einum færri allan seinni hálfleikinn.
45. mín
ÚFF! Aukaspyrna Hilmars Árna fer af fullum krafti í Lasse Petry í vegg Valsmanna, Stjörnumenn náðu frákastinu og boltinn endar í slánni með viðkomu í varnarmanni. Rangstaða síðan flögguð á Guðmund Stein.
45. mín Rautt spjald: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
RAUTT SPJALD Á HANNES ÞÓR.

Hannes með hrikaleg mistök og missir boltann til Þorsteins Más og brýtur svo á honum rétt fyrir utan vítateig.

Aukaspyrna fyrir Stjörnuna á stórhættulegum stað.
42. mín
Hornspyrna fyrir Stjörnuna, slök spyrna frá Hilmari og boltinn aftur fyrir endalínu áður en hann berst í teiginn.
40. mín
Gary Martin nálægt því að komast í gegn en Martin sparkar boltanum í innkast.
38. mín
Stjörnumenn mikið með boltann þessa stundina án þess að ná að skapa alvöru færi.

Valsmenn sitja og reyna beita skyndisóknum.
34. mín
Hörku tækling á miðjum vellinum og Bjarni Ólafur liggur eftir, ekkert dæmt.
33. mín Gult spjald: Emil Lyng (Valur)
29. mín
Bjarni Ólafur ískaldur og reynir að vippa yfir Harald Björnsson sem grípur boltann auðveldlega.
24. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll brýtur af sér á vallarhelmingi Stjörnunnar og fær réttilega gult spjald.
23. mín
Það er búið að bætast vel í vindinn og blæs núna í bakið á Valsmönnum.
20. mín
Valsmenn að beita löngum stungusendingum og ein slík ratar inn í teig Stjörnumanna þar sem Haraldur nær boltanum rétt á undan Kaj Leo sem kom hlaupandi.
17. mín
Dauðafæri!

Klúður hjá Hannesi og Þorsteinn Már tekur boltann af honum en Guðjón skýtur yfir autt markið.
16. mín
Langt innkast hjá Stjörnunni sem Valsmenn koma í burtu.
11. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins en það fær Gary Martin, Haraldur ver vel frá honum úr þröngu færi.
10. mín
Flottur snúningur hjá Petry á miðjunni en Valsarar ná ekki að skapa hættu en halda boltanum.
8. mín
Það er mikil yfirvegun yfir leiknum, bæði lið varkár og enn sem komið er ekki mikið um marktækifæri.
5. mín
Stjarnan núna með hættulega sókn og boltinn berst fyrir markið en Birkir Már skallar hann aftur fyrir. Horn fyrir Stjörnuna.

Ekkert kemur úr horninu, Hannes Þór kýlir boltann í burtu.
4. mín
Fyrsta horn leiksins er Valsmanna, Kaj Leo reyndi langa sendingu á Gary Martin en boltinn af varnarmanni og aftur fyrir.

Valsmenn reyna að senda hornið eftir jörðinni en boltinn endar aftur útaf í innkasti.
3. mín
Boltinn er mikið í loftinu hér í upphafi, en Valsarar búnir að taka boltann niður og reyna að spila sín á milli.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn!

Valsmenn virðast vera að spila 4-2-3-1
Hannes
Birkir - Sebastian - Orri Sigurður - Bjarni
Haukur - Lasse
Kaj Leo - Lyng - Siggi Lár
Gary Martin


Stjörnumenn að því er virðist í 4-4-1-1
Haraldur
Jóhann - Martin - Brynjar - Þórarinn
Þorsteinn - Alex - Eyjólfur - Hilmar
Guðmundur
Guðjón

Stjarnan byrjar og sækja í átt að Mjölniskastalanum í Öskjuhlíð.
Fyrir leik
Valsmenn hafa titil að verja hér í kvöld en þeir sigruðu ÍBV 2-1 í þessum leik í fyrra.

Það má til gamans geta að maðurinn sem skoraði mark ÍBV í þeim leik er í byrjunarliði Valsmanna í dag, Kaj Leo í Bartalsstovu.


Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita upp, fínar aðstæður á vellinum í kvöld. Grasið er vel vökvað og flóðljósin kveikt.

Engin ástæða til að fjölmenna ekki á völlinn í kvöld.
Fyrir leik
Heyrði það yfir kaffinu að Eiður Aron sé að glíma við smávægileg meiðsli en ætti að vera klár fyrir Íslandsmótið. Góðar fréttir fyrir Valsara.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin!

Það dregur helst til tíðinda að Eiður Aron Sigurbjörnsson er ekki í hóp hjá Valsmönnum.

Svo er Baldur Sigurðsson á bekknum hjá Stjörnunni.
Fyrir leik
Bæði lið hafa átt strembið undirbúningstímabil en hvorugt liðanna komst upp úr sínum riðli í Lengjubikarnum og hafa úrslitin verið mjög misjöfn í æfingaleikjum.

Liðin gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum í Pepsi deildinni í fyrra og er ljóst að við eigum von á hörkuleik milli tveggja sterkra liða hér í kvöld.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Eftirlitsmaður er Einar K. Guðmundsson.
Fyrir leik
Það er frítt inn á leikinn í kvöld og vil ég því hvetja fólk til að fjölmenna á þennan fyrsta keppnisleik fótboltasumarsins.

Þetta er fjórða árið í röð sem Valsmenn keppa þennan leik og er möguleiki fyrir þá að verða meistarar meistaranna í fjórða skiptið í röð hér í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Meistarakeppni KSÍ þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar Vals taka á móti Bikarmeisturum Stjörnunnar á Origo Vellinum á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og koma byrjunarliðin inn klukkutíma fyrir það.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('61)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('61)
29. Alex Þór Hauksson (f) ('77)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Baldur Sigurðsson ('61)
14. Nimo Gribenco ('77)
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('61)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
21. Elís Rafn Björnsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('55)
Jóhann Laxdal ('79)

Rauð spjöld: