Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
KR
3
0
ÍBV
Pálmi Rafn Pálmason '55 1-0
Óskar Örn Hauksson '67 2-0
Björgvin Stefánsson '87 3-0
05.05.2019  -  17:00
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Blíðskapaveður og völlurinn iðagrænn hjá Magga Bö
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1299
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Tobias Thomsen ('76)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f) ('70)
16. Pablo Punyed
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('88)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson ('88)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('70)
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Björgvin Stefánsson ('76)
17. Alex Freyr Hilmarsson
19. Kristinn Jónsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Halldór Fannar Júlíusson

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('30)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Pétur Guðmundsson dómari til leiksloka og sannfærandi 3-0 sigur KR staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Pálmi haltrar hér útaf. Ég hugsa að hann klári ekki þennan leik.
90. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
Kom alltof seint inní Pálma Rafn.
90. mín
Óskar hér með skot af vítateigshorninu sem að fer beint á Rafael.
88. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
87. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
BJÖGGI AÐ KLÁRA ÞENNAN LEIK FYRIR KR!!!!

Óskar Örn vinnur boltann á miðjunni og er fljótur að hugsa og setur hann innfyrir á Bjögga sem að skorar auðveldlega framhjá Rafael í markinu. Fagnar með því að ná í sólgleraugu í stúkunni.
85. mín
Óskar Örn í fínu færi eftir sendingu frá Kennie Chophart en skot hans fer langt yfir.
82. mín
Pablo Punyed með frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Bjögga en skalli hans endar í slánni. KR líklegri til að bæta við en ÍBV að minnka muninn.
81. mín
Aukaspyrnan er slök og beint í vegginn.
80. mín
Arnþór Ingi brýtur hér á Jonathan Franks rétt fyrir utan teig. Nafni hans Glenn var galopinn vinstra megin við hann.
76. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
Tobias búinn að láta lítið fyrir sér fara. Ég ímynda mér að KR-ingar vilji fara að fá hann í gang.
74. mín
Priestley Griffiths reynir hér skot fyrir utan teig en það fer framhjá markinu.
70. mín
Pálmi Rafn reynir hér hjólhestaspyrnu en hittir ekki boltann. Hann fær hins vegar rokkstig fyrir að reyna.
70. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
70. mín
Inn:Jonathan Glenn (ÍBV) Út:Matt Garner (ÍBV)
Nú á að blása til sóknar. Síðasta skipting Eyjamanna.
67. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
ÞVÍLÍK GÆÐI!!!

Kennie setur fastann bolta fyrir sem að Óskar nær að drepa inní vítateignum með tvo menn í sér áður en að hann neglir honum framhjá Rafael í markinu.
63. mín
Atli Sigurjóns og Pablo Punyed með skemmtilega útfærslu á aukaspyrnu. En útfærslan er ekki aðalatriðið og boltinn endar aftur fyrir endamörkunum.
61. mín
Inn:Priestley Griffiths (ÍBV) Út:Evariste Ngolok (ÍBV)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
61. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
59. mín
Kennie Chophart við það að sleppa í gegn þegar að brotið er á honum. Pétur sér hins vegar ekkert athugavert við þetta og lætur leikinn halda áfram.
55. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
FYRSTA MARKIÐ KOMIÐ!!!!

Hornspyrna Atla er góð og ratar beint á Óskar sem að er aleinn á fjærstönginni. Skalli hans fer hins vegar í stöngina en Pálmi Rafn er vel á verði og hirðir frákastið. Þetta hleypir vonandi lífi í leikinn.
54. mín
Enn sækja KR-ingar. Fá hornspyrnu núna.
49. mín
Enn sækja KR-ingar. Pablo Punyed á hér fína stungusendingu á Óskar sem að reynir að setja hann fyrir en boltinn fer beint í Sigurð Arnar og útaf. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
47. mín
Óskar Örn á hér fína fyrirgjöf beint á kollinn á Tobiasi en skalli hans er laus og beint á Rafael í markinu.
46. mín
Atli Sigurjóns opnar seinni hálfleikinn með hægri fótar skoti sem að fer langt framhjá.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Engar breytingar í hálfleik.

45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Pétur dómari til lok fyrri hálfleiks hér á Meistaravöllum í þessum bragðdaufa leik. Ég ásamt öllu mannkyninu óska eftir meiri skemmtun í seinni hálfleik.
44. mín
KR-ingar koma boltanum frá.
43. mín
ÍBV fær hornspyrnu sem að Jonathan Franks ætlar að taka.
42. mín
Hér hinum meginn á Víðir Þorvarðar góða fyrirgjöf en Gummi Magg hittir ekki boltann.
41. mín
Ægir Jarl með mína fyrirgjöf á Óskar Örn en skalli hans er laus og endar hjá Rafael í markinu.
39. mín
Afar tíðindalítið þessa stundina. KR meira með boltann en það vantar herslumuninn á síðasta þriðjungnum.
34. mín
Atli Sigurjóns hér með fína hornspyrnu beint á kollinn á Chophart en Eyjamenn komast fyrir boltann.
33. mín
Tobias skallar hér boltann innfyrir á Ægi Jarl en hann skýtur beint í Gilson Correia og útaf í innkast.
32. mín
Aukaspyrnan er góð en varnarmenn KR ná að koma boltanum aftur fyrir endamörk. Hornspyrnan ratar svo beint í fangið hjá Beiti.
31. mín
Kennie brýtur hér klaufalega á Diogo Coelho eftir að hafa misst boltann yfir sig. Aukspyrna á hættulegum stað sem að Jonathan Franks tekur.
30. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Missir boltann of langt frá sér og straujar Evariste Ngolok. Réttur dómur.
28. mín
Atli Sigurjóns með fína fyrirgjöf sem að endar hjá Pálma en skot hans fer í varnarmann. Hornspyrna fyrir KR.
26. mín
Eyjamenn koma spyrnunni frá en KR heldur boltanum. Sóknin endar með skoti frá Óskari Erni sem að Rafael ver. Atli nær frákastinu en Matt Garner nær að komast fyrir skot hans.
25. mín
Telmo brýtur hér á Kennie á miðjum vellinum. Atli Sigurjóns tekur.
22. mín
KR-ingar meira með boltann þessa stundina án þess að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Eyjamenn eru þéttir til baka og gefa lítið af færum á sig.
18. mín
Kennie Chophart sér hér að Rafael stendur framarlega og reynir skot frá miðju. Skotið er hins vegar alveg vonalust og endar aftur fyrir endamörk.
13. mín
Ágætis tempó í þessum leik. Gestirir búnir að spila flottan bolta og eru líklegri þessa stundina. Telmo Castanheira á hér skot fyrir utan teig en það fer af varnarmanni og beint í fangið á Beiti.
9. mín
Eyjamenn í góðri sókn sem að endar með fyrirgjöf ætlaða Guðmundi Magnússyni en hann nær ekki til boltans.
6. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins. Pablo Punyed með góða fyrirgjöf á fjær þar sem að Ægir Jarl rekur tánna í boltann en Rafael Veloso er vel á verði og ver.
3. mín
Leikurinn fer hægt af stað. Bæði lið reyna að halda boltanum innan liðsins og þreifa sig áfram.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Pétur Guðmundsson leikinn á. ÍBV byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þá rölta liðin inná völlinn við fagra tóna Bubba Morthens. Þá fer þetta alveg að hefjast.
Fyrir leik
Nú er aðeins farið að týnast í stúkuna og þar fer að sjálfsögðu Bóas nokkur fremstur í flokki. Titlaóður hann Bóas.
Fyrir leik
Ég óska eftir fleirum í stúkuna. Hálftími í leik og ég tel fimm manns. Það er ekki í lagi.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir út á völlinn í upphitun. Fjörtíu mínútur í leik. Ég spái að hann verði skemmtilegur, og er ég nú þekktur fyrir að vera góð véfrétt.

Fyrir leik
Þá eru bryjunarliðin komin inn.

Aron Bjarki Jósepsson er í leikbanni í dag eftir að hafa fengið rautt gegn Stjörnunni. Þá byrjar Björgvin Stefánsson einnig á bekknum. Í þeirra stað koma inn þeir Kennie Chophart og Ægir Jarl Jónasson.

Pedro Hippolito gerir fjórar breytingar á liði sínu frá 3-0 tapinu gegn Fylki. Halldór Páll Geirsson sest á bekkinn og stendur Rafael Veloso í markinu í staðinn. Þá koma þeir Sindri Snær Magnússon, Priestley Griffiths og Jonathan Glenn allir úr liðinu. Inn í þeirra stað koma þeir Evariste Ngolok, Guðmundur Magnússon og Róbert Aron Eysteinsson.
Fyrir leik
Það eru flottar aðstæður hér á Meistaravöllum í dag og lýtur völlurinn vel út. KR-ingar eru væntanlega í bullandi sigurvímu eftir að körfuboltaliðið tryggði sér titilinn í gær og er því ekkert til fyrirstöðu að mæta á völlinn í dag.
Fyrir leik
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er spámaður Fótbolta.net í þessari umferð. Þetta hafði hún að segja um þennan leik:

KR 3 - 1 ÍBV
Eftir flottan sigur í bikarnum móti Stjörnunni verður KR á heimavelli aðeins of stór biti fyrir ÍBV. Ég trúi því samt að leikurinn verði jafn í byrjun en svo hægt og rólega þá sigli KR framúr.
Fyrir leik
Eyjamenn tóku á móti ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunar á Hásteinsvelli. Staðan var markalaus eftir 90 mínútur og þurfti því að grípa til framlengingar. Þar tryggði Óskar Elías Zoega Eyjamönnum sigurinn með marki á 114.mínútu.
Fyrir leik
Bæði lið eru komin áfram í Mjólkurbikarnum. KR-ingar fóru leikandi létt með 2.deildarlið Dalvíkur/Reynis en sá leikur endaði 5-0. Aron Bjarki Jósepsson, sem að er í leikbanni í dag, skoraði tvö mörk og Alex Freyr Hilmarsson, Björgvin Stefánsson og Ægir Jarl Jónasson skoruðu eitt mark hver.
Fyrir leik
Heimamenn í KR heimsóttu Stjörnuna í fyrstu umferð þar sem að þeir gerðu 1-1 jafntefli. Pálmi Rafn skoraði þar mark KR úr vítaspyrnu.

Gestirnir frá Vestmannaeyjum byrjuðu hins vegar á 3-0 tapi gegn Fylki.
Fyrir leik
Jú komiði hjartanlega sæl og blessuð og veriði velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik KR og ÍBV í annari umferð Pepsi-Max deildar karla.
Byrjunarlið:
93. Rafael Veloso (m)
Matt Garner ('70)
2. Sigurður Arnar Magnússon
7. Evariste Ngolok ('61)
8. Telmo Castanheira
10. Guðmundur Magnússon
11. Víðir Þorvarðarson
17. Róbert Aron Eysteinsson ('61)
73. Gilson Correia
77. Jonathan Franks
92. Diogo Coelho

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('61)
6. Dagur Austmann
8. Priestley Griffiths ('61)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Eyþór Orri Ómarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Pedro Hipólito (Þ)
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('90)

Rauð spjöld: