Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
48' 2
1
Breiðablik
Víkingur R.
1
1
FH
Nikolaj Hansen '39 1-0
Brandur Olsen '44
1-1 Halldór Orri Björnsson '69
06.05.2019  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sólin skín í heiði,hægur andvari og teppið eins og best verður.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1280
Maður leiksins: Halldór Orri Björnsson
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
Sölvi Ottesen
3. Logi Tómasson
5. Mohamed Dide Fofana ('65)
7. Erlingur Agnarsson ('45)
10. Rick Ten Voorde
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('65)
11. Dofri Snorrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Atli Hrafn Andrason ('45)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Ágúst Eðvald Hlynsson ('25)
Davíð Örn Atlason ('82)
Atli Hrafn Andrason ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með jafntefli. Klárlega 2 töpuð stig fyrir Víkinga eftir fyrri hálfleikinn.
90. mín
Logi með firnafast skot eftir innkast en yfir fer boltinn.
88. mín
Ágúst með skot eftir langt innkast en framhjá.
85. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
85. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
82. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
79. mín
Leikurinn róast all svakalega. FH liðið þolinmótt og Víkingar lítið að gera fram á við.
75. mín
Inn:Davíð Þór Viðarsson (FH) Út:Kristinn Steindórsson (FH)
Herða miðjunna
75. mín
FH í skotgröfunum og beita skyndisóknum Halldór Orri í einni slíkri en Víkingar komast fyrir,
69. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (FH)
Stoðsending: Pétur Viðarsson
MAAAARK!!!!!!!

Frábær afgreiðsla hjá Halldóri eftir snarpa sókn. Fékk boltann vinstra meginn í teignum og sneiddi hann fallega upp í hornið fjær.
68. mín
Rikki TV í dauðafæri en Gunnar ver vel
65. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Mohamed Dide Fofana (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
65. mín
Fh ætti að hafa jafnað þarna. Jakúp setur boltann yfir fyrir opnu marki eftir skyndisókn.
63. mín
Logi Tómasson með skot úr aukaspyrnu sem Gunnar slær í horn.
61. mín
Hjörtur Logi með svakalegt skot en Þórður ver glæsilega.
60. mín
Fh vinnur horn.

Það gæti verið þeirra möguleiki í kvöld.
58. mín
Víkingar fá horn. Vallarklukkan bjartsýn og sýnir 12-0 Víkingum í vil.
55. mín
Ágúst Eðvald í prýðisfæri eftir undirbúning Loga og Rikka en skotið yfir,
53. mín
Sölvi Geir stangar boltann í netið eftir horn en Ívar dæmir brot og markið af.
53. mín
Atli Hrafn með skot sem Gunnar er í basli með. Horn
46. mín
Farið af stað á ný. Hvað gerir FH manni færri og marki undir?
45. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
45. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (FH) Út:Atli Guðnason (FH)




Stór orð og það frá KRing


45. mín
Hálfleikur
Hér er flautað til hálfleiks. Mark og rautt spjald í fyrri hálfleik og Víkingar í bílstjórasætinu.
44. mín Rautt spjald: Brandur Olsen (FH)
Fer í gjörsamlega galna tæklingu á gulu spjaldi og uppsker réttilega annað gult og þar með rautt. Ótrúlega heimskuleg ákvörðun.
44. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
42. mín
Er Gunnar með smjör á hönskunum? Missir tiltölulega hættulítið skot Ágústar og er heppinn að ná honum aftur.
41. mín
Leikurinn þurfti á þessu að halda. Krydd í leikinn og the underdogs komnir yfir.
39. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
MAAAAAARK!

Gunnar Nielsen er brjálaður fer út í langt innkast og missir boltann beint fyrir fætur Nikolaj sem gat ekki annað en skorað.
Fhingar telja brotið á Gunnari.
38. mín
Júlíus Magnússon nær skoti af 20 metrum en beint á Gunnar í marki FH
36. mín
Jákup reynir skotið en það svífur framhjá. FH aðeins að herða tökin.
32. mín
Atli Guðna með frábæra móttöku og skilar boltanum í netið en var vel fyrir innan og réttilega flaggað.
31. mín
Frábær fyrirgjöf hjá Davíð atla en aftur örfáir cm sem vantar uppá.
28. mín
Kristinn í dauðafæri fyrir Fh en skýtur framhjá frá vítateigslínunni.
25. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.)
Stöðvar skyndisókn með hendi. Fær fyrir það gult.
24. mín
Ágúst Eðvald með svakalega fyrirgjöf sem er millimetrum frá Hansen en boltinn af Fhing og afturfyrir,
22. mín
Kristin Steindórs með skot í varnarmann og vinnur horn.
20. mín
Rikki tv með skot í varnarmann. Víkingur fær horn.
19. mín
Jóntan í dauðafæri eftir skyndisókn en Þórður bjargar frábærlega.
19. mín
Mátti reyna þetta Logi. Skot af löngu færi en framhjá.
16. mín
Fhingar ekki að ná upp sínu spili gegn skipulögðum Víkingum. Mikið jafnvægi yfir leiknum.
11. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Brandur með groddaralega tæklingu á Davíð Atla. Rétt spjald
10. mín
Logi Tómasson með fyrirgjöf eftir flott spil víkinga en afturfyrir
8. mín
Mohamed verið nokkuð mistækur hér í byrjun átt feilsendingar og tapað boltanum. En vonandi vex honum ásmeginn
7. mín
FH að nýta hægri vænginn mikið hér í upphafi. En engin stórhætta ennþá.
3. mín
Víkingar ætla greinilega að freista þess að leika sama leik og gegn Val og pressa FH hátt á vellinum.
2. mín
Jónatan Ingi með góðan sprett eftir mistök Mohamed en Þórður nær að slá boltann frá.
1. mín
Þetta er farið af stað. Fh byrjar með boltann og sækir í átt frá skautahöllinni.
Fyrir leik
Liðin mætt til vallar. Förum að hefja þessa veislu.
Fyrir leik
20 mín í leik og liðin hafa haldið til búningsherbergja til loka skrafs og ráðagerða.

Flautuleikarinn í dag er Ívar Orri Kristjánsson.
Fyrir leik
Takið þátt í umræðunni um leikinn á twitter og aldrei að vita nema valdar færslur muni birtast hér í lýsingunni á meðan á leik stendur.
Fyrir leik
Einn af skemmtilegri vallarþulum deildarinnar er á vegum Víkings og það skortir ekki frumlegheit hjá honum. Víkin sem nefnd var Heimavöllur Hamingjunar í fyrra er auðvitað ekki klár vegna framkvæmda en það er í lagi því við erum mætt í næst fallegasta dal Reykjavíkur á Að heiman völl Hamingjunar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin sem og uppstilling liðanna er mætt í hús og má sjá hér að neðan og til hliðar.

Vekur athygli mína að Viktor Örlygur Andrason skuli fá sér sæti á bekknum eftir frábæra frammistöðu gegn Val í 1.umferð.

Hjá FH er óbreytt byrjunarlið frá sigrinum á HK en það er þó að frétta að Steven Lennon er ekki í hóp í dag vegna meiðsla.




Fyrir leik
Liðin hafa leikið 31 leik frá aldamótum og verður ap segjast að tölfræðin er alls ekki með Víkingum í liði. 4 sinnum hafa þeir sigrað FH frá aldamótum, 10 sinnum hafa liðin gert jafntefli en 17 sigrar hafa lent FH meginn. Markatalan er svo 61-29 FH í vil.
Fyrir leik
FH tók á móti nýliðum HK og höfðu þar 2-0 sigur með mörkum frá Jónatan Inga Jónssyni og Brandi Olsen. Þær fréttir bárust frá FH fyrr í dag að Steven Lennon verði ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla.
Fyrir leik
Víkingar hófu mótið á heimsókn til ríkjandi Íslandsmeistara Vals.
Lokatölur þar urðu 3-3 í vægast sagt frábærum knattspyrnuleik en mörk Víkinga skoruðu þeir Nikolaj Hansen, Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á Eimskipsvellinum í Laugardal vegna framkvæmda við Víkingsvöll en eins og flestir vita er verið að leggja gervigras á völlinn og verður hann væntanlega klár þann 14.júní þegar Víkingar taka á móti HK. Þangað til munu Víkingar leika heimaleiki sína hér í Laugardal.
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur góðir og verið velkomin til leiks í beina textalýsingu Fótbolta.net frá lokaleik 2.umferðar Pepsi Max deildar karla. Víkingur-FH er leikur kvöldsins og vonumst við að sjálfsögðu eftir hörkuleik.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
8. Kristinn Steindórsson ('75)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('45)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('65)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Jákup Thomsen
21. Guðmann Þórisson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cédric D'Ulivo
8. Þórir Jóhann Helgason ('45)
22. Halldór Orri Björnsson ('65)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
28. Teitur Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Brandur Olsen ('11)
Brandur Olsen ('44)
Davíð Þór Viðarsson ('85)

Rauð spjöld:
Brandur Olsen ('44)