Nettóvöllurinn
þriðjudagur 07. maí 2019  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Cloé Lacasse
Keflavík 0 - 2 ÍBV
0-1 Cloé Lacasse ('54)
0-2 Clara Sigurðardóttir ('84)
Byrjunarlið:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff ('88)
7. Maired Clare Fulton ('70)
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
1. Aytac Sharifova (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
4. Eva Lind Daníelsdóttir
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('70)
19. Berta Svansdóttir
23. Herdís Birta Sölvadóttir
28. Kara Petra Aradóttir

Liðstjórn:
Benedikta S Benediktsdóttir
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Margrét Ársælsdóttir
Ljiridona Osmani
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Haukur Benediktsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
90. mín Leik lokið!
Þetta var það síðasta sem gerðist í þessum leik og Eyjakonur sækja sér sín fyrstu stig í sumar eftir góðan seinni hálfleik af þeirra hálfu.
Eyða Breyta
90. mín
Cloé en og aftur að leika sér að vörn Keflavíkur en í þetta skiptið brjóta þær á henni og aukaspyrna dæmd á vítateigslínunni.
Eyða Breyta
90. mín
Sveindís fær hér þungt höfuðhögg eftir að boltinn fer í hausinn á henni. Stendur upp en riðar á fótum og virðist vel vönkuð.
Eyða Breyta
90. mín
Komnar 90 mín á klukkuna og eyjastúlkur að sigla þægilegum sigri hér í kvöld. Sýndu gæði sín klárlega hér í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
88. mín Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (Keflavík) Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)

Eyða Breyta
84. mín Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV) Emma Rose Kelly (ÍBV)

Eyða Breyta
84. mín MARK! Clara Sigurðardóttir (ÍBV), Stoðsending: Cloé Lacasse
Sólin blindaði mig algjörlega en Clara er búin að koma Eyjastúlkum í 2-0.
Eyða Breyta
82. mín
Tíminn er að renna frá Keflavík. Halda boltanum ágætlega en eru ekki að ná að skapa sér færi.
Eyða Breyta
78. mín
Og nú Emma Rose en Katrín slær boltann yfir og hornspyrna niðurstaðan.
Eyða Breyta
77. mín
Skyndisókn ÍBV og Cloé með skot en framhjá. Hægra meginn í teignum þó núna.
Eyða Breyta
73. mín
Skemmtilegt atvik. 2 boltar í leik og báðir við fætur leikmanna sem halda áfram eins og ekkert sé þar til dómarinn stöðvar leikinn og lætur endurtaka innkast.
Eyða Breyta
72. mín Guðrún Bára Magnúsdóttir (ÍBV) Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)

Eyða Breyta
70. mín Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Maired Clare Fulton (Keflavík)

Eyða Breyta
69. mín
Aníta Lind með skotið en beint á Guðný í marki ÍBV
Eyða Breyta
64. mín
Cloé enn og aftur vinstra meginn í teignum leikur sér að vörn keflavíkur í skyndisókn en skotið framhjá
Eyða Breyta
63. mín
Keflavík að sækja í sig veðrið, Halda bolta vel og eru að þrýsta liðinu ofar á völlinn. Eyjakonur að bakka.
Eyða Breyta
59. mín
Cloé aftur í fínu færi vinstra meginn í teignum eftir góðan sprett. En setur hann í hliðarnetið
Eyða Breyta
58. mín
Hvað gerir Keflavík nú marki undir verða þær að sjálfsögðu að sækja,
Eyða Breyta
54. mín MARK! Cloé Lacasse (ÍBV)
MAAAAARK!

Snyrtilega klárað hjá Cloé eftir snarpa sókn. Nær að troða boltanum framhjá varnarmanni inná teiginn vinstra meginn og klára snyrtilega í fjærhornið.
Eyða Breyta
52. mín
Ansi rólegt hér í upphafi. Liðin varkár
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Hafið á ný. Það eru mörk í þessu hér í seinni vona ég.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur hér í Keflavík. Markalaust en leikurinn verið nokkuð vel leikinn og skemmtilegur áhorfs.
Eyða Breyta
44. mín
DAUÐAFÆRI hjá ÍBV. Emma Rose alein á markteig eftir fínan undirbúning Júlíönu og Kristínar Ernu en setur boltann yfir af 5 metra færi.
Eyða Breyta
42. mín
Ég held ég geti fullyrt að Natasha Anasi sé einn sókndjarfasti miðvörður sem ég hef séð. Og hún hefur alveg efni á því frábær í fótbolta.
Eyða Breyta
38. mín
Kristín Erna alein vinstra meginn í teignum eftir skyndisókn ÍBV en Katrín Hanna ver vel.
Eyða Breyta
34. mín
Sísi reynir að snúa boltann upp í hornið frá D-boganum eftir snarpa sókn en rétt yfir.
Eyða Breyta
32. mín
Emma Rose í prýðisfæri eftir sendingu frá Cloe en nær engum krafti í skotið sem er auðvelt fyrir Katrínu í marki Keflavíkur.
Eyða Breyta
28. mín
Sveindís með fína tilraun af löngu færi en boltinn framhjá. Hún hefur verið spræk hér í kvöld.
Eyða Breyta
26. mín
Heimastúlkur ósáttar. Eftir hornspyrnu varð mikið klafs í teignum og ómögulegt að sjá hvað gekk á. Var boltinn inni eða eru þær að biðja um hendi?
Eyða Breyta
24. mín
Hvernig skoraði ÍBV ekki?????? 3 skot úr teignum úr sömu sókninni, Katrín ver, varnarmaður kemst fyrir og það þriðja fer yfir. Svona færi verður að nýta.
Eyða Breyta
23. mín
Sophie snýr á varnarmann við vinstra vítateigshornið og reunir skotið en boltinn yfir,
Eyða Breyta
19. mín
Aftur Sveindís. Natasha vinnur boltann af Cloe á frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Sveindísi, Guðný mætir langt út úr markinu og Sveindís fer framhjá henni en missir boltann of langt út og nær ekki krafti í skotið og Eyjakonur bjarga.
Eyða Breyta
17. mín
Millmetraspursmál að Keflavík skori! Sé ekki hver á fyrirgjöf eftir frábæran sprett upp hægri vænginn en bolti meðfram jörðinni inná markteig fer rétt fram hjá tánum á Sveindísi sem var í prýðishlaupi.
Eyða Breyta
13. mín
Frábær sprettur hjá Cloe sem fer illa með vörn Keflavíkur og rennir honum fyrir markið en Keflavíkurstúlkur bjarga.
Eyða Breyta
11. mín
Rólegt yfir þessu hér í upphafi. Liðin að þreifa hvort á öðru og lítil ógn fram á við.
Eyða Breyta
5. mín
Sísí með skallann eftir hornið en boltinn svifur yfir.
Eyða Breyta
4. mín
Hinum meginn sækir Íbv horn.
Eyða Breyta
3. mín
Sveindis í fínu færi eftir að Keflavík vinnur boltann hátt á vellinum en skotið í varnarmann og afturfyrir. Horn sem ekkert varð úr.
Eyða Breyta
1. mín
Það er ansi napurt í Keflavík í kvöld, blástur og kalt og afar fáir í stúkunni.
Eyða Breyta
1. mín
Þetta er farið af stað. Gestirnir hefja leik og sækja í átt að sýslumanni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV tekur ákvörðun um það annan leikinn í röð að stýra liði sínu ekki í leiknum.

Hann setur sig ekki á leikskýrslu en velur þess í stað að fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni. Eflaust í símasambandi við Richard Matthew Goffe og Óskar Rúnarsson aðstoðarmenn sína.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin eru klár hérna í skýrslunni. Keflavík gerir eina breytingu á liði sínu frá leiknum gegn Fylki. Sophie Mc Mahon Groff kemur inn fyrir Þóru Kristínu Klemenzdóttur.

Hjá ÍBV er líka ein breyting frá Blikaleiknum. Sesselja Líf Valgeirsdóttir kemur inn fyrir Margréti Írisi Einarsdóttur.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gunnar Freyr Róbertsson dæmir leikinn í dag og línuverðir eru þeir Daníel Ingi Þórisson og Halldór Vilhelm Svavarsson. Breki Sigurðarson er skiltadómari.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu umferðina en Keflavík sótti þá Fylki heim og tapaði 2-1. ÍBV tapaði heima gegn Breiðabliki 0-2 í fyrstu umferð.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Keflavíkur og ÍBV í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Nettóvellinum í Keflavík.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
9. Emma Rose Kelly ('84)
10. Clara Sigurðardóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('72)
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse

Varamenn:
12. Sigríður Sæland Óðinsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir ('84)
5. Díana Helga Guðjónsdóttir
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir ('72)
16. Thelma Sól Óðinsdóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir
23. Shaneka Jodian Gordon

Liðstjórn:
Helena Hekla Hlynsdóttir
Berglind Sigmarsdóttir
Sonja Ruiz Martinez
Óskar Rúnarsson
María Guðjónsdóttir
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:

Rauð spjöld: