Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
14:00 0
0
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
14:00 0
0
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
14:00 0
0
Fram
Þór/KA
2
0
Fylkir
Sandra Mayor '46 1-0
Andrea Mist Pálsdóttir '88 2-0
08.05.2019  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Sólskin, 1° hiti og smá vindur
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 274
Maður leiksins: Sandra Stephany Mayor
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Andrea Mist Pálsdóttir
9. Sandra Mayor
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('89)
10. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('83)
22. Iris Achterhof ('64)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('64)
3. Sara Skaptadóttir
8. Lára Einarsdóttir ('83)
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('89)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Ágústa Kristinsdóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Anna Catharina Gros
Christopher Thomas Harrington

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-0 sigur Þór/KA staðreynd! Þær áttu sigurinn skilið, enda spýttu þær vel í lófana í seinni hálfleik. Fylkisstúlkur geta þó tekið margt jákvætt með sér úr þessum leik.
92. mín
Lára Einarsdóttir nálægt því að sleppa í gegn eftir að Margrét Árnadóttir vann boltann ofarlega á vellinum, en Fylkisstelpur stöðvuðu það.
89. mín
Inn:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Síðasta skipting heimastúlkna.
88. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra Mayor
TIKI TAKA MARK!! Mayor og Margrét Árnadóttir spila sig í gegnum Fylkisvörnina eins og hún sé úr smjöri! Mayor leggur hann svo á Andreu sem að setur hann í autt markið! GEGGJAÐ MARK!!
85. mín
5 mínútur eftir af leiknum og sóknarþungi Fylkisstelpna er ekki uppá marga fiska, en 1-0 er stórhættuleg staða og það má ekkert útaf bregða.
83. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ MAYOR!!! Vinnur boltann af Maríu Björgu og sleppur ein í gegn, en missir svo boltann bara einhvernveginn til Cecilíu og markmaðurinn kemur boltanum í innkast! Glæpsamlegt að ná ekki allavega skoti!
83. mín
Inn:Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
81. mín
Bianca á fyrirgjöf sem að Andrea Mist tekur á lofti inní teig, en boltinn fer langt yfir!
77. mín
Berglind er svo mætt aftur til leiks, sem betur fer.
76. mín
Fylkisstelpur bjarga á línu!! Bianca skallar í átt að marki eftir hornspyrnu og þær rétt koma boltanum burt. í kjölfarið liggur Berglind Rós eftir með höfuðmeiðsli og aftur er Gunnar Oddur seinn að stoppa leikinn. Það seinn að Þór/KA ná einni tilraun á markið áður en hann loksins flautar.
72. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Út:Marija Radojicic (Fylkir)
Síðasta skipting gestanna. Marija lýkur hér leik og Bryndís Arna Níelsdóttir kemur inná.
70. mín
Fylkir hársbreidd frá því að jafna!! Boltanum var neglt á fjær og Þórdís Elva var sentimetra frá því að reka boltann yfir línuna!
68. mín
Þarna verður Mayor að gera betur!! Karen María kemst upp að endamörkum og leggur hann út á dauðafría Söndru Mayor, sem að lúðrar boltanum með vinstri lengst framhjá!
64. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Út:Iris Achterhof (Þór/KA)
Iris Achterhof kemur útaf, hún skilaði ágætu dagsverki og óx ásmegin í leiknum. Rut Matthíasdóttir loggar sig inn.
62. mín
Þarna munaði engu!!! Sandra Mayor á in-swing horn frá vinstri og skorar næstum úr því! Cecilía lenti í fáránlegum vandræðum með algjöran rútínubolta!
59. mín
Margrét Árnadóttir kemst af miklu harðfylgi inn fyrir Fylkisvörnina, en missir boltann of langt frá sér og boltanum er hreinsað í horn! Í kjölfarið er svo dæmt á Þór/KA.
58. mín
Fylkisliðið er að ná áttum eftir þessa tusku sem þær fengu í andlitið í byrjun síðari hálfleiks. Eru grimmar í pressunni þessa stundina.
55. mín
Inn:Ragnheiður Erla Garðarsdóttir (Fylkir) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Önnur breyting Fylkisstelpna.
55. mín
Ída Marín fær ágætis skotfæri fyrir utan teig, en dregur skotið framhjá. Ekki gott skot.
52. mín
Þórdís Elva á gott skot sem að Bryndís ver með löppunum! Þetta var fínasta færi rétt fyrir innan D-bogann.
46. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Andrea Mist Pálsdóttir
Þór/KA voru ekki lengi að þessu!!! Andrea Mist á góða fyrirgjöf inní teig og að SJÁLFSÖGÐU er Sandra Stephany Mayor mætt til þess að setja hann með hælnum, á lofti í markið!!
45. mín
Inn:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Oddur flautar til hálfleiks hér á Þórsvelli. Þór/KA hafa átt hættulegri sénsa, en Fylkisliðið hefur átt sín augnablik líka. Iris Achterhof og Sandra Mayor hafa náð að linka ágætlega saman uppá topp, en lokasendingin hefur oftast brugðist þeim. Baráttuleikur framundan í seinni hálfleik!
44. mín
Hættuleg sókn hjá Fylki! Stefanía Ragnarsdóttir fær vægast sagt alltof mikinn tíma til að athafna sig hægra megin og lúðrar jarðarbolta fyrir mark Þór/KA en engin rekur fótinn í boltann og þetta rann út í sandinn hinum megin.
43. mín
Hulda Ósk á fínan sprett upp hægri kantinn og neglir honum inní á nær og Iris Achterhof setur hann á nærstöngina, en Cecilía er mætt og ver vel!
42. mín
Hálffæri! Bianca á fasta fyrirgjöf sem að Andrea Mist skallar yfir.
41. mín
Mayor er sömuleiðis næstum sloppin í gegn, en fyrsta snertingin svíkur hana og hún snýr til baka og leggur hann á Achterhof sem á skot í varnarmann.
40. mín
Marija er nálægt því að sleppa í gegn, en er hundelt af Biöncu og hún kemst fyrir skotið, sem endar aftur fyrir.
37. mín
Það er ótrúlega lítið að gerast þessa stundina. Gríðarleg stöðubarátta, misheppnaðar sendingar og miðjumoð. Ég kalla eftir gæðaaukningu hér í restina á þessum fyrri hálfleik!
30. mín
Eftir kröftuga byrjun hafa Fylkisstúlkur aðeins gefið eftir og Þór/KA stjórna nú leiknum.
26. mín
Iris Achterhof á góðan sprett upp vinstri kantinn og vinnur horn sem Þór/KA nýta sér ekki. Achterhof er að komast meira og meira inní leikinn, hún spilar fremst en droppar reglulega niður og skapar þannig pláss fyrir Mayor.
24. mín
Sigrún Salka Hermannsdóttir lá eftir og hélt um hausinn og einhverra hluta vegna stoppaði Gunnar Oddur ekki leikinn. Fylkismenn hlupu svo næstum á Sigrúnu liggjandi áður en þær spörkuðu svo boltanum útaf, svo að hún gæti fengið aðhlynningu.
19. mín
Ekkert kemur úr spyrnunni, sem fer beint á Bryndísi í markinu.
19. mín
Bianca Elissa brýtur á Mariju Rodjicic rétt fyrir utan teig Þór/KA og Marija liggur eftir. Vonandi eru meiðsli hennar lítilsháttar, en hún þarf á aðhlynningu að halda. Aukaspyrnan er allavega á stórhættulegum stað!
14. mín
Mayor á ágætis fyrirgjöf á Achterhof en skallinn er laflaus og auðveldur fyrir Cecilíu.
10. mín
DAUÐAFÆRI!! Andrea Mist á flotta stungusendingu á Mayor sem að gefur sér allan tímann í heiminum í að klára færið, en Cecilía ver með löppunum! Ekki góð afgreiðsla, en að sama skapi vel gert hjá Cecilíu.
8. mín
Ágætis færi! Sandra Stephany Mayor á góða fyrirgjöf á Iris Achterhof sem að nær ekki að stýra boltanum á markið, eftir að hafa tekið hann á lofti.
6. mín
Fylkisstelpur byrja af aðeins meiri krafti en Þór/KA og hafa eytt talsvert meiri tíma á boltanum.
2. mín
Fylkisstúlkur fá hornspyrnu, sem tekin var stutt en nákvæmlega ekkert kom úr henni.
1. mín
Gunnar Oddur flautar leikinn á og Þór/KA hefja leik með boltann!


Fyrir leik
Þór/KA gerir eina breytingu á liðinu sem byrjaði gegn Völsurum. Iris Achterhof kemur inn í byrjunarliðið og Lára Einarsdóttir sest á bekkinn í staðinn. Fylkir gera einnig eina breytingu á sínu liði, Chloe Froment spilar ekki og í hennar stað kemur Stefanía Ragnarsdóttir.


Fyrir leik
Fylki er spáð 7. sæti í deildinni, sem er býsna ofarlega miðað við nýliða en liðið var frábært á undirbúningstímabilinu. Þær hófu Reykjavíkurmótið á 0-8 tapi gegn Valsstúlkum, en hafa síðan þá unnið alla mótsleiki. Þær Ída Marín Hermannsdóttir og Marija Radojicic voru markahæstar hjá Fylki í Lengjubikarnum og þær skoruðu mörk liðsins í sigrinum á Keflavík.
Fyrir leik
Þór/KA lítur á þennan leik sem algjöran skyldusigur, enda fátt sem að má útaf bregða ef að liðið ætlar að eygja von um að veita liðum á borð við Val og Breiðablik samkeppni. Nýliðar Fylkis unnu Inkasso deild kvenna á síðustu leiktíð og eins og áður sagði, bar sigur úr býtum í fyrsta leik sumarsins, svo að þær eru svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin.
Fyrir leik
Góðan daginn! Kl. 18:00 hefst leikur Þór/KA og Fylkis í Pepsi Max deild kvenna. Liðin áttu heldur ólíku gengi að fagna í fyrstu umferðinni. Fylkisstelpur unnu 2-1 heimasigur á Keflvíkingum, á meðan Akureyringar máttu sætta sig við 5-2 tap gegn sterku Valsliði, eftir að hafa leitt 1-2 í hálfleik.
Byrjunarlið:
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('45)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
8. Marija Radojicic ('72)
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('55)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('45)
10. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir ('55)
29. Jenný Rebekka Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Bryndís Arna Níelsdóttir
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld: