Kaplakrikavöllur
föstudagur 10. maí 2019  kl. 18:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól, iðagrænn völlur og létt gola
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Halldór Orri Björnsson
FH 3 - 2 KA
1-0 Halldór Orri Björnsson ('6)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('53)
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('65)
2-2 Björn Daníel Sverrisson ('75, víti)
3-2 Halldór Orri Björnsson ('87)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m) ('68)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
8. Kristinn Steindórsson ('46)
9. Jónatan Ingi Jónsson ('62)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
22. Halldór Orri Björnsson
29. Þórir Jóhann Helgason

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m) ('68)
2. Teitur Magnússon
3. Cédric D'Ulivo
10. Davíð Þór Viðarsson ('46)
18. Jákup Thomsen ('62)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
28. Leó Kristinn Þórisson

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('8)
Guðmann Þórisson ('58)
Guðmundur Kristjánsson ('77)
Pétur Viðarsson ('89)

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
96. mín Gult spjald: Kristijan Jajalo (KA)
Jajalo lætur Einar vita af óánægju sinni eftir leik og fær gult spjald hér eftir leik.
Eyða Breyta
95. mín Leik lokið!
FH með 3-2 sigur á KA eftir rosalegan seinni hálfleik!

Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Óli Stefán Flóventsson (KA)
Óli Stefán allt annað en sáttur við að fá ekki víti og fær gult spjald fyrir mótmæli sín.
Eyða Breyta
93. mín
Bíddu nú við, mér sýnist Guðmann klárlega toga Sæþór hér niður inn í teig en ekkert dæmt, þarna eru FH stálheppnir.
Eyða Breyta
91. mín
Fimm mínútum bætt við.
Eyða Breyta
89. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Hrindir Sæþóri hér á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
87. mín MARK! Halldór Orri Björnsson (FH), Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
FH-ingar eru komnir aftur yfir í blálokin! Björn Daníel þræðir boltann í gegn á Halldór Orra sem setur hann framhjá Aroni og skorar sitt annað mark í leiknum!
Eyða Breyta
86. mín Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Haukur tekinn útaf hér, klárar ekki 90 mínútur, Brynjar inná í hans stað.
Eyða Breyta
86. mín
FH liggja á KA þessa stundina, Atli Guðna reynir fyrirgjöf en KA henda sér fyrir boltann á síðustu stundu.
Eyða Breyta
82. mín Sæþór Olgeirsson (KA) Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Húsvíkingur fyrir Húsvíking hér, Sæþór að koma inná fyrir Hrannar sem var á spjaldi.
Eyða Breyta
81. mín
Guðmann brýtur á Grímsa rétt fyrir utan teig, KA menn taka hana hratt en FH-ingar koma boltanum í hornspyrnu.
Eyða Breyta
79. mín
Hrannar hendir sér niður inn í teig en fær ekki vítaspyrnu, sýndist þetta vera dýfa og rétt metið að dæma ekki.
Eyða Breyta
77. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Gummi Kristjáns fær hér gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn, það hlýtur þá að hafa verið einhver annar sem fékk gult áðan í mótmælunum en spjaldinu var veifað að Gumma þar.
Eyða Breyta
76. mín
Halldór Orri í alvöru færi hérna en KA menn ná að komast fyrir boltann og boltinn í horn, ég hélt að þessi væri inni!
Eyða Breyta
75. mín Mark - víti Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel skorar að öryggi úr vítinu, neglir boltanum upp í skeytin! Aron í réttu horni en á engan séns.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Víti! Bjössi skýtur í höndina á Torfa úr aukaspyrnunni og fær hér vítaspyrnu!
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Haukur réttilega spjaldaður fyrir brotið umrædda.
Eyða Breyta
72. mín
FH-ingar brjálaðir! Haukur Heiðar tekur Jákup niður að því virðist inn í teig en Einar dæmir aukaspyrnu! Þetta fannst mér vera klárt víti og FH-ingar eru brjálaðir hérna.
Eyða Breyta
70. mín
FH í veseni hérna, Hjörtur Logi sendir boltann beint á Ella en Guðmann nær að bjarga Hirti á endanum. FH-ingar verða að fara vakna hér í seinni.
Eyða Breyta
68. mín Vignir Jóhannesson (FH) Gunnar Nielsen (FH)
Gunni meiddist í baráttunni við Ella í markinu og þarf að koma af velli hér, Vignir kemur inná í hans stað.
Eyða Breyta
65. mín MARK! Elfar Árni Aðalsteinsson (KA), Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA menn eru komnir yfir í Krikanum!
Góð sókn KA endar með að Grímsi kemur með fastan bolta fyrir meðfram jörðinni sem Elli hendir sér á og kemur honum í netið. Spurning hvort Gunni eigi ekki að gera betur þarna. KA menn búnir að snúa leiknum við!
Eyða Breyta
62. mín Jákup Thomsen (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Jákup kemur hér inná fyrir Jónatan Inga, Jónatan verið mjög sprækur og kemur þessi skipting mér á óvart.
Eyða Breyta
61. mín
KA menn spila hér laglega á milli sín sem endar með að Grímsi rennur honum út á Hauk sem kemur á fleygiferð og hamrar boltanum framhjá, ef þessi hefði farið á markið hefði netið rifnað!
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann fer hér alltof seinn í Elfar og fær réttilega fyrir það gult spjald.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Lætur Einar Inga heyra það eftir að Davíð hafði farið með löppina ansi hátt inn í teig, fær fyrir þetta tuð gult spjald.
Eyða Breyta
55. mín
Atli Guðna á fleygiferð upp að endamörkum hér en Torfi nær að komast fyrir og boltinn fer í horn.
Eyða Breyta
53. mín MARK! Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA), Stoðsending: Ýmir Már Geirsson
Grímsi lætur ekki bjóða sér svona aukaspyrnu án þess að skora bara úr henni! Setur boltann laglega fast upp í fjærhornið, Gunni á ekki séns í þennan!
1-1 Game on!
Eyða Breyta
51. mín
Pétur Viðars brýtur hér á Ými rétt fyrir utan teig, þetta er alvöru skotfæri fyrir Grímsa.
Eyða Breyta
49. mín
Haukur með fasta fyrirgjöf og Guðmann hendir sér á hann og fær hann í kassann og í hornspyrnu.
Eyða Breyta
48. mín
Ýmir brýtur á Pétri úti á kantinum, stúkan öskrar annað spjald en það hefði verið ansi strangur dómur.
Eyða Breyta
47. mín
Þórir kemst hér í gott skotfæri og skýtur en Almarr hendir sér fyrir skotið.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
FH-ingar hefja hér seinni hálfleikinn 1-0 yfir.
Eyða Breyta
46. mín Davíð Þór Viðarsson (FH) Kristinn Steindórsson (FH)
Davíð Þór kemur inn fyrir Kidda í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hornspyrnan góð en FH ná að skalla hann út og þá flautar Einar Ingi til hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín
KA menn fá horn hér, verður það betra en það síðasta?
Eyða Breyta
41. mín
Nei er svarið, hornspyrnan hörmuleg hjá Danna og algjör æfingabolti fyrir Gunna.
Eyða Breyta
41. mín
Grímsi í kapphlaupi við Gumma og skýtur boltanum í hann og í hornspyrnu. Geta KA menn gert sér mat úr henni?
Eyða Breyta
40. mín
Dauðafæri! FH fara hratt upp, Hjörtur með góða sendingu á Björn sem er í dauðafæri en Aron ver mjög vel frá honum!
Eyða Breyta
39. mín
Ýmir hársbreidd frá því að koma boltanum í gegn en FH-ingar komast fyrir sendinguna á síðustu stundu.
Eyða Breyta
38. mín
Jónatan Ingi sem er búinn að vera mjög góður í dag fíflar Ými hérna og kemur honum á Pétur sem gefur fyrir en KA ná að bægja hættunni frá á síðustu stundu.
Eyða Breyta
35. mín
Atli með hættulega fyrirgjöf hérna en Aron nær að blaka boltann til hliðar, FH halda boltanum samt.
Eyða Breyta
34. mín
Góð sókn FH-inga endar með skoti frá Þóri en Aron er mættur í hornið og handsamar boltann.
Eyða Breyta
32. mín
Dauðafæri! Aukaspyrna Grímsa er í vegginn en eftir smá klafs fær Grímsi boltann úti á kantinum, kemur með frábæra fyrirgjöf á Torfa á fjær sem skallar yfir markið, á að gera miklu betur þarna Torfi!
Eyða Breyta
31. mín
Vá Grímsi fíflar Pétur sem tekur hann niður á vítateigshorninu, litlu mátti muna að þetta var inn í teig en aukaspyrna er það.
Eyða Breyta
29. mín
Grímsi fer í skot hérna úr þröngri stöðu, skotið er fast en Gunni er vel á verði og heldur boltanum.
Eyða Breyta
29. mín
Kiddi Steindórs með laglegu chippu inn fyrir af 40 metrunum en boltinn er örlítið of hár fyrir Jónatan til að ná til hans.
Eyða Breyta
27. mín Gult spjald: Ýmir Már Geirsson (KA)
Ýmir fær hér gult fyrir brot á Þóri hérna úti á kanti, sýndist þetta vera hárrétt.
Eyða Breyta
25. mín
Atli Guðna með frábæra fyrirgjöf á fjær á Jónatan sem skallar boltann fyrir markið en Torfi stangar boltann út.
Eyða Breyta
24. mín
Grímsi mundar skotfótinn fyrir utan teig en hittir boltann ekki vel og hann fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
22. mín
KA spila virkilega vel út frá marki hér og komast í ákjósanlega stöðu en Grímsi er aðeins of lengi að koma honum á Danna en brotið er á Grímsa og KA fá aukaspyrnu.
Eyða Breyta
20. mín
FH-ingar gefa KA boltann hér rétt fyrir utan teig en skot Hrannars er laust og Gunni ver auðveldlega.
Eyða Breyta
19. mín
Andri reynir hér fyrirgjöf en Gummi nær að halda aftur að Elfari og boltinn lendir þægilega hjá Gunnari, hugmyndin góð samt.
Eyða Breyta
17. mín
KA eru alls ekki búnir að vera líklegir í þessum leik, FH hefur stjórnað leiknum frá a-ö hérna, góð sókn þeirra endar nú með að Haukur kemur boltanum úr teignum eftir darraðardans.
Eyða Breyta
14. mín
FH-ingar í sókn sem endar með að Halldór fær boltann inn í teig og reynir að komast í skotið en Torfi kemur til bjargar og setur boltann í horn.
Eyða Breyta
8. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Of seinn hérna í tæklingu og fær gult spjald, sá ekki almennilega á hverjum hann braut.
Eyða Breyta
8. mín
Hjörtur með frábæra fyrirgjöf á Halldór sem nær skotinu en Aron ver mjög vel, heppnir að vera ekki 2-0 undir KA, þurfa að vakna!
Eyða Breyta
6. mín MARK! Halldór Orri Björnsson (FH), Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
Halldór Orri annan leikinn í röð að skora! Upp úr engu var Björn Daníel kominn með ákjósanlega stöðu með Halldór einan í gegn hægri megin en Björn fór í skotið sem var gott en Aron varði það til hliðar, þar mætti Halldór og kom boltanum í autt netið! 1-0 eftir 6 mínútna leik.
Eyða Breyta
5. mín
Hjá FH er 4-3-3 með Gunna í markinu, Pétur, Guðmann, Gummi og Hjörtur Logi í vörninni. Á miðjunni eru Kiddi, Þórir og Björn Daníel. Á köntunum eru Jónatan og Atli og Halldór Orri er fremsti maður í kvöld.
Eyða Breyta
2. mín
KA menn stilla upp 5-2-3 með Aron í markinu, Andra og Ými í vængbakvörðum, Hauk, Callum og Torfa í hafsentum. Á miðjunni eru Almarr og Danni og fremstu þrír eru bræðurnir Hrannar og Grímsi og Elfar.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
KA menn byrja leikinn hér í Krikanum. Góða skemmtun!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Topp aðstæður hér í kvöld, völlurinn iðagrænn og ljóst að aðstæður verða ekki mikið betri!
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
KA gerir eina breytingu frá sigrinum á Íslandsmeisturum Vals í síðustu umferð þar sem þeir unnu 1-0 sigur á Greifavellinum. Andri Fannar Stefánsson kemur inn á miðjuna fyrir Steinþór Frey Þorsteinsson sem er ekki í leikmannahópi KA í kvöld. Þá er Hallgrímur Jónasson kominn á varamannabekkinn eftir að hafa meiðst í 1. umferð gegn ÍA.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Sagan er ekki með KA i liði fyrir þennan leik en fyrstu leiktíð KA i efstu deild i langan tíma árið 2017 fór 2-2 á þessum velli en 0-0 á Akureyrarvelli. Í fyrra unnu FH tvisvar i röð á heimavelli, 3-1 i deildinni og svo 1-0 í Mjolkurbikarnum. Leikurinn á Greifavelli fór svo 1-1.
Árið 2004, síðasti leikur KA i efstu deild i mörg ár þá unnu FH sigur sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og sendi KA niður um deild á Akureyravelli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Óli Kristjáns um mistökin hjá Gunnari Nielsen í síðasta leik:
"Hann veit það sjálfur að auðvitað átti hann að grípa þennan bolta. Ég held að það séu ekki miklar líkur á því að svona atvik komi upp aftur í bráð. Þetta snýst ekkert um að gera mistök eða gera ekki mistök. Þetta snýst um það hvernig menn bregðast við því. Ef það eru einhverjir sem fara í gegnum lífið án mistaka þá er það fínt en ég held að við flest í leik eða starfi misstígum okkur. Gunnar er góður markvörður og góður drengur. Hann er markvörður okkar númer eitt og ég hef engar áhyggjur af honum."
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Brandur í banni
Brandur Olsen er í leikbanni í kvöld eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Víkingi í síðustu umferð. Ólafur Kristjánsson vildi lítið gefa upp hvort fleiri breytingar yrðu á byrjunarliði FH fyrir leikinn í kvöld.

"Það kemur maður í hans stað. Síðan breytum við kannski einhverju öðru. Þú veist að netið er allsstaðar svo við gefum ekkert of mikið upp. Það er hinsvegar ágætt eins og í síðasta leik þá koma bæði Halldór Orri og Þórir Jóhann inn og voru frískir. Síðan eru menn eins og Cédric og Brynjar Ásgeir sem hafa verið á bekknum og Davíð Þór sem eru klárir til að stíga inn. Það er ánægjulegt að þurfa hugsa aðeins um það hvernig maður stillir byrjunarliðinu. Ekki síst þegar það eru svona margir leikir í beit," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
FH er með 4 stig eftir að hafa unnið HK hér í Krikanum í fyrstu umferð og gerðu svo 1-1 jafntefli við Víkinga á Eimskipsvellinum í síðustu umferð.
KA tapaði 3-1 á Skaganum í fyrsta leik en gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistara Vals í síðustu umferð á Greifavellinum 1-0.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavelli þar sem FH fær KA í heimsókn í 3.umferð Pepsí-Max deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:00.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
0. Elfar Árni Aðalsteinsson
2. Haukur Heiðar Hauksson ('86)
3. Callum George Williams
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
17. Ýmir Már Geirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('82)
25. Torfi Tímoteus Gunnarsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
13. Ottó Björn Óðinsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason ('86)
19. Birgir Baldvinsson
28. Sæþór Olgeirsson ('82)

Liðstjórn:
Petar Ivancic
Halldór Hermann Jónsson
Hallgrímur Jónasson
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Branislav Radakovic
Pétur Heiðar Kristjánsson

Gul spjöld:
Ýmir Már Geirsson ('27)
Hrannar Björn Steingrímsson ('56)
Haukur Heiðar Hauksson ('73)
Torfi Tímoteus Gunnarsson ('74)
Óli Stefán Flóventsson ('94)
Kristijan Jajalo ('96)

Rauð spjöld: