Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Afturelding
2
1
Leiknir R.
Ingólfur Sigurðsson '16
Andri Freyr Jónasson '26 1-0
1-1 Sólon Breki Leifsson '75
Ásgeir Örn Arnþórsson '80 2-1
10.05.2019  -  19:15
Varmárvöllur - gervigras
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Ásgeir Örn Arnþórsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Alexander Aron Davorsson ('61)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
18. Djordje Panic ('87)
23. Andri Már Hermannsson ('77)
25. Georg Bjarnason

Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
30. Andri Þór Grétarsson (m)
2. Arnór Gauti Jónsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('61)
15. Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('77)
17. Valgeir Árni Svansson ('87)
19. Eyþór Aron Wöhler
20. Tryggvi Magnússon

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Jens Ingvarsson
Aðalsteinn Richter

Gul spjöld:
Alexander Aron Davorsson ('29)
Jason Daði Svanþórsson ('41)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri flautar leikinn af. Þetta er komið hjá heimamönnum. Fyrsti sigur þeirra í INKASSO 2019 er staðreynd. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
91. mín
HAAA? ÍGNACIO Í DAUÐAFÆRI INN Í TEIG AFTURELDINGAR EN SKÝTUR FRAMHJÁ!
90. mín
Afturelding verst vel þessa stundina. Leiknismenn reyna hvað þeir geta til að ná inn marki. Nokkrar mín eftir!
88. mín
VÁÁÁÁÁ! Vuk með geggjaða takta hægra meginn í teignum. Platar varnmann Aftureldingar ílla og nær flottri fyrirgjöf. Því miður var engin Leiknismaður klár!
87. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Djordje Panic (Afturelding)
82. mín Gult spjald: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
80. mín MARK!
Ásgeir Örn Arnþórsson (Afturelding)
MAAAAARK! ÁSGEIR ÖRN AF ÖLLUM MÖNNUM! Boltanum var skipt yfir og Ásgeir keyrir upp. Tekur þríhyrning með Jassa inn í teig og klárar svo vel. Þetta var hugglegt hjá bakverðinum.
77. mín
Inn:Skúli E. Kristjánsson Sigurz (Afturelding) Út:Andri Már Hermannsson (Afturelding)
75. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
MAAAAAAAARK!!! ÉG Á EKKI TIL ORÐ! Sigurður Kristján með skelfilega sendingu beint á Sólon sem er einn gegn Trausta og klárar vel! Það var ekkert í gangi og því ansi klaufalegt hjá Sigurði.
74. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri inn í teig heimamanna! Boltinn breytir um stefnu af varnarmanni Aftureldingar og Leiknir fær horn. Það getur allt gerst í þessu!
68. mín
Vuk í virkielga góðri stöðu. Hann keyrir á Ondo og er með Sólon með sér vinstra meginn. Ákveður að setja Sólon í gegn en sendinginn er alltof föst og það verður ekkert úr þessu. Þetta hefði geta verið hættulegt.
65. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
64. mín
Kristján í þröngu færi eftir fína fyrirgjöf frá Jökli. Eyjólfur heldur þessu skoti vel.

Leiknir eru ansi neðarlega og ekki líklegir þessa stundina.
62. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
61. mín
Inn:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding) Út:Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Flugan fer út eftir flottan leik. Er á gulu spjaldi og því er þetta skynsamlegt.
57. mín
Gestirnir sleppa næstum því í gegn. Trausti er á undan í boltann en missir hann út til Sólon sem skorar í autt markið. En búið að dæma aukaspyrnu á Sævar Atla fyrir brot á Trausta. Ívar Orri dæmdi vel þarna.
56. mín
ÚFF!! Andri með gott skot fyrir utan teig sem Eyjólfur ver í horn! Það kemur ekkert úr horninu í kjölfarið.

heimamenn eru mun betri þessa stundina.
51. mín
Eins og ég sagði þá er Jason skemmtilegur leikmaður. Á hérna flottan sprett upp kantinn. Keyrir inn á miðjuna og fer auðveldlega framhjá Bjarka, setur hann á Djordje sem á skelfilega fyrstu snertingu og þetta rennur út í sandinn. Þarna átti hann að gera betur. Var kominn í góða stöðu í teignum.
49. mín
Jason dansar skemmtilega í teignum og nær fínu skoti á mark Leiknis en það fer yfir. Jason er skemmtilegur leikmaður sem vert er að fylgjast með!
47. mín
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! LEIKNISMENN Í ROSLEGRI SÓKN! Sævar Atli setur boltann í stöngina úr þröngu færi. Boltinn berst út á Stefán sem hittir hann ekki alveg nægilega vel og Trausti nær að handsama knöttinn á línunni! Þarna voru heimamenn heppnir!
46. mín
Leikur hafinn
ívar hefur flautað leikinn aftur á.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks. Rauða spjaldið er stærsta atvik leiksins hingað til og hefur haft augljós áhrif á leikskipulag beggja liða. Samkvæmt mínum heimildarmönnum var þetta klárt olnbogaskot.

Gott mark hjá Aftureldingu í kjölfarið og þeir leiða í hálfleik. Gestirnir hafa þó fengið nokkur fín færi. Spennandi seinni hálfleikur framundan og vonandi fáum við fleiri mörk!
45. mín
Hornspyrna hjá Leikni og Gyrðir stekkur manna hæst. Boltinn er aðeins of langur og því nær hann ekki að stýra þessum á markið. Þetta var mun erfiðari skalli en áðan. Gef honum það!
42. mín
ÞETTA VAR FÆRI! Gyrðir í geggjuðu færi eftir aukaspyrnu en skallinn sleikir stöngina og fer framhjá! Þetta á að vera á markið drengur!
41. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Mótmælir dómi og fær verðlaun. Eitt gult spjald.
39. mín
Leikurinn er ekki að bjóða upp á mikið þessa stundina. Afturelding lætur boltann ganga og reynir að finna pláss bakvið þétta vörn Leiknis. Gestirnir eru fljótir að keyra upp þegar boltinn vinnst og ætla greinilega að treysta á skyndisóknir það sem eftir lifir fyrri hálfleiks.
33. mín
Jason í fínu færi hægra meginn í teignum en Eyjólfur er vel á verði í marki Leiknis!
31. mín
Stórhætta! flott skyndisókn hjá Leikni. Sólon með gott skot sem Trausti ver vel. Þarna voru heimamenn heppnir.
29. mín Gult spjald: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Ekkert nýtt hér. Flugan komin með gult.
26. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Stoðsending: Alexander Aron Davorsson
ÞAÐ HELD ÉG! Heimamenn eru komnir yfir! Flott fyrirgjöf frá hægri, Alexander Aron skallar boltann í átt að marki og þar er refurinn Andri Freyr klár og potar honum inn.
25. mín
Afturelding heldur boltanum nokkuð vel án þess að skapa neitt. Gestirnir úr Breiðholti hafa fallið aðeins aftar. Skiljanlega.
16. mín Rautt spjald: Ingólfur Sigurðsson (Leiknir R.)
SVAKALEGT! Alexander Aron setur Ingólf undir mikla pressu sem virðist launar honum það með olnbogaskoti í andlitið! Þetta er rosalegt! Beint rautt og mér sýnist fáir Leiknismenn kvarta yfir þessu. Ég viðurkenni að ég sá atburðarásina ekki nægilega vel en þetta leit ekki vel út!
14. mín
Afturelding fer beint í sókn eftir hornspyrnu gestanna. Þeir næla sér sjálfir í hornspyrnu en ekkert kemur upp úr horninu.
13. mín
Góð hornspyrna hjá Leikni. Boltinn fer á kollinn á Sævari Atla en skallinn er langt í frá að fara á markið.
11. mín
Þarna kom fín tilraun hjá Leikni. Stefán keyrir upp völlinn og finnur Sólon í lappir úti hægri meginn. Hann tekur gabbhreyfingu á Sigurð en skýtur svo langt framhjá.
10. mín
Afturelding er sterkari aðilinn hér í byrjun leiks. Leiknismenn hafa ekki mikið farið yfir miðju og leyfa heimamönnum að halda boltanum.
7. mín
Stefán kemst í góða stöðu á vallarhelmingi Aftureldingar. Reynir að finna Sólon í gegn en sendingin er alltof föst!
3. mín
Jason Daði klobbar Kristján Pál og kemur boltanum fyrir. Leiknismenn hreinsa en Afturelding fær fínt skotfæri í kjölfarið og setja boltann rétt framhjá! Þarna var hætta!
1. mín
Þetta er byrjað. Afturelding sækir í átt að íþróttahúsinu við Varmá.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Það styttist í þessa veislu! Liðin eru að ganga inn á völlinn!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru að sjálfsögðu klár og má sjá hér til hliðar.

Afturelding gerir eina breytingu frá síðasta leik. Jökull Jörvar sest á bekkinn og inn kemur Kristján Atli.

Leiknismenn stilla upp sama byrjunarliði og gegn Magna í 1.umferð.

Fólk er farið að láta sjá sig. Við reiknum með rosalega flottri mætingu í kvöld!
Fyrir leik
Fékk tvo hressa einstaklinga til að spá fyrir um úrslitin hér í dag. Gjöriði svo vel!

Orri Eiríksson Leiknisljón og fyrrum útvarpsmaður á FM957:

1-3 í hörkuleik. Það er ekkert að fara að stoppa Stefán, Sævar Atla og Sólon í sumar. Sóknarlínuna sem við stuðningsmenn Leiknis erum farnir að kalla SSSól.

Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður á RÚV:

Þarna mætast stálin stinn. Leiknismenn fá á sig mark snemma leiks frá vel heitum Andra Frey. Eftir það tekur Leiknir yfir og jafnar þegar tíu mínútur eru eftir, Sævar Atli að sjálfsögðu á ferðinni. 1-1.
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl að hita upp. Smá vindur og sól. Glæsileg ný stúka við völlinn og því ekki hægt að kvarta yfir neinu.
Fyrir leik
Þessi leikur er í 2.umferð Inkasso deildarinnar. Afturelding tapaði fyrir Þór 3-1 í fyrsta leik á meðan Leiknismenn fengu Magna í heimsókn og unnu auðveldan sigur, 4-1.
Fyrir leik
Afturelding er að leika sinn fyrsta heimaleik í 1.deildinni í heil 10 ár og því er mikil spenna í Mosfellsbænum. Sumarið 2009 mættust þessi lið einmitt síðast á Íslandsmótinu. Fyrri leikurinn fór 1-1 á Varmávelli en síðari leikurinn endaði með 3-1 sigri Leiknismanna á Ghetto-ground.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir! Fotbolti.net heilsar ykkur úr Mosfellsbænum. Hér verður bein textalýsing frá leik Aftureldingar og Leiknis kl.19:15 í Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
2. Nacho Heras
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Stefán Árni Geirsson
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('65)
10. Ingólfur Sigurðsson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
19. Ernir Freyr Guðnason
20. Hjalti Sigurðsson ('62)

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
6. Ernir Bjarnason
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
8. Árni Elvar Árnason ('62)
10. Daníel Finns Matthíasson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('65)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Stefán Gíslason (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Diljá Guðmundardóttir

Gul spjöld:
Kristján Páll Jónsson ('82)

Rauð spjöld:
Ingólfur Sigurðsson ('16)