Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Liverpool
2
0
Wolves
Sadio Mane '17 1-0
Sadio Mane '82 2-0
12.05.2019  -  14:00
Anfield
Lokaumferðin í enska
Aðstæður: 16 stiga hiti og sól
Dómari: Martin Atkinson
Áhorfendur: 53.331
Byrjunarlið:
1. Alisson (m)
3. Fabinho
4. Virgil van Dijk
5. Georginio Wijnaldum ('88)
10. Sadio Mane
11. Mohamed Salah
14. Jordan Henderson
26. Andy Robertson ('85)
27. Divock Origi ('64)
32. Joel Matip
66. Trent Alexander-Arnold

Varamenn:
22. Simon Mignolet (m)
2. Joe Gomez ('85)
6. Dejan Lovren
7. James Milner ('64)
15. Daniel Sturridge
21. Alex Oxlade-Chamberlain ('88)
23. Xherdan Shaqiri

Liðsstjórn:
Jurgen Klopp (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Lokastaðan:
1. Man. City (+72 í markatölu) - 98 stig
2. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Aubameyang hjá Arsenal, Salah og Mane hafa allir skorað 22 mörk í ensku deildinni í vetur og eru á toppi markalistans.
Elvar Geir Magnússon
88. mín
Inn:Alex Oxlade-Chamberlain (Liverpool) Út:Georginio Wijnaldum (Liverpool)
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
85. mín
Inn:Ruben Vinagre (Wolves) Út:Joao Moutinho (Wolves)
Elvar Geir Magnússon
85. mín
Inn:Morgan Gibbs-White (Wolves) Út:Diogo Jota (Wolves)
Elvar Geir Magnússon
85. mín
Inn:Joe Gomez (Liverpool) Út:Andy Robertson (Liverpool)
Elvar Geir Magnússon
84. mín
Tvö mögnuð fótboltalið en það er bara einn sigurvegari. Fótbolti.net óskar stuðningsmönnum Manchester City til hamingju með titilinn!

Stuðningsmenn Liverpool bíða spenntir eftir 1. júní en þá verður úrslitaleikurinn gegn Tottenham í Meistaradeildinni. Leikið í Madríd.
Elvar Geir Magnússon
82. mín MARK!
Sadio Mane (Liverpool)
Stoðsending: Trent Alexander-Arnold
Aftur er Trent með stoðsendingu. Mane skorar með skalla.
Elvar Geir Magnússon
81. mín
Inn:Adame Traore (Wolves) Út:Matt Doherty (Wolves)
Elvar Geir Magnússon
75. mín
Vonir Liverpool eru á enda. Ensku sjónvarpsmennirnir sýna grátandi stuðningsmenn í stúkunni.

Maaark!!! Brighton 1-4 Man City
Elvar Geir Magnússon
71. mín
Stefnir allt í að Liverpool klári tímabilið með 97 stig... en verði ekki meistari!

Það er algjör bilun.
Elvar Geir Magnússon
68. mín
Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Man. City (+71 í markatölu) - 98 stig
2. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
Elvar Geir Magnússon
66. mín
MARK!!! Brighton 1-3 Man City.

Þetta fer langt með að innsigla titilinn hjá City.
Elvar Geir Magnússon
64. mín
Inn:James Milner (Liverpool) Út:Divock Origi (Liverpool)
Elvar Geir Magnússon
63. mín
Origi!!! Skot yfir eftir góða sókn!
Elvar Geir Magnússon
55. mín
Cardiff er að vinna Manchester United 2-0. Alveg hörmulegur endir á vondu tímabili hjá United. Fylgst er með gangi mála í öðrum helstu leikjum í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Elvar Geir Magnússon
53. mín
Spilamennska Liverpool hefur dalað eftir því sem á leikinn hefur liðið.
Elvar Geir Magnússon
51. mín Gult spjald: Diogo Jota (Wolves)
Elvar Geir Magnússon
49. mín Gult spjald: Ryan Bennett (Wolves)
Elvar Geir Magnússon
49. mín
Trent Alexander-Arnold með skot úr aukaspyrnu sem fer í hliðarnetið.
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Elvar Geir Magnússon
44. mín
ÚLFARNIR MEÐ SLÁRSKOT! Doherty eftir skyndisókn! Gestirnir sýndu þarna vel hvers þeir eru megnugir úr skyndisóknum.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
40. mín
MARK! Manchester City er komið yfir gegn Brighton

Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Man. City (+70 í markatölu) - 98 stig
2. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
Elvar Geir Magnússon
38. mín
Úlfarnir fengu lofandi sókn en sendingin frá Jimenez í teiginn var arfadöpur.
Elvar Geir Magnússon
35. mín
Liverpool átt fimm marktilraunir en Úlfarnir enga.
Elvar Geir Magnússon
32. mín
Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
1. Man. City (+69 í markatölu) - 96 stig
Elvar Geir Magnússon
31. mín
Það var mikið fagnað á Anfield þegar fréttir bárust af því að Brighton væri komið yfir gegn City. En City jafnaði strax!

Brighton 1-1 Manchester City
Elvar Geir Magnússon
25. mín
Þrumufleygur frá Robertson! Rui Patricio gerir vel og nær að slá boltann í burtu.
Elvar Geir Magnússon
23. mín
Salah er sem stendur markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Gullskórinn verður hans og Liverpool meistari ef það verður flautað af núna. Ólíklegt að það verði þó gert!
Elvar Geir Magnússon
19. mín
Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
1. Man. City (+69 í markatölu) - 96 stig
Elvar Geir Magnússon
17. mín MARK!
Sadio Mane (Liverpool)
Stoðsending: Trent Alexander-Arnold
LIVERPOOL TEKUR FORYSTUNA!

Trent með fyrirgjöf sem breytir aðeins um stefnu og fer til Sadio Mane sem er rétt fyrir utan markteiginn og skorar!
Elvar Geir Magnússon
16. mín
Liverpool mun meira með boltann en Úlfarnir hafa varist vel. Þetta gæti orðið mikið þolinmæðisverk fyrir Liverpool
Elvar Geir Magnússon
10. mín
Tottenham er komið í 1-0 gegn Everton. Eric Dier. Bendum á að fylgst er með öðrum helstu leikjum á forsíðu Fótbolta.net.
Elvar Geir Magnússon
5. mín
Origi, sem hefur verið óvænt hetja á tímabilinu, í þröngu skotfæri en hitti á markið. Auðvelt fyrir Rui Patricio.
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikur hafinn
Liverpool hefur þennan leik.

Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Man. City (+69 í markatölu) - 96 stig
2. Liverpool (+65 í markatölu) - 95 stig
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Sólin skín á Anfield og það er spenna í lofti. Manchester City og Liverpool bæði verið hreinlega geggjuð á tímabilinu.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Úlfarnir eru svo sannarlega engin lömb að leika sér við. Þeir hafa á þessu tímabili fagnað sigrum gegn Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Mohamed Salah er kominn aftur í byrjunarlið Liverpool eftir að hafa misst af Barcelona leiknum. Georginio Wijnaldum, sem skoraði tvö gegn Börsungum, er kominn í byrjunarliðið. Divock Origi heldur stöðu sinni en James Milner og Xherdan Shaqiri eru meðal varamanna.

Úlfarnir tefla fram sama liði og vann Fulham 1-0.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Matip, Robertson, Wijnaldum, Henderson, Fabinho, Salah, Mane, Origi

Varamenn: Mignolet, Lovren, Milner, Gomez, Sturridge, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri

Byrjunarlið Wolves: Rui Patricio, Doherty, Bennett, Coady, Boly, Jonny, Moutinho, Neves, Dendoncker, Jota, Jimenez

Varamenn: Ruddy, Cavaleiro, Costa, Gibbs-White, Vinagre, Traore, Kilman
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í dag og við fylgjumst grannt með baráttunni um enska meistaratitilinn.

Manchester City, sem heimsækir Brighton, er í bílstjórasætinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Liðið er með eins stigs forystu á Liverpool.

Liverpool leikur gegn Úlfunum á Anfield og þarf að vinna sinn leik og treysta á að City misstígi sig gegn Brighton.

Lokaumferðin verður öll flautuð á klukkan 14.

Staðan á toppnum fyrir lokaumferðina:
1. Man. City (+69 í markatölu) - 95 stig
2. Liverpool (+65 í markatölu) - 94 stig
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
11. Rui Patricio (m)
2. Matt Doherty ('81)
5. Ryan Bennett
8. Ruben Neves
9. Raul Jimenez
15. Willy Boly
16. Conor Coady
18. Diogo Jota ('85)
19. Jonny
28. Joao Moutinho ('85)
32. Leander Dendoncker

Varamenn:
21. John Ruddy (m)
7. Ivan Cavaleiro
10. Helder Costa
17. Morgan Gibbs-White ('85)
29. Ruben Vinagre ('85)
37. Adame Traore ('81)
49. Max Kilman

Liðsstjórn:
Nuno Espirito Santo (Þ)

Gul spjöld:
Ryan Bennett ('49)
Diogo Jota ('51)

Rauð spjöld: