Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Brighton
1
4
Man City
Glenn Murray '27 1-0
1-1 Sergio Aguero '28
1-2 Aymeric Laporte '38
1-3 Riyad Mahrez '63
1-4 Ilkay Gundogan '73
12.05.2019  -  14:00
Amex
Lokaumferðin í enska
Dómari: Michael Olivier
Byrjunarlið:
1. Mat Ryan (m)
2. Bruno ('86)
4. Shane Duffy
5. Lewis Dunk
7. Beram Kayal
8. Yves Bissouma
11. Anthony Knockaert
13. Pascal Gross
16. Alireza Jahanbakhsh ('68)
17. Glenn Murray ('68)
30. Bernardo

Varamenn:
27. David Button (m)
3. Gaetan Bong
9. Jurgen Locadia ('68)
10. Florin Andone ('68)
22. Martin Montoya ('86)
33. Daniel Burn
49. Jayson Molumby

Liðsstjórn:
Chris Hughton (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Lokastaðan:
1. Man. City (+72 í markatölu) - 98 stig
2. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
Elvar Geir Magnússon
92. mín
Manchester City fyrsta liðið í áratug sem nær að verja enska meistaratitilinn.
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Aubameyang hjá Arsenal, Salah og Mane hafa allir skorað 22 mörk í ensku deildinni í vetur og eru á toppi markalistans.
Elvar Geir Magnússon
88. mín
Inn:Danilo (Man City) Út:Kyle Walker (Man City)
Elvar Geir Magnússon
88. mín
Inn:Nicolas Otamendi (Man City) Út:Vincent Kompany (Man City)
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
86. mín
Inn:Martin Montoya (Brighton) Út:Bruno (Brighton)
Heiðursskipting. Bruno að leggja skóna á hilluna.
Elvar Geir Magnússon
84. mín
Tvö mögnuð fótboltalið en það er bara einn sigurvegari. Fótbolti.net óskar stuðningsmönnum Manchester City til hamingju með titilinn!

Stuðningsmenn Liverpool bíða spenntir eftir 1. júní en þá verður úrslitaleikurinn gegn Tottenham í Meistaradeildinni. Leikið í Madríd.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
78. mín
Inn:Kevin De Bruyne (Man City) Út:David Silva (Man City)

Elvar Geir Magnússon
73. mín MARK!
Ilkay Gundogan (Man City)
Það má henda (STAÐFEST) á þetta!!!

Gundogan setur hér jarðarberið á tertuna með því að skoraf fallegt mark beint úr aukaspyrnu.
Elvar Geir Magnússon
68. mín
Inn:Jurgen Locadia (Brighton) Út:Alireza Jahanbakhsh (Brighton)
Elvar Geir Magnússon
68. mín
Inn:Florin Andone (Brighton) Út:Glenn Murray (Brighton)
Elvar Geir Magnússon
68. mín
Gundogan með skot naumlega framhjá.

Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Man. City (+71 í markatölu) - 98 stig
2. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
Elvar Geir Magnússon
63. mín MARK!
Riyad Mahrez (Man City)
Stoðsending: David Silva
ÞAÐ TRYLLIST ALLT AF FÖGNUÐI!

Mahrez með flotta gabbhreyfingu og nær að skora! Þetta fer langt með að innsigla þetta.
Elvar Geir Magnússon
62. mín
Raheem Sterling með frekar máttlítið skot. Varið.
Elvar Geir Magnússon
60. mín
Brighton ekkert að ná að gera sóknarlega núna. City stýrir leiknum algjörlega.
Elvar Geir Magnússon
55. mín
Cardiff er að vinna Manchester United 2-0. Alveg hörmulegur endir á vondu tímabili hjá United. Fylgst er með gangi mála í öðrum helstu leikjum í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Elvar Geir Magnússon
52. mín
City sem sér algjörlega um að sækja í upphafi seinni hálfleiksins.
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Rétt fyrir hálfleik átti Lewis Dunk þrumuskot úr aukaspyrnu sem Ederson átti í vandræðum með en hann náði að slá boltann yfir.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
44. mín
Rétt fyrir markið frá Laporte fékk Mahrez hörkufæri. Úr því kom hornspyrnan.
Elvar Geir Magnússon
41. mín
Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Man. City (+70 í markatölu) - 98 stig
2. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
Elvar Geir Magnússon
38. mín MARK!
Aymeric Laporte (Man City)
Stoðsending: Riyad Mahrez
MANCHESTER CITY KEMST YFIR EFTIR HORN!

Franski miðvörðurinn kemur City yfir. Slakur varnarleikur og Laporte var ákveðnastur og skallaði knöttinn inn.
Elvar Geir Magnússon
35. mín
Það voru 83 sekúndur frá því að Brighton tók forystuna þar til City hafði jafnað.
Elvar Geir Magnússon
32. mín
Bernardo Silva fékk fínt færi til að koma City yfir en Ryan í markinu varði skalla hans! Þung sókn frá City þessar mínútur.
Elvar Geir Magnússon
31. mín
Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
1. Man. City (+69 í markatölu) - 96 stig
Elvar Geir Magnússon
28. mín MARK!
Sergio Aguero (Man City)
Stoðsending: David Silva
AFTUR Á BYRJUNARREIT!!!

Aguero er maður stóru leikjanna, fær boltann frá David Silva og skorar milli fóta markvarðarins.
Elvar Geir Magnússon
27. mín MARK!
Glenn Murray (Brighton)
Stoðsending: Pascal Gross
BRIGHTON KEMST YFIR EFTIR HORNSPYRNU!!!

Glenn Murray er öflugastur í teignum og skorar af stuttu færi. Þetta er ROSALEGT!
Elvar Geir Magnússon
24. mín
"1-0 fyrir Liverpool!" syngja stuðningsmenn Brighton. Þeir eru að njóta sín vel hérna á lokadegi tímabilsins. Manchester City mun meira með boltann á Amex og eru aðeins að ná að ógna.
Elvar Geir Magnússon
20. mín
Liverpool er komið í 1-0 gegn Wolves

Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Liverpool (+66 í markatölu) - 97 stig
1. Man. City (+69 í markatölu) - 96 stig
Elvar Geir Magnússon
16. mín
Mahrez með skot sem breytir aðeins um stefnu af varnarmann og endar svo í fanginu á Mat Ryan.
Elvar Geir Magnússon
13. mín
Miðað við upphaf leiksins þá verður þetta alls ekki nein gönguferð í garðinum fyrir City. Brighton byrjaði þetta ljómandi fínt.
Elvar Geir Magnússon
10. mín
Jahanbakhsh með hættulega marktilraun fyrir Brighton! Skaut fyrir utan teig og boltinn framhjá.
Elvar Geir Magnússon
7. mín
Bernardo Silva, sem hefur verið magnaður hjá City á tímabilinu, átti góðan sprett áðan og kom sér inn í teiginn en náði ekki skoti á markið.
Elvar Geir Magnússon
4. mín
Þess má geta að bakvörðurinn Bruno er að leika sinn síðasta leik á ferlinum. Þessi 38 ára Spánverji hefur verið öflugur fyrir Brighton en tilkynnti fyrir helgina að skórnir séu á leið á hilluna.
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikur hafinn
Brighton hefur leik.

Staðan á toppnum eins og leikirnir standa núna:
1. Man. City (+69 í markatölu) - 96 stig
2. Liverpool (+65 í markatölu) - 95 stig
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Flott veður í Brighton þegar liðin ganga út á völlinn. Manchester City og Liverpool bæði verið hreinlega geggjuð á tímabilinu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Manchester City gerir eina breytingu frá sigrinum nauma gegn Leicester, þar sem Vincent Kompany skoraði sigurmarkið. Riyad Mahrez kemur inn fyrir Phil Foden sem er ekki í hóp. Kevin de Bruyne er á bekknum en hann er kominn úr meiðslum.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í dag og við fylgjumst grannt með baráttunni um enska meistaratitilinn.

Manchester City, sem heimsækir Brighton, er í bílstjórasætinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Liðið er með eins stigs forystu á Liverpool.

Liverpool leikur gegn Úlfunum á Anfield og þarf að vinna sinn leik og treysta á að City misstígi sig gegn Brighton.

Lokaumferðin verður öll flautuð á klukkan 14.

Staðan á toppnum fyrir lokaumferðina:
1. Man. City (+69 í markatölu) - 95 stig
2. Liverpool (+65 í markatölu) - 94 stig
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
31. Ederson (m)
2. Kyle Walker ('88)
4. Vincent Kompany ('88)
7. Raheem Sterling
8. Ilkay Gundogan
10. Sergio Aguero
14. Aymeric Laporte
20. Bernardo Silva
21. David Silva ('78)
26. Riyad Mahrez
35. Oleksandr Zinchenko

Varamenn:
49. Arijanet Muric (m)
3. Danilo ('88)
5. John Stones
17. Kevin De Bruyne ('78)
19. Leroy Sane
30. Nicolas Otamendi ('88)
33. Gabriel Jesus

Liðsstjórn:
Pep Guardiola (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: