Kaplakrikavöllur
mánudagur 20. maí 2019  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Blautur völlur, léttur úði og stillt
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1719
Maður leiksins: Steven Lennon
FH 3 - 2 Valur
1-0 Brandur Olsen ('34, víti)
1-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('69)
2-1 Steven Lennon ('76)
2-2 Ólafur Karl Finsen ('79)
3-2 Jákup Thomsen ('86)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
12. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cédric D'Ulivo
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
8. Kristinn Steindórsson ('73)
9. Jónatan Ingi Jónsson ('73)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Jákup Thomsen
21. Guðmann Þórisson
22. Halldór Orri Björnsson ('89)
27. Brandur Olsen

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Teitur Magnússon
7. Steven Lennon ('73)
10. Davíð Þór Viðarsson ('73)
11. Atli Guðnason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('89)
29. Þórir Jóhann Helgason

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
95. mín Leik lokið!
FH vinna 3-2 sigur á Val í mögnuðum fótboltaleik.
Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
Eyða Breyta
95. mín
Óli Kalli tekur hann á bringuna og reynir bakfallsspyrnuna en beint á Vigni.
Eyða Breyta
92. mín
Óli Kalli reynir að vippa honum inn í teig en alltof fast og beint á Vigni.
Eyða Breyta
91. mín
5 mínútum bætt við.
Eyða Breyta
90. mín
Harður atgangur að marki FH endar með að þeir koma honum í hornspyrnu, fáum við þriðja jöfnunarmarkið í blálokin?
Eyða Breyta
89. mín Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Halldór Orri Björnsson (FH)
Brynjar Ásgeir kemur inn fyrir Halldór Orra, nú á að múra fyrir.
Eyða Breyta
86. mín MARK! Jákup Thomsen (FH), Stoðsending: Steven Lennon
FH komnir yfir í þriðja skiptið í kvöld! Halldór Orri með sendingu á Lennon sem er aleinn, hann hittir boltann illa en boltinn beint á Jákup sem setur hann inn fyrir línuna og kemur FH í 3-2 þegar 5 mínútur eru eftir!
Eyða Breyta
85. mín
Nei. Hornspyrnan beint í fangið á Vigni.
Eyða Breyta
85. mín
Andri með fyrirgjöf sem FH skallar aftur fyrir í hornspyrnu, kemur 4. markið eftir hornspyrnu hér?
Eyða Breyta
82. mín Sebastian Hedlund (Valur) Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Eiður meiðist eitthvað og þarf að fara af velli. Hedlund inn.
Eyða Breyta
79. mín MARK! Ólafur Karl Finsen (Valur), Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Valsmenn jafna strax! Einar Karl með hornspyrnu á nær sem Óli Kalli fleytir í fjærhornið með laglegum skalla, Davíð Þór sofandi á verðinum í dekkningunni. Þvílíkar mínútur hérna!
Eyða Breyta
76. mín MARK! Steven Lennon (FH)
Lennon ekki lengi að stimpla sig inn í sumar! Brandur með hornið sem Bjarni skallar út, boltinn dettur á Lennon sem tekur hann viðstöðulaust niðri í nærhornið, alvöru finish!
Eyða Breyta
76. mín
Frábær sending innfyrir frá Birni Daníel á Lennon sem reynir að senda á Halldór Orra en Valsmenn bjarga í horn.
Eyða Breyta
73. mín Davíð Þór Viðarsson (FH) Kristinn Steindórsson (FH)
Tvöföld skiptin hjá heimamönnum, Steven Lennon að koma inná í fyrsta sinn í sumar og einnig kemur fyrirliðinn Davíð Þór inná. Kiddi Steindórs og Jónatan Ingi koma útaf.
Eyða Breyta
73. mín Steven Lennon (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)

Eyða Breyta
73. mín Birnir Snær Ingason (Valur) Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Binni Bolti kemur inná fyrir Sigga Lár hjá Valsmönnum.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur), Stoðsending: Ólafur Karl Finsen
Valsmenn jafna leikinn! Hornspyrna frá Óla Kalla sem Vignir ætlar að kýla frá en hittir hann engan veginn og Eiður setur boltann í markið. Virkilega klaufalegt hjá Vigni!
Eyða Breyta
68. mín Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur þarf að koma af velli, neitaði að láta bera sig á börum útaf en var studdur af velli, vonandi ekki alvarlegt. Kiddi kemur inná í hans stað.
Eyða Breyta
65. mín
Haukur liggur eftir í teignum, sá ekki hvað gerðist en einhverjir Valsarar vildu víti. Vonandi er í lagi með Hauk.
Eyða Breyta
64. mín
Einar með bolta inná teiginn beint á Hauk sem tekur hann niður og fer í skotið en Guðmann hendir sér fyrir og bjargar í horn, Guðmann að eiga stórleik!
Eyða Breyta
64. mín
Lítið að frétta síðustu mínútur en Valsmenn fá nú hornspyrnu eftir að fyrirgjöf Bjarna fór af FH-ing og aftur fyrir.
Eyða Breyta
57. mín
Einar Karl með hornspyrnu beint á Orra Sigurð en skalli hans lélegur og beint á Vigni, FH ver svo í skyndisókn þar sem Birkir virðist klárlega fá hann í hendinni þegar hann tæklar og FH eru brjálaðir. Ég sá ekki betur en að þetta væri hendi.
Eyða Breyta
54. mín
Óli Kalli kemur boltanum á Andra sem setur hann fyrir sig og skýtur fyrir utan en skotið vel yfir markið.
Eyða Breyta
53. mín
Gummi Kristjáns kemur upp og vinnur boltann og fer svo bara í skotið af löngu færi, fast skot en Hannes á ekki í erfiðleikum með það.
Eyða Breyta
51. mín
Einar Karl með hornspyrnu sem Vignir kemur út og kýlir í innkast, sókn Valsmanna heldur áfram.
Eyða Breyta
48. mín
Einar Karl neglir honum í fyrsta á lofti vel fyrir utan teig en skotið rétt yfir, góð tilraun og skotið virkilega fast.
Eyða Breyta
47. mín
Óli Kalli með aukaspyrnu langt fyrir utan sem allir búast við að hann sendi inná teiginn en hann skýtur bara, skotið beint á Vigni.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Valsmenn hefja síðari hálfleikinn, ná þeir að jafna leikinn hér í seinni hálfleik?
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
1-0 í hálfleik fyrir FH.
Eyða Breyta
45. mín
Mark dæmt af FH! Jónatan Ingi með magnaða sendingu frá hægri vængnum yfir Valsvörnina á Hjört Loga sem setur hann fyrir á Halldór Orra sem skorar en Halldór rangstæður. Hjörtur hefði bara átt að skora sjálfur, dauðafæri!
Eyða Breyta
44. mín
Óli Kalli með fasta sendingu á Stinna sem ætlar að stýra honum í gegn á Einar Karl en boltinn alltof fastur og beint til Vignis.
Eyða Breyta
39. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Braut á Jónatani eftir að Jónatan komst framfyrir hann, rétt spjald.
Eyða Breyta
39. mín
Óli Kalli leikur við hvern fingur hér inná teig FH-inga en hann missir jafnvægið og dettur á endanum, vildi víti á Guðmann en sýndist hann bara missa jafnvægið.
Eyða Breyta
34. mín Mark - víti Brandur Olsen (FH), Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
Hannes fór í vitlaust horn og var löngu farinn, Brandur renndi honum bara í hitt hornið.
FH 1, Valur 0 eftir rúmlega hálftíma leik.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Fyrir brotið.
Eyða Breyta
33. mín
Víti! Aukaspyrna inná teiginn frá Brandi og Orri hrindir Birni Daníel, klárt víti, virkilega klaufalegt hjá Orra!
Eyða Breyta
31. mín
Björn Daníel leikur listir sínar hér og þræðir boltann á Halldór Orra sem er á mjög góðu skotfæri en skot hans er beint á Hannes sem grípur boltann.
Eyða Breyta
26. mín
Birkir finnur Andra hérna rétt fyrir innan teig og allt lýtur út fyrir að Andri geti hamrað á markið sem hann gerir en Guðmann kemur á fleygiferð og tæklar fyrir skotið, þvílík björgun hjá Guðmanni.
Eyða Breyta
24. mín
Geggjuð stungusending frá Sigga innfyrir FH vörnina á Stinna sem reynir að fara framhjá Vigni en Vignir kastar sér fyrir og nær að slá boltann frá honum, geggjað hjá Vigni!
Eyða Breyta
21. mín
Óli Kalli vinnur baráttu við Gumma inná teig, kemur honum á Stinna sem rennir honum út á Andra en Andri er í engu jafnvægi þegar hann skýtur og boltinn himinhátt yfir.
Eyða Breyta
18. mín
Óli Kalli með laglega aukaspyrnu, hamrar þessu bara á markið og Vignir ver frábærlega í horn, þetta voru viðbrögð í lagi hjá Vigni. Uppúr horninu fær Bjarni Ólafur mjög gott skallafæri en setur hann rétt yfir.
Eyða Breyta
17. mín
Hornspyrnan slök beint á Halldór Orra á nær sem skallar hann í horn aftur, Guðmann stangar það horn út. Boltinn berst á Sigga sem fer framhjá Jónatani sem brýtur svo á honum úti á kanti.
Eyða Breyta
16. mín
Langt innkast frá Sigga inná teiginn en Guðmann neglir honum frá, uppúr næsta innkasti kemur svo hornspyrna sem Óli Kalli býr sig undir að taka.
Eyða Breyta
13. mín
Óli Kalli tekur hornspyrnuna sem Hjörtur Logi skallar út en þar mætir Siggi Lár og bombar honum í fyrsta á lofti en skotið framhjá markinu, hefði verið virkilega huggulegt mark.
Eyða Breyta
12. mín
Einar Karl með aukaspyrnu utan af velli sem hann setur inná teiginn en Guðmann rís hærra en Haukur Páll og skallar hann aftur fyrir í hornspyrnu.
Eyða Breyta
9. mín
Haukur Páll veður upp völlinn og fer hressilega í Kidda Steindórs eftir að hann sendir boltann frá sér, fær tiltal réttilega. Haukur að láta vita af sér.
Eyða Breyta
7. mín
Brandur reynir að þræða boltann í gegn á Jákup en boltinn fer beint til Hannesar, Jákup lætur Brand heyra það, vildi fá hann í fætur.
Eyða Breyta
5. mín
FH með boltann heillengi að byggja upp sókn hérna en komast ekki í ákjósanlegt færi, Valsarar þéttir, vel spilað hjá Birni Daníel og Brandi samt sem áður.
Eyða Breyta
2. mín
Siggi Lár brýtur á Birni Daníel hér úti á kanti, Jónatan setur aukaspyrnuna inná teig en Valsmenn skalla frá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH byrja leikinn hér í Krikanum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan á Gary Martin er samkvæmt heimildum fótbolta.net að hann hefur ekki enn fengið að æfa með liðinu en staðan verður tekin aftur á morgun. Furðulegt mál í alla staði, einn dýrasti leikmaður deildarinnar fær ekki að æfa knattspyrnu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru nú klár og þau má sjá hér til hliðar. Hjá FH kemur Cedric D'ulavio inn í hægri bakvörðinn fyrir Pétur Viðarsson sem er í leikbanni og þá koma tveir Færeyingar inn, Jakub Thomsen í framlínuna fyrir Atla Guðnason og Brandur Olsen á miðjuna fyrir Þóri Jóhann Helgason.

Aðeins ein breyting er á liði Vals frá Fylkis leiknum. Ólafur Karl Finsen kemur inn í liðið í stað Lasse Petry sem meiddist í síðasta leik og er ekki með. Gary Martin er enn utan hóps hjá Val og fær ekki enn að æfa með liðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pétur Viðarsson fékk beint rautt spjald gegn ÍA í síðasta leik fyrir mjög svo ósmekkleg ummæli að aðstoðardómara leiksins. Hann er því í banni í kvöld. Hjá Val eru nokkur spurningamerki, Gary Martin er eins og frægt er orðið í kuldanum og hef ég heimildir fyrir því að hann sé ekki enn farinn að æfa með liðinu.
Þá fóru Lasse Petry og Andri Adolphsson báðir meiddir af velli í síðasta leik auk þess sem Sigurður Egill og Kristinn Freyr eru að stíga upp úr meiðslum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ljóst er að við eigum von á hörkuleik hér í kvöld, hér eru að mætast sigursælustu lið Íslands síðustu ár og ég efast um að það verði gefin tomma eftir. Valur komst á bragðið í síðasta leik og ljóst að þeir ætla sér að komast á skrið núna. FH tapaði sínum fyrsta leik í deildinni uppá Skaga í síðustu umferð og vilja klárlega svara fyrir það með sigri á Íslandsmeisturunum hér í kvöld.
Þessi lið mættust í Mjólkurbikarnum á Origo vellinum og þar vann FH 2-1 sigur. Nær Valur að hefna fyrir tapið í kvöld?
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH er fyrir leikinn í 4.sæti með 7 stig eftir að hafa unnið HK og KA, gert jafntefli við Víkinga og töpuðu svo sínum fyrsta leik gegn ÍA í síðustu umferð 2-0.
Valur er í 9.sæti með 4 stig eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu þrjá leiki sína gegn Víkingum, KA og ÍA þá unnu þeir góðan 1-0 sigur á Fylki í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrika þar sem FH fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn í 5. umferð Pepsí Max-deildar karla klukkan 19:15.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f) ('68)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('73)
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('82)
71. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
6. Sebastian Hedlund ('82)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
12. Garðar Gunnlaugsson
18. Birnir Snær Ingason ('73)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Orri Sigurður Ómarsson ('33)
Haukur Páll Sigurðsson ('39)

Rauð spjöld: