Keflavík
1
3
Þróttur R.
Adam Ægir Pálsson '6 1-0
1-1 Daði Bergsson '53
1-2 Rafael Victor '58
1-3 Aron Þórður Albertsson '63
13.06.2019  -  19:15
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Sólin lætur sjá sig vindurinn ekkert til að tala um og völlurinn fallegur héðan úr boxinu.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Aron Þórður Albertsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Adolf Mtasingwa Bitegeko ('21)
7. Davíð Snær Jóhannsson
9. Adam Árni Róbertsson
10. Dagur Ingi Valsson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('46)
18. Cezary Wiktorowicz
24. Adam Ægir Pálsson ('68)
31. Elton Renato Livramento Barros

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
17. Hreggviður Hermannsson
19. Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson ('68)
22. Arnór Smári Friðriksson ('46)
38. Jóhann Þór Arnarsson
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
Milan Stefán Jankovic

Gul spjöld:
Sindri Þór Guðmundsson ('57)
Ísak Óli Ólafsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sanngjörnum sigri Þróttar.

Viðtöl og skýrla síðar í kvöld.
90. mín
Inn:Róbert Hauksson (Þróttur R.) Út:Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.)
88. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Þróttur R.) Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
87. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Brýtur á Rafael.
84. mín
Þetta er að fjara út í rólegheitunum. Þróttarar sáttir við sitt og Keflvíkingar lítið að ógna.
77. mín
Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.) Út:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Aron Þórður verið geggjaður í kvöld.
75. mín
Dagur með lúmskt skot fyrir heimamenn en af varnarmanni og í horn.
69. mín
Skilaboð til góðra manna hér í Keflavík. Það má endilega þrífa rúðurnar hér í blaðamannaboxinu. Orðið ansi erfitt að sjá svona í kvöldsólinni.
68. mín
Inn:Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
67. mín
Ömurleg hornspyrna sem fer beint aftur fyrir.
66. mín
Elton vinnur horn fyrir heimamenn.
65. mín
Jasper með skotið eftir snarpa sókn og glæsilega hælspyrnu frá Rafael. Leika á alls oddi hér Þróttarar.
63. mín MARK!
Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Rafael Victor
Maaaaark!!!!!!

Þróttarar eru að slátra heimamönnum hér í seinni hálfleik. Láta boltann ganga kanta á milli boltinn berst á Rafael sem setur hann snyrtilega inná Aron Þórð sem tekur einn á og klárar svo í fjærhornið. Þvílíkar 20 mínútur hjá Þrótti.
58. mín MARK!
Rafael Victor (Þróttur R.)
Maaaark!!!!


Glæsileg kollspyrna eftir aukaspyrnu frá vinstri. Sindri átti aldrei séns.
57. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Gult fyrir brot
53. mín MARK!
Daði Bergsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Aron Þórður Albertsson
Maaaark!!!!!

Hornið skallað frá og Aron Þórður sterkur á miðjunni, heldur keflvíking frá og nær að snúa. Tekur á rás og Þróttarar 4 á 2 í skyndisókn. Finnur Daða í hlaupinu og þræðir hann i gegn og Daði í engum vandræðum með að klára fram hjá Sindra.
52. mín
Keflavík fær horn.
50. mín
Ekki alveg jafn fjörugt þessar fyrstu mínútur hér í seinni hálfleik.
47. mín
Adam Árni í færi en flaggið fer á loft.
46. mín
Inn:Arnór Smári Friðriksson (Keflavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
46. mín
Farið af stað á ný. 45 mínútur af fótbolta framundan og allt getur gerst.
45. mín
Hálfleikur
Elli flautar hér til hálfleiks. Heilt yfir hafa gestirnir verið sterkari úti á velli en það eru mörkin sem telja.
44. mín
Þróttarar í dauuuuuðafæri. Sleppa inn í teiginn hægra megin eftir mistök Keflavíkur. Sé ekki hver það er sem Daði þræðir í gegn en Sindri mætir og ver vel. Elli flautar svo brot í frákastinu.
42. mín
Dagur Ingi með skallann eftir fyrirgjöf frá vinstri. Framhjá fer boltinn.
39. mín
Adam Ægir í dauðafæri einn gegn Arnari en Arnar gerir sig breiðan ver frábærlega í horn. Færi eftir hornið en skot heimamanns yfir.
35. mín
Jasper leikur inn á teiginn vinstra meginn á vellinum og setur hann fyrir fætur Rafaels sem á slakt skot framhjá. Vantaði alla trú í þetta skot.
33. mín
Adam Ægir með geggjað skot eftir að aukaspyrna er skölluð frá. Smellhittir hann en Arnar nær að slá í horn.
31. mín
Barros er svo góður í því að taka boltann niður og skila honum frá sér, Sendir Dag Inga á sprettinn upp hægri vænginn en fyrirgjöf hans fer beint á varnarmann.
28. mín
Snarpt spil Keflavíkur sendir Barros inn í teiginn vinstra meginn en fyrirgjöfinn finnur engan. Skal engan undra þar sem engin mætti í hlaup inn í teiginn.
26. mín
Aron Þórður með skemmtilegt skot á lofti af vítateigsboganum en yfir fer boltinn.
26. mín
Þróttur fær horn.
24. mín
Aron Þórður með góða fyrirgjöf en Daði örfáum sentimetrum of stuttur til að ná þessum.
21. mín
Inn:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík) Út:Adolf Mtasingwa Bitegeko (Keflavík)
Eftir sókn Þróttar liggur Adolf eftir. Sá ekki hvað gerðist en hann getur ekki haldið áfram. Anton kemur inn.
20. mín
Þróttarar enn að ógna. Jasper með fyrirgjöfina frá hægri sem Rafael skallar að markinu úr fínu færi en framhjá.
17. mín
Enn Daði. Nú skallar hann frákast eftir skot Arons en skallinn er laus og beint á Sindra í markinu. Þróttarar að taka þetta svolítið yfir þessa stundina.
15. mín
Gestirnir að vakna? Daði Bergs með skot eftir snarpa skyndisókn sem Sindri slær i horn. Ekkert verður úr horninu.

Vinna boltann fljótt aftur og Aron Þórður lyftir boltanum inn á Daða sem er hársbreidd frá því að ná til boltans á markteig en framhjá siglir hann.
9. mín
Heimamenn miklu grimmari hér í upphafi. Gefa gestunum lítin tíma á boltann og pressa hátt.
6. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Stoðsending: Adam Árni Róbertsson
Maaaaark!!!!!!!!

Frábær uppbygging hjá Keflavík. Elton Barros tekur boltann niður og skýlir honum vel hægra meginn á vellinum og þræðir hann í hlaupaleið Adams Árna á hægri vængnum. Hann kemst upp að endamðrkum og á fasta fyrirgjöf með jörðinni sem Arnar Darri slær beint fyrir tærnar á Adam Ægi sem skorar auðveldlega af stuttu færi.
3. mín
Skelfileg sending til baka hjá Þrótturum sem Elton kemst inn í og fer á flug. Ejnn gegn Arnari en er lengi að ákveða sig og setur boltann beint á Arnar og í horn. Eftir hornið á hann skot sem fer í hönd Þróttara af stuttu færi. Heimamenn heimta víti en Elli lætur sér fátt um finnast. Líklega höfðu þeir samt eitthvað til síns máls.
1. mín
Rafael Victor fer illa að ráði sínu eftir skyndisókn strax í byrjun. Fær boltann aleinn hægra meginn í teignum en á hreint ömurlega fyrstu snertingu og Sindri hirðir boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir byrja með boltann og leika í átt að Sláturhúsinu.
Fyrir leik
Þróttur neyðist til að gera breytingu á byrjunarliði sínu fyrir leik. Dagur Austmann dettur út hefur líklega meiðst í upphitun og inn kemur Hreinn Ingi Örnólfsson.
Fyrir leik
Stútarnir rísa upp úr grasinu og völlurinn vökvaður. Styttist í þetta.
Fyrir leik
Hef einstaklega gaman að því að sjá að flautuleikari í dag er toppmaðurinn Erlendur Eiríksson. Held að það halli varla á neinn þó ég segi að hann sé einn af okkar allra bestu dómurum.
Fyrir leik
Heimamenn sem byrjuðu mótið af krafti og voru á toppnum eftir 5 umferðir hefur fatast aðeins flugið. Gerðu fyrst markalaust jafntefli í slagnum um Reykjanesbæ gegn grönnum sínum í Njarðvík og þurftu svo að sætta sig við tap á heimavelli gegn Gróttu. í millitíðinni féllu þeir sömuleiðis úr leik í Mjólkurbikarnum eftir tap gegn Njarðvík í framlengdum leik.

Engin krísa þó í Keflavík ennþá en liðið situr í 4.sæti með 10 stig 3 stigum á eftir toppliði Fjölnis og eiga leik til góða.
Fyrir leik
Gestirnir úr Laugardalnum hafa verið að rétta úr kútnum upp á síðkastið eftir heldur brösuga byrjun og mæta hér á Nettóvöllinn í Keflavík í 8.sæti með 7 stig eftir stórgóðann 3-0 sigur á liði Leiknis í síðustu umferð á bakinu.

Rafael Alexandre Romao Victor gerði tvö af mörkum Þróttar í þeim leik eftir að hafa komið inná sem varamaður um miðbik fyrri hálfleiks og verður gaman að sjá hvort hann verður í svipuðum gír í kvöld.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Þróttar í Inkasso ástríðunni.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
3. Árni Þór Jakobsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f) ('88)
8. Aron Þórður Albertsson ('77)
9. Rafael Victor
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Jasper Van Der Heyden ('90)
23. Guðmundur Friðriksson
24. Dagur Austmann
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
2. Sindri Scheving
8. Baldur Hannes Stefánsson ('77)
21. Róbert Hauksson ('90)
25. Archie Nkumu
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('88)

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Sveinn Óli Guðnason
Halldór Geir Heiðarsson
Alexander Máni Patriksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: