Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
1
3
Víkingur Ó.
0-1 Sallieu Capay Tarawallie '14
0-2 Martin Cristian Kuittinen '34
Albert Brynjar Ingason '51 , víti 1-2
1-3 Ívar Örn Árnason '76
13.06.2019  -  19:15
Extra völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Glimrandi sólskin og enginn teljandi vindur, frábært hérna í Grafarvogi.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 504
Maður leiksins: Martin Cristian Kuittinen
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
14. Albert Brynjar Ingason
23. Rasmus Christiansen
28. Hans Viktor Guðmundsson (f) ('70)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('64)
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('45)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('45)
10. Viktor Andri Hafþórsson
16. Orri Þórhallsson ('64)
26. Ísak Óli Helgason ('70)
33. Ísak Atli Kristjánsson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar sigra 3-1. Verðskuldaður sigur.

Skýrsla og viðtöl seinna í kvöld.
91. mín
Inn:Pétur Steinar Jóhannsson (Víkingur Ó.) Út:Sallieu Capay Tarawallie (Víkingur Ó.)
Aftur gera gestirnir breytingu í uppbótartíma, Ejub kann þennan leik ágætlega.
91. mín
Sallieu setur boltann í netið eftir að hafa leikið framhjá Atla í markinu en er réttilega dæmdur rangstæður.
90. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Martin Cristian Kuittinen (Víkingur Ó.)
Ejub gerir hérna breytingu, núna á bara að eyða þeim litla tíma sem er eftir.
89. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Fjölnir)
Rasmus fær hérna gult spjald fyrir brot úti á velli.
84. mín
Gestirnir eru virkilega rólegir og yfirvegaðir á boltanum, þeir ætla bara að sigla þessu heim.
81. mín
Leikurinn hefur róast gríðarlega eftir þetta mark, það er lítil orka eftir í Fjölnismönnum sem þurfa nauðsynlega á marki að halda.
76. mín MARK!
Ívar Örn Árnason (Víkingur Ó.)
Mark! Ólsarar fá hérna hornspyrnu sem er vel útfærð og eftir smá klafs í teignum mætir Ívar Örn og rennir honum í netið.

Fjölnismenn þurfa kraftaverk ekki seinna en strax.
75. mín
Willard hérna með skemmtilega útfærslu á aukaspyrnu en hann sendir boltann þéttingsfast meðfram jörðinni en Víkingar ná ekki að stýra boltanum í netið.
74. mín
Það er ennþá allt opið í þessum leik en þreytan er að síga yfir menn, Fjölnismenn þurfa að fara að fá mark ef eitthvað á að breytast hérna.
70. mín
Inn:Ísak Óli Helgason (Fjölnir) Út:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Hans þurfti að fara útaf á börum eftir þetta samstuð, Ísak Óli kemur í hans stað.

Vonandi verður í lagi með Hans.
69. mín
Hans Viktor liggur hér eftir samstuð, hann virðist sárþjáður og þarf sennilega að fara útaf.
64. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
Það hefur lítið komið út úr Jóhanni í dag en boltinn hefur ekki borist mikið til hans. Orri Þórhallson fær núna seinustu 25 mínúturnar eða svo til að skapa eitthvað.
63. mín
Flott sókn Fjölnis endar með skalla frá Ingbergi sem er rétt framhjá.
59. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (Víkingur Ó.)
Grétar brýtur af sér við varamannaskýli Fjölnismanna og það fer allt upp í háaloft, Fjölnismenn brjálaðir, Ejub er brjálaður. Niðurstaðan er gult spjald á sem er að mínu mati hárréttur dómur.
58. mín
Fjölnismenn fá hérna aukaspyrnu úti á kanti sem þeir fleyta inn í teig þar sem að Bergsveinn nær ágætis skalla en boltinn lendir ofan á þaknetinu.
55. mín
Ég kallaði eftir því að Fjölnismenn kæmu sterkari til leiks eftir hlé og þeir hafa svo sannarlega gert það. Þeir virka miklu áræðnari og hafa fulla stjórn á leiknum þessa stundina.
51. mín Mark úr víti!
Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Albert skorar af miklu öryggi, Franko fór í rétt horn en spyrnan föst og nákvæm.

Þetta er leikur!
50. mín
Víti! Valdimar fellur inn í teig Ólsara og Elías flautar. Albert Brynjar fer á punktinn.
46. mín
Fyrrnefndur Ingibergur lék einmitt með Víkingi Ó. á síðustu leiktíð á láni frá Fjölni.
45. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir)
Leikurinn er hafinn aftur, Ólsarar byrja með boltann en Fjölnismenn hafa gert breytingu í hálfleik en Ingibergur Kort er kominn inn fyrir Kristófer Óskar sem fékk ekki úr miklu að moða í fyrri hálfleiknum.
45. mín
Nú fer leikurinn að hefjast aftur, ég er í góðum málum hérna í fréttamannastúkunni en það vel hugsað um mig. Mikið hrós á Fjölnismenn í þeim málum.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við og dómarinn flautar til leikhlés.

Víkingar eru með verðskuldaða forystu hér í Grafarvogi og þurfa heimamenn að koma miklu sterkari til leiks í seinni hálfleik ef þeir ætla að fá eitthvað út úr þessum stórleik.
44. mín
Willard leikur hérna hættulegu botla yfir varnarlínu Fjölnis en Atli nær til boltans rétt á undan Sallieu sem að tók flott hlaup í gegn.
40. mín
Liðin skiptast núna á að sækja en leikurinn hefur samt róast mikið eftir seinna mark gestanna. Engin dauðafæri að myndast en það er ennþá barátta á vellinum.
34. mín MARK!
Martin Cristian Kuittinen (Víkingur Ó.)
Sá ekki nógu vel hvað gerðist hérna en niðurstaðan var alla vega sú að Martin Kuittinen kom boltanum yfir línuna og gestirnir eru komnir 2-0 yfir.
29. mín
Núna eru það Fjölnismenn sem setja út á dómara leiksins en hitinn virðist mestur koma úr stúkunni en Bergsveinn fór niður eftir harkalega tæklingu beint fyrir framan stuðningsmenn Fjölnis sem voru alls ekki sáttir með þessa meðferð á fyrirliðanum þeirra. Elías dæmir á endanum aukaspyrnu.
28. mín
Fjölnismenn sækja svo hratt beint í kjölfarið og endar sú sókn með ágætis skoti frá Hans en yfir markið fór boltinn.
27. mín
Flott spil enn og aftur hjá gestunum, Willard leikur framhjá tveimur varnarmönnum Fjölnis og leggur hann á Sorie Barrie en skot hans yfir markið.
24. mín
Úff Grétar Snær keyrður niður úti á kanti en dómarinn dæmir ekkert, Ólsarar sparka boltanum svo úr leik þegar þeir vinna hann aftur og er allt annað en sáttir með dómara leiksins þessa stundina. "Þetta er bara árás" heyrðist kallað af bekk gestanna. Veit nú ekki með það.

Grétar er aftur á móti fljótur á fætur og kominn aftur inn á völlinn.
21. mín
Núna reynir Willard skot af svipuðum stað og markið kom frá en í þetta skiptið er skotið ekki nógu nákvæmt og boltinn yfir markið.
18. mín
Þarna hefðu Fjölnismenn átt að gera betur, Albert Brynjar gerði vel að taka boltann niður inn í teig og lagði hann út á Jóhann Árna sem var í flottri stöðu en skot hans aldrei nálægt því að fara inn.
15. mín
Ólsarar höfðu átt skalla í slá í aðdraganda marksins en þeir líta mjög vel út hér í byrjun leiks.
14. mín MARK!
Sallieu Capay Tarawallie (Víkingur Ó.)
Svona á að gera þetta, Tarawallie fær boltann fyrir utan teig Fjölnismanna og lætur vaða og boltinn syngur í samskeytunum. Stórglæsilegt mark.
9. mín
Ólsarar eru að pressa Fjölnismenn stíft og með fínum árangri en heimamenn eru snöggir að snúa vörn í sókn og hafa núna í tvígang átt efnilegar skyndisóknir en ekkert markvert komið út úr þeim.
6. mín
Stórhætta við mark heimamanna!

Harley Willard á frábæran sprett upp hægri kantinn og kemur boltanum fyrir markið á stórhættulegan stað þar sem að Tarawallie er hársbreidd frá því að skalla boltann í netið en Fjölnismenn bægja hættunni frá.
3. mín
Víkingar halda áfram að sækja og núna gerir Sallieu Tarawallie vel að koma sér inn í teig heimamanna en skot hans fór langt framhjá markinu.
2. mín
Ólsarar byrja leikinn af krafti og fá aukaspyrnu á vallarhelmingi Fjölnis.

Boltinn berst inn í teig en Atli grípur hann af miklu öryggi.
1. mín
Leikur hafinn
Fjölnismenn byrja með boltann og leika í sínum gulu búningum en gestirnir leika í hvítum treyjum í dag.
Fyrir leik
Liðin hafa staðið sig með prýði í upphitun en eins og ég gerði ráð fyrir þá er algjörlega sturlað veður hérna í Grafarvoginum og eru varamennirnir að njóta góðs af því.
Fyrir leik
Hjá Fjölnismönnum kemur Valdimar Ingi Jónsson inn fyrir Elís Rafn Björnsson frá því í síðasta leik, sem var markalaust jafntefli gegn Gróttu.

Hjá Ólafsvíkurmönnum koma James Dale og Sallieu Capay Tarawallie inn fyrir Jacob Andersen og Vigni Snæ Stefánsson en Víkingar töpuðu 2-0 fyrir Leikni R. í síðustu umferð.


Fyrir leik
Það telst varla til tíðinda lengur en að sjálfsögðu er bongóblíða í Reykjavík og þess vegna hvet ég sem flesta til að leggja leið sinn á völlinn í kvöld. Bæði þessi lið spila stórskemmtilegan fótbolta og ekki skemmir fyrir að geta unnið í brúnkunni á meðan þú nýtur gæðanna.
Fyrir leik
Bæði liðin ætla sér stóra hluti í sumar og eigum við því von á hörkuleik tveggja góðra liða hér í kvöld.

Fjölnismenn eru á toppnum í Inkasso deildinni með 13 stig en Víkingar eru ekki langt á eftir þeim með 10 stig í fimmta sæti. Sigri Víkingar hér í kvöld þá ná þeir Fjölnismönnum því að stigum.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fjölnis og Víkings Ó. sem hefst á Extra Vellinum í Grafarvogi klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic
2. Ívar Örn Árnason
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
6. James Dale (f)
7. Grétar Snær Gunnarsson
8. Martin Cristian Kuittinen ('90)
10. Sorie Barrie
11. Harley Willard
13. Emir Dokara
14. Sallieu Capay Tarawallie ('91)

Varamenn:
12. Baldur Olsen (m)
7. Ívar Reynir Antonsson ('90)
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Pétur Steinar Jóhannsson ('91)
23. Stefán Þór Pálsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Grétar Snær Gunnarsson ('59)

Rauð spjöld: