Njarðvík
0
2
Afturelding
0-1 Ásgeir Örn Arnþórsson '79
0-2 Alexander Aron Davorsson '93
20.06.2019  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
Brynjar Freyr Garðarsson
4. Atli Geir Gunnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon
6. Gísli Martin Sigurðsson ('82)
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason
14. Andri Gíslason ('57)
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
11. Krystian Wiktorowicz ('57)
15. Ari Már Andrésson
16. Jökull Örn Ingólfsson
18. Falur Orri Guðmundsson
21. Alexander Helgason
24. Guillermo Lamarca ('82)
25. Denis Hoda

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Brynjar Freyr Garðarsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!
Afturelding fer með öll stigin í Mosfellsbæinn og mikilvæg eru þau!
93. mín MARK!
Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
Afturelding tvöfaldar forystuna!

Jason Daði fór hrikalega illa með Atla Geir í vörn Njarðvíkur þegar hann gekk nánast bara framhjá honum áður en hann lagði hann út í teig á Alexander sem kom á ferðinni og lagði hann í fjær.
91. mín
Stefán Birgir með ágætis aukaspyrnu fyrir markið en Kenny með lausan skalla beint á Andra Þór.
90. mín Gult spjald: Loic Mbang Ondo (Afturelding)
89. mín
Njarðvíkingar eru farnir að flýta sér.
88. mín Gult spjald: Brynjar Freyr Garðarsson (Njarðvík)
Gat ekki séð fyrir hvað en spjald var það.
84. mín
Afturelding í hörkufæri.
Fá aukaspyrnu úti vinsti og senda fyrir markið þar sem Andri Freyr er óvaldaður inn í teig en skallinn yfir.
82. mín
Inn:Guillermo Lamarca (Njarðvík) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
82. mín
Inn:Romario Leiria (Afturelding) Út:Tryggvi Magnússon (Afturelding)
79. mín MARK!
Ásgeir Örn Arnþórsson (Afturelding)
Afturelding kemst yfir!

Afturelding fær hornspyrnu sem Njarðvíkingar skalla frá en mér sýndist Andri Már eiga svo skot sem Brynjar Atli slær upp í loft og út í teig, einhver atgangur er síðan þar sem Brynjar Atli liggur eftir en það er svo Ásgeir Örn sem spyrnir boltanum inn að lokum.
75. mín
Flott færi hjá Njarðvík.
Arnar Helgi með boltann fyrir en Andri Þór kýlir út beint á Brynjar Freyr sem reynir skot en það fer yfir.
73. mín
Varamennirnir koma sér í frábært færi, Jason Daði með boltann inn á Andra Frey sem reynir að koma honum föstum fyrir en Brynjar Freyr vel á verði og nær að hreinsa.
71. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
70. mín
Íslensk uppskrift að löngu innkasti.
Arnar Helgi með langt innkast á Brynjar Freyr á nærstöng sem flikkar honnum á fjær en enginn var mættur þar nema Andri Þór markmaður.
67. mín
Jason Daði minnir strax á sig en hann keyrir upp völl og inn í teig Njarðvíkur og fellur. Afturelding vildi víti en Elías Ingi sagði nei.
66. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
63. mín
Bergþór Ingi nær að prjóna sig inn fyrir vörn Aftureldingar en er kominn heldur þröngt þegar hann tekur skotið og Andri Þór í marki Aftureldingar ver.
59. mín
Afturelding að komast í gott færi en Njarðvíkingar eru þéttir fyrir.
57. mín
Inn:Krystian Wiktorowicz (Njarðvík) Út:Andri Gíslason (Njarðvík)
Andri hefur oft átt betri daga en í dag.
56. mín
Besta færi leiksins!
Arnar Helgi með lúxus bolta fyrir markið sem endar milli varnarmanna Aftureldingar en Andri Gísla fer hriiikalega illa með þetta færi!
54. mín
Andri Fannar með flottan bolta fyrir markið en Andri Gísla er ekki alveg á tánnum og missir af boltanum.
53. mín
Atli Geir með hrikaleg mistök í öftustu línu hjá Njarðvík þegar hann kixar boltann á Afturelding eru allt í einu mættir þrír á tvo en Brynjar Freyr nær að henda sér fyrir.
47. mín
Mistök í öftustu línu hjá Njarðvík og Valgeir Árni kemst í frábært færi en skotið er slappt og Brynjar Atli nær að verja.
46. mín
Afurelding byrja seinni hálfleikinn. Vonandi fáum við aðeins meira fjör í þetta í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
+1
Svarið við því er nei! Skelfileg spyrna lág og beint í vegginn og þá flautar Elías Ingi til loka fyrrihálfleiks.
45. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan vítateig, ná þeir að koma inn marki fyrir hálfleik?
39. mín
Afturelding er að spila með vindinn í bakið en þeir eru ekki alveg að ná að nýta sér það.
36. mín
Afturelding í hörkufæri en boltinn féll þrisvar fyrir þá áður en Ásgeir Örn er kominn í flott færi en er alltof lengi að athafna sig og Njarðvíkingar komast fyrir.
32. mín
Njarðvíkingar í hörku færi! Kenny fær boltann út hægri og keyrir inn á teig og ætlar að leggja boltann út í teig en Arnór Gauti að mér sýndist náði að stökkva á boltann og bægja hættunni frá.
28. mín
Afturelding með flottan sprett upp vinsti kannt, Valgeir svo með sendingu inn á völl á Alexander Aron sem á skot við D-bogann en það er bara æfingarbolti fyrir Brynjar Atla í marki Njarðvíkur.
27. mín
Bæði lið hafa verið að koma sér í góðar stöður en vantar bara gæðin á síðasta þriðjung.
20. mín
Arnar Helgi við það að þræða Kenny innfyrir en Afturelding nær að komst fyrir og hreinsa.
19. mín
Afurelding með flotta pressu upp við mark Njarðvíkur og þröngva þá útaf með boltann.
14. mín
Njarðvíkingar vilja víti eftir hornið en liklegast rétt að dæma ekkert, Afturelding nær að hreinsa frá.
14. mín
Njarðvíkingar fá horn eftir álitlega sókn.
13. mín
Aðeins hægst á þessu síðustu andartök.
7. mín
Alexander Aron köttar frábærlega inn og á lumskt skot sem flýgur yfir Brynjar Atla og dettur á slánna, virðist fara af Njarðvíking og þeir fá horn sem ekkert varð úr.
5. mín
Boltinn flýtur á milli vallarhelminga þessar fyrstu mínútur, bæði lið virðast ælta reyna skora snemma.
1. mín
Það eru Njarðvíkingar sem byrja þennan leik.
Fyrir leik
Minni auðvitað á að leikurinn er í beinni á Njarðvíktv á Youtube fyrir þá sem ekki komast á leikinn en vilja sjá hann.
Fyrir leik
Ekki margir í stúkunni en það fer vonandi að detta hvað á hverju.
Fyrir leik
Höddi Löpp var spámaður umferðarinnar hjá okkur á .net og þetta er spádómur hans fyrir þessum leik.

Njarðvík 1 - 0 Afturelding
Græni herinn tekur öll stigin í þessum leik eftir að Arnar Helgi setur hann með hjólhestaspyrnu.
Fyrir leik
Afturelding er búið að vera í smá brasi í byrjun móts en þeir hafa unnið tvo og tapað fimm.
Afturelding situr í 11.sæti deildarinnar með 6 stig fyrir þennan leik og getur með sigri rifið sig úr fallsæti.
Fyrir leik
Eftir flotta byrjun hjá Njarðvík hefur aðeins dregið undan þeim að undanförnu en þeir hafa einungis náð í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum og tapað þrem í röð.
Þeir eiga að auki eftir að skora á heimavelli í sumar.
Njarðvíkingar sitja í 9.sæti deildarinnar fyrir þennan leik með 7 stig.
Fyrir leik
Það er ekki mjög langt síðan þessi lið mættust síðast í mótsleik en þessi lið voru bæði í 2.deild sumarið 2017.
Það sumar enduðu Njarðvíkingar efstir en Afturelding varð að láta 4.sætið nægja.
Njarðvíkingar fóru það sumar með 4 stig úr þessum tveimur viðreignum en þeir unnu heimaleikinn 1-0 með marki frá Andra Fannari en þegar þessi lið mættust svo í Mosfellsbæ fóru leikar 1-1.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu frá leik Njarðvíkur og Aftureldingu frá Rafholtsvellinum í Njarðvík. Hér fer fram leikur í 8.Umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
30. Andri Þór Grétarsson (m)
Alexander Aron Davorsson
2. Arnór Gauti Jónsson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
11. Róbert Orri Þorkelsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('66)
19. Esteve Monterde Torrents
20. Tryggvi Magnússon ('82)
23. Andri Már Hermannsson
28. Valgeir Árni Svansson ('71)

Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
9. Andri Freyr Jónasson ('71)
10. Jason Daði Svanþórsson ('66)
10. Kári Steinn Hlífarsson
12. Hlynur Magnússon
16. Romario Leiria ('82)
18. Djordje Panic

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Loic Mbang Ondo ('90)

Rauð spjöld: