Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Haukar
1
2
Leiknir R.
Sean De Silva '7 1-0
1-1 Sævar Atli Magnússon '34
1-2 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '78
Sean De Silva '81
20.06.2019  -  19:15
Ásvellir
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Smá vindur en sólin skín á okkur.
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 150 manns c.a.
Maður leiksins: Sævar Atli Magnússon
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m)
Ásgeir Þór Ingólfsson
2. Aron Elí Sævarsson
8. Ísak Jónsson (f) ('77)
10. Daði Snær Ingason ('57)
11. Arnar Aðalgeirsson ('42)
14. Sean De Silva
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
2. Kristinn Pétursson
6. Þórður Jón Jóhannesson ('77)
7. Aron Freyr Róbertsson ('57)
9. Fareed Sadat ('42)
24. Frans Sigurðsson

Liðsstjórn:
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hafþór Þrastarson
Árni Ásbjarnarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Ríkarður Halldórsson
Gunnar Geir Baldursson
Svandís Ösp Long

Gul spjöld:
Daði Snær Ingason ('55)
Aron Freyr Róbertsson ('62)
Sean De Silva ('77)
Ásgeir Þór Ingólfsson ('81)

Rauð spjöld:
Sean De Silva ('81)
Leik lokið!
Leiknismenn vinna góðan sigur hérna á Ásvöllum.

Viðtöl og skýrsla seinna í kvöld.
91. mín
Við erum komin í uppbótartíma, veit ekki hversu miklu var bætt við en það var sennilega ekki miklu.
88. mín
Þarna vildu heimamenn fá víti, Þórður kom á miklum spretti inn á teiginn og virtist fá einhverja snertingu á bakið rétt áður en hann náði til boltans. Hvort þetta var vítaspyrna get ég ekki dæmt um.
86. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Síðasta skipting leiksins er Leiknismanna, Vuk verið frekar einangraður framarlega á vellinum en gert vel þegar hann hefur komist í boltann.
85. mín Gult spjald: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Togar Birgi Magnús nánast úr treyjunni og uppsker réttilega gult spjald.
81. mín Gult spjald: Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Fyrirliðinn allt annað en sáttur með þetta rauða spjald og uppsker gult spjald sjálfur fyrir mótmæli.
81. mín Rautt spjald: Sean De Silva (Haukar)
Sean fær hérna seinna gula spjaldið sitt á stuttum tíma, dómarinn heldur því fram að Sean hafi slegið Gyrði í andlitið á leið framhjá honum.
Þetta var aldrei viljaverk og mjög hart seinan gula.

Haukar manni færri seinustu 10.
78. mín MARK!
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Klafs í teig heimanna og mér sýnist það vera Gyrðir Hrafn sem að nýtir sér það og kemur boltanum í netið. Leiknismenn komnir yfir.
77. mín Gult spjald: Sean De Silva (Haukar)
77. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar) Út:Ísak Jónsson (Haukar)
Seinasta skipting heimamanna, Ísak verið flottur á miðjunni en Þórður fær það hlutverk að hressa aðeins upp á þetta.
76. mín
Aftur er gott samspil hjá Sean De Silva og Fareed, þeir taka hérna flottan þríhyrning sem endar með ágætu skoti Fareed sem að Eyjó ver.
75. mín
Leiknismenn eru hverg nærri hættir en núna á Sævar Atli góðan sprett inn í teig Haukanna en skot hans rétt framhjá markinu. Það er mark í loftinu hérna á Ásvöllum.
72. mín
Þetta var forvitnilegt, Sólon Breki átti stórgott skot sem fór í slánna og niður, hérna héldu flestir að boltinn hafi farið inn en það er svo sem ómögulegt að sjá það héðan úr fréttamannastúkunni.

Leiknismenn héldu svo boltanum en náðu ekki að koma öðru skoti á markið.
70. mín
Núna er það Sean De Silva sem skallar boltann framhjá, eftir góðan undirbúning frá Fareed Sadat. Þreytan er farinn að segja til sín hjá leikmönnum en þetta er hvergi nærri búið.
67. mín
Leiknismenn eru líklegri þessa stundina, rétt í þessu átti Vuk flottan skalla sem fór rétt framhjá markinu. Haukarnir þurfa að bæta í ef þeir ætla að ná í 3 stig hérna á heimavelli.
66. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Ernir var alltof seinn í tæklingu á miðjuni, hárrétt.
62. mín Gult spjald: Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
Sparkar hérna full harkalega í Erni Bjarnason.
59. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
59. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.) Út:Viktor Marel Kjærnested (Leiknir R.)
58. mín
Leiknismenn eru að undirbúa tvöfölda skiptingu. Daði Bærings og Sólon Breki eru að gera sig tilbúna.
57. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Haukar) Út:Daði Snær Ingason (Haukar)
Staðfesting á því, en Aron kemur inn fyrir Daða Snæ sem er búinn að eiga ágætis leik en aðeins búið að hægjast á honum síðustu mínúturnar.
56. mín
Bæði lið eru farin að undirbúa skiptingar, sýnist Aron Freyr vera að gera sig tilbúinn fyrir heimamenn.
55. mín Gult spjald: Daði Snær Ingason (Haukar)
Strauja Erni á miðjum vellinum, klárt gult spjald.
52. mín
Enn og aftur er það vinstri bakvörðurinn Aron Elí sem að sækir að Leiknismönnum. Núna kemur hann með háan og langan bolta inn á teiginn þar sem að Daði Snær nær að skalla hann en vel varið hjá Eyjólfi í markinu.
51. mín
Aftur gerir Aron Elí vel með boltann á vinstri kantinum og á núna góða sendingu á Fareed Sadat sem nær ekki að koma boltanum á markið.
49. mín
Leiknismenn sækja hérna hratt og gerir Ernir Bjarnason mjög vel að bera boltann upp völlinn, hann leggur hann svo á Sævar Atla sem á aaafleitt skot sem að endar í innkasti.
48. mín
Þetta var tæpt, Óskar ætlar að grípa lausa fyrirgjöf en missir boltann úr höndunum. Hann er aftur á móti fljótur að bregðast við og hirðir boltann aftur.
46. mín
Aron Elí gerir hérna mjög vel á spretti upp vinstri kantinn og setur boltann þéttingsfast fyrir en Eyjólfur nær að slá boltann aftur fyrir markið í hornspyrnu.

Hornið er ágætt en heimamenn ná ekki að koma boltanum yfir línuna.
45. mín
Leikurinn er hafinn aftur.
45. mín
Ég vill nýta tækifærið og minna á útsendingu Haukar TV sem má finna í youtube síðu þeirra eða hér á forsíðunni. Það er mikið í þetta lagt og Haukarnir eiga hrós skilið fyrir það.
45. mín
Hálfleikur
Dómarinn flautar hérna til leikhlés, staðan 1-1 og allt opið hérna á Ásvöllum.
45. mín Gult spjald: Sigurður Heiðar Höskuldsson (Leiknir R.)
Loksins kemur gult spjald á bekk gestanna en dómarinn virðist hafa fengið nóg af gagnrýnni þeirra.
44. mín
Það er að færast meira fjör í leikinn og skiptast liðin nú á góðum færum, Óskar er búinn að verja vel frá sóknarmönnum Leiknis í tvígang. Og nú síðast var Þorsteinn Örn hársbreidd frá því að koma boltanum í netið en var dæmdur rangstæður.

Meira svona takk!
42. mín
Inn:Fareed Sadat (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Arnar meiddist hérna áðan og þarf að fara út af og í hans stað kemur Fareed Sadat.
41. mín
Það er mikill hávaði á bekknum hjá Leiknismönnum en þeir nýta flest tækifæri til að gagnrýna störf dómarans. Dómarinn lætur þetta sem vind um eyru þjóta, ennþá.
34. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Leiknismenn jafna!

Alexander Freyr gerir sig sekann um slæm mistök og leggur boltann bara beint í lappirnar á Sævari Atla sem þakkar fyrir sig með að keyra framhjá tveim varnarmönnum og setja boltann í netið framhjá Óskari.
30. mín
Aftur vilja Haukamenn fá vítaspyrnu en núna fór Þorsteinn niður í teignum eftir smá árekstur við Bjarka Aðalsteinsson en aftur segir Gunnþór dómari leiksins nei.
28. mín
Þarna máttu litlu muna, Sean De Silva gerir frábærlega með boltann og leggur hann út á Þorstein sem skýtur rétt framhjá.
27. mín
Óskar er að reyna löng spörk frá markinu í tíma og ótíma en vindurinn grípur það flest, en núna er farið að blása frekar vel hérna á Ásvöllum.
24. mín
Liðin skiptast nú á að sækja en hvorugt liðið er að ná að skapa alvöru hættu, mikið miðjumoð þessa stundina.
21. mín
Þorsteinn er kominn aftur inn á völlinn og virðist ætla að harka þetta af sér.
19. mín
Þorsteinn Örn situr hérna á vellinum, sá ekki almennilega hvað gerðist en hann þarf að fá aðhlynningu og leikurinn er stoppaður.
14. mín
Ísak Jónsson gerir sig sekan um slæm mistök hérna en hann sendir boltann til baka beint í hlaupaleiðina hjá Vuk sem nær ekki að nýta sér þetta en skot hans var auðveldlega varið af Óskari í markinu.
13. mín
Vuk Oskar vinnur hérna boltann af Þorsteini á miðjunni og keyrir í átt að marki en skot hans af varnarmanni og í hornspyrnu.

Ekkert kemur úr horninu.
10. mín
Þarna vildu Haukarnir fá vítaspyrnnu, Bjarki negldi boltanum í samherja innan vítateigs og vildu heimamenn meina að boltinn hafi farið í hendina á honum en ekkert dæmt.
7. mín MARK!
Sean De Silva (Haukar)
Haukar eru komnir yfir!

Heimamenn sóttu hart að marki gestanna og uppskera úr því mark en Sean De Silva negldi honum í netið af stuttu færi eftir mikinn hamagang í kringum markteiginn.
4. mín
Mér voru einning að berast skilaboð úr herbúðum Leiknismanna en þau staðfesta það að Árni Elvar, Nacho Heras og Ingólfur Sigurðsson eru allir meiddir í dag, jafnvel þó sá síðastnefndi sé á bekk gestanna.
3. mín
Leikurinn byrjar af krafti og eru bæði lið búin að fá hornspyrnur í upphafi leiks en ekkert komið út úr þeim.
1. mín
Haukar byrja með boltann og leika í rauðum treyjum, Leiknismenn leika að sjálfsögðu í sínum fagurröndóttu.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn, þetta er að hefjast.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Hjá Haukum fer Þórður Jón Jóhannesson á bekkinn og Ísak Jónsson kemur í hans stað í byrjunarliðinu frá því í síðasta leik.

Leiknismenn gera aftur á móti 3 breytingar á sínu liði frá því í síðustu umferð, en þeir Ingólfur Sigurðsson, Sólon Breki Leifsson og Árni Elvar Árnason missa sæti sitt í byrjunarliðinu og í þeirra stað koma Ernir Freyr Guðnason, Daníel Finns Matthíasson og Viktor Marel Kjærnested.
Fyrir leik
Haukar unnu sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð en þeir sigruðu lið Aftureldingar 2-1.

Leiknismenn hafa aftur á móti tapað síðustu tveim leikjum sínum án þess að skora mark.

En eins og ég sagði áðan þá höfum við séð það í sumar að allir geta unnið alla í Inkasso deildinni og hver einast leikur er spennandi og á ég ekki von á neinu öðru í kvöld.


Fyrir leik
Það viðrar vel til fótboltaáhorfs og hvet ég því fólk til að fjölmenna á Ásvelli í kvöld. Við eigum von á hörku leik tveggja góðra liða í deild þar sem allir geta unnið alla.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Hauka og Leiknis R. í Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson ('59)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
19. Ernir Freyr Guðnason
20. Hjalti Sigurðsson
26. Viktor Marel Kjærnested ('59)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('86)

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
2. Nacho Heras
5. Daði Bærings Halldórsson ('59)
6. Andi Hoti
8. Árni Elvar Árnason
10. Ingólfur Sigurðsson
14. Birkir Björnsson
15. Kristján Páll Jónsson ('86)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Stefán Gíslason (Þ)
Valur Gunnarsson
Sólon Breki Leifsson
Guðni Már Egilsson
Bjartey Helgadóttir

Gul spjöld:
Sigurður Heiðar Höskuldsson ('45)
Ernir Bjarnason ('66)
Sævar Atli Magnússon ('85)

Rauð spjöld: