Þróttur R.
3
0
ÍA
Linda Líf Boama '8 1-0
Lauren Wade '28 2-0
Lauren Wade '57 3-0
25.06.2019  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Þungskýjað og léttur vindur.
Dómari: Eysteinn Hrafnkelsson
Maður leiksins: Linda Líf (Þróttur)
Byrjunarlið:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('79)
4. Hildur Egilsdóttir ('87)
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('77)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
11. Lauren Wade
13. Linda Líf Boama ('82)
15. Olivia Marie Bergau
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
20. Friðrika Arnardóttir
22. Rakel Sunna Hjartardóttir ('70)

Varamenn:
31. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
10. Guðfinna Kristín Björnsdóttir ('77)
12. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
18. Alexandra Dögg Einarsdóttir
19. Ester Lilja Harðardóttir ('82)
21. Lea Björt Kristjánsdóttir ('70)
32. Bergrós Lilja Jónsdóttir ('79)
32. Magdalena Matsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Una Margrét Árnadóttir
Þórkatla María Halldórsdóttir
Dagmar Pálsdóttir
Egill Atlason

Gul spjöld:
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eysteinn flautar þetta af!

Glæsilegur 3-0 sigur Þróttara.

Skýrsla og viðtöl síðar í kvöld.
90. mín
+3

Mér sýnist þessi leikur ætla að fara 3-0. Afar rólegar síðustu mínútur.
90. mín
+2

Lauren reynir sendingu inn fyrir á Ester Lilju en hún nær ekki að stinga varnarmenn ÍA af þarna.
90. mín
Það eru 4 mínútur í uppbótartíma. Fáum við fleiri mörk?
90. mín
Hætta á ferðum í teig Þróttara! Sandra Ósk með fyrirgjöf sem ÍA stúlkur eru nálægt því að ná skalla á markið en brotið á Friðrikku í markinu og aukaspyrna dæmd.
88. mín
Liðin skiptast á að halda boltanum en eru lítið að skapa sér þessa stundina.
87. mín
Inn:Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Út:Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.)
86. mín
Lauren kemst upp að endalínu og leggur hann út í teig á Guðfinnu en hún ákveður að taka auka snertingu og varnarmaður kemst fyrir. Hornspyrna fyrir Þrótt.
85. mín
María Björk við það að sleppa í gegnum vörn Þróttara en fyrsta snerting ekki alveg að vinna með henni.
84. mín
Guðfinna Kristín reynir fyrirgjöf sem Tori kemst inn í.
82. mín
Inn:Ester Lilja Harðardóttir (Þróttur R.) Út:Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Linda Líf búin að vera hreint út sagt frábær í kvöld!
81. mín
Váá!

Lea Björt tók þríhyrning við Olaviu og kom með gullfallega sendingu inn fyrir á Lauren en hann fer í hliðarnetið. Þróttur fær þó hornspyrnu.
80. mín
Jæja hornspyrna sem Skagakonur fá, gæti hleypt lífi í leikinn ef þær myndu setja eitt!
79. mín
Inn:Bergrós Lilja Jónsdóttir (Þróttur R.) Út:Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (Þróttur R.)
Sigmundína búin að eiga flottan leik í vörn Þróttara í kvöld.
78. mín
Lítið annað en skiptingar að eiga sér stað þessar mínúturnar. Mikið að gera að skrásetja þetta allt saman!
77. mín
Inn:Guðfinna Kristín Björnsdóttir (Þróttur R.) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
76. mín
Lea Björt setur svip sinn á leikinn, keyrir upp kantinn og finnur Lindu í fætur sem reynir að senda lengra en Tori kemst í boltann.
74. mín
Lauren Wade fær boltann inn í teig enn og aftur en setur hann framhjá.

Það er frekar rólegt hér en Þróttarar áfram að eiga hættulegri færi.
70. mín
Inn:Sandra Ósk Alfreðsdóttir (ÍA) Út:Klara Kristvinsdóttir (ÍA)
70. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:Rakel Sunna Hjartardóttir (Þróttur R.)
67. mín
Skagakonur komnar ofar á völlinn og eru nær því að brjóta sig í gegn um varnarmúr Þróttara. Það vantar aðeins upp á síðustu sendingarnar.
65. mín
Inn:Anna Þóra Hannesdóttir (ÍA) Út:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (ÍA)
64. mín
Aðeins að róast leikurinn en ÍA eiga í erfiðleikum með að halda boltanum inni á miðjunni, finnst vanta smá grimmd í þær.
62. mín Gult spjald: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (ÍA)
Sigmundína brýtur á Ólöfu og uppsker gult og Ólöf virðist fá gult fyrir mótmæli.
62. mín Gult spjald: Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (Þróttur R.)
60. mín
Lítið að frétta hjá Skagakonum. Vörn Þróttara hleypir engu í gegnum sig. Það þarf eitthvað mikið að gerast hér til þess að leikurinn snúist við.
57. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
3-0!!

Linda Líf fær boltann rétt fyrir utan teig og finnur Lauren úti til hægri sem klárar frábærlega framhjá Tori í markinu.

Áttunda mark Lauren Wade í deildinni í sumar! Hennar annað í dag og einnig önnur stoðsending Lindu í leiknum.
56. mín
Inn:Dagný Halldórsdóttir (ÍA) Út:Andrea Magnúsdóttir (ÍA)
54. mín
Úfffffff! Lauren Wade kemst ein í gegn og Tori kemur út á móti. Lauren nær þó að pota boltanum framhjá henni og boltinn lekur rétt framhjá markinu. Þær lenda þó saman og stoppa þarf leikinn svo þær geti fengið aðhlynningu frá sjúkraþjálfurum.
54. mín
Linda Líf fer illa með Andreu í teignum og leggur hann út en Skagakonur koma þessu frá. Aftur eru Þróttarar farnar að sækja á fullu.
50. mín
ÍA strax farnar að vera beittari fram á við en þær voru í fyrri hálfleiknum án þess þó að vera að skapa sér dauðafæri.
47. mín
DAUÐAFÆRI!

Linda Líf setur tóninn og spólar sig í gegn um vörn ÍA og er komin í dauðafæri, ætlar að lauma honum undir Tori í markinu en Tori ekki í miklum vandræðum þarna.
46. mín
Inn:María Björk Ómarsdóttir (ÍA) Út:Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA)
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað á ný. Megum ekki gleyma því að Þróttur komst 2-0 yfir í leik liðinna í bikarnum í lok maí en ÍA náði þá að snúa leiknum við og sigruðu 3-2. Það getur allt gerst.
45. mín
Hálfleikur
Eysteinn dómari flautar til hálfleiks.

Jóhannes Haukur röltir út á völl og ætlar að stýra leik í hálfleik.

Hver og einn keppandi fær bolta með númeri og markmiðið er að sparka boltanum frá miðju og að hliðarlínunni og að boltinn endi sem næst hliðarlínunni. Það eru ungir iðkendur Þróttar sem etja kappi, skemmtilegt!

En að sjálfum leiknum, Þróttarar hafa verið sterkari og eru verðskuldað 2-0 yfir. Skagakonur geta þakkað fyrir að staðan er ekki verri í hálfleik. Ég hef samt fulla trú á að ÍA konur komi tvíefldar til leiks í seinni hálfleik!
45. mín
Lauren Wade spólar sig í gegnum varnarmenn ÍA og nær hörkuskoti á markið sem Tori þarf að hafa mikið fyrir að koma hönd á. Rétt nær að slá honum yfir markið og bjara Skagakonum frá stærra forskoti fyrir hálfleikinn.
44. mín
Það er hart barist hér undir lok fyrri hálfleiksins.
41. mín
Andrea Rut með hættulegt skot fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
38. mín
Þróttarar eru alls ekki hættar að sækja. Gætu hæglega verið búnar að setja fleiri mörk.
37. mín
Linda aftur í færi en setur hann yfir. Jahérna hér!
37. mín
Lauren fær boltann í fæturnar rétt yfir miðju og setur hann snyrtilega inn fyrir á Lindu sem kemur á fullri ferð en er dæmd rangstæð. Þetta var á gráu svæði.
35. mín
Hornspyrna sem Skagakonur fá. Flottur bolti á fjær en vel varist hjá Þrótturum. Þær keyra síðan í bakið á þeim og Lauren er ekki langt frá því að stinga sér ein í gegn.
34. mín
ÍA konur eru farnar að setja meiri pressu fram á við, væri sterkt fyrir þær að ná inn marki fyrir hálfleik.
31. mín
ÍA fær aukaspyrnu úti hægra megin sem Fríða setur inn á teig en Þróttarar koma þessu frá.
28. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Ussss!!

Enn og aftur er Linda Líf að skapa vandræði, nær að troða boltanum inn fyrir á Lauren Wade sem klárar þetta snyrtilega. Verðskulduð staða í Laugardalnum.
27. mín
Skagakonur ná að losa pressuna og koma sér upp völinn en rangstaða dæmd við litla hrifningu þeirra.
25. mín
Heimakonur mjög grimmar sóknarlega og núna þrisvar í sömu sókninni ekki langt frá því að setja annað mark. Það er erfitt að halda í við hraðann í þessu.
23. mín
Bryndís Rún setur boltann inn fyrir á Ólöfu sem er nálægt því að koma sér í góða stöðu en Friðrika í markinu kemur út á móti og hirðir boltann.
20. mín
Ágætis hraði í leiknum og mikil ákefð en Þróttarar áfram aðeins beittari sóknarlega. Þróttarar hafa þó átt nokkrar ansi hættulegar sendingar í öftustu línu sem ÍA konur hafa verið nálægt því að komast inn í.
16. mín
Andrea Rut reynir skot að marki ÍA, fínt skot en framhjá fer boltinn.
13. mín
Þróttarar hafa verið meira ógnandi hér á upphafsmínútunum. Eru mikið að reyna að finna Lindu Líf enda er hún stórhættuleg þegar hún fær boltann í fætur.
12. mín
Linda í góðu færi til að setja annað! Andrea Rut með góða sendingu fyrir framan markið og Linda reynir að setja hann í fyrsta en tók aðeins of mikinn vinkil á hann þarna.
8. mín MARK!
Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Jahá!!

Linda Líf er búin að koma heimakonum yfir strax á áttundu mínútu. Fær boltann í teignum og snýrt varnarmenn ÍA laglega af sér áður en hún setur hann hægra megin við Tori Jeanne í marki ÍA. Glæsilegt!
6. mín
Þetta fer rólega af stað. Liðin skiptast á að halda boltanum og koma sér í gegnum varnirnar.
3. mín
Fríða Halldórsdóttir með fyrsta skot leiksins, hittir ekki markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Jæja það fer að styttast í þessa veislu! Liðin eru gengin til búningsklefa.
Fyrir leik
Ágætis veður hérna í Laugardalnum þó svo að sólin skíni ekki eins og við erum orðin vön. Þungskýjað og léttur blástur en alveg þurrt eins og er.
Fyrir leik
25 mínútur í leik og liðin eru á fullu í sínum upphitunarrútínum en dómararnir liðka sig með hreyfiteygjum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Hjá heimakonum koma Hildur Egilsdóttir og Rakel Sunna inn frá því í tapinu gegn Aftureldingu en Lea Björt sest á bekkinn og Gabríela Jóns er í banni.

Skagakonur gera engar breytingar.
Fyrir leik
Þróttur R. tapaði 1-0 fyrir Aftureldingu í síðustu umferð en ÍA vann 1-0 sigur á Haukum.
Fyrir leik
Liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 31. maí s.l. þar sem ÍA hafði betur, 3-2 og tryggði sér þar með áfram í 8-liða úrslitin.

Í leiknum lentu Skagakonur 2-0 undir en náðu að snúa leiknum við, komu til baka og unnu 3-2 sigur.
Fyrir leik
Um er að ræða leik í sjöttu umferð deildarinnar.

Þróttur R. eru efstar í deildinni með 12 stig, einu stigi fleira en ÍA sem situr í 2. sætinu. Það má því búast við hörkuleik hér í kvöld þar sem toppsætið er í húfi.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu úr Laugardalnum þar sem Þróttur Reykjavík og ÍA munu eigast við í sannkölluðum toppslag í Inkasso-deild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Tori Jeanne Ornela (m)
3. Andrea Magnúsdóttir ('56)
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Eva María Jónsdóttir
7. Erla Karitas Jóhannesdóttir
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
9. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('65)
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Fríða Halldórsdóttir
15. Klara Kristvinsdóttir ('70)
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('46)

Varamenn:
1. Aníta Ólafsdóttir (m)
5. Anna Þóra Hannesdóttir ('65)
9. Erna Björt Elíasdóttir
18. María Björk Ómarsdóttir ('46)
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir ('70)
22. Selma Dögg Þorsteinsdóttir
24. Dagný Halldórsdóttir ('56)

Liðsstjórn:
Helena Ólafsdóttir (Þ)
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
Anna Sólveig Smáradóttir
Hjördís Brynjarsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Dagný Pálsdóttir

Gul spjöld:
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('62)

Rauð spjöld: