Fram
2
1
Þróttur R.
0-1 Daði Bergsson '4
Jón Sveinsson '45
Helgi Guðjónsson '60 1-1
Fred Saraiva '62
Már Ægisson '90 2-1
26.06.2019  -  19:15
Framvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Már Ægisson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
5. Sigurður Þráinn Geirsson
6. Marcao
9. Helgi Guðjónsson ('79)
10. Fred Saraiva
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
20. Tiago Fernandes
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson
23. Már Ægisson ('90)

Varamenn:
3. Heiðar Geir Júlíusson
11. Jökull Steinn Ólafsson
11. Magnús Þórðarson
13. Alex Bergmann Arnarsson ('90)
17. Alex Freyr Elísson ('79)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Marcao ('37)
Már Ægisson ('64)
Jökull Steinn Ólafsson ('72)

Rauð spjöld:
Jón Sveinsson ('45)
Fred Saraiva ('62)
Leik lokið!
Fram vinnur 2-1 eftir stórskemmtilegan leik.

Már Ægisson maður leiksins og Daði bestur fyrir gestina. Æsispennandi lokamínútur.

Góður sigur fyrir Framara en þeir eru hinsvegar með bæði Jón þjálfara og Fred í banni í næsta leik á móti Þór.
90. mín
+5

Þróttur er að sækja hart og sparka fram
90. mín
Inn:Alex Bergmann Arnarsson (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
+4

Alex Bergmann fær að spila seinustu mínúturnar
90. mín
+2

Allir leikmenn í bláu leggjast ofan á Má og fagna innilega
90. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
+2

Maður leiksins skorar með frábæru skoti í neðra hornið á lokamínútum leiksins
90. mín
Spennandi lokamínútur en hvorugt liðið nær að hleypa af skoti
89. mín
Þróttur með hættulega sókn en ekkert varð úr henni á endanum
87. mín
Hvorugt liðið virðist vilja sætta sig við jafntefli og er mikill hiti kominn í leikinn
86. mín
Arnar grípur boltann úr horninu
86. mín
Magnaður sprettur hjá Jökuli framhjá vörn Þróttar en Arnar ver út í horn
83. mín
Eftir gott spil endar boltinn hjá Ólafi
83. mín
Þróttarar eru núna að spila vel og gefa aðeins í
81. mín
Jökull tekur spyrnuna sjálfur og skýtur rétt framhjá, mjög góð tilraun
80. mín
Hinsvegar ekkert spjald
80. mín
Jökull feldur niður og Fram fær aukaspyrnu á hættulegum stað
79. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Þróttur R.) Út:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
Þróttur einnig með síða aðra skiptingu
79. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
Önnur skipting Framara en Helgi er búinn að spila mjög vel og er skiljanlega þreyttur
77. mín
Helgi er felldur niður fyrir utan teig en ekkert dæmt. Stuðningsmenn og þjálfari klárlega óánægð með þetta
75. mín
Boltinn er bara að færast á milli liðanna á miðjunni
73. mín
Flott sókn hjá Þrótturum en dæmd rangstæða í endann
72. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á miðjunni
72. mín Gult spjald: Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
69. mín
Jökull Steinn með flott skot en Arnar Darri grípur eins og svo oft áður hérna í kvöld
67. mín
Már með flottan sprett en Nkumu gerir vel og rænir boltanum
65. mín
Þrátt fyrir að vera með 10 leikmenn og þjálfara í stúkunni eru Framarar að sækja hart og pressa vel
64. mín Gult spjald: Már Ægisson (Fram)
63. mín
Frábær seinni hálfleikur hérna í Safamýrinni
63. mín
Jón Þórir öskrar á dómarann úr stúkunni og er greinilega ekki sáttur með Kristinn dómara
62. mín Rautt spjald: Fred Saraiva (Fram)
Fred fær rautt eftir árekstur við Arnar Darra og liggur Arnar kvalinn eftir
60. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Fram)
Klaufalegt hjá Þrótturum en Helgi hljóp fyrir sendingu hjá Hrein Inga og lagði boltann fram hjá Arnari
59. mín
Matthías hleypur framhjá varnarmönnum Þróttar og gefur boltann inn en Helgi skallar yfir
58. mín
Helgi heldur áfram að ógna með innisendingum en Arnar er búinn að standa sig vel og grípur allt sem kemur að honum
56. mín
Marcao skallar boltann yfir
56. mín
Helgi Guðjóns er flottur á kantinum og vinnur sér inn hornspyrnu
55. mín
Góð sókn hjá Fram en þeir eru ekki með þetta extra power sem þarf til að klára, eru aðeins of lengi að hlutunum og Arnar Darri nær boltanum enn og aftur
54. mín
Þeir eru hinsvegar ennþá að missa af góðum skotfærum og reyna að gefa of mikið
52. mín
Rangstæða dæmd á Fram en þeir virðast hafa fengið hörku ræðu í hálfleik og eru flottara liðið á vellinum eins og er
51. mín
Már var nálægt því að skora en hann komst einn í gegn en boltinn rann aðeins og langt og fór í hendurnar á Arnari
49. mín
Unnar Steinn hleypur sjálfur með boltann frá miðju og á gott skot sem Arnar Darri ver
48. mín
Búið að bætast í rigninguna og boltinn rennur hratt og mikið
47. mín
Þeir byrja af krafti en Tiago skýtur rétt framhjá
45. mín
Leikur hafinn
Nú byrjar Fram með boltann
45. mín
Hálfleikur
+2

Ennþá 0-1 fyrir Þrótt en þeir hafa verið betri í leiknum.

Framarar virðast ekki hafa komið inn í leikinn með mikið sjálfstraust en þeir eru hræddir við að taka skot og leita alltaf að betra færi og missa oftast við það boltann

Daði búinn að vera besti maður leiksins af því sem ég hef séð og ég held að Marcao þurfi að fara passa sig ef hann vill ekki enda með rautt
45. mín Rautt spjald: Jón Sveinsson (Fram)
+1

Dómarinn hleypur að hliðarlínunni og hendir Jón Þóri þjálfara Fram upp í stúku fyrir kjaft
45. mín
+1

Tiago liggur niðri og læknirinn hleypur inná.
Það var enginn nálægt honum og því líklegt að hann hafi bara fengið krampa en hann heldur áfram
45. mín
Engin hætta á ferð hinsvegar og Framarar eru strax aftur komnir með boltann
45. mín
Aukaspyrna dæmd á Fred en ekkert spjald
44. mín
Ólafur Íshólm heldur boltanum og engin pressa á honum
42. mín
Bláir eru að elta jöfnunarmarkið fyrir hálfleik
42. mín
Tiago með frábært skot fyrir utan teig en Arnar Darri með rosalega skutlu og grípur boltann
40. mín
Framarar standa sig vel í vörninni og koma boltanum burt
38. mín
Boltinn fer inn í teiginn og Hafþór með hættulegan skalla en Marcao fer fyrir og sendir boltann í horn
37. mín
Hættuleg aukaspyrna sem Rafn Andri mun taka
37. mín Gult spjald: Marcao (Fram)
Marcao með grófa tæklingu rétt fyrir utan teig
36. mín
Liðin eru að skiptast á að halda boltanum og engin mikil hætta að skapast
35. mín
Lítið að gerast núna
32. mín Gult spjald: Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
Rafn rífur Unnar niður á miðjunni og fær fyrir það gult
32. mín
Daði reynir enn og aftur en nú nær Unnar að hafa betur
31. mín
Um leið og Daði kemst á boltann myndast mikil hætta
31. mín
Daði kemur sér aftur í gegnum vörnina hjá Fram en Ólafur ver mjög vel
29. mín
Matthías með frábæra sendingu upp völlinn en Helgi klúðrar góðu færi og skallar framhjá
28. mín
Daði Bergsson er búinn að vera frábær í leiknum, það nær honum enginn á kantinum
27. mín
Lélegt horn sem endar í markspyrnu
26. mín
Bláir eru að spila vel og næla sér í annað horn
25. mín
Aukaspyrna dæmd á Marcao eftir árekstur inn í teig Þróttara, ekkert spjald
23. mín
Marcao náði boltanum en Þróttarar hlupu á hann og spörkuðu burt
22. mín
Annað horn
22. mín
Skotinu var svo fylgt eftir og fá Framarar horn
21. mín
Arnór Daði með frábært skot í stöngina fyrir utan teig, þetta hefði verið rosalegt mark
20. mín
Rafn Andri með gott skot en fer rétt framhjá
19. mín
Ekki mikið í gangi eins og er, Þróttarar með þægilegt spil
17. mín
Birkir Þór stelur boltanum og skýtur af löngu færi en fer langt yfir markið
16. mín
Framarar halda boltanum vel en virðast vera hræddir við að skjóta
14. mín
Unnar er staðinn upp og fóturinn virðist ekkert vera að angra hann
13. mín
Unnar Steinn liggur niðri eftir árekstur en það var ekkert dæmt
13. mín
Það er kominn mun meiri hraði í leikinn og Framarar vilja jafna leikinn, það sést vel
11. mín
Fred með annað skot af löngu færi en ekki jafn gott og það seinasta
10. mín
Daði hleypur upp enn og aftur og reynir sendinguna á Rafael en hún kemst ekki í gegn
9. mín
Fred með ágætis skot af löngu færi en fer rétt yfir
8. mín
Þróttarar standa sig frábærlega í vörninni og hreinsa alla bolta sem koma að þeim
5. mín
Þróttarar eru búnir að byrja af miklum krafti og berjast mun betur fyrir hvern bolta
4. mín MARK!
Daði Bergsson (Þróttur R.)
Daði Bergsson skorar en hann komst einn í gegn og kláraði af stuttu færi
4. mín
Framarar hlaupa upp eftir útsparkið en boltinn endar í innkasti fyrir Þrótt
3. mín
Hreinn Ingi nær boltanum en skýtur langt yfir
3. mín
Þróttur fær horn
3. mín
Þróttarar byrja af krafti og spretta upp kantinn
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Frá sigurleiknum á móti Víking fer Jökull Steinn Ólafsson úr byrjunarliði Fram og Unnar Steinn Ingvarsson kemur inn.


Frá síðasta deildarleik Þróttar fara Árni Þór Jakobsson og Aron Þórður Albertsson úr út byrjunarliðinu. Sindri Scheving og Baldur Hannes Stefánsson koma inn.
Fyrir leik
Fram situr í 5. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Þróttur er í því áttunda með 10 stig.

Framarar koma inn í leikinn af meira sjálfstrausti eftir sigur á Víkingi Ó. í seinustu umferð en Þróttur lá þá 0:1 gegn Fjölni.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og Þróttar í 9. umferð Inkasso-deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Safamýrinni.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Sindri Scheving
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
8. Baldur Hannes Stefánsson ('79)
9. Rafael Victor
10. Rafn Andri Haraldsson
11. Jasper Van Der Heyden
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
3. Árni Þór Jakobsson
8. Aron Þórður Albertsson
21. Róbert Hauksson
22. Oliver Heiðarsson
25. Archie Nkumu
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('79)
27. Ólafur Rúnar Ólafsson

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Sveinn Óli Guðnason
Halldór Geir Heiðarsson
Alexander Máni Patriksson
Magnús Stefánsson

Gul spjöld:
Rafn Andri Haraldsson ('32)

Rauð spjöld: