Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
0
0
Grindavík
05.07.2019  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Smá hliðarvindur. Annars allt í lúxus málum.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Josip Zeba - Grindavík
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('67)
20. Eyjólfur Héðinsson ('69)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('83)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Jóhann Laxdal ('67)
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Baldur Sigurðsson ('69)
14. Nimo Gribenco ('83)
16. Ævar Ingi Jóhannesson
19. Martin Rauschenberg

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('47)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svona þrír áhorfendur sem klappa dauflega þegar flautað er af.

Takk fyrir samfylgdina í kvöld.
91. mín
Inn:Jón Ingason (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
89. mín
Grindavík fær horn.

Jósef Kristinn skallar frá.
87. mín
STÓRHÆTTA!!! HINN FRÆGI DARRAÐADANS STIGINN Í TEIG GRINDAVÍKU! Djogatovic misreiknaði boltann en Grindvíkingar ná að bægja hættunni frá.
85. mín
Primo hrindir Alex og Stjarnan fær aukaspyrnu á fínum stað. Það má alveg skjóta úr þessu.
83. mín
Inn:Nimo Gribenco (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
82. mín
STJÖRNUMENN KALLA EFTIR HENDI OG VÍTI!!! Fimbulfamb í teignum en ekkert dæmt.
80. mín
Inn:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík) Út:Vladimir Tufegdzic (Grindavík)
80. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Togar Hilmar Árna niður og kemur í veg fyrir skyndisókn.
79. mín
Grindvíkingar hafa einfaldlega verið betri hérna í seinni hálfleiknum.
78. mín
VÁÁÁ!!! Heiðar Ægisson í dauðafæri en hittir boltann illa!
77. mín
Grindavík fær tvær hornspyrnur í röð. Ná ekki að gera neitt merkilegt úr þeim.
74. mín
PRIMO Í DAAAAUÐAFÆRI!!!! Einn gegn Halla sem ver frábærlega! Halli í marki Stjörnunnar hefur átt virkilega öflugan leik!
69. mín
Inn:Primo (Grindavík) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Nýr spænskur sóknarmaður Grindvíkinga kemur inn. Fyrsti leikur hans hér á landi.
69. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
68. mín
Hættulegt skot frá Hilmari Árna. Djogatovic ver.
67. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
65. mín
Fór og ræddi við góða menn sem eru vel staðsettir í stúkunni og þeir telja að boltinn hafi farið inn áðan og að Grindavík hefði átt að vera komið yfir.
62. mín
MAAAARK!!! NEI EKKI MARK!

Grindvíkingar telja að þeir hafi skorað! Sigurður Bjartur skallaði boltann á markið, Halli varði en missti boltann og hann virtist fara yfir línuna! En ekki að mati dómarans.

Þetta var MJÖG áhugavert atvik!
62. mín
Leikurinn er drepleiðinlegur þessar mínútur. Dauðinn á skriðbeltunum alla leið.
60. mín
Það sagði mér góður maður að ef Grindavík myndi gera 0-0 jafntefli í öllum leikjum sem eftir eru þá myndu þeir líklega ná að halda sæti sínu í deildinni!
53. mín
Alexander Veigar með skot úr þröngu færi. Í hliðarnetið.
52. mín
Hilmar Árni með skot af löngu færi. Vel yfir!
51. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Sölvi Snær fær boltann í teignum og lætur vaða en Sigurjón Rúnarsson kemst fyrir skotið á ævintýralegan hátt. Þarna hefði Stjarnan svo sannarlega getað borist fyrr.
50. mín
Stjarnan mun svo næsta fimmtudag leika fyrri leik sinn gegn Levadia Tallinn í Evrópudeildinni. Byrja á heimavelli í því einvígi.
49. mín
Skot af löngu færi. Aron Jóhannsson úr aukaspyrnu. Beint á Harald.
47. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
47. mín
Ævar Ingi átti víst að byrja leikinn hjá Stjörnunni en var tæpur og ekki talinn klár í að byrja.
46. mín
SEINNI HÁLFLEIKUR HAFINN
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.
44. mín
Aron Jóhannsson með kraftlítinn skalla. Halli ekki í erfiðleikum með þetta.
43. mín
Alex Þór með skot af löngu færi. Vel framhjá. Um að gera að reyna. Markamínútan mikla er í gangi og svona!
39. mín
Jozip Zeba með marktilraun!!! Halli ver og svo stuttu seinna fær Sigurður Bjartur dauðafæri en Stjarnan nær með naumindum að bjarga.

Þarna munaði rosalega litlu. Grindavík hefði getað náð forystunni!
31. mín
Hilmar Árni með HÖRKUSKOT en boltinn fer í varnarmann og yfir. Hornspyrna. Himmi fær að taka hornið... auðvitað.
24. mín
Sölvi Snær með skot fyrir utan teig. Talsvert frá því að vera á rammann.
23. mín
Heiðar Ægisson með lipur tilþrif... gefur fyrir á Guðmund Stein sem er í litlu jafnvægi þegar hann skallar. Yfir markið.
21. mín
Þá kom hættulegur bolti inn í teig Stjörnunnar... Brynjar Gauti bjargaði í horn.
19. mín
Hilmar Árni með fyrirgjöf í teiginn, Vladan Djogatovic kýlir boltann vel frá. Stjarnan sækir meira hér í upphafi. Grindavík ekki átt marktilraun.
17. mín
Heiðar Ægisson með fyrirgjöf frá hægri. Guðmundur Steinn skallar yfir.
15. mín
MAAAARK... NEIIII!!!!

Hilmar Árni Halldórsson með skot í stöngina, Guðmundur Steinn nær að koma boltanum í netið en fékk boltann í höndina áður. Allavega að mati Þorvaldar dómara. Fréttamannastúkan á því að þetta hafi líklega verið réttur dómur.
10. mín
Sölvi Snær með flottan sprett, Rodrigo brýtir á honum sirka 30 metrum frá marki. Hilmar Árni tekur aukaspyrnuna og virðist ætla að senda boltann inn í teiginn...

Guðmundur Steinn nær að skalla boltann en vel framhjá.
5. mín
Spænski sóknarmaðurinn Oscar Manuel Conde Cruz, kallaður Primo, er meðal varamanna Grindavíkur í dag. Hann er nýgenginn í raðir Grindavíkur.

Primo skoraði sex mörk í 34 leikjum í spænsku C-deildinni á nýliðnu tímabili með liði Gimnastic Torrelavega.
3. mín
Stjarnan er svo sannarlega ekki í 4-4-2. Þetta er meira 4-3-3 eins og við var búist.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan byrjaði með boltann.
Fyrir leik
Það eru tveir leikmenn sem valdir voru í úrvalslið umferðar 1-11 að fara að spila þennan leik í kvöld: Hilmar Árni Halldórsson og Josip Zeba.
Fyrir leik
Maður má ekki vera leiðinlegur... en ég er ekkert of bjartsýnn á skemmtilegan leik í kvöld. Vona samt rosalega að mér skjátlist.
Fyrir leik
Áhugavert að Twitter síða Stjörnunnar hendir liðinu upp í 4-4-2 með Hilmar Árna í sóknarlínunni... bíðum og sjáum...
Fyrir leik
Hjá Grindavík er ein breyting frá síðasta leik. Marinó Axel Helgason er ekki í hópnum vegna meiðsla og Sigurjón Rúnarsson kemur inn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Tvær breytingar hjá Stjörnunni frá síðasta leik. Ævar Ingi Jóhannesson og Martin Rauschenberg fara á bekkinn en Eyjólfur Héðinsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson koma inn.
Fyrir leik
Vegna fjölda fyrirspurna: Er Páló mættur í stúkuna? Já hann er mættur! Hann er þessa stundina að leggja línurnar fyrir dómara leiksins.
Fyrir leik
Lárus Guðmundsson er spámaður umferðarinnar:
Stjarnan fer með 2-0 sigur af hólmi. Eru erfiðir heim að sækja og með vel skipulagt lið og Hilmar Árni er með mark nánast í hverjum leik þessa dagana. Grindvíkingum dugar ekki sterkur varnarleikur, því sóknarleikurinn hjá þeim er alveg bitlaus.
Fyrir leik
"Sumarið er tíminn" er fyrsta lagið sem komið er í hljóðkerfið. Voða huggulegt enda veðrið fyrsta flokks... nema reyndar í stúkunni sem er ein umtalaðasta frystikista landsins. En það er önnur umræða.

Dómararnir eru búnir að skoða völlinn og fundu ekkert neikvætt. Þorvaldur Árnason dæmir leikinn í kvöld en aðstoðardómarar eru kjötiðnaðarmaðurinn frá Hvolsvelli, Jóhann Gunnar Guðmundsson og svo Andri Vigfússon.
Fyrir leik
Þegar liðin áttust við í Grindavík í upphafi móts enduðu leikar 1-1. Bæði mörkin komu af vítapunktinum. Guðmundur Steinn kom Stjörnunni yfir. Kiyabu Nkoyi sem yfirgaf Grindavík á dögunum jafnaði.
Fyrir leik
Heimamenn vonast til að vinna sinn þriðja leik í röð. Þeir unnu ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð þar sem Hilmar Árni Halldórsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoruðu mörkin.

Það er talsvert síðan Grindavík vann leik en liðið gerði markalaust jafntefli gegn FH í síðustu umferð. Sóknarleikur Grindvíkinga hefur verið geldur í sumar en vörnin eins og veggur! Liðið er búið að skora fæst mörk í deildinni en að sama skapi fá á sig fæst mörk. Markatalan 7-9.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld!

Annar leikur hinnar ótrúlega dreifðu 12. umferðar Pepsi Max deildarinnar fer fram í Garðabænum. Stjarnan, sem er sem stendur í þriðja sæti, tekur á móti Grindavík sem er í 10. sæti með ellefu stig.
Byrjunarlið:
24. Vladan Djogatovic (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Vladimir Tufegdzic ('80)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('69)
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('91)

Varamenn:
6. Viktor Guðberg Hauksson
11. Símon Logi Thasaphong
18. Jón Ingason ('91)
19. Hermann Ágúst Björnsson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('80)
22. Primo ('69)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Maciej Majewski
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic
Vladimir Vuckovic

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('80)

Rauð spjöld: