Ásvellir
fimmtudagur 25. júlí 2019  kl. 19:15
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Birgir Magnús Birgisson (Haukar)
Haukar 2 - 1 Fram
0-1 Oliver Helgi Gíslason ('27, sjálfsmark)
1-1 Gunnar Gunnarsson ('31, sjálfsmark)
2-1 Birgir Magnús Birgisson ('60)
Byrjunarlið:
1. Óskar Sigþórsson (m)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
8. Ísak Jónsson
10. Ásgeir Þór Ingólfsson (f)
11. Arnar Aðalgeirsson ('80)
14. Sean De Silva ('77)
15. Birgir Magnús Birgisson
16. Oliver Helgi Gíslason ('68)
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
22. Kristófer Dan Þórðarson

Varamenn:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
2. Þórir Eiðsson
7. Aron Freyr Róbertsson ('68)
13. Daði Snær Ingason ('80)
18. Daníel Snorri Guðlaugsson
21. Máni Mar Steinbjörnsson
23. Guðmundur Már Jónasson ('77)
28. Kristófer Jónsson

Liðstjórn:
Hafþór Þrastarson
Kristján Huldar Aðalsteinsson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Kristinn Pétursson
Stefán Ómar Magnússon

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('12)
Oliver Helgi Gíslason ('57)
Arnar Aðalgeirsson ('83)

Rauð spjöld:
@baddi11 Baldvin Már Borgarsson
94. mín Leik lokið!
Gunnþór Steinar flautar af!

Haukar hirða stigin þrjú.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
92. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Fred fær boltann á vítateigslínunni en smellir boltanum yfir markið!

Hann var aaaaleinn og átti að gera miklu betur.
Eyða Breyta
89. mín
Frammarar láta boltann ganga á milli sín en komast lítið áleiðis, Alex Freyr reynir skot af löngu færi en hátt yfir.
Eyða Breyta
84. mín
Fyrirgjöf frá hægri frá Fram og Aron Freyr skallar boltann afturfyrir í horn, ég sá og heyrði að það fór alveg um Búa þarna.

Gulli stangaði spyrnuna frá.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Arnar fær spjald á bekkinn fyrir einhver vel valin orð áðan.
Eyða Breyta
80. mín Daði Snær Ingason (Haukar) Arnar Aðalgeirsson (Haukar)

Eyða Breyta
79. mín Fred Saraiva (Fram) Heiðar Geir Júlíusson (Fram)

Eyða Breyta
77. mín Guðmundur Már Jónasson (Haukar) Sean De Silva (Haukar)

Eyða Breyta
76. mín
JÁ!

Doddi heldur boltanum aðeins á lofti á miðjum vallarhelming Fram eftir slaka hreinsun og neglir svo bara á markið og Hlynur þarf að hafa sig allann við að slá boltann í innkast.
Eyða Breyta
73. mín
Uss, þarna er Gulli stálheppinn!

Hann neglir Heiðar Geir niður á miðjunni og á hreinlega bara að fá seinna gula spjaldið sitt en sleppur. Gulli var klókur og flúði vettvang strax.
Eyða Breyta
72. mín
VÁ!

Fram spilar vel í kringum teig Hauka sem endar með að Tiago vippar boltanum yfir löppina á Gulla og kemur sér þannig í gott færi en hamrar boltann yfir!!!
Eyða Breyta
70. mín
Fram hornspyrnu.

VÁ! - Boltinn er skallaður úr teignum út á Heiðar Geir sem tekur boltann á lofti og neglir honum rétt yfir markið! - Þetta hefði verið svakalegt mark.
Eyða Breyta
68. mín Aron Freyr Róbertsson (Haukar) Oliver Helgi Gíslason (Haukar)

Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
Núna fer Jökull Steinn inn á teiginn, sólar tvo Haukamenn og annar þeirra bombar Jökul niður og allir í blaðamannastúkunni sammála um að þarna sé augljós vítaspyrna, líka lýsendur Hauka TV, en Jökull fær gult spjald fyrir dýfu, þetta er hreint út sagt hlægilegt.
Eyða Breyta
63. mín
Ég er búinn að vera að hemja mig varðandi það að kommenta á dómgæsluna en hún hefur verið hreint út sagt afleit í dag, gríðarlega augljósar aukaspyrnur ekki verið að dæma í báðar áttir, allavega tvo augljós brot dæmd í vitlausa átt þar sem sá sem var dæmdur brotlegur braut alls ekki af sér og bæði lið orðin virkilega pirruð.

Núna eru Frammarar að biðja um vítaspyrnu eftir að Unnar Steinn fellur í teignum...

Haukar fá markspyrnu.
Eyða Breyta
63. mín
Sean fær boltann í gegn og er ekki rangur en hann hélt það sýndist mér og reynir eitthvað draumaskot af löngu færi sem Hlynur grípur.

Frekar klaufalegt hjá Sean finnst mér.
Eyða Breyta
60. mín MARK! Birgir Magnús Birgisson (Haukar), Stoðsending: Ásgeir Þór Ingólfsson
MAAAAARK!!!

Geiri tekur hornspyrnuna beint á kollinn á Bigga sem stangar boltann í netið!
Eyða Breyta
59. mín
Haukar koma með góða skyndisókn, Geiri snýr af sér tvo á miðjunni og smellir boltanum í gegn á Kristófer sem tekur sér allann tímann í heiminum og leggur boltann svo út í skot sem fer í varnarmann.

Skyndilega er Sean kominn einn í gegn en Hlynur ver frá honum í horn! - Þarna átti Sean að skora...
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Helgi kemur sér yfir á vinstri fótinn í skot en það fer yfir, þá stoppar Gunnþór leikinn og spjaldar Oliver.
Eyða Breyta
55. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Haukar fengu horn, Geiri smellti boltanum fyrir þar sem Gulli vann fyrsta skallann, boltinn dettur úr þvögu beint fyrir fætur Bigga sem hamrar boltanum yfir úr markteig!!!

Erfiðara að skjóta yfir markið en á markið úr þessari stöðu.
Eyða Breyta
54. mín
Fram nær skyndisókn, Tiago finnur Alex Frey sem keyrir á vörn Hauka og rúllar boltanum svo á Helga en Alex er straujaður, Helgi tekur slakt skot með vinstri beint á Óskar og gestirnir brjálast yfir því að fá ekki aukaspyrnuna fyrir brotið á Alex.
Eyða Breyta
52. mín
FÆRI!!!

Helgi nær að snúa inná teignum, sendir yfir á Tiago sem er aleinn á fjær, hann tekur smá drillur framhjá Steina og setur hann svo utanfótar yfir markið!

Þarna átti Tiago bara að skora.
Eyða Breyta
50. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar bara á þreyfingum hér og þar.

Og akkurat þegar ég er að skrifa þetta gerist loksins eitthvað! - Fram spilar sig vel upp miðjuna, Jölli rúllar boltanum í gegn á Helga sem klárar vel en er flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er komið í gang aftur!

Núna fær Fram að byrja með boltann.
Eyða Breyta
46. mín Jökull Steinn Ólafsson (Fram) Matthías Kroknes Jóhannsson (Fram)
Tvöföld breyting hjá Fram í hálfleik!
Eyða Breyta
46. mín Sigurður Þráinn Geirsson (Fram) Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Beint í bakkelsið, heyrumst eftir sirka korter!
Eyða Breyta
45. mín
Boltinn fellur útfyrir teiginn og Ísak reynir skotið í fyrsta en það fer yfir á gamla heimavöll Hauka á grassvæðinu.
Eyða Breyta
45. mín
Oliver fer 1v1 á Halla og sækir hornspyrnu.

Geiri fer að sjálfssögðu að taka spyrnuna.
Eyða Breyta
44. mín
Fram spilar vel og færir boltann milli kanta þangað til að Tiago finnur tíma og pláss á boltann milli varnar og miðju Hauka og reynir að þræða boltann í gegn en Gulli bjargar á síðustu stundu.
Eyða Breyta
40. mín
Leikurinn er svolítið í járnum þessar mínúturnar og eitthvað minna um færi.
Eyða Breyta
34. mín
Unnar Steinn keyrir að teignum og er sparkaður niður en Gunnþór dæmir ekki neitt við litla hrifningu gestanna.
Eyða Breyta
31. mín SJÁLFSMARK! Gunnar Gunnarsson (Fram)
HVAÐ ER AÐ GERAST?

Spyrnan frá Geira fer inn á miðjan markteiginn og yfir örfáa hausa sem Gunni Gunn reiknar greinilega ekki með, fær boltann í skrokkinn og í bláhornið.

1-1 og bæði lið búin að skora í eigið mark.
Eyða Breyta
30. mín
Sean sendir boltann fyrir og Marcao setur hann í horn.

Enn tekur Geiri spyrnurnar.
Eyða Breyta
29. mín
Boltinn fellur útúr teig Fram og fyrir fætur Sean sem reynir skotið í fyrsta en það fer yfir.
Eyða Breyta
27. mín SJÁLFSMARK! Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
JÁ! - Oliver stangar boltann bara upp í samskeytinn eins og alvöru framherji!

Frammarar spila sig upp hægra megin og Matti leggur boltann út á Magnús sem lyftir boltanum snyrtilega á fjær og þar mætir enginn annar en Oliver og hann ætlar greinilega að skalla boltann í horn en hann klárar þetta bara virkilega snyrtilega.
Eyða Breyta
26. mín
Geiri smellir boltanum fyrir en Haukar fá dæmda á sig bakhrindingu.
Eyða Breyta
25. mín Gult spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
Halli fer í svakalega tæklingu úti vinstra megin og Haukar fá aukaspyrnu sem Geiri ætlar að taka.
Eyða Breyta
23. mín
Flott sókn hjá Fram, Tiago sendir á Matta sem kemur á harðaspretti upp hægri kantinn, sendir boltann fyrir á fjær þar sem Alex Freyr mætir en skallar yfir.
Eyða Breyta
22. mín
Fram fær hornspyrnu.

Hrikalega skemmtileg útfærsla frá Heiðari Geir, Unnari Stein og Tiago sem endar með skoti frá Unnar en beint á Óskar.
Eyða Breyta
21. mín
Magnús Ingi setur pressu á Þorstein og slær hann óvart í andlitið, þeir eru perluvinir og það kæmi mér ekki á óvart ef þeir skella sér saman á Huppu eftir leik.
Eyða Breyta
18. mín
Oliver fær boltann upp í hægra hornið í mjög góða stöðu en fyrirgjöfin rúmlega afleit og beint afturfyrir.

Þarna verður Oliver að gera betur!
Eyða Breyta
15. mín
Haukar fá horn og Ásgeir tekur spyrnuna sem er slök og beint á fyrsta varnarmann, boltinn aftur á Geira sem sendir fyrir með vinstri og þá kemur fínn bolti sem Oliver nikkar afturfyrir sig og framhjá.
Eyða Breyta
14. mín
Sean með virkilega góðan sprett upp vinstra megin og snýr Matta í nokkra hringi áður en hann rúllar boltanum fyrir markið en þar mætir enginn rauður til að negla boltanum yfir línuna!

Virkilega hættuleg sókn hjá Haukum.
Eyða Breyta
12. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Alex Freyr tekur svaka sprett inn miðjuna og sólar alla miðjumenn Hauka áður en Gulli hamrar hann niður og fær verðskuldað spjald.
Eyða Breyta
10. mín
Flott sókn hjá Fram endar með ömurlegri marktilraun frá Tiago og Óskar ekki í neinum vandræðum.
Eyða Breyta
8. mín
Haukar eru í 4-3-3

Óskar
Oliver, Gulli, Birgir, Þorsteinn
Ísak, Doddi, Ásgeir
Kristófer, Arnar og Sean.
Eyða Breyta
7. mín
FÆRI!!!

Kristófer tekur fyrirgjöf frá hægri sem Frammarar eru í veseni með og Ísak kemst í skotið en það er lélegt og Gunni Gunn skallar boltann í horn.

Hornið er svo arfaslakt og hreinsað af fyrsta varnarmanni.
Eyða Breyta
5. mín
Fram hendir í gott 3-4-3 hérna í dag.

Hlynur
Marcao, Unnar Steinn, Gunni Gunn
Matti Kroknes, Heiðar Geir, Tiago, Haraldur
Magnús Ingi, Helgi Guðjóns og Alex Freyr
Eyða Breyta
3. mín
Haukarnir byrja á að þjarma aðeins að gestunum og vinna innköst inn á vallarhelming Fram en ekkert verður úr þeim.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað!

Haukar byrja með boltann og sækja í átt að miðbæ Hafnarfjarðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hafa lokið upphitun og eru farin inn í klefa, það styttist í að Gunnþór Steinar flauti herlegheitin á.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Athygli vekur að Alexander Freyr er ekki í leikmannahóp Hauka í dag!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Gunni Gunn fyrrum leikmaður Hauka byrjar hjá Fram.

Þá eru Aron Freyr og Fred á bekknum hjá sitthvoru liðinu í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð, og það er nokkuð ljóst að annað liðið mun að minnsta kosti enda þessa taphrinu, hugsanlega bæði þó en þá kemst hvorugt liðið á sigurbraut.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veðrið í borginni í sumar hefur boðið upp á kjöraðstæður fyrir knattspyrnuiðkun og ég reikna ekki með að það breytist neitt í kvöld, þannig það er skandall ef við fáum ekki flotta mætingu hérna í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staða liðanna er mjög ólík.

Heimamenn í Haukum sitja í fjögurra liða fallpakkanum í 9. sæti með 11 stig, öll liðin fyrir neðan þá eru með 10 stig.

Fram situr í 6. sæti deildarinnar með 20 stig og gætu verið í 4 til 8 sæti eftir þessa umferð enda pakkinn þéttur, ekki er langt síðan að Fram var í bullandi toppbaráttu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og Fram á Ásvöllum í Inkasso deild karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson (f)
3. Heiðar Geir Júlíusson ('79)
6. Marcao
9. Helgi Guðjónsson
17. Alex Freyr Elísson
20. Tiago Fernandes
24. Magnús Þórðarson
26. Haraldur Einar Ásgrímsson ('46)
27. Matthías Kroknes Jóhannsson ('46)
29. Gunnar Gunnarsson

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('46)
7. Fred Saraiva ('79)
10. Orri Gunnarsson
11. Jökull Steinn Ólafsson ('46)
12. Marteinn Örn Halldórsson
13. Alex Bergmann Arnarsson
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson

Liðstjórn:
Magnús Þorsteinsson
Jón Þórir Sveinsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Kristinn Steinn Traustason

Gul spjöld:
Haraldur Einar Ásgrímsson ('25)
Jökull Steinn Ólafsson ('67)

Rauð spjöld: