Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Selfoss
2
4
ÍR
Hrvoje Tokic '44 1-0
1-1 Reynir Haraldsson '47
1-2 Gunnar Óli Björgvinsson '50
1-3 Björgvin Stefán Pétursson '57
1-4 Viktor Örn Guðmundsson '70
Kenan Turudija '90 2-4
31.07.2019  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
2. deild karla
Aðstæður: Logn og blíða
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Ingi Rafn Ingibergsson ('81)
3. Þormar Elvarsson
4. Jökull Hermannsson
7. Arilíus Óskarsson
9. Hrvoje Tokic
17. Valdimar Jóhannsson ('56)
18. Arnar Logi Sveinsson ('71)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
23. Þór Llorens Þórðarson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Stefán Blær Jóhannsson (m)
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
3. Gylfi Dagur Leifsson ('71)
16. Magnús Hilmar Viktorsson
20. Guðmundur Tyrfingsson ('56)
21. Aron Einarsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Einar Ottó Antonsson
Elías Örn Einarsson
Jóhann Árnason
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren

Gul spjöld:
Arilíus Óskarsson ('34)
Ingi Rafn Ingibergsson ('35)
Þór Llorens Þórðarson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Íþrótafélagsins. Hörku leikur þar sem bæði lið hefðu getað gengið af velli með stigin. Þökkum fyrir í kvöld.
90. mín MARK!
Kenan Turudija (Selfoss)
Stoðsending: Hrvoje Tokic
Langur bolti inn á teig sem Tokic kassar út á Kenan sem hamrar boltanum inn. Líklega of seint fyrir Selfyssinga.
89. mín
Inn:Róbert Andri Ómarsson (ÍR) Út:Facundo Ricardo Scurti (ÍR)
86. mín Gult spjald: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Mögulega fyrri mótmæli.
81. mín
Inn:Einar Ottó Antonsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Þungur hnífur! Einar Ottó Antonsson að koma inn á hjá Selfyssingum. Hann mun líklega verða með sýnikennslu í baráttu.
77. mín
Selfyssingar búnir að sækja meira síðustu 10 mín eða svo, en ekkert uppskorið annað en mark í andlitið.
76. mín
Inn:Aron Gauti Magnússon (ÍR) Út:Gunnar Óli Björgvinsson (ÍR)
71. mín
Inn:Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Dean bregst við stöðunni.
70. mín MARK!
Viktor Örn Guðmundsson (ÍR)
ÍR með aukapsyrnu á vítateigslínunni. Viktor Örn setur hana bara í hliðarnetið, frábær spyrna. Brekkan orðin brött hjá heimamönnum.
64. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (ÍR) Út:Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
62. mín
Stórt atvik, langur bolti inn að marki ÍR. Guðmundur við það að ná skallanum virðist vera laminn niður af Helga Frey. Víti segja menn í fjölmiðlagámnum. Arnar Þór ekki sammála og hann ræður.
61. mín Gult spjald: Aleksandar Alexander Kostic (ÍR)
Brýtur á Guðmundi Tyrfingssyni á miðjum vellinum.
57. mín MARK!
Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
Stoðsending: Facundo Ricardo Scurti
Ricardo fær boltann hægra megin í teignum. Hann rúllar honum fyrir markið þar sem Björgvin Stefán er aðgangsharðastur. Svakaleg byrjun á þessum hálfleik hjá gestunum!
56. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss) Út:Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
55. mín Gult spjald: Gunnar Óli Björgvinsson (ÍR)
Fyrir brot út við hornfána Selfyssinga.
55. mín
Gunnar Óli með alvöruskot, en Stefán sér við honum þarna með svakalegri sjónvarpsvörslu.
50. mín MARK!
Gunnar Óli Björgvinsson (ÍR)
Stoðsending: Björgvin Stefán Pétursson
ÍR-ingar hamra járnið fara fram og berst boltinn út á Björgvin Stefán sem fer inn við vítateigshornið og lætur vaða í nærhornið og Stefán kemur engum vörnum við.
47. mín MARK!
Reynir Haraldsson (ÍR)
Já, ÍR byrja síðari hálfleikinn af ákveðni rétt eins og þeim fyrri. Þeir komu boltanum inn í teig en eftir klafs virðist þetta að vera að renna út í sandinn, þá á Reynir Haraldsson þessa ljómandi fínu fyrirgjöf sem siglir alla leið í markið. Allt jafnt á Selfossi!
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn að nýju.
45. mín
Hálfleikur
Selfyssingar gera góða tilraun til að ná öðru markinu á lokaandartökum hálfleiksins þegar Kenan átti skot fyrir utan teig sem Helgi heldur ekki, en Arilíusi tókst ekki að koma frákastinu í netið.
44. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Stoðsending: Þór Llorens Þórðarson
Virtist vera að róast yfir hlutunum og liðin væru orðin sátt við markaleysi í hálfleik. Selfyssingar áttu góða sókn sem endar með því að Ingi Rafn vinnur aukaspyrnu úti á velli sem Þor Llorens slengir beint á kollinn á Tokic, eins og ég sagði, ekki hár stuðull á mark frá honum í kvöld frekar en önnur kvöld.
38. mín
Selfyssingar eru þó farnir að auka pressuna og hafa komið sér í hættulegri stöður og skapað fleiri hættuleg færi. Tokic átti skot yfir markið utan úr teig.
37. mín
ÍR hefur gengið heldur betur að halda spilinu gangandi með einföldum sendingum. Áttu sína aðra hornspyrnu núna sem endar með skalla framhjá.
35. mín Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Fyrir brot við miðlíknuna.
34. mín Gult spjald: Arilíus Óskarsson (Selfoss)
Líklega fyrir mótmæli, er þó ekki viss.
29. mín
Vallaþulurinn hefur á orði að í byrjunarliði peningavélarinnar frá Selfossi seu 8 uppaldir strákar, hann hefur líklega verið að hlusta á doctor football í vikunni. Doctorinn er víst aldrei hunsaður.
24. mín
Annað dauafæri! ÍR-ingar áttu bolta inn á vítateig Selfyssinga sem allt leit út fyrir að Stefán Þór myndi grípa. Það gekk ekki hjá honum og kílir hann boltann frá en er sjálfur kominn út úr teignum. ÍR reynir skot á mark, en Þormar fórnar andlitinu fyrir það og Stefán nær boltanum í annari tilraun.
20. mín
VáVáVá, Arelíus á dauðafæri þegar bolti berst til hans á markteig, en einhvern vegin fer boltinn framhjá markinu. Besta færi leiksins til þessa.
15. mín
Alvöru barátta í þessum leik, ÍR er ekki mætt til að eignast vini. Þeir eru tilbúnir til að berjast fyrir þeim stigum sem í boði eru. Eins og vera ber!
11. mín
Þormar átti flottan sprett upp hægri kantinn og Selfyssingar fá horn. Úr horninu fer boltinn yfir allan teiginn og er komið inn aftur þar sem Tokic klippir boltann viðstöðulaust en Helgi Freyr slær boltann yfir, vel varið. Ekkert verður úr sienna horninu.
8. mín
Ekki búinn að sleppa orðinu og Tokic á skalla rétt yfir markið. Ekki hár stuðull á mark frá honum í kvöld.
7. mín
Eins og oft áður í ástriðunni í 2. deildinni fer leikurinn af stað með töluverðu hnoði á miðjunni. Gunnar Óli átti slakt skot sem Stefán Þór átti ekki miklum vandræðum með. Annars ekkert markvert gerst.
1. mín
Leikur hafinn
Arnar Þór er búinn að flauta þetta í gang og byrja ÍR-ingar af ákveðni.
Fyrir leik
Nýr leikmaður Selfoss, Jason Van Achteren, hitaði upp með liðinu, en hann verður þó ekki með í dag enda ekki kominn með leikheimild.
Fyrir leik
Lið Selfoss er í 3. sæti með 23 stig. Það er aðeins farið að teygjast á deildinni sem er búin að vera skuggalega jöfn í allt sumar og búast má við að toppbaráttan fari heldur að harna.
Fyrir leik
Lið ÍR er í 9. sæti með 18 stig, óhætt að segja að gengi liðsins í sumar hafi ekki verið samkvæmt væntingum. Eftir þjálfaraskipti hefur gengið heldur verið upp á við.
Fyrir leik
Gott kvöld og velkomin í beina lýsingu frá leik Selfoss og ÍR. Hér mun sagt frá öllu því helsta sem fram fer í heiðarleikanum á Selfossi.
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
2. Gylfi Steinn Guðmundsson
3. Reynir Haraldsson
6. Facundo Ricardo Scurti ('89)
8. Aleksandar Alexander Kostic
9. Björgvin Stefán Pétursson ('64)
9. Ágúst Freyr Hallsson
16. Ari Viðarsson
19. Gunnar Óli Björgvinsson ('76)
22. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
12. Adam Thorstensen (m)
6. Ívan Óli Santos
10. Viktor Örn Guðmundsson ('64)
15. Aron Gauti Magnússon ('76)
21. Róbert Andri Ómarsson ('89)
23. Sigurður Karl Gunnarsson

Liðsstjórn:
Ómar Atli Sigurðsson (Þ)
Jóhannes Guðlaugsson (Þ)
Hilmar Þór Kárason
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Gunnar Óli Björgvinsson ('55)
Aleksandar Alexander Kostic ('61)

Rauð spjöld: