Samsung völlurinn
laugardagur 21. september 2019  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: 13°C smá vindur á vellinum og skýjað.
Dómari: Gunnar Helgason
Áhorfendur: 107 sýnilegir
Maður leiksins: Shameeka Fishley (Stjarnan)
Stjarnan 3 - 1 KR
1-0 Shameeka Fishley ('17)
1-1 Gloria Douglas ('26)
2-1 Birna Jóhannsdóttir ('63)
3-1 Shameeka Fishley ('72)
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
6. Camille Elizabeth Bassett
7. Shameeka Fishley
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Diljá Ýr Zomers ('91)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('88)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('91)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
3. Sonja Lind Sigsteinsdóttir ('91)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('88)
15. Hanna Sól Einarsdóttir ('91)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Sigurður Már Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
94. mín Leik lokið!
Sigur hjá Stjörnunni í lokaleiknum! Viðtöl og skýrsla koma inn eins fljótt og auðið er.
Eyða Breyta
92. mín
Hanna með sendingu innfyrir á Snædísi sem skýtur á markið en Ingibjörg gerir vel að verja þetta í horn. Ekkert kom úr hornspyrnunni.

Lítið eftir.
Eyða Breyta
91. mín Sonja Lind Sigsteinsdóttir (Stjarnan) Diljá Ýr Zomers (Stjarnan)

Eyða Breyta
91. mín Hanna Sól Einarsdóttir (Stjarnan) Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
89. mín
Tijana með fyrirgjöf beint í hendurnar á Birtu.
Eyða Breyta
88. mín
Gloria með tilraun vel yfir mark Stjörnunnar.
Eyða Breyta
88. mín Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
87. mín
Gyða með sendingu í gegn á Shameeku sem tekur við boltanum og sparkar honum á undan sér. Hún fær snertingu en dettur ekki. Boltinn fer á Ingibjörgu og ekkert dæmt.
Eyða Breyta
85. mín
Shameeka með fyrirgjöf sem Lilja hreinsar í horn, áhugaverð hreinsun sem fór rétt yfir mark KR.

Jasmín með skalla og svo Camille með skot vel framhjá.
Eyða Breyta
83. mín
Diljá gerir hér glæsilega að komast inná vítateig KR og á svo skot af stuttu færi sem Ingibjörg ver í horn. Hörkufæri sem hún bjó sér til þarna hún Diljá.

KR hreinsaði hornið frá.
Eyða Breyta
83. mín
KR reynir að sækja en er ekki að opna vörn Stjörnunnar neitt þessar mínúturnar.
Eyða Breyta
78. mín
Gyða með fyrigjöf sem Tijana kemst fyrir, hornspyrna. Ekkert kom uppúr því leikatriði.
Eyða Breyta
77. mín
Betsy með skot en Birta mætt í hornið.
Eyða Breyta
75. mín Hlíf Hauksdóttir (KR) Sandra Dögg Bjarnadóttir (KR)

Eyða Breyta
72. mín MARK! Shameeka Fishley (Stjarnan)
Shameeka fær flotta stungusendingu yfir vörn KR, skeiðar inn á teig og klárar vel framhjá Ingibjörgu. Gríðarlegur hraði í henni.
Eyða Breyta
71. mín
Enn ein tilraunin frá Grace, nú beint á Birtu.
Eyða Breyta
69. mín
Tijana kemur inn í vinstri bakvörðinn, Kristín í hægri bakverði, Laufey og Lilja í miðverði.
Eyða Breyta
67. mín Tijana Krstic (KR) Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Ingunn varð fyrir einhverju hnjaski og fékk aðhlynningu. Þurfti að fara af velli í kjölfarið.
Eyða Breyta
64. mín Katrín Ómarsdóttir (KR) Þórunn Helga Jónsdóttir (KR)
Sýnist Betsy fara niður með Grace á miðjuna. Katrín í holunni fyrir aftan Guðmundu. Sandra úti hægra meginn og Gloria vinstra meginn.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
Sýndist það vera Birna sem fékk boltann fyrir miðju marki og skoraði af stuttu færi.

Hornspyrnan var hreinsuð frá en sókn Stjörnunnar hélt áfram og boltinn endaði í miðjum teignum.
Eyða Breyta
62. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
62. mín
Gyða tók aukaspyrnuna og Shameeka fær boltann í sig og Ingibjörg handsamar knöttinn. Diljá heldur leik áfram.
Eyða Breyta
60. mín
Diljá fær hér aukaspyrnu úti vinstra meginn og þarf aðhlynningu. Gunnar gaf góðan hagnað í kjölfarið og leyfði skottilraun sem fór yfir áður en hann flautaði.
Eyða Breyta
59. mín
Diljá með flotta skottilraun eftir sendingu frá Jasmín. Rétt framhjá þetta hörkuskot.
Eyða Breyta
56. mín
Grace fær boltann við vítateig Stjörnunnar, hægra meginn, lætur vaða en beint á Birtu.
Eyða Breyta
54. mín
Friðgeir í baráttu við geitung hér beint fyrir framan blaðamannaaðstöðuna #friðgeirsvaktin
Eyða Breyta
51. mín
Shameeka með fyrirgjöf í át að Diljá en Laufey hreinsar.
Eyða Breyta
50. mín
Grace með tilraun rétt yfir mark Stjörnunnar. Leikmenn duglegir að láta reyna af löngu færi.
Eyða Breyta
47. mín
Camille með flotta fyrirgjöf sem Diljá rétt missir af, sýndist Lilja gera þarna frábærlega og koma boltanum afturfyrir en Gunnar dæmir útspark.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn, þar sem KR hóf fyrri hálfleikinn liggur beinast við að Stjarnan byrji með boltann í seinni.

KR liðið kom töluvert fyrr inn á völlinn. Stjörnuliðið lét aðeins bíða eftir sér.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið.
Eyða Breyta
45. mín
Betsy æðir í gegnum vörn Stjörnunnar og rennir boltanum í stöngina!!
Eyða Breyta
45. mín
Guðmunda með flotta tilraun af löngu færi, rétt yfir.
Eyða Breyta
44. mín
Laglegur samleikur Guðmundu og Söndru sem endar með tilraun frá Söndru en varnarmenn Stjörnunnar komast í milli.
Eyða Breyta
42. mín
Shameeka vinnur baráttu við Ingunni en á svo fyrirgjöf sem er alls ekki sérstök. Stjarnan í góðum séns þarna en illa farið með gott tækifæri.
Eyða Breyta
39. mín
Shameeka skeiðar upp hægri kantinn og á fyrirgjöf á Birnu sem er í fínu færi en kýs að leggja boltann út á Gyðu sem á tilraun yfir mark KR.
Eyða Breyta
36. mín
Diljá með tilraun rétt yfir mark KR. Skemmtilegar mínútur hér.
Eyða Breyta
35. mín
DAUÐAFÆRI

Fyrirgjöf frá Söndru sem Gloria rétt snertir og boltinn fer á Guðmundu sem hittir boltann illa og skýtur framhjá.
Eyða Breyta
35. mín
Kristín með fína fyrirgjöf en Birta vel á verði.
Eyða Breyta
33. mín
Gloria með fína tilraun en tiltölulega auðvelt fyrir Birtu.
Eyða Breyta
32. mín
Fín fyrirgjöf frá Diljá á Shameeku en Shameeka náði ekki að taka við boltanum.
Eyða Breyta
31. mín
Grace með mjög góða tilraun úr aukaspyrnunni. Skýtur á nærstöngina og Birta ver þennan í tréverkið!
Eyða Breyta
30. mín
Sóley tæklar í boltann og Guðmundu og Guðmunda fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar, hægra meginn.
Eyða Breyta
27. mín
Shameeka með frábæra fyrirgjöf á Birnu sem er 3 metra frá marki en Ingibjörg ver vel!
Eyða Breyta
26. mín MARK! Gloria Douglas (KR)
Boltinn berst á Gloriu fyrir framan vítateiginn og hún lætur vaða. Sýndist boltinn fara örlítið í Viktoríu og Birta réði ekki við skotið. Allt jafnt.
Eyða Breyta
23. mín
Guðmunda fer niður með Önnu Maríu í bakinu. Fær aukaspyrnu á miðjum velli.
Eyða Breyta
22. mín
Lilja með fyrirgjöf beint á Birtu. KR aðeins að vakna eftir markið.
Eyða Breyta
21. mín
Gyða með fyrirgjöf sem hreinsuð er frá marki en beint á Shameeku sem var komin yfir á vinstri kantinn. Shameeka reynir að setja boltann hátt á mark KR en tilraunin rétt yfir, hreint ekki svo galið.
Eyða Breyta
20. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem KR tekst að hreinsa í burtu.
Eyða Breyta
17. mín MARK! Shameeka Fishley (Stjarnan)
Gegn gangi leiksins vægast sagt!

Diljá sýndist mér á flottan sprett og lætur vaða. Boltinn í slána og niður (ekki gott að sjá hvort hann var inni) Shameeka eltir vel á eftir boltanum og potar honum inn.
Eyða Breyta
15. mín
Grace reyndi að læða boltanum inn á teig en ekkert kom út úr þeirri tilraun.
Eyða Breyta
15. mín
Grace krækir í aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar. Flott skotfæri.
Eyða Breyta
13. mín
Grace með tilraun vel framhjá úr aukaspyrnu af miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar.
Eyða Breyta
11. mín
Hörku færi sem Sandra Dögg fær en tilraunin rétt yfir! KR byrjar betur.
Eyða Breyta
10. mín
Guðmunda með flotta laumu inn á Betsy en Birta gerir mjög vel og mætir út á móti og ver skotið frá Betsy, laglegt spil!
Eyða Breyta
9. mín
Lilja með fyrirgjöf sem Birta grípur.
Eyða Breyta
9. mín
Sýnist KR vera að spila 4-4-2 með Guðmundu og Betsy fremstar og Stjarnan 4-5-1 með Birnu fremsta og Gyðu sem styður mest við hana af miðjumönnunum.
Eyða Breyta
8. mín
Guðmunda Brynja með fína tilraun rétt framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
7. mín
Shameeka brýtur af sér og jaðraði þetta við gult spjald. KR fær aukaspyrnu vinstra meginn við vítateig Stjörnunnar. Sóknin var flott hjá KR upp vinstra meginn.
Eyða Breyta
2. mín
Ingibjörg með skrautlega tilburði og boltinn berst á Shameeku sem reynir að setja boltann yfir Ingibjörgu sem var ekki komin á marklínuna en boltinn yfir og framhjá.
Eyða Breyta
1. mín
KR leikur í svörtum búningum og Stjarnan í hefðbundnum litum: bláum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
KR byrjar með boltann!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Kristján gerir eina breytingu á leikmannahópi sínum frá jafnteflinu fyrir norðan í síðustu umferð. Anna María Björnsdóttir er ekki á bekknum í dag. Kristján er einungis með fjóra varamenn á skýrslu í dag.

Jóhannes gerir eina breytingu á sínu byrjunarliði frá tapinu gegn Selfossi. Þórunn Helga Jónsdóttir (fyrirliði) kemur inn í liðið í stað Katrínar Ómarsdóttur sem tekur sér sæti á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan verður að minnsta kosti án tveggja lykilmanna í dag. Þær Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Jana Sól Valdimarsdóttir eru ekki með í dag þar sem þær eru í landsliðsverkefni með U17 ára landsliði Íslands.

Hildigunnur var í byrjunarliði Íslands í morgun sem mætti Frakklandi í úrslitaleik um efsta sæti undanriðilsins í undankeppni fyrir EM2020. Sá leikur hófst klukkan 11:00.

Frakkland vann þann leik, 3-0 en Ísland var fyrir leikinn öruggt með sæti í milliriðli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gunnar Helgason er dómari leiksins og honum til aðstoðar verða þau Íris Björk Eysteinsdóttir og Ágúst Unnar Kristinsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar og Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfar KR.

Kristján tók við liði Stjörnunnar eftir síðustu leiktíð og Jóhannes Karl tók við liði KR á miðju tímabili. Jóhannes tók við liðinu af Bojönu Besic sem sagði af sér í júlí.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjá KR hafa tveir leikmenn skorað fimm mörk í deildinni í sumar. Katrín Ómarsdóttir hefur skorað fimm, þar af tvö úr vítum og þá hefur Guðmunda Brynja Óladóttir einnig skorað fimm mörk. Báðar hafa þær gert það í 14 leikjum.

Hjá Stjörnunni er Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir markahæst með sex mörk í deildinni og þá hefur Jasmín Erla Ingadóttir gert fimm mörk, þar af þrjú úr vítum. Hildigunnur er kominn með mörkin sex í einungis tíu leikjum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan hefur krækt í sjö stig í síðustu fimm leikjum. Liðið gerði 0-0 jafntefli við Þór/KA í síðustu umferð. Stjarnan er með mjög góðan árangur á heimavelli. Liðið hefur unnið fimm leiki, einunigs tapað gegn toppliðunum, Val og Breiðabliki og gert eitt jafntefli.

KR hefur krækt í níu stig í síðustu fimm leikjum. KR tapaði 0-2 gegn Selfossi í síðustu umferð. Gengi KR á útivelli er ekki sérstakt. Liðið hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað fimm útileikjum.

KR sigraði fyrri leik liðanna, 1-0 í júlí. Grace Maher gerði eina mark leiksins undir lokin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru í 6. og 7. sæti deildarinnar fyrir umferðina.

Stjarnan er með stigi meira (20 stig) en KR og situr í 6. sætinu (19 stig).

Fylkir hefur tveimur stigum meira en Stjarnan og geta lið þessa leiks náð 5. sætinu í deildinni með sigri. Stjarnan getur dottið niður í 8. sæti með tapi og sama má segja um KR. ÍBV er eins og er í 8. sætinu með stigi minna en KR.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomnir lesendur í beina textalýsingu úr Garðabæ!

Lokaumferðin í Pepsi Max-deild kvenna fer fram í dag. Allir leikir hefjast á sama tíma, klukkan 14:00.

Hér verður fylgst með gangi mála í leik Stjörnunnar og KR sem fram fer á Samsung vellinum í Garðabæ.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
13. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson
3. Ingunn Haraldsdóttir ('67)
4. Laufey Björnsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
9. Lilja Dögg Valþórsdóttir
10. Betsy Doon Hassett
14. Grace Maher
16. Sandra Dögg Bjarnadóttir ('75)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir (f) ('64)
24. Gloria Douglas

Varamenn:
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
6. Hlíf Hauksdóttir ('75)
8. Katrín Ómarsdóttir ('64)
12. Tijana Krstic ('67)
21. Ásta Kristinsdóttir
23. Birna Kristjánsdóttir
27. Hildur Björg Kristjánsdóttir

Liðstjórn:
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: