Stjarnan
3
2
ÍBV
Alex Þór Hauksson '39 1-0
1-1 Gary Martin '64
Sölvi Snær Guðbjargarson '74 2-1
Guðjón Baldvinsson '84 3-1
3-2 Gary Martin '87 , víti
28.09.2019  -  14:00
Samsung völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Alex Þór Hauksson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('77)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('87)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson ('86)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson ('77)
6. Þorri Geir Rúnarsson ('86)
8. Baldur Sigurðsson
11. Adolf Daði Birgisson ('87)
14. Nimo Gribenco
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skrítinn leikur. 3-2 sigur Stjörnunnar en einhvern veginn fer Gary Martin hugsanlega einn glaður heim með gullskóinn eftir öruggan sigur FH í Krikanum.
91. mín Gult spjald: Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV)
90. mín
3 mínútur í uppbót.
87. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
87. mín Mark úr víti!
Gary Martin (ÍBV)
Stoðsending: Telmo Castanheira
Öruggur á punktinum.

Er hann að tryggja markakóngstitilinn?
86. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
86. mín
Víti fyrir Eyjamenn! Gary á punktinum.
84. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Hilmar fær boltann rétt við endamarkslínuna og í staðinn fyrir að skjóta á markið rennir hann boltanum fyrir á Guðjón Baldvinsson sem kemur honum yfir línuna.

Hárrétt ákvörðun hjá Hilmari en einhverjir í stúkunni kölluðu eftir skoti.
84. mín
Inn:Jonathan Glenn (ÍBV) Út:Matt Garner (ÍBV)
Matt Garner að fara útaf í sínum síðasta leik fyrir ÍBV
80. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
79. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
79. mín
Inn:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV) Út:Jonathan Franks (ÍBV)
Gary Martin var ekki sáttur við þessa skiptingu. Jonathan Franks lagði uppá hann og er búinn að vera sprækur í leiknum.
77. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
74. mín MARK!
Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Það er skammt stórra högga á milli!

Stjörnumenn eru komnir yfir! Eftir ævintýranlega björgun fara Stjörnumenn í sókn, Jósef Kristinn, fær boltann við endalínu, gefur hann fyrir þar sem Sölvi Snær er einn og yfirgefinn og kemur boltanum yfir línuna!

2-1!
73. mín
Halli Björns ver í stöng!

Jonathan Franks svo nálægt því að koma gestunum yfir. Fær boltann á markteig en Halli ver í stöng!
69. mín
Stjarnan vill víti þegar Hilmar er svo nálgæt því að skora!!!

Stjarnan leikur inná teig gestanna þar sem Sölvi Snær á sendingu fyrir á Hilmar sem Stjörnumenn vilja meina að sé ýtt og því nær hann ekki almennilega til boltans og Eyjamenn hreinsa í horn.

Hilmar var inná markteig og því algjört dauðafæri og spurning hvort heimamenn höfðu eitthvað til síns máls?

Hefði verið strangur dómur að mínu mati.

Uppfært; Þeir sem eru að horfa í TV segja að þetta sé klárt víti. Sel það ekki dýrara.
64. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Stoðsending: Jonathan Franks
Just a kid from Darlo!

Gary Martin, hver annar?!?!

Jonathan Franks á sendingu fyrir utan af kanti sem fer í gegnum alla vörn heimamanna og hver annar en Gary Martin er mættur á fjærstöng og stýrir boltanum inn!

Danni Lax var sofandi á fjærstöng og var refsað.

Hann er markakóngur eins og staðan er í dag.
57. mín
Frábært spil Stjörnunnar endar á flottri markvörslu hjá Halldóri!

Stjarnan spilar upp allan völlin, boltinn endar hjá Þorsteini Má á kantinum sem á fyrirgjöf sem Guðjón Baldvins kemst með stóru tá í en Halldór þarf að hafa sig allan við í markinu og ver bolann útí teiginn.
55. mín
Þorsteinn Már með flottan sprett upp kantinn, leggur hann út á Eyjólf Héðinsson sem á skot að marki rétt fyrir utan vítateig en eins og önnur skot hans í leiknum fer þessi nokkuð hátt yfir markið.
54. mín
Markakóngsupdate: Steven Lennon að skora aftur í Krikanum. Hann er markakóngur eins og staðan er núna.

Hilmar þarf því að skora eitt til að tróna á toppnum.
52. mín
Aftur fer boltinn í gegnum allan pakkann eftir hornspyrnu frá Eyjamönnum. Núna átti Jonathan Franks flotta spyrnu fyrir en aftur ræðst enginn á boltann og því fór hann útaf í markspyrnu.
49. mín
Þorsteinn Már með skot sem Halldór ver nokkuð þægilega í horn í marki Eyjamanna. Var frekar þröngt færi með mann í sér en vel gert hjá Halldóri.

Brynjar Gauti með lausan skalla uppúr horninu sem endar ofaná slánni. Halldór var með þetta allan tímann.

Fer nokkuð fjörlega af stað í seinni.
48. mín
Eyjamenn fá horn á hinum enda vallarins en góð spyrna Felix Arnar fer í gegnum allan pakkann. Vanaði einhvern til að ráðast á boltann.
47. mín
Stjörnumenn fá horn á "ákjósanlegum stað" (inswing með hægri frá Hilmari). Eyjamenn koma boltanum frá, Eyjólfur Héðinsson á sendingu fyrir en aftur koma Eyjamenn boltanum frá. Held svei mér þá að þetta sé bara annað horn heimamanna í leiknum.
46. mín
Leikurinn er byrjaður. Vonandi fáum við fleiri mörk í leikinn.
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan verðskuldað 1-0 yfir í hálfleik.
43. mín
Hilmar Árni með skot að marki úr miðjum teignum sem endar í varnarmanni Eyjamanna. Stúkan tekur andköf í hvert skipti sem Hilmar er líklegur.
41. mín
Gary Martin með skot rétt yfir hinu megin. Rekur boltann inn í vítateig, er einn gegn Rauschenberg, nær skoti að marki en boltinn fer rétt yfir.
39. mín MARK!
Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Stoðsending: Daníel Laxdal
Það er komið mark í Garðabæinn!

Alex Þór Hauksson skorar með skoti fyrir utan teig. Botlinn hafnar í varnarmanni Eyjamanna og þaðan í boga yfir Halldór í markinu.
38. mín
Haraldur Björnsson liggur eftir í teig Stjörnumanna. Halldór sjúkraþjálfari að hlúa að honum. Virðist geta haldið áfram.
37. mín
Dauðafæri hjá gestunum!

Víðir Þorvarðar á fasta sendingu fyrir milli varnar og markmanns en Martin Rauschenberg nær til boltans rétt áður en Gary Martin náði að pota honum yfir línuna!
34. mín
Slá og stöng!!!

Stjörnumenn með 2 skot á sömu mínútu. Fyrst á Alex á geggjað skot í slá fyrir utan teig, Stjörnumenn halda boltanum, boltinn berst á Hilmar sem á skot í stöngina!

Munaði engu!
34. mín
Halldór þarf að hafa sig allan við að verja frá Hilmari sem á skot með vinstri rétt fyrir utan teig. Boltinn vissulega beint á Halldór sem blakar yfir.
33. mín
Fagnaðarlæti í stúkunni! Siggi Dúlla fór inná völlinn og náði í bolta sem hafði skoppað inná völlinn.

Hugsanlegur hápunktur leiksins.
32. mín
Og já, þessi leikur er það rólegur að ég er að uppfæra markakóngsbaráttuna.
31. mín
Markakóngsupdate:

Elfar kominn með 2 mörk fyrir KA á Akureyri. Hann er líka kominn í 12 mörk!
30. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað við hliðarlínu vítateigsins eftir góðan sprett Víðis Þorvarðarsonar. Fínn bolti fydir endar á hausnum á Sigurði Arnari Magnússyni en skallinn hans fer beint á Harald í markinu.
27. mín
Stjörnumenn halda áfram að sækja að marki Eyjamanna án þess þó að skapa sér ákjósanleg færi. Þeir eru að ná að krossa fyrir markið úr nokkuð fínum stöðum en koma sjaldnast góðu skoti á markið. Nú átti Eyjólfur Héðinsson skot yfir markið eftir ágætis uppspil.
24. mín
Aukaspyrna af 30 metra færi. Hilmar Árni tekur spyrnuna. Gefur hann inná teig. Skjóttu drengur!
22. mín
Gary Martin með skot í varnarmann. Var nokkuð fyrir utan teig. Var aldrei að fara að gefa hann þarna.
21. mín
Markakóngs- og Evrópubaráttu update:

Lennon kominn í 12 mörk með marki fyrir FH í Krikanum. Eitthvað til að fylgjast með.
19. mín
Halldór ver í marki gestanna.

Stjörnumenn eru að sækja í sig veðrið. Nú fær Jósef boltann við endalínu eftir þríhyrningsspil við Sölva, leggur boltann út í teig, boltinn fer í varnarmann Eyjamanna og af honum stefnir boltinn í nærhornið. Halldór Páll þarf að skutla sér til að verja.
17. mín
Dauðafæri!!!

Jósef Kristinn skallar yfir einn á móti marki ef markteig!

Fínt spil Stjörnumanna endar á því að Þorsteinn fær háan bolta inná teig sem hann skallar fyrir markið á Jósef sem þarf aðeins að teygja sig í boltann og skallar yfir markið.

Hinu megin fá Eyjamenn aukaspyrnu sem ratar á Martin sem skallar framhjá.
13. mín
Hilmar tekur spyrnuna en skot hans fer bæði yfir vegginn og markið.
13. mín
Þarna munaði litli! Guðjón Baldvins á sendingu útí teiginn sem fer rétt framhjá Hilmari sem er einn við vítapunkt.

Stuttu seinna fá Stjörnumenn aukaspyrnu á upplögðum stað fyrir Hilmar.
11. mín
Lítið í gangi þessa stundina. Eins og áður gengur Stjörnumönnum illa að komast í gengum þétt skipaða vörn Eyjamanna.
8. mín
Eyjólfur Héðins með skot rétt fyrir utan vítateig sem fer hátt yfir. Fyrsta skot að marki.
7. mín
Það er talað um að handboltinn sé að taka yfir íþróttalífið í Vestmannaeyjum síðustu misseri og því er kannski við hæfi að vörn Eyjamanna líkist svokallaðari 6-0 vörn í handboltnum þegar heimamenn sækja. Detta vel niður og leyfa Stjörnunni að spila sín á milli.

Stjörnumenn ná lítið að skapa í upphafi leiks.
2. mín
Stjörnumenn neira með boltann fyrstu mínúrnar og greinilegt að Eyjamenn ætla að liggja vel til baka.

Sölvi með fyrstu fyrirgjöf leiksins sem er auðveld fyrir Halldór Pál í marki gestanna. Halldór bombar boltanum beint upp á Martin sem má sín lítils gegn margnum.
1. mín
"Grindavík! Grindavík! Grindavík!" heyrist í Silfurskeiðinni.

Voru að dett í "Þeir skora. Þeir skora og skora!"

Nokkuð gott!
1. mín
Leikurinn er byrjaður! Stjörnumenn byrja með boltann og sækja í áttina frá Garðatorgi.
Fyrir leik
Liðin eru að gera sig klár að ganga útá völlin.

Samkvæmt mínum heimildum er þetta síðasti leikur Matt Garner fyrir ÍBV en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV árið 2004. Sannkölluð Vestmannaeyja goðsögn hér á ferð.
Fyrir leik
Vonandi lætur fólk sjá sig í Garðabænum í dag. Veðrið er til fyrirmyndar, það er meira að segja sól (fremst) í stúkunni, borgararnir hitna á grillinu og Dúllubar er opinn fyrir alla sem vettlingi geta valdið.

Fólk ætti því að drífa sig á völlinn, þó það væri ekki nema til að fylgjast með baráttunni um markakóngstitilinn á milli Gary Martin og Hilmars Árna.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Heimamenn gera eina breytingu á sínu liði. Brynjar Gauti Guðjónsson kemur inn fyrir Elís Rafn Björnsson.

Heimamenn gera tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn Breiðabliki. Oran Jackson og Óskar Zoega taka út leikmann en inn fyrir þá koma þeir Matt Garner og Felix Örn Friðriksson.
Fyrir leik
Dómari dagsins í dag er Erlendur Eiríksson en á línunni eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Andri Vigfússon.
Fyrir leik
Bæði lið áttu fína leiki í síðustu umferð. Stjarnan fór í Árbæinn og vann öruggan sigur á Fylkismönnum, 1-4, en Eyjamenn gerðu jafntefli við Breiðablik á heimavelli, 1-1.
Fyrir leik
Það verða þrír leikmenn ÍBV í banni í dag, þeir Oran Egypt Jackson, Óskar Elías Zoega og Priestley David Keithly.

Allir löglegir í liði Stjörnunar.
Fyrir leik
Fyrir utan Evrópudrauma heimamanna munu eflaust flest augu beinast að markakóngsbaráttu þeirra Hilmars Árna Halldórssonar og Gary Martin en fyrir leiki dagsins er Hilmar markahæstur með 13 mörk en Gary er í öðru sæti með 12 mörk.
Fyrir leik
Komiði margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Stjörnunnar og ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar 2019.

Það er ljóst að Eyjamenn munu ekki spila í deild þeirra bestu á næsta ári, þannig að þessi leikur skiptir þá ekki miklu máli, en tapi FH gegn Grindavík í Hafnarfirðinum komast Stjörnumenn í Evrópukeppni á þeirra kostnað með sigri.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Matt Garner ('84)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
8. Telmo Castanheira
10. Gary Martin
11. Víðir Þorvarðarson
17. Róbert Aron Eysteinsson ('79)
77. Jonathan Franks ('79)
92. Diogo Coelho

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
12. Eyþór Orri Ómarsson ('79)
14. Arnar Breki Gunnarsson
18. Eyþór Daði Kjartansson ('79)
19. Breki Ómarsson
19. Benjamin Prah

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Jonathan Glenn (Þ)
Ian David Jeffs
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:
Eyþór Orri Ómarsson ('91)

Rauð spjöld: